Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 37 S tundum eru læknar sak- aðir um að meðhöndla sjúkdóminn en ekki sjúklinginn. En til að berjast gegn alnæm- isfaraldrinum getum við ekki beint allri orku okkar að meðferðinni einni. Alnæmi og HIV-veiran, sem veldur sjúkdómnum, sækja fram á mörgum vígstöðvum og varnir okk- ar þurfa líka að vera margþættar. Í umræðunni um alnæmi hefur lítið verið fjallað um mikilvægan þátt í umönnun HIV-smitaðra og það er næringarþörf þeirra. Þetta var þegar orðið vandamál þegar sjúkdómurinn herjaði eink- um á þróuðu iðnríkin þar sem flest- ir sjúklinganna fengu nægilega næringu. En núna búa 95% HIV- smitaðra í fátækum löndum og margir þeirra eiga í erfiðleikum með að afla sér nægrar fæðu. Sem dæmi um þetta má nefna Benedicte frá bænum Busia í vest- urhluta Kenýa. Benedicte er HIV- smitaður; konan hans dó fyrir fimm árum og hann þarf að annast syni sína, sex og átta ára. Þriðja hver fjölskylda í Busia er svo fátæk að jafnvel þótt hún eyði öllum pening- unum sínum í mat fær hún ekki nógu mikið að borða. Fimmti hver íbúi Busia hefur smitast af HIV- veirunni. Þegar matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) byrj- aði að úthluta matvælum í Busia og HIV-smitaða fólkið fékk lyf gegn alnæmi var Benedicte orðinn svo máttfarinn að hann þurfti að láta bera sig á börum til að sækja mat- arskammtana sína. Heimsbyggðin hefur sem betur fer áttað sig á þörfinni á því að tryggja að milljónir HIV-smitaðra í fátækum löndum fái þá lyfja- meðferð sem þeir þurfa. En þessi mikla fjárfesting í umönnun, stuðn- ingi og meðferð getur verið í hættu ef fólkið, sem gengst undir með- ferðina, fær ekki nægilega næringu til að lyfin geti orðið að gagni. Í Afríku eru alnæmissjúklingar oft þjáðir af vannæringu þegar þeir eru lagðir inn á sjúkrahús. Á flest- um staðanna eru ekki gerðar mark- vissar ráðstafanir til þess að full- nægja næringarþörf þeirra. Vísindamenn eru ekki á einu máli um hvort alnæmissjúklingar hafi einhverjar sérstakar næring- arþarfir umfram hollt mataræði þar sem séð er fyrir öllum nauðsyn- legum næringarefnum í réttum hlutföllum. Við vitum þó að góð næring kemur að gagni til að við- halda ónæmiskerfinu, eykur lík- amsþyngdina og orkuna. Snúum okkur aftur að Benedicte í Busia. Þegar hann byrjaði að fá lyf og mat reglulega gat hann hjólað að dreifingarstöðinni og flutt poka af maís, baunum, olíu og sykri heim til sín á reiðhjólinu. Vannærðu fólki er hættara við smiti og það er ekki eins líklegt til að ná sér og fólk sem fær næga næringu. Á sama tíma geta HIV- veiran og smitsjúkdómar aukið vannæringuna vegna þess að mat- arlystin minnkar, meltingin versn- ar og geta líkamans til að taka upp nauðsynleg næringarefni minnkar. Við teljum einnig að góð næring auki líkurnar á því að lyfjameðferð gegn alnæmi beri tilætlaðan árang- ur. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) stóð nýlega fyrir fyrstu ráð- stefnunni í Afríku um næringarþörf fólks sem hefur smitast af HIV- veirunni eða sýkst af alnæmi. Hún var haldin í Durban í Suður-Afríku og markmiðið var að stuðla að taf- arlausum aðgerðum til að bæta Hollt mataræði, þar sem séð er fyrir öllum nauðsynlegum næring- arefnum í réttum hlutföllum, hjálp- ar fólki að halda heilsunni. Aukin áhersla á mataræði og næringu get- ur einnig orðið til þess að lyfja- meðferðin beri meiri árangur. Það gæti líka leitt til mikils sparnaðar fyrir ríkisstjórnir og aðra sem leggja fé af mörkum til baráttunnar gegn alnæmi. Með því að sjá fá- tæku fólki fyrir næringarríkri fæðu er hægt að koma í veg fyrir að það snúi sér að starfsemi eins og vændi sem getur aukið hættuna á smiti. Jafnvel hafa komið fram vísbend- ingar um að lengri skólaganga barna geti stuðlað að því að þau smitist ekki af HIV-veirunni. Við höfum vitað í mörg ár að ef boðið er upp á næringarríkan mat í skól- unum laðar hann börnin að þeim og hvetur þau til að halda áfram námi. Það er því mjög mikilvægt