Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 51 MINNINGAR Elsku amma mín, þú varst mín stoð og stytta, alltaf gat ég komið til þín þegar eitthvað bjátaði á hjá mér. Amma mín, þú varst svo dugleg að fylgjast með öllum barnabörnunum og ekki síst barnabarnabörnunum þótt þú værir orðin svo lasin. Þú varst svo stolt af þeim öllum. Nú ert þú búin að fá hvíldina þína. Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geymdu þína, við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína. (Hallgr. Pét.) Guð geymi þig. Valgerður. Vala amma er gengin á vit feðr- anna, hvíldin þörf eftir langa og góða ævi og loksins hittir hún Jakob afa eftir rúmlega 35 ára aðskilnað. Þegar við hugsum um Völu ömmu koma orðin virðing, væntumþykja, ræktarsemi og blíða upp í hugann. Amma var virðuleg kona og vann sér inn virðingu annarra með fram- komu sinni og fasi. Það var alltaf notalegt að koma í heimsókn til ömmu og alltaf var kökubita að fá hjá henni, ekki við annað komandi en að þiggja góðgjörðir og fyrirgefið þið svo ómyndina var viðkvæðið, lít- illætið sem einkenndi hana alls ráð- andi. Fram á síðasta dag mundi amma eftir afmælisdögum, hvort sem var barnabarnanna eða barnabarna- barnanna, það sýndi innræti henn- ar. Amma gat líka verið hvatvís og lá þá ekki á skoðunum sínum, hvort sem viðkomandi líkaði betur eða verr og hún varði sitt fólk eins og sannri ættmóður sæmir. Fjölskyld- an var henni allt og hennar ríki- dæmi. Við eigum öll góðar minn- ingar um Völu ömmu og erum leiðust yfir því að ekki hitti hún Baldur Breka áður en hún kvaddi þennan heim. Blessuð sé minning hennar. Hávarður, Katrín Olga, Hrafnhildur Erna og Baldur Breki. Elskuleg amma mín, sem alltaf var mér svo góð og ég svo stoltur af, er látin. Það eru margar minning- arnar sem koma upp í huga minn þegar ég hugsa til Völu ömmu minn- ar. Ég var svo heppinn að í nokkur ár bjó Vala amma niðri hjá foreldr- um mínum í Völusteinsstræti 5 í Bolungarvík. Við spiluðum saman, hún las fyrir mig á kvöldin þegar ég fékk að gista hjá henni. Ávallt var hún amma mín til staðar ef á þurfti að halda. Eftir að amma flutti í íbúð- ina á Lambhaga og síðan í íbúð í Ár- borg og ég fór að vinna, fór ég í kaffi til hennar. Alltaf var tilbúið kaffi og meðlæti á borðum, nýristað brauð og ósjaldan voru pönnukökur á borðum. Vala amma mín var létt og skemmtileg. Hún var mjög hörð af sér, kvartaði ekki þótt hún væri mjög veik, hún þóttist ekkert finna til. Elsku besta amma, ég þakka þér innilega fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég er mjög stoltur af að bera nafn þitt og Jak- obs afa sem dó alltof snemma og ég fékk aldrei að sjá. Jakob Valgeir Flosason. Í dag kveðjum við þig, elsku Vala amma, en ég mun aldrei gleyma öll- um góðu minningunum sem ég á um þig. Eins og þegar ég var að koma og fá að gista sem ég gerði svo oft þegar ég var yngri, og þú tókst ávallt fagnandi á móti mér. Ég fann fyrir svo miklu öryggi hjá þér, amma, þegar þú breiddir sængina yfir mig þannig að hún náði yfir munn og fórst svo með bæn. Eða þegar við vorum að spila og þú vildir aldrei vinna og ef þú slysaðist til að vinna þá heyrðist ávallt „æi“. Ég hef fundið mikið til með þér, amma, í veikindunum sem þú hefur gengið í gegnum og finn að það er friður yfir þér núna. Þúsund þakkir fyrir allt sem þú gafst mér, elsku Vala amma. Þinn Guðbjartur. ✝ Jón Laxdal Hall-dórsson leikari fæddist á Ísafirði 7. júní 1933. Hann lést á heimili sínu í Kaiser- stuhl í Sviss 15. maí síðastliðinn. Foreldr- ar Jóns Laxdal voru Halldór Friðgeir Sig- urðsson skipstjóri, f. 26.1. 