Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 53 MINNINGAR mér, en það var nefnilega einn af þín- um kostum „kímnigáfan“ og þú sást alltaf björtu hliðarnar á málunum. Erla var alla tíð mikill Vestmanna- eyingur í sér og þar var hugurinn, þótt hún ætti um nokkurra ára skeið heimili uppi á landi. Mig langar til að láta fylgja hérna með hluta af ljóði skáldsins Arnar Arnar, Í Eyjum: Manstu hvað ég með þér fór marga skemmtigöngu inn í Dal og upp í Kór, undir stóru Löngu. Upp að Hvíld og Löngulág lágu stundum sporin. Kannast þú við Klif og Há, komstu þar á vorin. Inn um Flatir oft var kátt æskan hafði völdin hlaupið, leikið, dansað dátt draumblíð sumarkvöldin. Fuglinn upp í fjallató hann fékk ei næturró. Og sumarsólin skein á sundin blá og út við unnarstein lék aldan smá og ástin helg og hrein lét hjörtun slá og sumarsólin skein á sundin blá. Minningarnar streyma fram, fullar af vináttu og kærleik fyrst og fremst. Þegar við Kjartan heimsóttum þig á sjúkrahúsið fyrir þremur vikum varstu mjög veik, en þú slóst á létta strengi, það var stutt í kímnina, þegar við rifjuðum upp ýmis uppátæki okk- ar frá fyrri tíð. Nú þegar komið er að kveðjustund er efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt þig að vini. Kæri Jörgen, börn og barnabörn, ykkar missir er mikill. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Björk. Örfá kveðjuorð til kærrar vinkonu og mágkonu, heiðurskonunnar Erlu sem kveður okkur allt of fljótt. Margs er að minnast, þitt glaða viðmót og hjartahlýja, máttir ekkert aumt sjá þá vildir þú hugga og gefa, og einstök gestrisni. Ógleymanlegar eru þjóðhátíðirnar í boði ykkar Jörgens, við með krakka- skarann og dvöldum hjá ykkur í tæpa viku í hvert skipti. Að koma úr Herj- ólfi að kaffiborðinu og smurða brauð- inu í hlýlegu eldhúsinu var ótrúlega notalegt eins og allar okkar samveru- stundir. Alltaf höfum við hugsað um ykkur saman Erla og Jörgen, stórt skarð er höggvið sem verður vand- fyllt. Nú sér maður þig fyrir sér í nýj- um vistarverum, ábyggilega dans- andi, það var þitt yndi, veikindum og þrautum lokið. Innilegar samúðarkveðjur til þín, Jörgen, og ykkar allra afkomendanna sem er stór og myndarlegur hópur. Þar skilar þú góðu ævistarfi, Erla mín. Blessuð sé minning þín. Hvíl í friði. Guðbjörg og Olfert (Diddi). Fallega Eyjastúlkan Erla Sig- marsdóttir er látin. Hún sem elskaði fjölskyldu sína öllu framar. Sem elsk- aði Eyjarnar og þreifst hvergi betur en þar. Orkuboltinn sem framkvæma vildi alla hluti helst í gær. Stúlkan með brosið sem lýsti upp umhverfið og hreif alla með sér. Ég vil kveðja hana með þessu fal- lega ljóði eftir Pam Brown: Njóttu þess að ganga sveitavegi, týnda slóða í skógarfylgsnum, heiðarvegi með bláklukku og vor í fjarska. Hlíðarvegi niður að sjó. Veginn til Rómar, veginn til hafs. Veginn til eyjanna, veginn heim. Guð geymi þig. Þín frænka, Guðlaug Guðjónsdóttir. Elsku Erla vinkona mín. Það er svo margs að minnast nú þegar kemur að kveðjustund. Alla tíð höfum við verið bestu vin- konur bæði í blíðu og stríðu, en sem betur fer eru minningarnar í blíðunni sterkari og bjartari þrátt fyrir veik- indi og erfiðleika stundum. Ég man þegar þú varst að koma frá Þorláks- höfn þar sem þú bjóst og til Eyja. Oft varstu þreytt en það bar ekki á því vegna þess að alltaf lýsti af þér alls staðar þar sem þú fórst og þrátt fyrir þreytu sá fólk hressa og glaða mann- eskju. Þegar við hittumst