Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF GENGIÐ hefur verið frá samningi um kaup Actavis Group á banda- ríska samheitalyfjafyrirtækinu Amide, sem sagt var frá í Morg- unblaðinu í gær að væri í bígerð. Amide er óskráð fjölskyldufyrirtæki með aðsetur í New Jersey. Kaup- verðið nemur allt að 500 milljónum Bandaríkjadala, að meðtöldum 40 milljónum dala í sjóðsstöðu, eða allt að 33 milljörðum íslenskra króna. Að auki verða greiddar allt að 100 milljónir Bandaríkjadala til seljenda sem eru skilyrtar af rekstrarniður- stöðu Amide á þessu ári og því næsta. Í kjölfar yfirlýsingar frá Actavis um kaupin á Amide í gær tilkynnti Kauphöll Íslands að Actavis hefði verið fært af athugunarlista Kaup- hallarinnar. Félagið var fært á at- hugunarlista síðastliðinn föstudag vegna viðræðna þess við þriðja aðila um kaup á fyrirtæki, sem þá var greint frá. Sigurður Óli Ólafsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar Actavis, segir að með kaupunum á Amide sameinist tvö samheitalyfja- fyrirtæki sem séu með sterka mark- aðsstöðu í Evrópu og Bandaríkjun- um. Sameinað félag muni búa yfir einu mesta lyfjaúrvali á sínu sviði, með yfir 500 samheitalyf á markaði og lágmarksskörun milli lyfjaúrvals fyrirtækjanna. Þá séu Actavis og Amide með 136 lyf í skráningu og þróun. Halldór Kristmannsson, forstöðu- maður innri og ytri samskipta Actavis, segir að Amide sé ekki stórt fyrirtæki ef litið sé á veltuna, en hagnaður fyrirtækisins hafi hins vegar verið mjög góður og með því mesta sem gerist hjá stærstu sam- heitalyfjafyrirtækjunum í heiminum í dag. Þá hafi vöxtur þess einnig verið mikill, en Amide var stofnað árið 1983. Segir Halldór að gert sé ráð fyrir að með tilkomu Amide muni hagnaður Actavis aukast um 45–50% á árinu 2006. „Það er mikið tekið eftir þessum kaupum í Bandaríkjunum, en þetta eru bestu fyrirtækjakaup á sam- heitalyfjamarkaðnum í Bandaríkj- unum síðustu 7 ár sé litið til helstu kennitalna,“ segir Halldór Fótfesta í Bandaríkjunum Í tilkynningu frá Actavis segir að með kaupunum á Amide nái félagið fótfestu á markaði í Bandaríkjunum og verði kleift að markaðssetja lyf sín á stærsta lyfjamarkaði heims í gegnum sölustarfsemi Amide. Þann- ig fáist tækifæri til að auka tekjur félagsins, auka framlegð og styrkja stöðu Actavis-samstæðunnar. Þá gefist tækifæri til að markaðssetja lyf Amide á núverandi mörkuðum Actavis í Evrópu. Sigurður Óli segir að Actavis hafi unnið að því í 6–9 mánuði að finna rétta fyrirtækið til að kaupa í Bandaríkjunum. „Sú niðurstaða sem nú er komin er mjög ánægjuleg, sérstaklega vegna þess hve vöru- framboð fyrirtækjanna tveggja skarast lítið. Þá hefur það mjög mikið að segja að Actavis fær að- gang að lyfjaþróun Amide og reynslu félagsins af skráningu nýrra lyfja á Bandaríkjamarkað,“ segir Sigurður Óli. Lykilstjórnendur starfa áfram Við kaupin á Amide mun fram- leiðslugeta Actavis aukast um einn og hálfan milljarð taflna og hylkja á ári en með tilkomu nýrrar verk- smiðju, sem er í byggingu, getur