Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ATVINNA mbl.is FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Skildinganes - sjávarlóð Vandað um 273 fm einlyft einbýlishús á þessum eftirsótta stað í Skerjafirði. Eignin skiptist m.a. í rúmgóðar og bjartar stofur með arni og glæsilegu útsýni til sjávar, sólstofu með útgengi í lokaðan garð, rúmgott vandað eld- hús, sjónvarpsstofu, fjögur herbergi, bókaherbergi og tvö flísalögð baðher- bergi auk gesta baðherbergis. Tvö- faldur bílskúr. Húsið stendur á 940 fm sjávarlóð með fallegri sjávarsýn og víðáttumiklu útsýni. Básbryggja - 3ja herb. Glæsileg 87 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð í fallegu álklæddu fjölbýli, auk 5,8 fm sérgeymslu í kj. og sérstæðis í bílageymslu. Íbúðin skiptist í forstofu, tvö herb., stofu með útgangi á vestur- svalir, opið eldhús með góðri borð- astöðu, þvottaherbergi og flísalagt baðherbergi. Vandaðar innréttingar, vönduð tæki og granít á borðum í eld- húsi og skápar í báðum herbergjum og í forstofu. Parket á gólfum. Verð 20,9 millj. Vitastígur - útsýni Glæsileg 94 fm 2ja-3ja herb. íbúð á efstu hæð í miðborginni. Íbúðin skipt- ist í stórt hol, stofu og eldhús með eyju og góðri borðaðstöðu, flísalagt baðherbergi og rúmgott herbergi með skápum. Íbúðinni fylgja um 30 fm vestursvalir með útsýni að Esjunni og til sjávar. Verð 19,4 millj. Blátún - Álftanesi Glæsilegt 250 fm einbýlishús, tvær hæðir og kj., ásamt 33 fm bílskúr á góðum útsýnisstað. Eignin skiptist m.a. í gestaw.c., rúmgott hol/borðstofu, stofu með arni og útgangi á flísal. svalir, eldhús með góðum borð- krók, rúmgott baðstofuloft, nýtt í dag sem sjónvarps og bókaherb. (mögul. að breyta í nokkur herb.), hjónaherb. auk fataherb. og baðherb. Auk þess er 2ja herb. íbúð í kjallara. Falleg ræktuð lóð. Vel staðsett eign með gríðarlega miklu útsýni til sjávar og fjalla. Verð 43,5 millj. Fífulind - Kóp. - 5 herb. Glæsi- leg 130 fm 5 herb. íbúð á tveimur hæðum. Á aðalhæð er forstofa, eldhús, borðstofa, stofa, tvö herb., þvottaherbergi og bað- herb. Uppi eru opið rými/sjónvarpshol, eitt herbergi og flísalagt baðherbergi. Vandaðar innrétt. úr kirsuberjaviði. Flísa- lagðar suðursvalir. Sameign til fyrirmynd- ar. Verð 25,9 millj. Ljósheimar - 3ja herb. Vel skipulögð 90 fm endaíbúð á 2. hæð í end- urn. álklæddu lyftuhúsi. Eldhús m. vönd. sérsmíðuðum nýlegum eikarinnrétt. og góðri borðaðst., rúmgóð stofa. og 2 herb. með góðu skápaplássi. Skjólgóðar suður- svalir. Afh. fljótlega. Verð 18,9 millj. Háaleitisbraut - 2ja herb. 71 fm íbúð á 3. hæð. Íbúðin skiptist í for- stofu/hol, stofu, eldhús m. borðaðst., eitt herb. með skápum og nýlega flísalagt baðherb. Suðursvalir. Sameign og hús að utan nýlega tekið í gegn. Sérgeymsla í kj. Verð 17,5 millj. Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 MARÍUBAKKI 22 – GÓÐ 2JA HERB. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 Falleg og töluvert endurnýjuð 66 fm 2ja herbergja íbúð á 1. hæð til vinstri í góðu fjölbýli. Flísalagt hol, stofa, eldhús með eldri en á gætri innréttingu, nýjar flísar á gólfi, borðkrókur, gangur, skápur á gangi, rúmgott svefnherbergi með skápum, rúmgott baðherbergi, lagt fyrir þvottavél. Nýtt parket á stofu, gangi og herbergi. Góð sameign. Lóð með leiktækjum. Stutt í skóla og leikskóla og Mjóddin er í göngu færi. Verð 11,9 millj. MÁR OG HENNÝ SÝNA ÍBÚÐINA MILLI KL. 14 OG 16 Í DAG. OPIÐ Á LUNDI Í DAG Á MILLI KL. 12 OG 14. Vegna mikillar sölu síðustu daga vantar okkur allar stærðir eigna á skrá. Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar. ☎ 564 1500 27 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA Til sölu eignir og rekstur Tjaldmiðstöðvarinnar á Laugarvatni sem eru m.a. um 214 fm söluskáli með sætum fyrir um 100 manns, vínveitingaleyfi og gott eldhús. Nýtt gott íbúðarhús um 100 fm, stækkunarmöguleikar. Einstakt tækifæri fyrir samhenta fjölskyldu. Allar nánir upplýsingar eru veittar á skriftofu Eignaborgar. ÉG SEST niður við skriftir vegna þess hve gáttaður ég er á málflutningi vegna komandi kosn- inga um formann í Sam- fylkingunni. Mér finnst það undur hve menn leggja sig fram um að reyna að koma af stað málefnaágreiningi. Þar vil ég byrja á málflutningi sitjandi formanns Össurar Skarphéðinssonar. Í viðtali í þættinum Silfri Egils heldur formað- urinn því fram að mót- frambjóðandi hans, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, setji það fram sem markmið Samfylkingarinnar í skólamálum á 21. öld að einkavæða grunnskólana sem nú séu hverfisskólar. Þegar hann svo er spurður um það í Kastljósi sjón- varpsins sl. miðvikudag hvort þetta sé virkilega stefna Ingibjargar þá fer hann að draga í land og segir að þetta hafi verið rætt í Framtíðarhópnum og Ingibjörg sé jú í forsvari fyrir þennan hóp. Nú veit ég ekki hverjir eru í menntamálahópnum innan Framtíð- arhópsins en hitt veit ég af eigin reynslu að í borgarstjóratíð Ingi- bjargar Sólrúnar var unnið mikið þrekvirki í uppbyggingu skólamála í borginni. Þegar verið er að fjalla um skólamál til fram- tíðar á nýrri öld þá hljóta að koma til um- ræðu hugsanlega breytilegar útfærslur á grunnskólanum. Væri það ekki inni í um- ræðunni væri fólk ekki að vinna vinnuna sína. Þó Össur hafi dregið nokkuð í land er hann samt búinn að reyna að læða því inn hjá kjós- endum í formannskjöri að það sé per- sónuleg skoðun Ingibjargar Sólrúnar að einkavæða hverfisskóla borg- arinnar. Þetta eru óheiðarleg vinnu- brögð og langt fyrir neðan það vel- sæmi sem maður ætlast til af ábyrgu fólki. Sama má segja um umræðuna um skattamál. Það er mikil þörf á því að ræða breyttan skóla og því víðari sem umræðan er því betra og meiri líkur til að komast að viðunandi nið- urstöðu. Stuðningsmenn Össurar margir hverjir virðast hafa einhvern ótta af því að tillögur og hugmyndir Framtíð- arhópsins komi fyrir landsfund og reyna að gera þær tortryggilegar fyr- ir fram. Þeir virðast hafa ótta af því að það sem þar kemur fram muni styrkja stöðu Ingibjargar innan flokksins. Nú hafa þessar tillögur ekki verið birtar og ekki hef ég séð neina þeirra, en það vekur engu að síður athygli að nokkr- ir stuðningsmenn Össurar hafa reynt að skapa neikvæð viðhorf gagnvart Óheiðarlegur málflutningur Kári Arnórsson fjallar um for- mannskjör Samfylkingarinnar ’Stuðningsmenn Öss-urar margir hverjir virðast hafa einhvern ótta af því að tillögur og hugmyndir Framtíð- arhópsins komi fyrir landsfund og reyna að gera þær tortryggilegar fyrir fram.‘ Kári Arnórsson ÞEKKT er að negldir hjólbarðar geta aukið veggrip við vissar að- stæður, þ.e. þegar svellbunkar eru undir hjólum bifreiðar. Fyrir bíl sem ekið er eingöngu innan borg- armarkanna koma þessar aðstæður mögulega upp í einu prósenti aksturs- aðstæðna á nagla- tímabilinu, ef til vill að- eins í einu prómilli aðstæðna. Þessi notkun nagla- dekkja veldur mjög hvimleiðri og þrálátri mengun. Mikilli loft- mengun á þurrum dög- um í formi stein- og tjöruryks, umtalsverðri hávaðameng- un og verulegri umhverfismengun af völdum