Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 55
MINNINGAR
Oft er leitað í minn-
ingarskúm hugans
þegar kemur að leiðar-
lokum og er það ljúft
þegar sá sem kvaddur
hefur varpað birtu og yl inn í líf
manns hvort heldur er stutt eða í
lengri tíma samvista.
Helga Vilhjálmssyni kynntist ég
þegar ég var 14 ára en þá kom Lilja
systir mín með hann sem unnusta
sinn, nýútskrifaðan búfræðing frá
Hvanneyri. Ég dái þessa systur
mína og gladdist þegar ég sá þenn-
an mjög svo aðlaðandi pilt, fullan af
lífsþrótti, glaðværð og hlýju. En
mest heillandi var fölskvalaus ást
hans til hennar sem hélst alla ævi
hans og endurspeglaðist til afkom-
enda þeirra.
Þau giftu sig 3. desember þetta
sama ár.
Ég átti því láni að fagna að þau
bjuggu fyrsta sambúðarár sitt í
sambýli við foreldra mína á Skála-
nesi í Seyðisfirði en fluttu svo til
Reykjavíkur og með sameiginlegu
átaki eignuðust þau strax sína eigin
íbúð á Grettisgötu 53b. Þaðan fóru
þau svo að Dalatanga í Mjóafirði og
tók Helgi þá við vita- og veðurtöku-
stöðinni þar af föður sínum. Í
Reykjavík hafði hann unnið við
málmsmíði í Málmsmiðju Ásmundar
Sigurðssonar. Þau voru nokkur ár á
Dalatanga en fluttu svo alfarin aftur
til Reykjavíkur, þá fékk Helgi vinnu
við vélgæslu í Áburðarverksmiðj-
unni í Gufunesi og vann þar uns ald-
urinn stöðvaði það (70 ára).
Þau byggðu fallegt einbýlishús í
Leiðhömrum 1, ásamt Kristínu dótt-
ur sinni og sonum hennar, Helga
Snæ og Ara Frey. Þarna var mikill
kærleikur allra íbúa en þegar
drengirnir voru að fullorðnast
keypti Kristín íbúð með sonum sín-
um en Lilja og Helgi í Gullengi 9 og
það varð síðasta heimili Helga.
Helgi var alltaf til í gleðskap, spil-
aði vist, bridge og fleiri spil eftir því
hvað átti við. Söngur var vinsæll hjá
honum, enda raddmaður góður og
að þenja harmóníku eða orgel var
eitt af hans uppáhalds ánægju og
HELGI
VILHJÁLMSSON
✝ Helgi Vilhjálms-son fæddist á
Dalatanga í Mjóa-
firði 15. september
1925. Hann lést á
Landspítala í Foss-
vogi 7. apríl síðast-
liðinn og var útför
hans gerð í kyrrþey
frá Grafarvogs-
kirkju 15. apríl.
lék hann þá mest eitt
danslög. Þá var mágur
minn heldur betur
ákveðinn og vel að sér
þegar stjórnmál voru
til umræðu og fannst
mér sérstaklega gam-
an að vera á öndverð-
um meiði við hans
skoðanir, hvort sem ég
raunverulega var það
eða ekki og þegar
hvorugt lét af sínu um
tíma, brutust ævinlega
út hlátraköst sem sló
botninn í málið og þá
var nú gott að fá sér
kaffi og kræsingar sem jafnan biðu
hjá Lilju. Þau hjón voru afar sam-
hent með snyrtimennsku í öllu
heimilishaldi á hvaða sviði sem var.
Alltaf var svo gaman að koma til
þeirra og yndislegt að fá þau og af-
komendur þeirra í heimsókn. Helgi
var laghentur og gat gert það sem
hann ætlaði sér og eftir að hann
hætti að vinna utan heimilisins fór
hann t.d. í að baka pönnukökur og
reyndust þær hreint eftirsótt lost-
æti vinum og vandafólki. Það væri
nú meir doðranturinn ef ég færi að
telja upp allar góðu minningarnar
sem komu á samverubrautinni,
Helgi, en að lokum bið ég þig:
„Stokkaðu upp spil og raðaðu upp
taflmönnum áður en við hittumst
aftur.“ Þökk fyrir allt.
