Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 35
DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG
ÞEIR sem leið eiga um Singapúr
ættu ekki að láta nætursafarí í dýra-
garði eyjunnar framhjá sér fara.
Enda gefst þar einstakt tækifæri til
að virða fjölda dýra á borð við malas-
ísk tígrisdýr, nashyrninga, gíraffa
og fíla fyrir sér í mun meira návígi
en við eigum að venjast.
Nætursafaríið nær yfir sérstakan
hluta dýragarðsins sem ekki er opn-
aður fyrr en skyggja tekur – um
hálfátta á kvöldin. Þar geta gestir
svo valið um ökuferð í opinni raf-
magnslest með leiðsögn, nú eða þá
að ráfa um eftir stígum garðsins sem
eru vaxnir hávöxnum gróðri til
beggja hliða. Ólíkt þeim dýragörð-
um sem við eigum að venjast í Evr-
ópu er sjaldnast þykkt gler eða
áberandi þykk vírgirðing sem skilur
á milli gesta og dýra. Þess í stað má
virða dýrin fyrir sér í gróðri vöxnum
rjóðrum með ákveðnu millibili, og
minna efalítið mörg hver á raun-
veruleg heimkynni dýranna. Oft
skilja þannig ekki nema um 5–8
metrar á milli manna og dýra og í
sumum tilfellum, s.s. þegar gengið
er um slóðir ávaxtaleðurblökunnar,
er fjarlægðin jafnvel ekki nema um
hálfur metri.
Þetta gerir gönguferðina óneit-
anlega einstaka og kannski full-
ógleymanlega fyrir þá sem hafa
horft á of margar hryllingsmyndir.
Mauraætur, hýenur, fljúgandi íkorn-
ar, birnir og rauðar pöndur eru líka
meðal þeirra dýra sem skoða má í
návígi og þar sem að dýrin sem
garðurinn geymir teljast öll næt-
urdýr eru þau líka öllu líflegri en við
eigum að venjast. Í hálfrökkrinu
sem grúfir yfir garðinum ná nætur-
hljóð skógarins líka að veita athygl-
isverða sviðsmynd sem eykur enn á
raunveruleikablæinn og gerir upplif-
unina ekki ólíka hefðbundnari saf-
aríferðum.
SINGAPÚR | Næturdýr í fullu fjöri
Það er óneitanlega örlítið annar blær yfir dýragarði að kvöldi til en í dagsbirtunni.
Safarí-
ferð að
kvöldi til
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
80 Mandai Lake Road Singapore
129826. Sími: (65) 6269 3411 Fax:
(65) 6367 2974 netfang: info-
@zoo.com.sg vefslod: www.zoo-
.com.sg
smáauglýsingar
mbl.is
Nýr vefur um Madríd
FERÐAMÁLARÁÐ Madrídarborgar
hefur opnað nýjan vef um höfuðborg
Spánar. Þar er hægt að nálgast upp-
lýsingar um Madríd á fimm tungu-
málum; spænsku, ensku, frönsku, kín-
versku og japönsku.
Don Kíkóti heiðraður
ÁRIÐ 2005 er alþjóðlegt ár Don Kík-
óta. Liðin eru 400 ár frá því Cervantes
skrifaði bókina sem kosin var besta
bók aldarinnar. Ýmsir viðburðir verða á
Spáni á þessu ári af þessu tilefni og
sérstaklega í héraðinu Castilla La
Manca, að því er fram kemur í frétta-
bréfinu Spaniabulletinen.
Ferðafélagsbók um Austfirði
ÁRBÓK Ferðafélags Íslands 2005 er
komin út. Bók þessa árs nefnist Aust-
firðir frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar
og er höfundur hennar Hjörleifur Gutt-
ormsson náttúrufræðingur í Neskaup-
stað. Bókin geymir 350 litljósmyndir,
ítarleg staðfræðikort sem og svart-
hvítar myndir frá fyrri tíð.
Bókinni, sem er sú sjötugasta og átt-
unda í röðinni, verður á næstunni
dreift til félagsmanna Ferðafélagsins
og er hún afhent gegn greiðslu ár-
gjalds.
Nánari upplýsingar um árbókina
er að finna á vefslóð ferðafélags-
ins: www.fi.is
Frekari upplýsingar um Don Kíkóta
Vefslóð: http://www.donquijo-
tedelamancha2005.com
Ferðavefur um Madrid:
www.esmadrid.com
Í DRESDEN í Þýskalandi hefur
veitingastaður nokkur bætt á mat-
seðilinn því sem margir telja ekki
vera mat, nefnilega maðki. Á vef
Evening Standard er greint frá því
að alltaf sé fullt út úr dyrum á veit-
ingastaðnum eftir að réttum eins
og maðkaís, maðkasalati og
maðkakokteilum var bætt á mat-
seðilinn.
„Þetta byrjaði sem grín en hefur
farið fram úr björtustu vonum,“
segir eigandi veitingastaðarins
Espitas, Alexander Wolf. Hann
segir að flestir prófi maðkaréttina
af forvitni en að þeim komi á óvart
hversu góðir þeir eru á bragðið í
rauninni. Fullbókað er á Espitas
margar vikur fram í tímann.
VEITINGASTAÐIR
Maðkur á
matseðlinum
Þeir sem hafa áhuga á að kynna
sér maðkaréttina betur:
Espitas
Heimilisfang: Bodenbacher Str.
26B, 01277 Dresden
Símanúmer: (0351) 2163944
Maðkarnir eru vinsælir á matseðlinum.
Vika íDanmörku
hertzerlendis@hertz.is
19.350 kr. - ótakmarkaður akstur,kaskó, þjófavörn, flugvallargjaldog skattar.*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.*
Opel Corsa eða sambærilegur
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
ER
27
70
7
03
/2
00
5
50 50 600
Bókaðu bílinn heima
- og fáðu 500 Vildarpunkta
Høgskolen i Telemark
Come to Telemark in Norway and study
Physical Education, Sports, Culture and Society
A Norwegian study in English language
30 or 60 ECTS
Application date June 1st
Information and exchange student application form:
www.hit.no/english/content/view/full/9549
For further information please contact:
Avdeling for estetiske fag, folkekultur og lærerutdanning
Lærerskoleveien 30, 3679 Notodden -Tlf + 47 35 02 62 00 / 63 16