tjöruleysandi efna. Auk þess veldur tjaran og grjótmulningurinn gríðarlegum óþrifum á bílum og mannvirkjum í námunda við umferð- aræðar, ásamt því að útsýn úr bílum skerðist verulega vegna óhreininda á rúðum og þurrkublöðum. Hvað skyldi naglanotkunin nú kosta okkur? Ef gróflega er reiknað og eingöngu tekið tillit til bílaeignar íbúa á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. þeirra sem hvað síst þurfa á nöglum að halda vegna söltunar gatna, og ef bílaeignin er nálægt 120.000 bílum, þá lítur dæmið svona út miðað við að hæfilega sé slumpað á verð: Helmingur bílaflotans á negldum dekkjum, meðalnýting 3 ár, kostn- aðarauki 1.500 kr. á dekk: 60.000/3 x 6.000 = 120 milljónir kr. Tjöruhreinsir, 3 lítrar á vetri á hvern bíl: 120.000 x 1.000 = 120 milljónir kr. Rúðuvökvi, mun meiri notkun vegna óhrein- inda af nöglum, 10 lítrar á vetri á hvern bíl: 120.000 x 2.000 = 240 milljónir kr. Þurrkublöð, eitt par á ári á annan hvern bíl: 60.000 x 2.000 = 120 millj- ónir kr. Vinnukostnaður vegna þrifa á bíl- um, 4 klst. í aukaþvotta á vetri: 120.000 x 2.000 = 240 milljónir kr. Bónun bíla umfram það sem ann- ars væri, áætluð vinna og efni: 120.000 x 500 = 60 milljónir kr. Þrif á umferðarskiltum og mann- virkjum, áætlun: 15 milljónir kr. Þvottakústar, vatn og önnur þrif, áætlun: 20 milljónir kr. Framrúðubrot að vetri og vori vegna lausagrjóts á bundnu slitlagi, áætlun: 15 milljónir kr. Gatnaslit á höfuðborgarsvæðinu öllu af völdum negldra hjólbarða, áætlun: 250 milljónir kr. Þar fyrir utan leiðir naglanotkunin af sér ómældan kostnað vegna allra þeirra tuga þúsunda lítra af hreinsi- efnum, hundraða tonna af tjöru og þúsunda tonna af ryki sem umhverfið þarf að gleypa – þar á meðal við. Samanlagður beinn kostnaður á höfuðborgarsvæðinu af notkun nagla er því gróflega áætlaður um eitt þús- und og tvö hundruð milljónir króna árlega. Má vera að þetta virki sem smápeningar samanborið við tæplega 16 milljarða árshagnað eins banka? Engu að síður sé ég eftir þessum aur- um. Ekki af því að gagnsemin af nögl- um er svo hverfandi lítil eins og rakið var í inngangi greinarinnar, og kem- ur engan veginn í stað sæmilegrar kunnáttu í vetrarakstri, heldur vegna þess að í langflestum tilvikum er notkun nagla beinlínis til bölvunar. Ástæðan er einföld og reyndar und- arlegt að henni skuli ekki hafa verið veitt meiri athygli stærstu hags- munaaðila fram að þessu: Tjaran sem naglarnir rífa upp úr malbikinu sest á sóla hjólbarðanna og veldur því að náttúrulegir viðloðunareiginleikar gúmmísins í sólanum fara forgörðum. Gripið sem gúmmíið í nýjum hjól- barða hefur við ísinn er verulega skert eða horfið af völdum tjörunnar. Þeir sem aka á nagladekkjum eru því ekki einungis að skemma fyrir sjálf- um sér, heldur að draga úr aksturs- öryggi allra samferðamanna sinna í umferðinni. Þetta er reyndar ekki eina aðför naglanna að umferðarör- ygginu heldur eru óþrif, einkum á rúðum og ljósum, ásamt rásum og holum í bundnu slitlagi og fram- rúðubrot einnig beinir hættuvaldar. Af þessum orðum má vera ljóst, að ég tel minnkað veggrip af völdum tjöru á sólum barða vega upp gagnsemi af nöglum í glæra hálku. Því tel ég að negldir barðar, sem búið er að aka að Ókostir nagladekkja Jón Baldur Þorbjörnsson fjallar um dekkjaval ökumanna ’Þeir sem aka á nagla-dekkjum eru því ekki einungis að skemma fyrir sjálfum sér, heldur að draga úr aksturs- öryggi allra samferða- manna sinna í umferð- inni.‘ Jón Baldur Þorbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.