Hamingja fylgi þér, Lilja mín, og
afkomendum ykkar Helga.
Fjóla Kr. Ísfeld.
Elsku Hilmar.
Við áttum því láni að
fagna að kynnast þér
þegar þú varst ungur
drengur í Öskjuhlíðar-
skóla. Það var nú oft
kátt hjá ykkur Hugrúnu Dögg og
Erlu Grétars, því þar byrjaði ykkar
vinskapur og hélst fram á þennan
dag.
Þú komst svo oft heim til okkar
Hugrúnar í Jórufellið ásamt Erlu
Ásu og fleirum í afmæli, fyrir jólin og
í pizzuveislur, það var nú aldeilis fjör
þá.
Þú varst alltaf svo kátur og hress,
það var alltaf svo gaman. Alltaf
komstu til Hugrúnar með pakka fyr-
ir jólin og afmælisgjafir og hún til
þín. Það mátti ekki sleppa því, það
HILMAR MÁR
JÓNSSON
✝ Hilmar MárJónsson fæddist í
Reykjavík 1. júní
1983. Hann lést á
endurhæfingardeild
Grensásdeildar 7.
maí síðastliðinn og
var jarðsunginn frá
Digraneskirkju í
Kópavogi í 13. maí.
var útilokað. Þú varst
alltaf svo góður við
Hugrúnu og stelpurn-
ar, og sá tími sem þið
áttuð saman er ógleym-
anlegur. Ég er þakklát
fyrir að hafa komið til
þín upp á spítala með
Hugrúnu og Erlu, það
var yndisleg stund sem
þið áttuð saman. En nú
ert þú kominn yfir
móðuna miklu, elsku
vinur, þín verður sárt
saknað.
Guð geymi þig.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Við vottum Sigrúnu, Jóni og öðr-
um ættingjum innilega samúð.
Þínir vinir,
Hugrún Dögg, Erla Grétars
og Kolbrún.
✝ Elías GunnarÞorbergsson
fæddist í Efri-Miðvík
í Sléttuhreppi í N-
Ísafjarðarsýslu 22.
september 1926.
Hann lést á Landspít-
alanum 11. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Rannveig
Jónsdóttir ljósmóðir,
f. á Sæbóli í Aðalvík
29. okt. 1902, og Þor-
bergur Þorbergsson
fiskmatsmaður, f. á
Látrum í Aðalvík 23.
jan. 1902. Systkini
Elíasar eru Þórey, Ragnar, Hall-
dór, látinn, Jón, látinn, og Sal-
björg.
Hinn 6. júní 1954 kvæntist Elías
Guðrúnu Jónsdóttur, f. í Meiri-
Hattardal í Álftafirði 8. nóv. 1925.
Börn Elíasar og Guðrúnar eru: a)
Anna María, gift Þorbirni Sig-
urðssyni, börn þeirra Elías Gunn-
ar og Katrín Erna. b) Helga
Hrönn, gift Einari Ólafi Haralds-
syni, börn þeirra Guðrún Kristín,
Eydís Björk og Karen María. c)
Jón Óttar. d) Gunnar Þröstur,
kvæntur Kirsten Henriksen, áður
kvæntur Unni Óskarsdóttur. Syn-
ir þeirra Gunnar Snær og Arnþór.
Fyrir hjónaband
eignaðist Elías son-
inn Óskar Karl með
Viktoríu Guðmunds-
dóttur. Kona Óskars
er Sigríður Hrönn
Elíasdóttir, börn
þeirra Alda Björk,
sonur hennar Ezikel,
og Örvar Snær, son-
ur hans Breki. Áður
átti Óskar soninn
Heiðar Svan, kona
hans Anna Davíðs-
dóttir, börn þeirra
Íris Emma og Óskar
Þór.