1880, d. 17.11. 1960, og Svanfríður Albertsdóttir, f. 26.10. 1895, d. 20.6. 1966. Börn þeirra, auk Jóns, eru: 1) Anna, f. 18.8. 1913, d. 24.11. 1978, maki Jón Einarsson, f. 6.1. 1917, þau eignuðust tíu börn. 2) Jónína Katrín, f. 15.8. 1915, d. 28.4. 1935, maki Einar Jóhannes Eiríksson, f. 26.7. 1908, d. 16.3. 1936. Sonur þeirra Jón Hjörtur vélstjóri, f. 27.4. 1935, ólst upp hjá Halldóri og Svanfríði, maki Jóns Hjartar er Ólöf Erna Guðmunds- dóttir, f. 17.1. 1937, þau eignuðust fimm börn. 3) Guðjón skipstjóri, f. 18.8. 1917, d. 2.10. 1991. Maki I (skildu) María Rebekka Sigfúsdótt- ir, f. 21.8. 1922, d. 21.11. 1985, þau eignuðust þrjú börn. Maki II Karlotta Einarsdóttir, f. 3.10. 1925, d. 3.7. 2003, þau eiga þrjú börn. 4) Lilja, f. 4.5. 1919, d. 13.2. 2005, maki Guðmundur Elías Guð- mundsson, f. 16.5. 1917, d. 15.6. 1985, börn þeirra eru fjögur. 5) Sigurður, f. 8.9. 1921, d. 1.7. 2000. 6) Sturla skipstjóri, f. 13.7. 1922, maki Rebekka Stígsdóttir, f. 29.6. 1923, þau eignuðust sex börn. 7) Guðjón Guðmundur, f. 12.1. 1926, d. 2.9. 1954. 8) Steindór, f. 24.9. 1927, maki Guðrún Pétursdóttir, f. 14.8. 1916. 9) Ólafur skipstjóri, f. 16.7. 1929, d. 19.6. 1999, maki Sesselía Ásgeirsdóttir, f. 28.7. 1932, d. 31.1. 1993, þau eignuðust átta börn. 10) Málfríður, f. 22.5. 1931, maki Arnór Stígsson, f. 14.1. 1922, þau eign- uðust fjögur börn. Dóttir Jóns er Ás- laug Thorlacius, f. 3.7. 1955, maður hennar Sven Asch- berg, börn þeirra eru þrjú, Kristín, f. 8.1. 1973, Jóhann, f. 4.9. 1976, og Jón, f. 6.12. 1989. Þau búa í Dan- mörku. Jón kvæntist árið 1998 Katerinu Laxdal og ættleiddi dóttur hennar Katerinku, þá tíu ára. Þau eignuð- ust soninn Jón Laxdal 7. júní 2000. Jón ólst upp á Ísafirði. Hann flutti til Reykjavíkur 1949, þá sex- tán ára gamall. Hann fór utan um tíma, en innritaðist í Leiklistar- skóla Þjóðleikhússins árið 1952. Hann útskrifaðist þaðan árið 1954 og fór síðan í framhaldsnám til Vínarborgar. Eftir það lék hann víða í Þýskalandi og Evrópu og seinna í leikhúsinu Schauspielhaus í Zürich. Hann fluttist svo til Kais- erstuhl með vini sínum Vaclav Jaros og stofnaði sitt eigið leikhús, Jón Laxdal Theater, sem hann bæði lék í og stjórnaði til dauða- dags. Hann kom oft til Íslands og lék á sviði og í kvikmyndum, meðal annars í leikritinu Óþelló og kvik- myndunum Brekkukotsannál og Paradísarheimt. Bálför Jóns fór fram ytra. Minningarathöfn um Jón verður í Ísafjarðarkirkju í dag og hefst hún klukkan 14. Minningarathöfn verður í Kais- erstuhl laugardaginn 28. maí og hefst hún klukkan 15. Lassi bróðir dáinn! Það kom eins og reiðarslag að bróðir minn og besti vinur hefði látist 15. maí. Ég var fyrir stuttu búin að tala við hann. Þá virtist allt vera í lagi. Við ræddum mikið um væntanlega komu hans og fjölskyldunnar í sum- ar, þar sem áætlað var að við yrðum öll saman fram að ættarmóti og færum svo vestur á Ísafjörð. Hlakk- aði Lassi sérstaklega