bárust gömlu góðu dagarnir í tal og oft var hlegið mikið því húmorinn var það sem aldr- ei bilaði hjá þér. Það lýsir þér best síðasta heim- sóknin til þín. Þar sem þú lást sárþjáð og það eina sem komst að hjá þér var hvernig mér liði. Það sem ég á eftir eru minningar um liðna daga þegar við ólumst upp í Eyjum. Minningar sem eru fallegar, góðar og lýsa upp tilveruna. Erla mín, ég veit að þar sem þú ert núna er það eins og minningar mínar frá Eyjum, fallegt, gott og tilvera þín er lýst upp. Sjúkdómar farnir og þú ert falleg og ung eins og ég man eftir þér. Það er erfitt að vita til þess að ég sé þig ekki meir meðan á þessu jarðlífi stendur en ég trúi og bið að við mun- um hittast seinna, og þá verður vin- skapurinn aftur eins og var, hlegið mikið og grínast. Ég bið góðan Guð að blessa ættingjana sem nú sakna þín og syrgja. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, elsku vinkona. Guðbjörg (Adda) Pálmadóttir. Elsku hjartans vinkona mín. „Dáin, horfin, harma fregn!“ og það 11. maí, lokadag eins og hann var alltaf kall- aður heima í Vestmannaeyjum. Ég læt hugann hverfa aftur í tímann þeg- ar allt var á fullu hjá okkur, lokaball í kvöld, við komnar með rúllur í hárið um hádegi, búnar að redda barna- píum, fötin af eiginmönnunum tilbúin pressuð og fín, búið að redda guða- veigum, sem sagt allt klárt fyrir kvöldið. En þetta var nú ekki bara á lokadaginn, oft var spáð í spilin. Jæja, verður landlega? Spáin ekki góð, vá … kannski eitthvert fjör í vændum. En það þurfti ekki landlegu til hjá okkur, því við gátum alltaf búið okkar eigið fjör, Erla mín. Það var ótrúlegt hvað við gátum spjallað saman, hittumst mörgum sinnum á dag og alltaf nóg umræðu- efni, hlátur og grátur og svo ótal- margar uppákomur sem ég ætla að geyma og hugsa um og þá hlæ ég dátt, því annað er ekki hægt. Ég má þó til að rifja upp brúðkaupsdaginn ykkar Jörgens, þið drifuð í að gifta ykkur á Þorláksmessu og ég vissi ekki neitt, frétti það svo rétt fyrir lok- un verslana og ég orðin skítblönk, bú- in að eyða öllu, enda jólin að koma, en samt nokkrar krónur í veskinu og nú var drifið í að kaupa brúðargjöf sem var mynd af skútu, ekta við, stormað heim til ykkar og drifið í að búa til veislu. Stofuhurðin hafði verið tekin og sett í kjallarann til að stækka stof- una fyrir jólin, hurðin sett aftur fyrir og þá var allt klárt. Þetta finnst mér lýsa þér svo vel, aldrei neitt vesen, og þetta varð stórveisla í okkar huga, ógleymanlegt. Elsku Erla mín, hugurinn er á svo miklu reiki að ég get einhvern veginn ekki hugsað um þig dána, enda ertu það ekki í mínum huga, þú munt alltaf vera í huga mínum sem þessi hressa og káta Erla. Ég sakna þín alveg rosalega. Ég sé þig fyrir mér á fleygiferð á milli vina og vandamanna úti í Vestmannaeyj- um og ég veit að nú ert þú komin heim og Heimaklettur fagnar komu þinni. Við áttum ótrúlegt ferðalag saman, ekki til útlanda nei, Ísland var nógu stórt fyrir þig, hjarta þitt sló fyrir alla sem minna máttu sín og hefðirðu helst vilja mata alla og klæða sem lítið eða ekkert áttu. Þú varst dásamleg kona, móðir og vinkona. Ég vona að þegar lífi mínu lýkur, ég líka verði engill gæfuríkur, þá við skoðum skýjabreiður saman, og skemmtum okkur, já það verður gaman. Jörgen, Sigmar Þröstur, Þórunn, Auðunn, Laufey og fjölskyldur, Gísli og fjölskylda, innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Elsku Erla mín, við kvöddumst oft með að segja: „I love you.