Elías og Guðrún hófu búskap í
Meiri-Hattardal árið 1954 ásamt
systur Guðrúnar, Láru Jónsdótt-
ur, og manni hennar Baldvini
Björnssyni. Þau hjón, Elías og
Guðrún, bjuggu í Meiri-Hattardal
til ársins 1979 er þau flytjast bú-
ferlum til Súðavíkur. Á árunum
1979–1994 vann Elías hjá Súða-
víkurhreppi við ýmis störf. Árið
1994 flytjast þau hjón enn búferl-
um og nú til Reykjavíkur og hafa
búið á Kleppsvegi 134 þessi
Reykjavíkurár.
Útför Elíasar verður gerð frá
Súðavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Tengdafaðir minn, Elías Gunnar
Þorbergsson, lést miðvikudaginn 11.
maí síðastliðinn eftir erfið veikindi.
Eftir lifir minning um traustan og
heilsteyptan einstakling sem setti lit á
umhverfi sitt og gerði lífið skemmti-
legra. Hann var góður maður konu
sinnar, frábær faðir barna sinna og
hlýr og gefandi afi og langafi. Þetta er
mikið lof um einn mann, en ekki er of-
mælt.
Kynni okkar hófust fyrir hartnær
þrjátíu árum, er við Anna María kon-
an mín fórum í okkar fyrstu ferð sam-
an, vestur. Vonandi hefur honum ekki
litist mjög illa á fylgdarsvein dóttur
sinnar, en hvernig sem það nú var, þá
hefur ekki borið skugga á okkar vin-
áttu síðan þá.
Elías var maður mikillar gerðar,
hafði sterkar skoðanir á mönnum og
málefnum og lýsti þeim þannig að
engin er á hlýddi fór í grafgötur með
hvað við væri átt. Það sem meira var,
hann fylgdi eftir skoðunum sínum þó
að þær gengju á svig við það er tíð-
arandinn taldi eðlilegt á hverjum
tíma.
Hann var af kynslóðinni sem
breytti íslensku þjóðfélagi frá örbirgð
til auðlegðar.
Fæddur í Efri-Miðvík í Aðalvík á
Hornströndum þar sem opið úthafið
svarrar á aðra hönd og fjöllin illkleif á
hina. Sífelld ögrun við að komast af í
stórbrotinni náttúru Hornstranda.
Úr slíku umhverfi rísa engar geðluðr-
ur eða smámenni. Þegar þetta er
skrifað (á miðvikudegi) eigum við
Elías eftir að fara saman í síðustu
ferðina hans vestur. Efa ég ekki að
hún verður skemmtileg fyrir mig, og
vonandi hann líka.
Sennilega segir fátt af ferðum okk-
ar vestur fyrr en við komum á
Strandir, þar geri eg ráð fyrir að orð
verði látin falla um fegurð landslags-
ins og minni fegurð pólitíska lands-
lagsins fyrr á tíð. Víst mun okkur vel
líka leiðin yfir Steingrímsfjarðarheiði
og út djúpið allt er við nálgumst Hest-
fjörðinn – þá tel ég að heldur fari nú
að rísa sólin yfir ferðafélaganum. Ef
honum kemur það betur, má hann vel
fá lánuð augu mín og munn til að lýsa
því er fyrir ber. Hugsa ég að hviðan
muni ganga allt til að Álftafjörðurinn
opnast á móti okkur er við komum
fyrir Kambsnesið. Þar mun draga
niður í okkur og við munum lofa
minningunum að taka völdin.
Stoppum við Hattareyrina og
mynnumst við landið, höldum síðan
áfram, að Meiri-Hattardal, þar sem
manndómsárunum var eytt, börnun-
um komið til manns, og sólin skein
glaðast og hlýast. Og enn munum við
mynnast við landið og ég held að hann
mundi vilja gera orð Guðmundar
Böðvarssonar skálds að sínum er
hann orti í kvæðinu Vorið góða:
Sjá, enn er mold þín mjúk og tún þín græn
og mildum bláma slær á hvern þinn sand,
og trú mín leitar þá í þökk og bæn
til þín, mitt land,
til þín, mitt föðurland.