framleiðslugeta Amide aukist um aðra 6–8 milljarða taflna og hylkja á ári. Í tilkynningu Actavis kemur fram að samkomulag hafi náðst við alla lykilstjórnendur Amide um að halda áfram störfum hjá félaginu en for- stjóri félagsins, Divya C. Patel, tekur sæti í framkvæmdastjórn Actavis, og hefur gert ráðningar- samning við Actavis til að minnsta kosti þriggja ár. Starfsmenn Amide eru um 200 talsins. Kaupin eru háð samþykki banda- rískra samkeppnisyfirvalda en búist er við að þau verði frágengin snemma á þriðja ársfjórðungi 2005. Actavis mun fjármagna kaupin með eigin hlutabréfum (6,63% af eigin hlutafé), með útgáfu nýrra hluta að markaðsvirði 250 milljónir evra og með 5 ára sambankaláni að upphæð 500 milljónir evra, en það verður jafnframt notað til að endur- fjármagna eldri skuldir félagsins. Hagnaður Actavis á árinu 2004 var 4,9 milljarðar króna. Gengi hlutabréfa í félaginu hækkaði um 3,94% í gær. Yfir 500 samheitalyf á markaði Lykilstarfsmenn áfram Divya Patel, forstjóri Amide, og Róbert Wessman, forstjóri Actavis. Patel hefur gert ráðningarsamning við Actavis til að minnsta kosti þriggja ára en lykilstarfsmenn Amide munu starfa áfram hjá fyrirtækinu. Actavis hefur keypt bandarískt sam- heitalyfjafyrirtæki fyrir 33 milljarða Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ● VERÐ hlutabréfa í Actavis hækk- aði um 3,94% í Kauphöllinni í gær og var það mesta hækkun dagsins. Hampiðjan hækkaði í verði um 3,08% og Burðarás rétti sig af um 1,05%. Mest verðlækkun varð á hlutabréfum í Kögun (–2,2%) og Atorku (–1,6). Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,3% og fór í 4.089,23 stig en velta með hlutabréf nam 1.766 milljónum króna, þar af voru 800 milljóna við- skipti með bréf í Actavis. Mest viðskipti með Actavis STERLING-flug- félagið, í eigu Pálma Haraldssonar og Jó- hannesar Kristins- sonar, hyggst bjóða Dönum flug til Flór- ída í Bandaríkjunum fyrir 998 krónur danskar aðra leið, að meðtöldum sköttum og gjöldum, eða rúm- ar 11 þúsund íslensk- ar krónur. Áformað er að fljúga daglega til Miami og Orlando, en Fort Lauderdale kemur einnig til greina. Þá er einnig hugsanlegt að Sterling fljúgi síðar til New York. Danska dagblaðið Berlingske Tidende skýrir frá þessu í gær og hefur eftir Almari Hilmarssyni, forstjóra Sterling, að málið sé nánast í höfn og útreikningar flugfélagsins sýni að hægt sé að hagnast á svo lágum fargjöldum til Flórída. „Norðurlöndin eru mikilvægasta markaðssvæði okk- ar, en þar eru ekki óendanlegir vaxtarmöguleikar og þess vegna er mikilvægt að huga að nýjum leiðum,“ segir Almar. „Margir Danir, aðrir Norðurlandabúar og Evrópubúar vilja fara í frí til Flór- ída og við erum sannfærðir um að við getum stækkað markaðinn.