til að kynna fyrir litla syninum alla þessa stóru fjölskyldu. Litli Jón verður fimm ára á afmælisdag pabba síns 7. júní. Lassi elskaði og dáði litla soninn og voru þeir mjög samrýndir. Einnig þótti honum mjög vænt um Katerinku og sagði mér oft frá hvað hún væri dugleg að læra og í öllu sem hún gerði. Það er mikil sorg í Kaiserstühl núna, bæði hjá fjölskyldunni og öll- um vinum hans. Ennig veit ég að Ása dóttir hans og börnin hennar sakna Lassa. Þótt fjarlægðin væri mikil, þá voru feðginin alltaf í sam- bandi. Fyrir mér hefur Lassi alltaf verið litli bróðir sem ég þurfti að passa og var alltaf mjög kært með okkur. Við vorum alltaf í símasambandi. Einn- ig fórum við í heimsókn til hans og hann til okkar. Hann sagði mér alltaf frá leikrit- unum sem hann var að æfa eða sýna og hvernig gengi. Stundum hringdi hann eftir sýningu til að segja mér frá móttökunum. Við fórum í leikhúsið hjá honum og fengum að sjá æfintýralegar móttökur og hvað Lassi var vinsæll. Í okkar fjölskyldu hafa orðið mikil áföll síðustu þrjá mánuði. Fyrst dó Lilja systir, síðan Helga mágkona og svo hann Lassi okkar. Við stönd- um eftir sem lömuð og vonum að þessu fari að linna. Elsku bróðir minn, ég kveð þig og þakka þér alla ást og tryggð, sem ríkt hefur á milli okkar, ég mun sakna þín mjög mikið. Ég veit ég tala fyrir hönd bræðra okkar, Sturlu, Steina og Kæja og fjöl- skyldna, þegar ég kveð þig og þakka fyrir að hafa átt þig að sem bróður. Við sendum Katerínu, Kat- erinku, litla Jóni og Vaslav innileg- ar samúðarkveðjur. Einnig Ásu dóttur þinni og fjölskyldu í Dan- mörku. Elsku bróðir, hvíl þú í friði. Málfríður Halldórsdóttir (Malla systir). Elsku Lassi frændi minn. Það er svo fjarri öllum veruleika að sitja hér og skrifa um þig minn- ingargrein. Það var svo stutt í að við ættum að hittast. Þú ætlaðir að koma með alla fjölskylduna heim til Íslands 16. júlí og dvelja á heimili mínu í nokkra daga, síðan átti að fara á ættarmót á Varmalandi og þaðan vestur á æskustöðvar okkar á Ísafirði. En það er alveg ljóst núna að enginn ræður sínum næturstað og erfitt er að geta ekki kvatt þig betur en nú. Ég er svo fegin að hafa drifið mig í heimsókn til þín til Kaiserstühl síðastliðið sumar og fengið að sjá þig leika í leikhúsinu þínu og upplifa virðinguna og fögnuðinn sem leik- húsgestir sýndu þér í lokin. Það var yndislegt að fá að kynn- ast litla kútnum þínum, honum Lassa litla, sem þú dýrkaðir og elskaðir meira en allt annað í lífinu, enda er hann eftirmynd þín. Þótt ég skildi ekki allt sem hann sagði, þá sá ég að það var stutt í kætina og stríðnina eins og hjá þér og leik- hæfileikarnir hjá honum eru strax komnir í ljós, þótt hann sé bara að verða fimm ára. Ég ætla að gera allt sem ég get til að rækta sam- bandið við hann og fjölskyldu þína í framtíðinni, svo við fáum notið sam- vista við þau, þrátt fyrir fjarlægð- ina. Það hefur verið erfiður tími hjá okkur öllum og sérstaklega hjá systkinum þínum. Við erum nýbúin að kveðja elsku Lilju okkar, sem lést í febrúar, og svo þú núna. Það er óskiljanlegt, en við verðum að sætta okkur við það og ég veit að hún stóra systir þín tekur á móti þér, ásamt öllum öðrum sem eru farnir á undan ykkur. Elsku frændi, þær verða ekki fleiri sendingarnar til þín