(Guðmundur Böðvarsson.)
Hafðu þökk fyrir samfylgdina.
Þorbjörn Sigurðsson.
Nú hefur Elías, afi strákanna
minna og tengdapabbi minn, kvatt
okkur að sinni.
Rétt væri að segja fyrrverandi en
mér hefur bara aldrei fundist neitt
fyrrverandi við Stellu og Ella. Þó svo
að við Þröstur hefðum skilið þá
breyttist ekkert hið góða samband
sem hefur, frá upphafi, verið svo gott.
Þegar ég hitti þau hjón í fyrsta skipti
eftir skilnaðinn fann ég svo innilega í
faðmlagi þeirra beggja að ekkert
hafði breyst. Elías hvíslaði í eyra mitt:
Þú verður alltaf stelpan mín. En það
hefur mér líka alltaf fundist, þau eiga
svo mikið í mér og ég í þeim.
Strákarnir og ég höfum átt yndis-
legar samverustundir með afa og
ömmu eftir að við fluttum frá Dan-
mörku. Borðum saman, spilum,
spjöllum og svo er verið að stríða
endalaust, Arnþór minn erfir þann
ómetanlega hæfileika afa síns í ríkum
mæli.
Stóri strákurinn minn hann Gunn-
ar Snær er eins og afi óhræddur að
láta skoðannir sínar í ljós og getur
verið ægilega þrjóskur. Ég á eftir að
sakna Elíasar ótrúlega mikið en allar
góðu minningarnar hlýja mér og fá
mig til að gleðjast, einnig sú von að
við eigum eftir að hittast aftur.
Elsku Stella, við Arnþór viljum fá
að vera sem mest hjá þér, við þurfum
öll að venjast því að afi er dáinn, það
er svo gott að halda þétt hvert utan
um annað og vinna sig saman í gegn-
um sorgina og söknuðinn.
Megi guð vera með okkur öllum og
gefa okkur von, Stella, Þröstur, Anna,
Helga, Nonni, Óskar, Didda og allir
hinir ég hugsa til ykkar og sendi góð-
ar bænir.
Unnur Guðrún Óskarsdóttir.
Ég minnist afa Ella gangandi um
sumar í Súðavík í grænbláa jakkan-
um sínum með staf og hatt á höfði eða
keyrandi á Mözdunni inn í fjörð. Það
er sól í heiði og fuglarnir syngja allt í
kringum hann. Þegar ég hugsa um
afa áður en þau amma fluttu til
Reykjavíkur kemur upp í hugann lúx-
us-ís sem hann átti í tonnatali í frysti-
kistunni á Túngötunni.
Þegar afi og amma fluttu til
Reykjavíkur voru það gleðifréttir fyr-
ir mig því þá var oftar hægt að fara í
heimsókn til þeirra. Alltaf var það nú
gaman og oftar en ekki lumaði afi á
einhverju góðgæti í skápnum.
En Reykjavík var ekki nógu góð
fyrir afa. Var hann því fljótur að
henda töskum upp í bílinn og keyra
með ömmu af stað vestur til Súðavík-
ur, þar sem hugur hans var ætíð.
Þangað fór hann strax í byrjun sum-
ars þegar fiðringurinn var farinn að
gera vart við sig. Þá fékk ég oft að
fara með og dvelja yfir sumarið í
Súðavík með þeim. Ennþá get ég
heyrt lögin: „Ljúfa Anna“, „Bíddu
pabbi“ og fleiri, sem hann hlustaði á
meðan hann var að keyra vestur, óma
í huga mér. Ekki var hann alveg sátt-
ur við að vegirnir yrðu allir malbik-
aðir, því þá voru meiri líkur á að hann
sofnaði við stýrið.
Í Súðavík var gaman að vera. Kata
frænka kom fljúgandi vestur nokkr-
um dögum eftir komu okkar.
Alltaf var gott veður og afi alltaf
boðinn og búinn að keyra okkur Kötu
hvert sem var. Þá helst inn í fjörð, þar
sem við Kata óðum ár og afi og amma
tíndu ber og lágu í sólbaði á meðan.
