Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
edda.is
„Blóðug, fyndin og töff“
„Bók í anda Tarantinos, hæfilega
blóðug og hæfilega fyndin. En
umfram allt töff.“
Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntir.is
„Það er kraftur í bókinni.“
Björn Þór Vilhjálmsson, Mbl.
„Skyldulesning ... Fantavel
skrifuð.“
Páll Baldvin Baldvinsson,
Ísland í dag.
„Mjög vel skrifuð bók.“
Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljós
Nú í kilju
BJÖRGUÐUST Í GÚMMÍBÁT
Mannbjörg varð í gær þegar Hild-
ur ÞH sökk 7 mílur austur af Rauf-
arhöfn. Tveir skipverjar voru um
borð og tókst þeim að forða sér í
gúmmíbát þegar Hildur ÞH lagðist á
hliðina og sökk.
Harðari öryggisreglur
Fulltrúar á þingi Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunarinnar samþykktu í
gær að innleiða harðari öryggisreglur
á heimsvísu vegna bráðdrepandi far-
sóttar. Það þýðir að vöktunar- og við-
bragðskerfi vegna farsótta á borð við
fuglaflensu verður eflt til muna.
Spenna um formannskjör
Spenna ríkir á landsfundi Samfylk-
ingarinnar, sem hófst í gær, um hvort
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eða Öss-
ur Skarphéðinsson verður næsti for-
maður flokksins. Milli 1.400 og 1.500
flokksmenn sitja fundinn og verða úr-
slit í formannskjöri tilkynnt á hádegi.
Sérsniðnar stofnfrumur
Vísindamenn í Suður-Kóreu hafa
greint frá því að þeim hafi tekist að
rækta einstaklingsbundnar stofn-
frumur. Árangurinn er sagður glæða
vonir um að hægt verði að nýta slíka
tækni til lækninga þó langt sé í að
hægt verði að fjöldaframleiða slíkar
frumur. Stjórnandi rannsóknarinnar
sagði að siðferðileg sjónarmið væru
höfð að leiðarljósi hjá þeim og því
kæmi ekki til greina að fara of geyst í
þessum efnum.
Myndbirting gagnrýnd
Talsmenn Alþjóða Rauða krossins
gagnrýna harðlega breska götublaðið
Sun fyrir að hafa birt ljósmyndir af
Saddam Hussein, fyrrverandi forseta
Íraks, á nærbuxunum einum fata.
Telja þeir myndbirtinguna brot gegn
Genfarsáttmálanum um meðferð
stríðsfanga. Haft var eftir lögfræð-
ingi Saddams að hann hygðist höfða
mál gegn blaðinu vegna þessa.
Yf ir l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Bréf 38
Úr verinu 14 Umræðan 38/45
Viðskipti 15 Messur 46/47
Erlent 18/19 Minningar 48/55
Akureyri 26 Skák 59
Árborg 28 Dagbók 60
Suðurnes 26 Víkverji 60
Landið 24 Staður og stund 62
Listir 30 Menning 63/69
Daglegt líf 31/33 Ljósvakamiðlar 70
Ferðalög 34/35 Veður 71
Forystugrein 36 Staksteinar 71
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
EKKERT tilfelli af heilahimnu-
bólgu af völdum bakteríunnar men-
ingokokkar C hefur greinst hér á
landi í nærfellt eitt og hálft ár.
10–15 tilfelli greindust árlega fyr-
ir fáum árum, en veturinn 2002–
2003 voru allir 18 ára og yngri bólu-
settir við sjúkdómnum sem leggst
einkum á börn og unglinga. Síðan
þá hefur tilfellum farið jafnt og þétt
fækkandi. Síðustu tilfellin greindust
í janúarmánuði 2004. Það voru þrír
óbólusettir einstaklingar. Ekkert
tilfelli hefur greinst síðan þá af
völdum meningokokka C, en sjúk-
dómurinn er lífshættulegur og leiðir
til dauða í tæplega einu tilviki af
hverjum tíu.
Nokkrar bakteríur auk meningo-
kokka C geta valdið heilahimnu-
bólgu. Þar er um að ræða, fyrst og
fremst, meningokokka af B-gerð og
haemofilus influenzae. Ekkert nægi-
lega gott bóluefni er til við men-
ingokokkum af B-gerð og því er
ekki bólusett við þeim. Sex tilfelli
heilahimnubólgu vegna meningo-
kokka B greindust í fyrra og fimm
tilvik árið 2003, en á undanförnum
árum hafa tilvikin verið allt frá einu
á ári og upp í 12 árið 1999.
Ekkert tilfelli frá 1989
Hins vegar var farið að bólusetja
öll ungbörn gegn haemofilus influ-
enzae árið 1989, eða fyrir rúmum
einum og hálfum áratug, með þeim
árangri að ekkert tilfelli hefur
greinst af sjúkdómnum síðan þá.
Fyrir þann tíma veiktust um 10 ung
börn á ári af sjúkdómnum.
Bólusetningarherferð af völdum meningokokka C
Ekkert tilfelli hefur
greinst í 15 mánuði
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
TILKYNNT var um eld í risíbúð við Rauðarárstíg 20 í Reykjavík um klukk-
an 17 í gær. Eldur logaði upp úr þaki þegar slökkvilið kom á staðinn. Eng-
inn slasaðist en húsráðendur voru ekki heima þegar eldurinn kom upp.