að tengja næringu og matvælaöryggi við stuðninginn og meðferðina sem HIV-smitaðir þurfa til að halda heilsunni. Alnæmi er ekki sjúk- dómur sem hægt er að berjast gegn með lyfjunum einum, heldur sjúkdómur sem krefst margþættra úrræða þar sem leitast er við að fullnægja líkamlegum, nær- ingarfræðilegum og heilsufars- legum þörfum fólksins. Við höfum aldrei látið það viðgangast að al- næmissjúklingar á Vesturlöndum svelti þegar þeir gangast undir lyfjameðferð. Við ættum ekki held- ur að láta það viðgangast annars staðar. næringu og heilsu HIV-smitaðs fólks í sunnanverðri og aust- anverðri Afríku. Auk þess var sam- in áætlun um rannsóknir sem gera þarf í framtíðinni og stuðst var við upplýsingar frá afrískum vís- indamönnum og fulltrúum HIV- smitaðra. Það var kominn tími til. Sérfræð- ingar í alnæmissjúkdómnum, lyf- læknisfræði, næringarfræði og lýð- heilsu einbeita sér nú að vísbendingunum, reyna að skil- greina næringarþörf HIV-smitaðra og meta hvernig best er að full- nægja henni. Við vonum að þetta verði til þess að ríkisstjórnir og aðr- ir sem leggja fé af mörkum til bar- áttunnar gegn alnæmi felli næring- arþáttinn inn í stefnu sína og verkefni. Við þurfum að hafa eina stað- reynd í huga í þessu sambandi. Hver sem vísindalega niðurstaðan verður um næringarþörfina eru flestir þeirra 30 milljóna Afríkubúa, sem smitast hafa af HIV-veirunni, ekki öruggir um að fá þau und- irstöðunæringarefni sem allir þurfa til að lifa heilbrigðu lífi, hvað þá til að berjast við berkla eða aðra sjúk- dóma sem HIV-smituðum er hætt við. Það er lágmarkskrafa að tryggt verði að HIV-smitaðir fái að minnsta kosti ráðlagða skammta af snefilefnum og næga orku. Allir þurfa fullnægjandi næringu til að halda heilsunni – óháð því hvort þeir hafa smitast af HIV-veirunni. Það nægir ekki að sjá þeim sem eru á sjúkrahúsi fyrir mat. Þegar sjúklingarnir koma heim til sín eftir að hafa náð sér af veikindum og taka inn lyf gegn alnæmi er engin trygging fyrir því að þeir fái þann mat sem þeir þurfa. Meðhöndlum sjúklinginn fremur en sjúkdóminn Eftir Lee Jong-wook og James T. Morris ’Við höfum aldreilátið það viðgang- ast að alnæmis- sjúklingar á Vest- urlöndum svelti þegar þeir gangast undir lyfjameðferð. Við ættum ekki heldur að láta það viðgangast annars staðar.‘ Lee Jong-wook er framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar (WHO). James Morris er fram- kvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sam- einuðu þjóðanna (WFP). James Morris heldur á barni í Indónesíu. Who Lee „Það sést náttúrlega ekki utan á okkur að við eigum við einhvern bagga að stríða þar sem við erum ekki með hækjur eða í hjólastól. Fordómarnir og skömmin sem fylgir þessum sjúkdómi kemur of- an á allt annað og veldur enn meira álagi,“ segir Margrét. „Það þarf hins vegar að draga það fram að geðræn vandamál eru lífshættuleg. Ég jafna þessu oft við krabbamein og spyr fólk gjarnan hvort það myndi tala við mig á sama hátt ef ég væri að glíma við t.d. krabba- mein í stað geðsjúkdóms,“ segir Ásta Gunnarsdóttir. Lengri meðferð ódýrari þegar til lengri tíma er litið Það er mat hópsins að því miður virðist það oft vera afstaðan þegar kemur að geðrænum vandamálum, ólíkt öðrum sjúkdómum, að ekkert sé gert í málum fyrr en sjúkling- urinn er langt leiddur af sjúkdómi sínum og nánast bugaður af hon- um. „Ef við notum samlíkinguna við krabbameinið þá er þetta sam- bærilegt við það að ekkert væri að gert fyrr en sjúklingurinn væri kominn með krabbamein á loka- stigi. Með alla aðra sjúkdóma er ávallt reynt að grípa inn í eins fljótt og mögulegt er til þess að inngripið sé sem minnst og fólk geti verið fljótara að jafna sig, enda batahorfur þá mestar. Auð- vitað kostar það peninga, en það kostar líka peninga að skima fyrir krabbameini. Þegar upp er staðið er það þó miklu ódýrara en að hafa alla á veika á gjörgæslu síðar meir. Nákvæmlega það sama á við um geðsjúka,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson, sem