Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 35 DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG ÞEIR sem leið eiga um Singapúr ættu ekki að láta nætursafarí í dýra- garði eyjunnar framhjá sér fara. Enda gefst þar einstakt tækifæri til að virða fjölda dýra á borð við malas- ísk tígrisdýr, nashyrninga, gíraffa og fíla fyrir sér í mun meira návígi en við eigum að venjast. Nætursafaríið nær yfir sérstakan hluta dýragarðsins sem ekki er opn- aður fyrr en skyggja tekur – um hálfátta á kvöldin. Þar geta gestir svo valið um ökuferð í opinni raf- magnslest með leiðsögn, nú eða þá að ráfa um eftir stígum garðsins sem eru vaxnir hávöxnum gróðri til beggja hliða. Ólíkt þeim dýragörð- um sem við eigum að venjast í Evr- ópu er sjaldnast þykkt gler eða áberandi þykk vírgirðing sem skilur á milli gesta og dýra. Þess í stað má virða dýrin fyrir sér í gróðri vöxnum rjóðrum með ákveðnu millibili, og minna efalítið mörg hver á raun- veruleg heimkynni dýranna. Oft skilja þannig ekki nema um 5–8 metrar á milli manna og dýra og í sumum tilfellum, s.s. þegar gengið er um slóðir ávaxtaleðurblökunnar, er fjarlægðin jafnvel ekki nema um hálfur metri. Þetta gerir gönguferðina óneit- anlega einstaka og kannski full- ógleymanlega fyrir þá sem hafa horft á of margar hryllingsmyndir. Mauraætur, hýenur, fljúgandi íkorn- ar, birnir og rauðar pöndur eru líka meðal þeirra dýra sem skoða má í návígi og þar sem að dýrin sem garðurinn geymir teljast öll næt- urdýr eru þau líka öllu líflegri en við eigum að venjast. Í hálfrökkrinu sem grúfir yfir garðinum ná nætur- hljóð skógarins líka að veita athygl- isverða sviðsmynd sem eykur enn á raunveruleikablæinn og gerir upplif- unina ekki ólíka hefðbundnari saf- aríferðum.  SINGAPÚR | Næturdýr í fullu fjöri Það er óneitanlega örlítið annar blær yfir dýragarði að kvöldi til en í dagsbirtunni. Safarí- ferð að kvöldi til Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is 80 Mandai Lake Road Singapore 129826. Sími: (65) 6269 3411 Fax: (65) 6367 2974 netfang: info- @zoo.com.sg vefslod: www.zoo- .com.sg smáauglýsingar mbl.is Nýr vefur um Madríd FERÐAMÁLARÁÐ Madrídarborgar hefur opnað nýjan vef um höfuðborg Spánar. Þar er hægt að nálgast upp- lýsingar um Madríd á fimm tungu- málum; spænsku, ensku, frönsku, kín- versku og japönsku. Don Kíkóti heiðraður ÁRIÐ 2005 er alþjóðlegt ár Don Kík- óta. Liðin eru 400 ár frá því Cervantes skrifaði bókina sem kosin var besta bók aldarinnar. Ýmsir viðburðir verða á Spáni á þessu ári af þessu tilefni og sérstaklega í héraðinu Castilla La Manca, að því er fram kemur í frétta- bréfinu Spaniabulletinen. Ferðafélagsbók um Austfirði ÁRBÓK Ferðafélags Íslands 2005 er komin út. Bók þessa árs nefnist Aust- firðir frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar og er höfundur hennar Hjörleifur Gutt- ormsson náttúrufræðingur í Neskaup- stað. Bókin geymir 350 litljósmyndir, ítarleg staðfræðikort sem og svart- hvítar myndir frá fyrri tíð. Bókinni, sem er sú sjötugasta og átt- unda í röðinni, verður á næstunni dreift til félagsmanna Ferðafélagsins og er hún afhent gegn greiðslu ár- gjalds. Nánari upplýsingar um árbókina er að finna á vefslóð ferðafélags- ins: www.fi.is Frekari upplýsingar um Don Kíkóta Vefslóð: http://www.donquijo- tedelamancha2005.com Ferðavefur um Madrid: www.esmadrid.com Í DRESDEN í Þýskalandi hefur veitingastaður nokkur bætt á mat- seðilinn því sem margir telja ekki vera mat, nefnilega maðki. Á vef Evening Standard er greint frá því að alltaf sé fullt út úr dyrum á veit- ingastaðnum eftir að réttum eins og maðkaís, maðkasalati og maðkakokteilum var bætt á mat- seðilinn. „Þetta byrjaði sem grín en hefur farið fram úr björtustu vonum,“ segir eigandi veitingastaðarins Espitas, Alexander Wolf. Hann segir að flestir prófi maðkaréttina af forvitni en að þeim komi á óvart hversu góðir þeir eru á bragðið í rauninni. Fullbókað er á Espitas margar vikur fram í tímann.  VEITINGASTAÐIR Maðkur á matseðlinum Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér maðkaréttina betur: Espitas Heimilisfang: Bodenbacher Str. 26B, 01277 Dresden Símanúmer: (0351) 2163944 Maðkarnir eru vinsælir á matseðlinum. Vika íDanmörku hertzerlendis@hertz.is 19.350 kr. - ótakmarkaður akstur,kaskó, þjófavörn, flugvallargjaldog skattar.*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.* Opel Corsa eða sambærilegur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 27 70 7 03 /2 00 5 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Høgskolen i Telemark Come to Telemark in Norway and study Physical Education, Sports, Culture and Society A Norwegian study in English language 30 or 60 ECTS Application date June 1st Information and exchange student application form: www.hit.no/english/content/view/full/9549 For further information please contact: Avdeling for estetiske fag, folkekultur og lærerutdanning Lærerskoleveien 30, 3679 Notodden -Tlf + 47 35 02 62 00 / 63 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.