“ Áætlanir Sterling gera ráð fyrir daglegu flugi til Flórída og er tal- ið að nýlegt samkomulag flug- félagsins við ferðaskrifstofuna Krone Rejser sé mikilvægur hlekkur í áætlunum um sókn á Bandaríkjamarkaði. Lang- tímaáætlanir Sterling gera einnig ráð fyrir flugi til New York. Gangi þessar áætlanir eftir geta ferðalangar sem skipta við Sterl- ing reiknað með 40–50% lægri fargjöldum til Bandaríkjanna en nú eru í boði. Ódýrustu ferðir sem nú er boðið upp á til Bandaríkj- anna, að sögn Berlingske Tid- ende, eru miðar fram og til baka til New York með SAS á 3.400 danskar krónur, eða tæpar 38 þúsund krónur. SAS mun hins vegar ekki hafa nein áform um að fljúga til Flórída, þrátt fyrir áætl- anir Sterling. „Það er ekki skyn- samlegt að fara að fljúga til Flór- ída, bara af því að Sterling gerir það. Við metum sífellt hvaða flug- leiðir eru ákjósanlegar og núna höfum við engar áætlanir um að fljúga til Flórída,“ segir Mikkel Nielsen, talsmaður SAS, í samtali við Berlingske Tidende. Ætli Sterling sér að fljúga til Bandaríkjanna þarf flugfélagið stærri flugvélar en það hefur nú yfir að ráða og taka aðeins 189 farþega. Flugfélagið er því að skoða stærri vélar, sem taka um 300 farþega, til dæmis Boeing 767. Ljósmynd/Scanpix Sterling ætlar að bjóða lág fargjöld til Flórída ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI                                            ! "#    $%! # $  % # !  &       %   '   '%  # (    )* #+  ,-! # $ $ .$  $  %    / 0 /%   1   2 % %%3$*!            !4/##   )% 0* *   !"  #$  5647 $)   ! 889:; <9;; =89=; >89?; ?9;= >89@? >=9A? ?=89;; <A9=; ><9?; ?<9;; 89>@ >A9>; >>9:; :;9?; 3 :9>? <9@; 3 3 >A9=; 89B@ 3 3 3 =9B; 3 3 3 3 3 >A8A9;; !/  /   ! >9@; 3;9>; ;9>; ;9>? ;9;= ;9;? ;9;? 3>9;; 3>98; 3 3;9?; 3;9;= 3 ;9;? ;9?; 3 ;9;? 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 C=9BDE C3>9<DE C;9=DE C>9;DE C;9<DE C;9=DE C;98DE C3;9ADE C3A9ADE 3 C3;9BDE C3;9@DE 3 C;98DE C;9<DE 3 C;9<DE 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 '!     0 )  $ @BB;;< >:A?< ?8=B: A=;@:< :?A A;@< AAA>?? =AB8> 8<<=> >::?8@ :=B @=>; ?>>@ A8=B@ AAA8 3 ><= @=B 3 3 :<> >A::?< 3 3 3 @: 3 3 3 3 3 B=>?; 889:; <9;; =89;; >898? ?9;; >89<? >=9A? ?=A9;; <A9>; ><98; ?<9;; 89>@ >A9>; >>9@? @B9?; ?98? :9;? <9@; A>9;; >9;; >A9=; 89B@ >9A; >>9;; A>9;; =9B; =9<; ?>9;; 3 B9=; ;9:= 3 8?9>; <9;? =89=; >89?? ?9;: >89@? >=9=; ?=89;; <A9:; ><9<; ?<98; 89>B >A9A? >>9:? :;9?; 3 :9>; @9;; A>9>; A9;; >A9<; 89B: >9B? >>9>? A>9@; 89>? =9:? ?A9:; ;9<? B9:; 3 3 1   )G  0'H    #     >>? @ >? A? = < A? AB : AA = = >A : 8 3 > A 3 3 A @ 3 3 3 A 3 3 3 3 3 > 0'3>I % %   #  0'3A$ / !# %/  !   0'3=1!/    %# %  . 0'38 ! G!! 0'3?1!**   %   BÍLALEIGAN ALP, sem einnig rekur Budg- et-bílaleiguna, hefur keypt bílaleiguna AVIS á Íslandi. Seljandi er fyrirtækið Auto Reykjavík en einungis bílaleigu- reksturinn Avis á Íslandi var seldur út úr félaginu. Nýir eigendur taka við rekstrinum í dag en kaupverðið fæst ekki gefið upp. Þórunn Reynisdóttir, fráfarandi forstjóri AVIS og annar eigenda, segir að sl. rúmt ár hafi ítrekað verið óskað eftir að kaupa reksturinn. „Svo kom álitlegt tilboð sem við gengum að,“ segir Þórunn. Hún segir að komið sé að tíma- mótum. „Ég er búin að vera í þessum rekstri í 15 ár og nú er góður tími til að hætta. Kom- inn