af harð- fiski og hákarli, sem þér þótti svo gott að fá. En minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar um ókomna framtíð, því verkin þín í leiklistinni, sem eru óteljandi, segja allt um dugnaðinn og eljusemina sem hafa einkennt þig alla tíð. Far þú í friði kæri frændi og guð blessi minningu þína. Elfa Dís Arnórsdóttir, systkini og fjölskyldur. Föðurbróðir minn Jón Laxdal Halldórsson hefur lokið lífshlaupi sínu. Hann var lífsglaður og skemmtilegur maður, afar list- hneigður frá sínum æskuárum á Ísafirði og vann sína stóru sigra á lífsleiðinni, bæði hérlendis og er- lendis. Hans er minnst helst sem hæfileikaríks leikara og leikstjóra, en ekki má gleyma þýðingum hans á verkum Halldórs Laxness yfir á þýska tungu, en Jón Laxdal mun hafa verið annar afkastamestu þýð- enda Laxness yfir á þýsku. Hann hlaut Riddarakrossinn í tíð Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Íslands. Í september árið 2000 fór ég ásamt konu minni og ferðafélögum á tveimur rútum um Evrópu og var undirbúið að koma við hjá Lassa frænda mínum í Kaiserstühl í Sviss, þar sem hann bjó í fjölda ára og rak lítið en víðfrægt leikhús. Hann hafði einnig undirbúið komu okkar á ynd- islegan gististað í Svartaskógi. Þannig vildi til að rúta frá Guð- mundi Jónassyni slóst í för með okkur í heimsóknina, vorum við því rétt yfir eitt hundrað Íslendingar samankomnir í þessum litla og fagra 400 manna bæ á bökkum Rín- ar við landamæri Þýskalands. Við hittum hann og fjölskyldu hans í undurfögru veðri þar með ársgaml- an Jón Laxdal junior. Það var farið í leikhúsið, sem var í kjallara hundr- aða ára gamals munkaklausturs, og leikhúskjallarinn náði dýpra en botn Rínar, sem rann skammt frá. Við fylltum leikhúsið, sem tók að- eins um 110 manns. Þarna stóð þessi skemmtilegi maður í nokkurs konar predikunarstól og las yfir okkur úr verkum Halldórs Laxness. Þetta var skemmtileg stund og eft- irminnileg, munu margir sem þarna komu saman senda í huga sínum hlýjar kveðjur til hans og fjölskyld- unnar í Kaiserstühl. Við ættingjar hans á Íslandi átt- um von á honum nú í sumar á ætt- armót í júlí, ef til vill mætir hann þar, þrátt fyrir allt. Við systkini mín, Svanfríður María, Selma, Guð- björg, Helga og Halldór Guðjóns- börn, ásamt fjölskyldum okkar, sendum fjölskyldu Jóns í Sviss, vin- um og ættingjum hér heima sam- úðarkveðjur. Gylfi Guðjónsson, Mosfellsbæ. Jón Halldórsson Laxdal, leikari og leikhússtjóri, lést í Kaiserstuhl, Sviss, sunnudaginn 15. maí 2005, 71 árs að aldri. Hann bjó þar og þar var leikhúsið hans, Jón Laxdals Theater, sem var orðið sem hluti af honum sjálfum. Hann valdi þar og undirbjó leikverkin, hann stjórnaði þeim og var nær alltaf sjálfur í aðal- hlutverki. Hann skilur nú eftir kyrrð og tómarúm. Í Sviss er fjöldi Íslendinga. Sum- ir, eins og ég sjálfur, hafa eytt meira en þriðjungi ævinnar meðal þessarar sjálfstæðu þjóðar, sem er svo rótföst í evrópskri menningu. Jón var einn okkar. Jón unni þess- ari þjóð, sem skapaði honum um- hverfi fyrir list hans, jafnvel þótt hann ætti stundum í hörðum úti- stöðum við suma einstaklinga henn- ar. Það var á sjöunda áratugnum, sem mér áskotnaðist að kynnast Jóni Laxdal lítillega. Þá var ég venjulegur stúdent og varla mikil kempa, en