Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 45 UMRÆÐAN Rannsóknir á hitaflæði hafa sýnt að hiti í jarðskorpu Eyjafjarðar er afar lágur utan sjálfra jarð- hitasvæðanna, raunar með því lægsta sem mælist á landinu. Ekk- ert í fyrirliggjandi rannsóknum styður þær kenningar, sem tví- menningarnir byggja álit sitt á. Engar athuganir í Eyjafirði styðja tilvist þeirra sprungulína, sem þeir félagar setja fram, hvað þá að þetta séu einhvers konar skörp flekamót. Þá eru allar samlíkingar við Kröflu- svæðið út í hött. Ég verð því miður að hryggja Eyfirðinga með því að það eru eng- ar líkur á að í þeirra fagra héraði sé að finna jarðvarma, sem nýst gæti í raforkuframleiðslu til stóriðju. Í þeim efnum verða þeir áfram að treysta á orkulindir grannhér- aðanna. Hitt er svo annað að rann- sóknir Íslenskra orkurannsókna hafa leitt til þess að fundist hefur öflugt jarðhitakerfi á Arnarnesi við Hjalteyri sem hefur stórbætt orkubúskap hitaveitu Norðurorku og nokkur von er að fleiri slík finn- ist. En þau eru ekki á þeim slóðum sem skurðpunktar lína tvímenning- anna gefa fyrirheit um og alls ekki nógu heit til raforkuframleiðslu. Nýlega kom út Jarðhitabók eftir dr. Guðmund Pálmason, fyrrum forstöðumann Jarðhitadeildar Orkustofnunar, forvera Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR. Hún var gefin út af Hinu íslenska bók- menntafélagi í samvinnu við ÍSOR og Orkustofnun. Í Jarðhitabókinni er fjallað ítarlega um jarðhitarann- sóknir og nýtingu jarðhita. Hún er kjörin fyrir alla sem vilja læra um jarðhitann á Íslandi, eðli hans og nýtingu. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og forstjóri ÍSOR. Hann hefur verið aðalráðgjafi Norðurorku í jarðhitamálum síðan 1982. ÉG VARÐ að láta segja mér það þrem sinnum, líkt og Egill forðum, að Val- gerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra teldi litla ástæðu til að fagna þó að Suð- urnesjamenn und- irrituðu viljayfirlýs- ingu við Norðurál um álversbyggingu í Helguvík. Af skiljanlegum ástæðum hafa Suð- urnesjamenn tekið þessum orðum ráð- herrans illa og þó hún sé nú farin að óska okkur til hamingju er lítil hamingja í rödd- inni. Núna segir hún, „Það getur vart hvarflað að Suðurnesjamönnum að hætt verði við álversáform fyrir norðan þótt viljayfirlýsing hafi ver- ið undirrituð um álver í Helguvík“. En afhverju skyldi það ekki hvarfla að okkur? Það eru aðeins þrjú ár síðan Valgerður ráðherra fékk samþykkt að flytja allt nýbygging- arfjármagn Byggðastofnunar, sem dreift hafði verið til eignarhalds- félaganna á landsbyggðinni þar á meðal Suðurnesja, til að byggja upp og reka þróunarstofnun á Ak- ureyri. Af hverju skyldi ekki hvarfla að Suðurnesjamönnum að hún horfði einusinni í suður? Valgerður hefur verið eindreginn stuðningsmaður virkjana, m.a. við Kárahnjúka, og hafa margir, þar á meðal ég, staðið við bakið á henni við þá umdeildu virkjun til að skapa Austfirðingum möguleika í sinni atvinnuuppbyggingu. Sú ganga hefur ekki verið þrautalaus. Ég benti á það í grein í Morg- unblaðinu fyrir 6 árum að Íslend- ingar gætu að mestu komist hjá umhverfisspjöllum vegna raf- orkuframleiðslu sinnar með því að nýta jarðgufuna til raforkufram- leiðslu. Síðan ég ritaði þessa grein hefur mikið gerst í þessum geira og orkan frá einni gufuholu