Morgunblaðið - 17.04.2005, Síða 51

Morgunblaðið - 17.04.2005, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 51 AUÐLESIÐ EFNI AÐ minnsta kosti 20 manns létust í eldsvoða í hóteli í mið- borg Parísar í vikunni. Tíu þeirra sem létust í brunanum voru börn. Sumir gestanna hoppuðu út um glugga til að forða sér frá eldinum, að sögn vitna. Svona margir hafa ekki látist í eldsvoða í Frakk-landi í 35 ár. Einnig slösuðust tugir manna í brunanum. Á hótelinu gistu ferða-menn en einnig heimilis-lausir inn- flytjendur. Líklegt þykir að kviknað hafi í út frá örbylgju- ofni á fyrstu hæð. Reuters Bruna-liðs-menn hjálpa hótel-gesti. Elds-voði í París HÓPUR hefur verið stofn- aður um kaup almennings á Símanum. Agnes Bragadótt- ir skrifaði grein í Morgun- blaðið um að almenn-ingur ætti að eignast Símann. Sú grein fékk mikil við-brögð. Orri Vigfússon athafna- maður, Agnes og Ingvar Guðmundsson fram- kvæmda-stjóri leiða hópinn, og segja að nú hafi yfir þús- und manna skráð sig á lista yfir áhugasama kaup- endur. Líklega verður Síminn seldur fyrir um 60 milljarða króna, en enginn einn aðili má kaupa meira en 45% í Símanum. Almenn-ingur vill kaupa Símann Lífleg kvikmyndahátíð KVIKMYNDA-HÁTÍÐIN Ice- landic Film Festival er nú í fullum gangi víða um land. Mikil aðsókn er á hátíðina og allir kvikmynda-passar seld- ust upp. Myndirnar þykja al- mennt góðar, en á föstudag- inn var frum-sýnd kvik-myndin 9 Songs sem deilt er um hvort sé klám-mynd eða ekki. Árni Þór til Flensburg? Þýska meistara-liðið Flens- burg vill semja við hand-bolta- kappann Árna Þór Sigtryggs- son. Árni Þór er mjög spennt- ur fyrir til-boðinu, en ef honum líkar það, byrjar hann að spila með liðinu strax í sumar eða eftir eitt ár. Spenna milli Kína og Japan Mót-mæli hafa verið í mörg- um borgum í Kína gegn Jap- önum. Kín-verjar geta ekki sætt sig við nýjar sögu-bækur fyrir skóla í Japan, þar sem er strikað yfir glæpa-verk Jap- ana í síðasta stríði. Japanar vilja að kín-versk stjórn-völd stöðvi mót-mælin. Nýr leiðtogi jafnaðarmanna Helle Thorning-Schmidt er nýr leið-togi danskra jafnaðar- manna. Hún er fyrsta konan og gegnir stöðunni. Mót-herji hennar var Frank Jensen, og talið er að hún hafi sigrað hann því hún er viss um að geta orðið forsætis-ráðherra Danmerkur. Stutt HILDUR Vala Ein- arsdóttir, Idol- stjarna Íslands, verður söng-kona Stuð-manna í sum- ar í stað Ragnhild- ar Gísladóttur. Jak- ob Frímann Magnússon, hljóm-borðs-leikari og söngvari, segir Stuðmenn mjög ánægða með Hildi Völu enda sé hún einn glæsi-legasti lista-maður sem fram hafi komið lengi á Íslandi. Hildur Vala seg- ir að sér lítist mjög vel á að taka að sér hlut-verk söng-konu hjá Stuðmönnum og að hún sé mjög spennt. Hún segir að ekki sé hægt að feta í fótspor Ragnhildar, „en þetta verður afar spennandi verk- efni og mjög gam- an. Ég hlakka ofsalega til“. Hildur Vala með Stuð-mönnum Morgunblaðið/Árni Torfason Hildur Vala er glæsi- legur lista-maður. RAINIER fursti af Mónakó var borinn til grafar á föstu- daginn var. Hann lést 81 árs að aldri, eftir mikil veikindi. Hann var grafinn við hlið eig- in-konu sinnar, kvikmynda- stjörnunnar Grace Kelly. Hún dó í bíl-slysi árið 1982, og jafnaði furstinn sig víst aldr- ei á því. Rainier tók við fursta- dæminu árið 1949 og sat á valda-stóli lengst allra þjóð- höfðingja í Evrópu. Mónakó er bara um 2 fer- kílómetrar að stærð og íbú- arnir 32 þúsund. Albert son- ur Rainiers verður næsti fursti Mónakó. Hann er 47 ára gamall og ókvæntur. Reuters Tíu her-menn bera kistu Rainier III prins af Mónakó frá höllinni að kirkjunni. Rainier fursti jarð-sunginn EIÐUR Smári Guð-johnsen og félagar hans í enska fótbolta- liðinu Chelsea eru komnir í undan-úrslit Meistara-deildar Evrópu annað árið í röð. Þrátt fyrir að þeir hafi tapað 3:2 fyrir þýska liðinu Bayern München á þriðju-daginn, vann Chelsea samt ein-vígið 6:5. Eiður Smári fékk góða dóma fyrir frammi-stöðu sína í leikn- um. Breska sjónvarps-stöðin BBC gaf honum 7 í einkunn, þar sem hann hefði verið afar dug-legur. Hann hefði verið góður í vörninni og eitt sinn komið liðinu til bjargar í erfiðri stöðu. Sjónvarps-stöðin Sky gaf Eiði Smára líka 7 í einkunn. Eiður Smári dug-legur Reuters Þjóð-verjinn Michael Ballack tæklar Eið Smára. BANDARÍSKI golf-snilling- urinn Tiger Woods vann í fjórða sinn á Masters-mótinu í golfi. Mikil spenna ríkti á mótinu og Tiger vann landa sinn DiMarco í bráðabana. „Ég tileinka föður mínum þennan sigur,“ sagði Woods þegar hann var klæddur í græna jakkann sem er tákn mótsins. Tiger hafði ekki sigrað á stór-móti frá árinu 2002, og var því sigurinn sérlega sæt- ur. Hann er nú aftur kominn í efsta sæti heimslistans. Tig- er fékk um 76 milljónir króna í verð-laun, en DiMarco um 46 milljónir fyrir annað sætið. Tiger Woods aftur efstur FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forseta-frú fóru í vikunni í opin-bera heimsókn til Akur-eyrar og Eyja-fjarðar- sveitar. Heimsóknin byrjaði í Verk- mennta-skólanum þar sem forseta-hjónin sáu brot úr söng-leiknum, Rígnum. Leik- skóla-börnin á Iðavöllum sungu fyrir forseta-hjónin, skólabörn lék fyrir þau tón- list og þau heilsuðu upp á elsta íbúa bæjarins, Jó- hönnu Jónsdóttur 105 ára. Á Dvalar-heimilinu Hlíð sagði Ólafur Ragnar í ávarpi sínu að það væri glæsibrag- ur yfir Akureyri í dag og að unga fólkið þar væri upplits- djarft og fram-sækið. „Það fyllir mann bjartsýni til fram- tíðar.“ Ólafur og Dorrit á Akur-eyri Morgunblaðið/Kristján Börnin á Akur-eyri tók vel á móti forseta-hjónunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.