Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ N afn H. C. Andersenser kirfilega skorðað íhuga minnar kyn-slóðar, skáldið varhluti uppeldisins, allir krakkar höfðu aðgang að ævintýr- um hans, marglásu þau og kunnu sum utanbókar. Voru iðulega skemmtilega myndlýst sem gerðu þau til muna forvitnilegri og örv- uðu hugarflugið. Fátt heilbrigðara ungu fólki en þessar undursamlegu sögur, jafnt af prinsessunni á bauninni og litlu fátæku stúlkunni með eldspýturnar, engin miðstýrð þjóðfélagsleg einstefna þar á ferð heldur rík samkennd og ást á mannlífinu. Um leið voru þær skrifaðar á gagnsæju og læsilegu máli sem var ungum góð og heil- brigð heimanfylgja til frambúðar. Betri og hollari námsgrunn á lífið var trauðla hægt að fá og þó var skáldið ekki með próf í uppeldis- og sálfræði, frekar að hann hafi verið holdgervingur uppeldis- og sálfræðinnar. Lítt að furða þótt Danir berji á bumbur og haldi með pompi og prakt upp á að 200 ára fæðingarafmæli hans, jafnstóran þátt og hann á í mótun hinna mjúku gilda í þjóðarsálinni sem gert hefur þá alveg sérstaka í heiminum. Afmælishátíðin stendur út árið og ég mun halda áfram að koma að ýmsum þáttum ævi hans og persónu, en vík í þessum pistli að helstu sýningarviðburðum í Kaupmannahöfn, að slepptum þeim sem varða ævintýraskáldið. Vart hafði ég lagt frá mér tösk- urnar, kominn til gestgjafa minna úti á Ámakri, en að ég rauk burt. Tók metróna frá Lergravesparken að Kóngsins nýjatorgi á vit nýopn- aðrar vorsýningar á Charlotten- borg. Unga kynslóðin sem einkum virðist eiga erindi á þá árvissu framkvæmd er í góðu samræmi við nafngiftina og árstíðina, og ekki vantar framboðið þrátt fyrir um- deilda myndskoðun hverju sinni. Af liðlega 4000 innsendum verkum náðu að mig minnir einungis 167 gegnum nálaraugað svo eftir drjúgum sóma er jafnaðarlega að sækjast þótt sú hætta sé margföld að viðkomandi blandist í þann stóra hóp sem verður að bíta í hið súra epli að vera hafnað. Þetta er auðvitað hlutskipti allra þeirra er leggja út á listabrautina, þó sem jafnan áhöld um úr hvorum hópn- um afburðafólkið kemur, telst þó alla vega upphefð og mikilvægur liður markaðssetningar að vera í hópi hinna útvöldu. Að þessu sinni virtust gagnrýnendur dagblaðanna sammála um að betur hafi tekist til um valið en á næstliðnum árum og fær sýningin yfirleitt þrjú prik af fimm mögulegum. En í ljósi þess sem við blasti hefur naumast verið öfundsvert að sitja í dómnefnd, hafi hitt almennt verið lakara, en um það er enginn dómbær, kallar á þörf til að setja upp sýningu hinna útskúfuðu eins og stundum hefur verið gert með miklum hávaða og brambolti, einkum sunnar í álfunni. Kenndi hér margra grasa og fjöl- breytnin ein verðskuldar fimm prik en hins vegar bar sjálf sýningin fullmikinn keim af staðlaðri fram- leiðslu úr listaskólum, með nokkr- um undantekningum þó. Að mínu mati er hún orðin að réttum og sléttum stóriðnaði vestan hafs sem austan, með hugmyndafræðilegan rétttrúnað listamarkaðsins á odd- inum. Langlundargeðið líka þrotið hjá mörgu ungu fólki sem stendur jafnvel uppi með meistaragráðu í myndlist, en kann hvorki að teikna né veit skil á innri lífæðum lita og forma, finnur sig svífa í lausu lofti hafi skólunum ekki þeim mun bet- ur tekist að heilaþvo viðkomandi. Hins vegar er þesslags mynd- skoðun á mikilsháttar fram- kvæmdir mikilvæg, einkum nú á dögum þegar allt virðist gjald- gengt, sé hugmyndafræði rétttrún- aðarins að baki. Miðað við meint vægi og umfang sýningarinnar þó sýnu lakast hve sýningarskráin var fátækleg, einungis nafnaupptaln- ing. Þennan páskalaugardag varsól hátt á lofti og fallegtum að litast fráCharlottenborg yfir Ný- höfnina hvar múgur og margmenni var á sveimi, allir útiveitingastaðir þéttsetnir þótt kul væri í lofti og ískaldur næðingur blési af hafi. Dvaldist drjúga stund á sýningunni og reyndi að átta mig á hlutunum, en satt að segja voru það kærkom- in viðbrigði að koma út í sólina aft- ur. Stefna tekin á Listiðn- aðarsafnið á Bredgade hvar í fyrsta skipti er húsuð alíslensk sýning að ég best veit. Á ferð syst- urnar Sigrún og Ólöf Einarsdætur ásamt Søren Larsen, látins eig- inmanns þeirrar fyrrnefndu. Kom við í Galleríi Asbæk, og skoðaði sýningu Malin Lindgreen, mundi þá eftir að Listiðnaðarsafnið lokar klukkutíma fyrr en önnur söfn og tíminn naumur, var þá ekki um annað að ræða en að sveigja til hægri við Frederiksgade og ljúka röltinu með því að virða fyrir sér Óperuhúsið nýja á Hólminum sem einnig var ætlunin. Þegar ég nálg- aðist hafnarbakkann og hin mikla og umdeilda framhlið blasti við, skynjaði ég og skildi á núinu hve líkingin við risavaxna brauðrist er nærtæk. Einnig að hér hafi verið slegið á það snilldarlega samspil við umhverfið sem arkitektinn hafði í huga, framhliðin fyrir vikið til muna staðari. En þetta er rosa- leg og vel hönnuð bygging sem fljótlega kom stórum betur í ljós er ég tók stefnuna suður eftir hafn- arbakkanum í átt að Nýhöfninni og umfang hennar kom enn frekar í ljós. Hið innra mun hún öll hin Í borg kaupmannanna Fernand Léger á vinnustofu sinni á 80 West, 40th Street í New York á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Fernand Léger: Kona með vasa, olía á léreft, 1950. Norðurjóska listasafnið í Álaborg. Gerhard Richter á vinnustofu sinni í Köln 1989.Gerhard Richter: Lesandi, 1994, litljósmynd. SJÓNSPEGILL BRAGI ÁSGEIRSSON Sími 585 4000 Innrásin í England & viðburðir ársins 1066 Vegna mikillar aðsóknar höfum við bætt við þriðju söguferðinni með Magnúsi Jónssyni á slóðir BAYEUX refilsins og Heimskringlu í Normandí og Suður-Englandi. 13. maí - 22. maí • nokkur sæti laus. 22. júní - 1. júlí • uppselt. 8. júlí - 17. júlí • 4 sæti laus. APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa gulli betri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.