Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í gegnum árþúsundir hafa Kínverjar þróað fullkomnar aðferðir til eflingar líkama og heilsu. • Sjálfsvörn fyrir alla • Hugræn teygjuleikfimi • Tai Chi • Kung Fu - fyrir börn, unglinga og fullorðna Sérhæfð heilsumeðferð. Dekur að kínverskum hætti. Skeifan 3 ◆ Sími 553 8282 ◆ www.heilsudrekinn.is Hóptímar Einkatímar Opið hús 18.-23. apríl - Fríir prufutímar - mörg tilboð í gangi HÁHRAÐI UM LAND ALLT Allir landsmenn eiga að geta tengst háhraðaneti árið 2007, sam- kvæmt fjarskiptaáætlun 2005– 2010 sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Einnig verður aðgengi að farsíma- þjónustu aukið á þjóðvegum og helstu ferðamannastöðum. Þá er stefnt að því að allir landsmenn hafi aðgengi að gagnvirku stafrænu sjón- varpi og að farið verði að útvarpa starfrænt um landið og miðin. Æfing í Hvalfjarðargöngum Hvalfjarðargöngin voru lokuð um tíma í gær vegna almannavarnaæf- ingar þar sem viðbrögð voru sam- hæfð vegna hópslyss sem sett var á svið í miðjum göngunum. Um 200 manns tóku þátt í æfingunni sem var sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Vel undir lágmarkskjörum Allar líkur eru á að höfðað verði dómsmál vegna launamála smiðs frá Portúgal sem kom til starfa á síðasta ári við Kárahnjúkavirkjun í gegnum portúgölsku starfsmannaleiguna Select. Eftir þriggja mánaða vinnu var maðurinn milljón krónum undir lágmarkskjörum. Unnur Birna fegurst fljóða Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, tví- tug Reykjavíkurmær, var kosin ungfrú Reykjavík á föstudagskvöld. Umbreytist eða deyið Condoleezza Rice, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í fyrradag, að yrði ekki gripið til mik- illa umbóta innan Sameinuðu þjóð- anna, ættu þær ekkert erindi lengur í alþjóðamálum. Lét hún þessi orð falla á fundi með bandarískum rit- stjórum er hún varði þá ákvörðun stjórnar sinnar að útnefna John Bolton sem næsta sendiherra henn- ar hjá samtökunum. Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, tekur undir það, að umbóta sé þörf innan SÞ en leggur áherslu á, að SÞ eigi mikilvægt og óhjákvæmilegt erindi á alþjóðavettvangi. Samtökin verði hins vegar að herða baráttuna gegn fátækt og mannréttindabrotum. Sjítar reknir Sjítar í bænum Al-Madain, fyrir sunnan Bagdad, flúðu þaðan í gær en þá hafði fjöldi vopnaðra súnníta tekið um 80 manns, konur og börn, í gíslingu og hótaði að drepa þá nema trúbræður þeirra kæmu sér burt. Flýðu jafnt hermenn sem lög- reglumenn og skýldu sér á flóttanum með því að klæðast borgaralegum fatnaði. Fóru flestir til borgarinnar Kut nokkru sunnar. Haft var eftir sjítum, að Al-Madain-bær væri um- kringdur að vel vopnuðum súnnítum. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Dagbók 54 Veiði 28 Víkverji 54 Forystugrein 34 Velvakandi 55 Umræðan 36/45 Staður og stund 56 Bréf 40 Menning 57/65 Minningar 46/49 Ljósvakamiðlar 50 Hugvekja 50 Veður 51 Auðlesið 51 Staksteinar 54 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÓLAFUR Kvaran, formaður safna- ráðs, segir umræðuna vera mjög þarfa og brýna sem forstöðumenn safna hafi brydd- að upp á í grein í Morgunblaðinu í gær. Hann segist ekki vilja svara efnislega þeirri gagnrýni sem safnstjórarnir setja fram heldur vísa á ítarlega greinargerð safn- aráðs á heima- síðu þess, www.safnarad.is. Þar sé gerð grein fyrir úthlutun ráðsins. „Kjarni þessa vanda er fjárveit- ingar til safnastarfs í landinu og það kemur mjög skýrt fram í loka- orðum safnstjóranna,“ segir Ólafur og tekur undir áskoranir þeirra til menntamálaráðherra og alþingis- manna um að leggja meira fé í Safnasjóð. Í grein safnstjóranna, sem eru 15 af öllu landinu, er úthlutun safna- ráðs gagnrýnd harðlega og sú ákvörðun að hafa lækkað rekstr- arstyrki til safnanna og hækkað verkefnastyrki. Á sama tíma hafi safnaráð hækkað eigin rekstrar- styrk um 50%. „Nemur sá „eldur“ sem ráðið skarar þannig að eigin köku nálægt 10 millj. af þeim 64 millj. kr. sem eru til úthlutunar úr Safnasjóði!