“ Guð blessi og varðveiti minningu þína. Addý Guðjóns. Elsku Jóhanna Mar- grét, litla dúlludósin mín og prinsessan okk- ar allra. Ég sakna þín svo sárt, ég sakna brossins þíns og hláturs sem fékk mig til að brosa, ég sakna stóru knúsanna og kossanna sem ég fékk aldrei nóg af og mest af öllu sakna ég nærveru þinnar sem var svo einstök í alla staði. Fyrir rúmlega 6½ ári fékk ég þig í hendurnar í fyrsta skipti, þá var ég 13. ára og búin að vera óska mér lítils systkinis lengi. Þá fékk ég eitt ennþá betra og það varst þú. Lítil frænka sem varst mér sem systir. Ég hafði aldrei séð svona fallega litla stúlku og svo varðst þú bara fallegri og fal- legri með hverju árinu. Það var svo gaman að fylgjast með þér stækka. Þú varst mikið hjá JÓHANNA MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR ✝ Jóhanna Mar-grét Sigurðar- dóttir fæddist í Reykjavík 17. októ- ber 1998. Hún lést á heimili sínu 9. maí síðastliðinn og var jarðsungin frá Digraneskirkju 17. maí. ömmu Gunnu og maður sá hana oft í þér, svo fullorðinsleg í tali og tilsvörum. Siðaðir mann til og sagðir manni nákvæmlega hvernig hlutirnir áttu að vera. Það kom fyrir þegar ég var að passa þig að þú vildir ekki klára matinn þinn og þá sagði ég alltaf við þig að þú yrðir að klára matinn til að verða stór og sterk eins og hann pabbi þinn. Þá strídd- irðu pínu stundum eins og þér einni var lagið og sagðist ekki ætla borða hann því þú værir sterk- ari en pabbi þinn, en svo kláraðirðu alltaf matinn með bestu lyst. Þú hafðir alveg rétt fyrir þér, þú varst svo sannarlega sterk og stór stelpa, sem kenndir manni ótal margt bæði fyrir og eftir að þú veiktist. Þú varst mér alltaf einstök en þegar maður sá hversu mikinn baráttuanda þú áttir að geyma í gegnum veikindi þín varðstu einstakari en nokkur annar. Þú kenndir mér margt og hjálpaðir mér mikið á síðasta ári þegar ég var að koma mér upp úr íþrótta- meiðslum. Baráttuvilji, jákvæðni og stórt, breitt bros fleytti manni áfram og gerði lífið léttara á erfiðum tím- um. Mér er minnisstætt eitt af þeim dýrmætu skiptum sem við áttum saman síðustu páska. Ég var nýkom- in heim frá Noregi og fór upp í Hlíð- arhjalla til þín. Þú sast í stofunni og varst að drekka jarðarberjasvala og horfa á barnatímann í stóra sófan- um, ég gekk inn í stofuna og heilsaði þér með brosi og kallaði þig dúllu- dósina mína eins og alltaf. Þú leist á mig með ákveðnum svip en svo lifn- aði skyndilega yfir andlitinu þínu og þú brostir þínu fallega brosi. Sagðir svo við mig Guðrún ég er svo glöð að sjá þig og réttir út höndina þína og gafst mér heimsins þéttasta og hlýj- asta knús. Það var svo gott að knúsa þig að mann langaði aldrei að sleppa takinu. Þín hlýju orð og þín sérstaka nærvera lét manni líða svo vel. Þú varst lítill en sterkur sólar- geisli með sterka og fallega útgeisl- un sem snertir alla sem kynntust þér og ákveðin og ástrík við þá sem þér þótti vænt um. Þegar þú komst í heiminn snertirðu hjarta mitt, þá gaf ég þér stóran hluta af hjarta mínu og hann muntu alltaf eiga. Elsku dúlludósin mín, þakka þér fyrir þann dýrmæta tíma og þær dásamlegu stundir sem við höfum átt saman. Megi Guð varveita þig þang- að til sálir okkar mætast á ný. Elsku Siggi og Guðmunda hugur minn er hjá ykkur og megi Guð vaka yfir ykkur og varðveita. Kossar og knús, þín stóra systir Guðrún Jóna. Hinn 3. maí síðast- liðinn lést Sigurður Jónsson eftir erfið veikindi. Hann var kvæntur Guðlaugu Ágústu Hannesdóttur, móðursystur okkar. Siggi, eins og við systkinin ávallt kölluðum hann, var einstaklega góðhjartaður, þolinmóður og for- dómalaus. Hann tók ætíð vel á móti SIGURÐUR JÓNSSON ✝ Sigurður Jóns-son fæddist í Reykjavík 4. janúar 1925. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi 3. maí síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Foss- vogskirkju 12. maí. okkur þegar við kom- um í heimsókn og heimili Sigga og Laugu var oft á tíðum griðastaður okkar þar sem við vorum umvaf- in hlýju og kærleik. Ef eitthvað bjátaði á var Siggi ætíð reiðubúinn til þess að aðstoða, án þess að ætlast til neins í staðinn. Afi okkar og amma, Hannes Páls- son og Ásdís Þor- steinsdóttir, nutu einnig góðs af greiða- semi hans og efumst við um að hægt hafi verið að hugsa sér betri tengdason. Siggi var mjög fróðleiksfús og fylgdist grannt með heimsmálun- um. Hann hafði mikinn áhuga á tölvum og tækniþróunin fór ekki fram hjá honum. Það má segja að hann hafi verið á undan sinni sam- tíð er það varðaði. Það er margs að minnast nú við fráfall Sigga. Ein minning kemur þó sterkt upp í hugann, það var sameiginleg sveitaferð fjölskyldna okkar þegar við systkinin vorum börn að aldri. Ekki munum við mik- ið eftir ferðinni né hvert var haldið. Það sem stendur hins vegar eftir er hvað Siggi geislaði af hamingju og kátínu á leið út úr bænum með bíl- inn sinn fullan af börnum syngjandi keðjusönginn Sá ég spóa suður í flóa. Siggi var ákaflega stoltur af upp- runa sínum, Laugu og börnunum sínum fjórum og eru þau til marks um það hversu góður faðir hann var. Og ekki var hann síður stoltur af barnabörnunum sínum átta og tengdadætrum. Við vottum nánustu ættingjum Sigga innilega samúð okkar. Margrét, Eiríkur, Kristína og Ríkharður Þór. Ólöf Sigurbjarnar- dóttir, eða Lóa okkar eins og hún var jafnan kölluð á heimili mínu, hefur nú kvatt þennan heim. Lóu kynntist ég fyrir tæpum 20 árum þegar hún kom inn á æsku- heimili mitt til að sinna heimilisstörf- um og ekki hvað síst til að vera til staðar fyrir mig og Helgu Guðrúnu, yngri systur mína, þegar við komum heim úr skólanum á daginn. Lóa hafði sérlega góða nærveru og mikil hlýja stafaði frá henni. Við systurnar fundum til mikillar öryggistilfinningar að hafa Lóu inni á heimilinu og þegar hún kom til okkar upphaflega leið okkur strax eins og hún hefði alltaf verið hjá okkur sem partur af fjölskyldunni. Hún var sér- staklega natin við okkur og alltaf jafn róleg, alveg sama hvað gerðist hjá ÓLÖF SIGUR- BJARNARDÓTTIR ✝ Ólöf Sigurbjarn-ardóttir fæddist á Litla Kálfalæk í Hraunhreppi 20. júlí 1914. Hún lést á Dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Grund 11. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kapellu 20. apríl. okkur í leikjum og ærslum eins og á við um krakka. Heimilisstörf- unum sinnti hún af mik- illi alúð og minnist ég þess að síðustu árin sem hún var hjá okkur að stundum þurfti að biðja hana um að ofgera sér ekki. Lóu var alltaf boðið þegar eitthvað stóð til í fjölskyldunni hvort sem voru fermingar, afmæli eða skólaútskriftir og kom hún jafnan fær- andi hendi með rausn- arlegar og smekklegar gjafir og sá maður á henni hvað hún samgladdist okkur. Henni þótti vænt um okkur og okkur þótti vænt um hana. Ég bið að lokum góðan Guð að blessa minningu Lóu. Guðrún P. Ólafsdóttir. Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.