hefur tí- faldast vegna djúpborunartækni sem tæknimenn Hitaveitu Suð- urnesja og fleiri hafa þróað. Orkubúskapur Hitaveitu Suðurnesja hefur verið til mikillar fyrirmyndar og þar er frekar rekinn orku- garður með fjölþættri nýtingu orkunnar en einhliða virkjun. Má benda á Bláa lónið í því sambandi og heilsu- uppbygginguna sem þar er að þróast sam- hliða. Orkan úr iðrum Reykjanessins er nýtt til hins ýtrasta. Nú er komið að ál- veri á Suðurnesjum. Sú uppbygging verður gerð í sátt við um- hverfið og fólkið á svæðinu. Þess vegna átt þú, Val- gerður, að vinna með Suður- nesjamönnum að uppbyggingu ál- vers í Helguvík. Þess vegna, Valgerður Kristján Pálsson gerir athugasemdir við ummæli iðnaðar- og viðskiptaráðherra um álver á Suðurnesjum Kristján Pálsson ’Nú er komiðað álveri á Suð- urnesjum.‘ Höfundur er fv. alþingismaður. SAMFYLKINGARMENN hafa löngum verið rómaðir fyrir fagra nýyrðasmíð. Eitt það nýjasta í þessum efnum er að vinstri menn saka stjórnarflokkana um að stunda „stað- festustjórnmál“ en ekki „umræðustjórn- mál“, eins og þeir sjálfir boða. Stað- festustjórnmál eiga svo að lýsa sér í því að hinn staðfasti neit- ar að viðurkenna nokkur mistök og þrætir fyrir allt sem hann hefur sagt og gert, jafnvel þótt mis- tök hans blasi við öll- um. Í ljósi þessa hefur verið athygl- isvert að fylgjast með viðbrögðum samfylkingarmanna og „Evrópu- sérfræðinga“ þeirra við upplýs- ingum um að Ísland innleiði 6,5% af regluverki ESB í gegnum EES- samninginn en ekki 80–90% eins og linnulaust hefur verið haldið fram. Já, því hefur nefnilega verið stanslaust haldið fram af Samfylk- ingarmönnum, til dæmis Ágústi Ólafi Ágústssyni, Eiríki Bergmann Einarssyni, Björgvini G. Sigurðssyni og Svanfríði Jónasdóttur að Íslendingar séu hvort sem er að inn- leiða nær allt reglu- verk Evrópusam- bandsins og því alveg eins gott að ganga í sambandið og hafa meiri áhrif á efni reglnanna. Og hvað gerist þeg- ar þetta er leiðrétt? Taka „umræðu- pólitíkusarnir“ ábend- ingunni vel, þakka fyrir veittar upplýsingar og biðj- ast velvirðingar á rangfærslunum? Látum okkur ekki dreyma um slíkt! Nei, það eru „staðfestu- stjórnmálin“ sem eftir allt saman ráða ríkjum í Samfylkingunni. Farið er út í alger aukaatriði um að eitthvað sé vantalið og í raun hafi þetta alltaf legið fyrir, sam- anber kostulegt svar Þórunnar Sveinbjargardóttur á Alþingi þar sem hún sagðist ekki fá betur séð en að umrædd 6,5% gerða ESB séu af heildarfjöldanum en legið hafi fyrir í 10 ár að EES- samningurinn næði ekki til allrar starfsemi Evrópusambandsins! En um það snerist auðvitað alltaf áróðurinn, að með EES-samn- ingnum værum við hvort eð er að innleiða nær allan ESB-réttinn. Nei, nei, nú á bara að þræta fyrir það. Þótt eitthvað væri vantalið og þótt hlutfallið væri þrisvar sinnum hærra en 6,5% er alveg ljóst að málflutningur Evrópusambands- sinna að því er varðar þetta atriði hefur verið algerlega úti á þekju. Og þá er ekkert annað en að við- urkenna það bara, eða hvað? „Staðfestustjórnmál“ Samfylkingarinnar Hafsteinn Þór Hauksson fjallar um stjórnmál ’… það eru „stað-festustjórnmálin“ sem eftir allt saman ráða ríkjum í Samfylking- unni.‘ Hafsteinn Þór Hauksson Höfundur er lögfræðingur og formaður SUS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.