Tveir voru í íbúðinni fyrir neðan. Talsvert tjón varð í íbúðinni þar sem eld-
urinn logaði auk þess sem reykskemmdir urðu í nærliggjandi íbúðum.
Slökkvistarf tók um klukkustund, auk þess sem hreinsa þurfti út vatn sem
lak niður á neðri hæð. Í gærkvöld blossaði eldur upp á ný en hann náði ekki
að breiðast út. Eldsupptök eru ókunn og málið er í rannsókn.
Morgunblaðið/Júlíus
Eldur í risíbúð
VINNUHÓPUR á vegum nor-
rænna menningarmálaráðherra
hefur síðan í nóvember sl. unnið að
tillögum að skipulagsbreytingum á
norrænu samstarfi á sviði menn-
ingar- og
menntamála.
Formaður vinnu-
hópsins var hér á
ferð nýlega að
kynna hags-
munaaðilum
drög að tillögum,
sem stendur til
að skila til ráð-
herranna í júní
nk. Áformað er
að hrinda tillögunum í framkvæmd
frá og með árinu 2007.
Á vef Blaðamannafélags Íslands,
press.is, er greint frá málinu, þar
sem m.a. kemur fram að leggja eigi
norræna blaðamannaháskólann í
Árósum, NJC, niður. Í staðinn eru
hugmyndir um að verkefni skólans
verði falin tengslaneti norrænna
fjölmiðla- og blaðamannaháskóla.
Innan Blaðamannafélagsins eru
áhyggjur af þessum áformum og
haft er eftir Þór Jónssyni, sem sit-
ur í stjórn NJC, að skipulagsbreyt-
ing af þessu tagi geti bitnað á ís-
lenskum blaða- og fréttamönnum.
Tillögur ræddar í júní
Á press.is kemur einnig fram að
til greina komi að breyta eða
leggja niður ýmsar stofnanir innan
vébanda Norrænu ráðherranefnd-
arinnar, þó ekki Norræna húsið í
Reykjavík. Að sögn Steingríms
Sigurgeirssonar, aðstoðarmanns
menntamálaráðherra, er vinnuhóp-
urinn að ljúka störfum og verða til-
lögur hans ræddar á ráðherrafundi
í næsta mánuði.
,,Í þeim hugmyndum er verða
lagðar fram felst ný nálgun er
byggir á því að stuðningi er ekki
skipt niður eftir greinum heldur
verður leitast við í auknum mæli að
styðja við tímabundin verkefni.
Þetta hefur í för með sér að nokkr-
ar stofnanir og nefndir verða lagð-
ar niður, verði tillögurnar sam-
þykktar af norrænu menningar-
málaráðherrunum,“ segir Stein-
grímur.
Áform um breytt
skipulag menn-
ingarstofnana
Steingrímur
Sigurgeirsson
Bauðst til
að aðstoða
lögregluna
SAUTJÁN ára piltur, Gísli Már
Magnússon, segist hafa boðist til að
aðstoða lögreglumanninn sem lenti í
átökum við drukkinn ökumann á
Eskifirði á miðvikudagskvöld en að-
stoðin hafi verið afþökkuð. Lög-
reglumaðurinn segist ekki hafa orðið
var við boð piltsins um aðstoð en
hugsanlega hafi það farið fram hjá
honum í hamaganginum. Hann segir
ánægjulegt að pilturinn hafi viljað
bjóða aðstoð sína fram. Gísli Már
sagði í samtali við Morgunblaðið að
hann hefði átt leið framhjá á bíl sín-
um þegar hann sá lögregluna í átök-
um við ökumanninn. Hann hefði
stöðvað bíl sinn, stigið út og boðið
fram aðstoð en hún verið afþökkuð.
Aðspurður sagðist hann ekki hafa
séð aðra bjóða sig fram. Gísli Már
kvað engu skipta að hann væri að-
eins 17 ára, hann hefði verið tilbúinn
til aðstoðar ef átökin hefðu harðnað.
Lögreglumaðurinn væri aðeins fjór-
um árum eldri en hann sjálfur.
Stúlkurnar fimmtán
til sautján ára gamlar
RANNSÓKN lögreglunnar á Kefla-
víkurflugvelli hefur leitt í ljós að
stúlkurnar sem framvísuðu vega-
bréfum frá Singapúr þegar þær voru
stöðvaðar fyrr í vikunni eru 15, 16 og
17 ára gamlar. Með þeim var tvítug-
ur piltur og meintur fylgdarmaður
sem talinn er hafa átt að aðstoða við
flutning þeirra vestur um haf.
Barnaverndaryfirvöldum hefur ver-
ið tilkynnt um málið. Að sögn Jó-
hanns R. Benediktssonar, sýslu-
manns á Keflavíkurflugvelli, tók
málið nýja stefnu þegar ljóst varð að
stúlkurnar væru jafnungar og raun
bar vitni. Hann vill þó ekki tjá sig
frekar um rannsóknina, segir hana á
viðkvæmu stigi. Hann vildi ekki
svara því hvort grunur léki á mansali
í þessu tilviki.