Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 33
HRINGSNÚRUR Hringsnúrurnar vinsælu eru komnar aftur. Mikið úrval ARIZONABÚINN Fred Witt er mikill golfáhugamaður, og sem áhugaleikmaður um fimmtugt með smá varadekk um sig miðjan var forgjöf upp á 20 vel eins og við mátti búast. Allt þar til Witt skráði sig á ForeMax-námskeið hjá West- in Kierland-heilsubúðunum í Scots- dale og umbreytti sjálfum sér og golfleik sínum á aðeins sex vikum. Það reyndist allt annað en auð- velt. „Í fyrstu þá fann ég til alls stað- ar,“ hafði New York Times eftir Witt, sem starfar sem skatta- sérfræðingur. „Ég meina, mér var meira að segja illt í eyrunum og hélt ég væri hreinlega að deyja. Og golfsveiflan – mér leið eins og ég væri að sveifla kylfunni í stein- steypu.“ Æfingar með þjálfara þrisvar sinnum í viku þar sem ekki var eytt minni tíma í almenna líkamsrækt, á borð við þrek- og styrktaræf- ingar, en golfkennslu skiluðu Witt hins vegar umtalsverðum árangri. Hraði og kraftur sveiflunnar juk- ust verulega um leið og varadekkið minnkaði. Að sögn New York Times njóta golfbúðir, líkt og þessar, þar sem athyglinni er jafnt beint að al- mennu líkamsástandi leikmann- anna og golfleiknum, nú sívaxandi vinsælda meðal Bandaríkjamanna. Að mati blaðsins er þessi þróun ekki hvað síst að þakka vöðvastælt- um leikmönnum á borð við Tiger Woods og Vijay Singh, sem hafa gjörbreytt ímynd golfleikarans. „Okkar týpíski viðskiptavinur er með um 15 í forgjöf og örlítið of þungur,“ segir Mike LaBauve, sem átti sinn þátt í því að hanna Fore- Max-kerfið. „Hann vill grenna sig og verða liðugri, en langar ekkert að hamast fleiri tíma á hlaupa- bretti. Við segjum við hann: „Þú átt eftir að tapa 7,5 kílóum og ná 15 metrum lengra inn á brautina“ og við erum búnir að sannfæra hann.“ Að mati Witt skila námskeið á borð við þetta hinum venjulega áhugaleikmanni miklu. „Ef maður vill bæta leik sinn, þá verður mað- ur að bæta líkamlegt ástand sitt,“ segir hann alsæll með framfar- irnar Námskeið eins og ForeMax, sem tekur um sex vikur, eru hins vegar ekki á færi hvers og eins, enda get- ur kostnaðurinn numið um hálfri milljón króna – án gistingar og uppihalds. Heilsubúðir fyrir golfarann  HEILSA Reuters Tiger Woods er talinn eiga þátt í að breyta ímynd golfleikarans. Nánari upplýsingar um golf- heilsubúðir: Canyon Ranch Golf Boot Camp Vefsíða: www.canyonranch.com ForeMax Vefsíða: www.kierlandresort.com David Leadbetter Performance Center Vefsíða: www.davidleadbetter.com hún með mig í litla tebúð til Kín- verja þar sem ég fékk að lykta af mismunandi tegundum. Ég valdi eina, Tit Koon Yum, sem að vísu var í dýrari kantinum en ég lét mig hafa það. Þetta var mjög gott grænt kín- verskt te, sem kláraðist einn, tveir, þrír þegar heim var komið.“ Morgunblaðið/Eyþór Peter Holbrok, prófessor í tannlækningum við Háskóla Íslands, hefur kynnst mörgum sjaldgæfum tetegundum. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 33 DAGLEGT LÍF  Fylla ketilinn af köldu vatni.  Þegar vatnið nálgast suðumark er örlitlu af heita vatninu hellt út í teketilinn og látið leika um botninn. Ketillinn tæmdur.  Setjið teskeið af te fyrir hvern bolla út í ketilinn.  Hellið vatninu yfir teið um leið og suðan er komin upp – nema þegar hellt er upp á grænt te. Þegar hellt er upp á grænt te má vatnið ekki fara yfir 80–90°C. Best er að vatnið kólni aðeins eftir að suðan kemur upp.  Teið er látið standa og trekkja jafn lengi og leiðbeiningar segja til um, allt frá 3–15 mín. Ef teið er í tesíu er hún tekin upp en ef ekki er gott að umhella yfir í annan teketil án þess að telaufin fylgi. Einnig má notast við tesíu þegar hellt er í bollann en þá er hætt við að teið sem eftir er verði rammt.  ATH! Te er hægt að geyma upp undir tvö ár í málmdósum eða dökkum glerílátum án þess að skemmast.  ATH.! Te er viðkvæmt fyrir ilmi og ætti ekki að geyma nálægt kryddi. Góður tebolli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.