tími til að gera nýja hluti og fara í útrás,“ segir hún og hlær við en fæst ekki til að útlista útrásaráformin nánar, segir einungis tækifærin vera mörg í útrásinni. Þórunn hóf bíla- leiguferil sinn hjá Flugleiðum fyrir 15 árum. Fyrstu níu árin byggði hún upp bílaleigu Flugleiða, Hertz á Ís- landi, en hefur um sex ára skeið byggt upp AVIS-bílaleiguna, sem hún á í félagi við Bandaríkjamann. Forsvarsmenn ALP fengust ekki til að tjá sig um kaupin á AVIS. Bílaleigan ALP kaupir AVIS ● KÖGUN hf. hagnaðist um rúmar 105 milljónir króna á fyrsta árs- fjórðungi og er það nokkuð undir væntingum greiningardeildar Lands- banka og KB banka. Haft er eftir Gunn- laugi M. Sigmundssyni, forstjóra Kögunar, í tilkynningu að rekstur fyrirtækisins hafi gengið vel og heildarafkoman hafi verið lítillega umfram áætlun. Þá hafi reksturinn á tímabilinu verið sérstaklega áhugaverður í því ljósi að um er að ræða fyrsta ársfjórðunginn í rekstri samstæðunnar eftir kaupin á Opnum Kerfum Group hf. Velta samstæðunnar nam 4,1 milljarði á fjórðungnum og er það rúmlega fjórföldun miðað við fyrra ár en veltan var samt einnig undir væntingum. Hins vegar var hagn- aður fyrir afskriftir og fjármagns- liði, EBITDA, sem hlutfall af veltu hærri en búist var við, eða 8,2%. Á fyrsta ársfjórðungi vann Kögun að því að mynda tvær sterkar stoðir undir reksturinn sem er ann- ars vegar hugbúnaðargerð og hins vegar sala á vélbúnaði og þjón- ustu. Til Kögunarsamstæðunnar heyra fyrirtækin VKS, Ax, Hugur, Landsteinar Strengur, Skýrr, Teymi, Opin kerfi Group og Aston Baltic. Kögun hagnast um 105 milljónir ● ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR hefur tekið til- boðum frá Íslandsbanka og Lands- banka Íslands í íbúðabréf að nafnvirði 10 milljarðar króna. Í kjölfar útboðs- ins hefur sjóðurinn ákveðið að útláns- vextir sjóðsins verði óbreyttir, 4,15%. Vegin heildarávöxtunarkrafa tilboð- anna án þóknunar er 3,55%, en 3,57% með þóknun. Vaxtaálag vegna rekstrar sjóðsins, varasjóðs og upp- greiðsluáhættu er sem fyrr 0,6% og útlánsvextir því 4,15%. Í frétt frá Íbúðalánasjóði kemur fram að útboðinu nú hafi verið lokað. Sjóðurinn muni eftir sem áður leitast við að selja skuldabréf sín í opnum út- boðum, en í ljósi markaðsaðstæðna hafi verið ákveðið að fara í lokað út- boð að þessu sinni. Greining Íslandsbanka segir að það veki athygli að Íbúðalánasjóður skyldi velja þá leið að fara í lokað útboð að þessu sinni. „Sé litið til þróunar á markaði og stærðar útboðsins er erf- itt að sjá að sjóðurinn hefði fengið verri kjör í opnu útboði,“ segir í Morg- unkorni deildarinnar. Með þessu útboði Íbúðalánasjóðs hefur sjóðurinn boðið út 10 milljarða króna af þeim 14 milljörðum sem út- gáfuáætlun hans í þessum ársfjórð- ungi kveður á um. Á fyrsta ársfjórð- ungi var seldur einn milljarður umfram áætlun. Óbreyttir útlánsvextir Íbúðalánasjóðs , $KL?;;       D D 0$4 M        D D 668; " N     D D N , !      D D 564N>? M O( !       D D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.