er aðstoðar- maður iðjuþjálfa, og hópurinn tek- ur undir með honum. „Það hlýtur að liggja í augum uppi að það er hagkvæmara fyrir bæði einstaklingana og samfélagið allt að bjóða t.d. upp á aðstöðu og endurhæfingu, líkt og hér er gert, til þess að búa fólk aftur undir þátttöku í samfélaginu,“ segir María Gísladóttir. Talið berst að peningum, enda staðreynd að þeir eru ráðandi afl í heiminum. „Sé lit- ið til kostnaðar er staðreynd að lengri og dýrari meðferð getur oft reynst ódýrari þegar til lengri tíma er litið sökum þess að hún er áhrifaríkari og virkar til fram- búðar,“ segir Margrét. Fólk enn í dag rekið úr vinnu vegna geðsjúkdóma Áður en blaðakona hverfur á braut veltir hún upp þeirri spurn- ingu hvað megi gera til þess að eyða fordómum og gera umræðuna um öryrkja jákvæðari. „Við þurf- um auðvitað að láta í okkur heyra, en okkur hefur hingað til tilfinn- anlega skort rödd í umræðunni. Fram að þessu hefur fyrst og fremst heyrst í fjármálamönnunum sem einblína því miður fremur á þá örfáu einstaklinga sem hugsanlega misnota kerfið í stað þess að skoða hvernig megi bæta hlutina, auka þjónustuna svo einstaklingarnir skili sér fyrr út á vinnumark- aðinn,“ segir Dagný. Margrét tek- ur undir með henni og bendir einn- ig á að sér finnist of oft rætt við fólk í fjölmiðlum sem sé hreinlega alls ekki nógu vel að sér varðandi málefni öryrkja. „Það er ljóst að enn þann dag í dag er fólk rekið úr vinnu vegna geðsjúkdóma og jafnvel lagt í ein- elti af samstarfsfólki sínu, vegna þess að almenningur er ekki nægi- lega vel upplýstur,“ segir Ásta og veltir upp þeirri spurningu hvort ekki megi bjóða upp á námskeið á vinnustöðum um þunglyndi og geð- ræn vandamál á sama hátt og boð- ið sé upp á námskeið um einelti á vinnustöðum og kynferðislegt áreiti. Hópurinn tekur undir þetta en bendir á að ekki sé nóg að fræða bara um einkenni geð- sjúkdóma. Það þurfi ekki síður að upplýsa samstarfsmenn og yf- irmenn um það á hvern hátt hægt sé að vinna með styrkleika geð- sjúkra, kenna mönnum hvers kon- ar aðstoð henti best hverjum og einum og auka skilning manna á hvað það þýði að vera með geð- sjúkdóm í samhengi við atvinnu- lífið. met- n ein- kki við að gi þurfi u vinnu- r já- mál ð for- gar irri ndur um í sinn um hæl. sem líta eti og gi ein- “ segir rönn undir upplifa umingja rki. „Ég a það að ð vinna. kert frek- aðhvort í önn. Morgunblaðið/Jim Smart um, að ekkert sé gert í málum fyrr en sjúklingurinn er langt leiddur af sjúkdómi sín- nardóttur, Maríu Gísladóttur, Helenu Kolbeinsdóttur og Dagnýjar Karlsdóttur. Morgunblaðið/Jim Smart n Helga Indriðadóttir og Gunnar Ólafsson. ildum gjarnan geta tekið fólk strax inn því við að tíminn er lykilatriði, enda sýna rannsóknir r vika sem fólk bíður minnkar möguleikann á það skili sér aftur út á vinnumarkaðinn,“ segir bba Ásmundsdóttir, forstöðuiðjuþjálfi geðsviðs pítala – háskólasjúkrahúss. ögn Elínar Ebbu eru nú um 25 manns á biðlista af eru tólf undir 25 ára aldri. „Um er að ræða lk sem virkilega þarf aðstoð til að koma fót- undir sig til að komast aftur út í lífið,“ segir Elín g bendir á að nýbúið sé að taka inn einstaklinga sta sem sóttu um í janúar sl. þó ekki hafi verið þá sóttu um. „Við sjáum fram á að þeir sem maí komist ekki að fyrr en um jólin, sem er auð- lega um 55 manns í iðjuþjálfun LSH, þar af eru Að sögn Elínar Ebbu er aldrei fyrirfram hægt gan tíma hver einstaklingur þarf í starfsend- ðaltíma einstaklinga vera um tvö ár, en ef grip- oft ekki nema 3–6 mánuði. „Margir detta hins ð fást við of mikið í einu og geta ekki einbeitt u.“ æðst lengd endurhæfingarinnar af því hvernig komnir þegar hún hefst. „Sumir koma svo veg brotin og það tekur langan tíma að byggja endurheimta trúna á sjálfa sig. Því miður er byggt að sjaldnast er gripið inn í fyrr en fólk er ur bataferlið auðvitað mun lengri tíma en ella.“ ta tekið við fleirum silja@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.