Jón öllu fyrirferðarmeiri bæði á velli og í orði, ef honum þótti þurfa. Hann hafði þá fyrir nokkru lokið námi í leiklist við Max-Rein- hardt-Seminar í Vínarborg með af- burðaárangri og verðlaunum og var smám saman að ná fótfestu á fjölum leikhúsanna í Þýskalandi og Sviss, þar á meðal við Zürcher Schauspiel- haus. Síðan er liðinn langur tími. Jón lék stór hlutverk á sviði og í kvikmyndum, en þar er mörgum kvikmyndun Brekkukotsannáls minnisstæð. Hann stofnaði sitt eigið leikhús í Kaiserstuhl snemma á ní- unda tug aldarinnar. Eftir að Jón var orðinn fastur í sessi í Kaiserstuhl lágu leiðir okkar öðru hvoru saman aftur. Bæði komu ég og aðrir Íslendingar okkur til skemmtunar í leikhúsið og mér hlotnaðist einnig sú ánægja fyrir fáum mánuðum að fá að vinna með honum að uppfærslu annars staðar á orð- og tóna-listaverki. Reynslan af þeirri samvinnu þykir mér verð- mætasta gjöfin sem hann hefur get- að gefið mér. Af þeirri gjöf vissi hann auðvitað ekki því hann gekk einfaldlega að sínum verkhluta eins og ætlast var til – en af kunnáttu og lifandi list, sem aðeins vex upp úr langri reynslu og harðri vinnu. Slík samvinna mótar. Jón hafði sjálfur móttekið sviðsveiruna, þegar hon- um ungum og óreyndum statista lánaðist að fá að vinna með Ingmar Bergman í Malmö. En nú er sú saga öll. Hún hófst á Ísafirði 7. júní 1933 og henni lauk í Kaiserstuhl. Lífsferill Jóns hefur vafalaust verið rakinn ýtarlega í öðrum minningargreinum. Ég vil hér lýsa þakklæti okkar landa hans í Sviss fyrir að hafa fengið að hafa hann í nágrenni við okkur. Hann var alla tíð Íslendingur í lund, hann unni heimalandi sínu og honum var hlýtt til íslenska samfélagsins í Sviss sem nú kveður hann með eft- irsjá. Við vottum fjölskyldu hans í Sviss og á Íslandi samúð okkar. Dr. Jóhannes Vigfússon, formaður Íslandsfélagsins í Sviss. JÓN LAXDAL HALLDÓRSSON Fyrir 12 árum hitti ég Sæmund Guðvins- son fyrst. Við vorum báðir að hefja nýtt líf. Ég var einni kynslóð á eftir Sæ- mundi í þennan heim en hann tók mér sem jafningja og við urðum fljótlega góðir vinir. Fyrstu misserin þar á eftir hittumst við Sæmundur oft. Alltaf tók hann mér fagnandi þrátt fyrir að á stundum hafi ég ekki verið sérstaklega ákjósanlegur fé- lagsskapur. Síðan þá hefur þokunni létt og þátttaka okkar í lífinu eitt- SÆMUNDUR GUÐVINSSON ✝ SæmundurGuðni Guðvins- son fæddist á Sval- barði við Eyjafjörð 6. júní 1945. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala í Foss- vogi mánudaginn 2. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 11. maí. hvað sem gera mátti ráð fyrir. Það eru ekki margir menn sem maður hittir á lífsleiðinni sem gædd- ir eru þeim eiginleikum að geta mætt manni nokkuð fordómalaust og bætt við í stað þess að krefjast einhvers. Slíkir menn eru góðir menn og góðir vinir. Sæmundur var svo sannarlega einn þess- ara manna. Hvort sem ungi maðurinn þurfti að flytja búslóð á milli herbergja eða þurfti að fá ráðlegg- ingar um góða kratamennsku þá var Sæmundur reiðubúinn. Takk fyrir það. Ég hlakka til að hitta hann í næstu sveit þegar minn tími kemur. Nínu, börnum Sæmundar og öðrum að- standendum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Grímur Atlason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.