“ segir m.a. í grein safn- stjóranna í blaðinu í gær. Formaður safnaráðs „Kjarni vandans er fjárveiting- ar til safna“ Ólafur Kvaran  Meira á mbl.is/ítarefni ALLT innanlandsflug lá niðri í gær- morgun vegna hvassviðris í háloft- unum. Veðurstofan varaði við stormi á Suðurlandi, við Faxaflóa og Breiðafjörð og vestast á miðhálend- inu. Þótt hressilega blési um íbúa suðvesturlands var mun hvassara á fjöllum og heiðum. Á Skálafelli mældist t.d. 36 m/s vindur kl. 9 í gær- morgun. Innanlands- flug lá niðri vegna veðurs AÐALSTEINN Þorsteinsson, for- stjóri Byggðastofnunar, segir nauð- synlegt að styrkja efnahag Byggða- stofnunar svo að stofnunin geti staðið við þá lagaskyldu að viðhalda eigin fé sínu. Á síðasta ári greiddu viðskiptavinir Byggðastofnunar upp lán fyrir um tvo milljarða króna. Að- alsteinn segir að þetta hafi leitt til þess að útlánasafn stofnunarinnar sé orðið brothættara því að margir af traustustu viðskiptavinum hennar hafi snúið sér til bankakerfisins. „Þeir sem fóru eru þeir sem áttu greiðastan aðgang inn í bankakerfið og höfðu öruggustu tryggingarnar fyrir sínum lánum og sterkasta efna- haginn. Við erum að tala t.d. um út- gerðir með varanlegar veiðiheimildir og félög sem eru með sterkan efna- hag. Þetta eru félög sem komu veik til stofnunarinnar og fara þaðan sterk,“ sagði Aðalsteinn. Uppgreiðslur tveir milljarðar í fyrra Aðalsteinn sagði að uppgreiðslur lána hefðu numið um tveimur millj- örðum króna á síðasta ári. Dregið hefði verulega úr þessum upp- greiðslum að undanförnu. Hann sagði að við þetta minnkaði efnahag- ur Byggðastofnunarinnar. Stofnunin greiddi upp lán og hún hefði m.a. notað tækifærið og greitt upp lífeyr- isskuldbindingar. „Uppgreiðslurnar geta haft þau áhrif að útlánasafnið verði brothætt- ara á eftir. Það er hætt við að van- skil, sem hlutfall af heildarútlánum, vaxi ef þeir sterkustu eru farnir út. Síðan hefur þetta þau áhrif að tekjur stofnunarinnar minnka og geta hennar til að mæta áföllum minnk- ar.“ Á síðasta ári nam tap á rekstri Byggðastofnunar 385 milljónum króna. Aðalsteinn sagði ljóst að þörf væri á að styrkja efnahag stofnunar- innar. Það yrði ekki gert nema ríkið legði til hennar meira fé eða létt yrði af henni einhverjum skuldum. „Byggðastofnun þarf að vera í stakk búin til að þola þau áföll sem óhjá- kvæmileg eru í svona rekstri. Stofn- uninni hefur verið ætlað að taka áhættu umfram það sem gerist og þá þarf hún að hafa sæmilega sterkan efnahag,“ sagði Aðalsteinn. Styrkja þarf Byggðastofnun Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is  Meira á mbl.is/ítarefni AÐSTANDENDUR félagsins Al- menningur ehf., sem stofna á form- lega eftir helgina til að taka þátt í kaupum á Símanum, komu saman til fundar á Hótel Holti í gærmorgun til að ráða ráðum sínum. Alls hafa nú á sjöunda þúsund tilkynningar borist frá almenningi um þátttöku í tilboði í Símann. Að sögn Orra Vigfússonar liggja fjárhæðir þessara loforða ekki endanlega fyrir en skjóta megi á töl- una 12 milljarða króna. „Margir hafa boðist til að koma til okkar og gefa góð ráð,“ sagði Orri, sem reiknaði með að fleiri álíka fundir og í gær yrðu haldnir, en þá mætti vel á annan tug manna. Orri sagði þessa fundi snúast um að ræða framtíðarsýn hópsins og aðkomu hans að sölu Símans. Mestu skipti að auðvelda aðkomu almennings að henni. Hópurinn hefur óskað eftir því við einkavæðingarnefnd að lengri frest- ur verði gefinn til að skila inn til- boðum. Á sjöunda þúsund tilkynningar komnar Morgunblaðið/Eyþór Orri Vigfússon og Agnes Bragadóttir á fundi á Hótel Holti í gær ásamt fleiri áhugasömum kaupendum á Landssímanum. Félagið Almenn- ingur ehf. stofnað eftir helgi um kaup á Símanum FEÐGARNIR Haraldur Benedikts- son (t.v.) og Sigurður Haraldsson voru að greiða úr grásleppunetum og gera trossur klárar um borð í Straumi HF í Hafnarfjarðarhöfn á föstudag. Sigurður rær á Straumi HF í aukavinnu og hóf útgerðina í fyrra eftir að hann keypti bátinn með grásleppuleyfi og öðru tilheyr- andi. Hann er oft einn um borð, en faðir hans hefur stundum hjálpað honum enda þaulvanur til sjós. Sigurður sagðist ekki vera með stórt úthald og leggja netin í ná- grenni Hafnarfjarðar. Enn hefur lítið reynt á aflabrögð því grá- sleppuvertíðin í Faxaflóa hófst síð- astliðinn mánudag. Sigurður saltar ekki hrognin sjálfur, heldur selur þau upp úr sjó. Þegar grásleppu- vertíðinni lýkur í vor er hugmyndin að fara á handfæri og stunda þau í sumar líkt og Sigurður gerði í fyrrasumar. Morgunblaðið/ÞÖK Gert klárt fyrir grásleppuna ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.