Núna er afi ef til vill gangandi um
fyrir vestan og Guð gætir hans. Ég
þakka þær yndislegu stundir sem við
áttum saman.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Guð geymi þig, afi minn, þín afa-
stelpa,
Guðrún Kristín Einarsdóttir.
Vetur hafði kvatt og vorið gengið í
garð, það var bróður mínum og vini
vel ljóst er ég kom til hans á Land-
spítalann til að kveðja hann, þar sem
ég var á förum til Súðavíkur. Honum
var vel ljóst hvert stefndi, hvað hann
sjálfan snerti. „Er farið að bera hjá
Eiríki?“ … þarna var hugur hans, bú-
skapur, sauðkind og burður. Annars
var hann fámáll, svaraði oftar já eða
nei eftir hvað við átti.
Foreldrar okkar fluttu frá Miðvík í
Aðalvík að Galtarvita vorið 1931 og
voru þá elstu börn þeirra; Þórey og
Elías, tvíburar, rúmlega fjögurra og
hálfs árs gömul. Næsta vor á eftir eða
1932 var ákveðið að færa frá tuttugu
ám tuttugu ær í kvíum. Nú vantar
smalann. Stór drengur, Halldór að
nafni, frá Suðureyri er fenginn til
starfsins en þegar til kom kemur í ljós
að sjón hans er mjög skert, alla fjar-
sýni vantaði, og þarna hefst smalafer-
ill bróður míns. En eftir að súgfirski
smalinn fékk Ella sem sjónauka gekk
smalamennskan vel. Því segi ég þessa
sögu að mér er hugsað til hversu mik-
il ábyrgð ungum bróður mínum var á
herðar lögð. En eftir þetta sumar
þurfti ekki að leita annað eftir smala.
Elli sá um það!
Árið 1954 kvæntist Elías eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Guðrúnu Jóns-
dóttur, og hófu þau búskap sama ár í
Meiri-Hattardal. Vart verður annað
sagt en að þeim hjónum hafi búnast
vel þau 25 ár sem þau bjuggu í Hatt-
ardal, enda bæði dugleg og uppalin
við sveitastörf. Þau kaupa síðan hús á
Túngötu 2 í Súðavík og búa þar til
ársins 1994 að þau flytja alfarin úr
Álftafirði og kaupa blokkaríbúð á
Kleppsvegi 136 í Reykjavík, þaðan
sem hann kvaddi hinsta sinni. Ég
svara spurningu hans: „Já, það er
byrjað að bera, Karfa og Gjöf frá þér
eru báðar bornar með tvö lömb
hvor… Hann sneri sér á bakið. Flest-
ar kindur Eiríks voru ættaðar frá
Hattardal, – augun urðu skær, hug-
urinn var kominn á flug vestur, sjálf-
sagt í fjárhúsin til Eigga. „Vertu sæll
bróðir,“ ég kyssti hann á vangann og
fór. Bjartur í Sumarhúsum hefði ef-
laust talið þetta karlmannlega kveðju,
engin tár sem sáust! Kæri bróðir,
tveimur dyggðum varstu áberandi
búinn; heiðarleik og vinnusemi.
Hafðu þökk fyrir þessa forskrift.
Vertu guði falinn. Móttökunefnd
horfinna ættingja bíður. Skáldið frá
Fagraskógi sagði: „…þar bíða vinir í
varpa, sem von er á gesti.“ Við systk-
inin sem eftir lifum kveðjum bróður
okkar með harm í hjarta. Konu hans,
börnum, tengdabörnum og barna-
börnum svo og öðrum skyldmennum
og vinum óskum við guðsblessunar.
Ragnar Þorbergsson og systur.
ELÍAS GUNNAR
ÞORBERGSSON
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Undirskrift Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Myndir Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
er ráðlegt að senda hana á
myndamóttöku: pix@mbl.is og
láta umsjónarmenn minningar-
greina vita.
Minningar-
greinar