Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG Vanuatu er rosalega vanþró-uð eyja og því algjörtmenningarsjokk að veraþar. Þetta er sjálfstætt ríki og var seinasta landið til að hætta að borða menn, það eru ennþá til mannaofnar þarna, fólk býr inni í skóginum í litlum þorpum og lifir sjálfsþurftarbúskap. Þetta er ekki klassískur ferðamanna- staður en áströlsk pör fara svolítið þangað í brúðkaupsferðir. Sjötíu og tvær eyjar tilheyra Vanuatu-eyjaklasanum og við dvöldum í litlum bæ á einni þeirra. Á þessum eyjum er gríðarlegt karlaveldi, þegar fólk giftist fá karl- arnir svínabein um handlegginn en konurnar eru merktar með því að brjóta úr þeim framtönn, það er gert til að þær haldi ekki framhjá.“ Ójólaleg jól Þær stöllur héldu út í byrjun desember og komu heim í lok febr- úar. Yfir jólin dvöldu þær í litlum bæ, Byron Bay, í austurhluta Ástr- alíu. „Jólin voru eins ójólaleg og þau gátu orðið, við eyddum þeim á ströndinni og í að skemmta okkur.“ Það er mikið gert fyrir bakpoka- ferðalanga í Ástralíu enda er sá ferðaiðnaður mjög fyrirferðarmikill þar. Guðrún segir að þær hafi að- allega haldið sig á austurströndinni, sem er algengasta leiðin hjá bak- pokaferðalöngum, því þar er mest að gerast og mikið af stöðum að skoða. „Við heimsóttum ekki alla þessa venjulegu ferðamannastaði, enda fórum við út til að upplifa hluti og kynnast fólki.“ Einn af eftirminnilegustu stöð- unum sem þær heimsóttu var fjallaþorpið Nimbin. „Um 1973 söfnuðust nokkrir hippar saman í grænum dal uppi í fjallinu og héldu þar svona hátíð svipaða Woodstock til að fagna frelsinu og friðnum. Eftir hátíðina fóru ekki allir heim aftur heldur byggðu sér hús þarna út um allan dal og nefndu staðinn Nimbin. Þorpið er nú reyndar ekki stærra en ein gata og fólkið er þarna útúrreykt og virðist ekki lifa á neinu.“ Vinir í öllum heimsálfum Guðrún er að verða 21 árs og var þetta hennar fyrsta ferð til Ástr- alíu. Hún hefur áður farið í inter- rail-lestarferð um Evrópu, ferðast um Ítalíu og búið í Noregi. „Stefn- an er að heimsækja öll löndin í heiminum áður en ég verð gömul og dey,“ segir Guðrún og hlær. Í Ástralíu hitti Guðrún í fyrsta skipti ástralskan pennavin sinn sem hún hefur skrifast á við í tíu ár. „Við höfum verið bestu vinir í gegnum bréfaskriftir og því var það svolítið furðulegt að hitta hann í eigin persónu. Maður kynnist alveg ótrúlega mörgu fólki á svona ferðalagi og það stendur upp úr eftir þessa ferð. Við eigum núna vini úr öllum heimsálfum.“ Melbourne stóð líka upp úr í ferðinni hjá Guðrúnu. „Ég varð ást- fangin af þeirri borg, þetta er stór- borg en manni líður eins og í smá- þorpi. Andrúmloftið er svo gott. Ég var þar í tíu daga að slæpast, fór til dæmis á reggítónleika, í bókabúðir, garða og á kaffihús.“ Guðrún segir að Ástralir séu mjög frjálslegir, „þeir eru miklu af- slappaðri en Íslendingar og leyfa sér meira að slaka á“. „Ég held ég hafi fundið sjálfa mig þarna úti. Það var gott að taka sér frí frá námi og komast að því hvað maður vill gera. Í haust stefni ég svo á bókmenntafræðinám við Háskóla Íslands.“  ÁSTRALÍA | Með bakpokan á heimaslóðum andfætlinga Ætlar að stíga fæti á öll lönd heimsins Guðrún og Aldís með frumbyggjum á Vanuatu. Sólbrún og sælleg í Ástralíu. „Við vorum mestallan tímann í Ástralíu en fórum í tíu daga til eyjunnar Vanuatu í Suður-Kyrrahafi, sem margir Íslendingar ættu að kannast við úr Survivor-þáttunum,“ segir Guðrún Hulda Pálsdóttir sem fór ásamt vinkonu sinni Aldísi Gyðu Davíðsdóttur í tæplega þriggja mánaða bakpokaferðalag um Ástralíu. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is  NETIÐ | Misvísandi nöfn á hótelum og gististöðum Gæta þarf að staðsetningunni ÞEGAR Carmen Jones pantaði sér herbergi á Crown Plaza Beverly Hills-hótelinu gerði hún ráð fyrir að hótelið væri, eins og nafnið bendir til, í Beverly Hills. Raun- veruleikinn reyndist hins vegar annar og staðsetning hótelsins, rúmir tveir kílómetrar frá Beverly Hills, gerði gönguferðina í hátísku- verslanirnar við Rodeo Drive öllu lengri en Jones hafði gert ráð fyrir. Eigendur hótela um víða veröld hafa lengi vel margir hverjir farið nokkuð frjálslega með staðsetn- ingar gistihúsanna og að sögn bandaríska dagblaðsins New York Times hafa þessar ýkjur færst um- talsvert í aukana. Ástæða þessa er, að mati blaðsins, jafnt takmarkað byggingarrými í miðbæ stórborga sem og sívaxandi netnotkun við ferðabókanir þar sem leitarvélar á borð við Yahoo og Google, sem og sérhæfðar ferðaleitarvélar líkt og Orbitz, Travelocity og Expedia eru gjarnan notaðar til að finna gist- ingu. „Stjórnendur vilja að nafn þeirra hótels komi þar fyrst upp á skján- um. Þannig að þeir eru að verða mun ágengari í nafnavali,“ hefur New York Times eftir Scott Smith, sem sér um gistirými fyrir PKF Consulting í Atlanta. „Að nafnið sé ekki það rétta getur reynst slæmt fyrir starfsemina.“ New York Times segir þetta ekki hvað síst eiga við um ný hótel. Byggingarými sé orðið takmarkað innan miðborgarmarka, en fæstir vilji beina athygli að því að hótelið sé í raun og veru í úthverfi. Í tilfelli Crown Plaza Beverly Hills er hótelið í göngufjarlægð frá Beverly Hills, en sú er ekki alltaf raunin. Engar lögbundnar reglur eru til um nafngiftir hótela þó sú óskráða regla virðist gilda að hótel geti notað nafn borgar sé fjar- lægðin frá borgarmörkunum ekki meiri en 16 km, þó finna megi dæmi um annað. Þannig er Yosemite Gateway Plaza til að mynda í rúm- lega 75 km fjarlægð frá Yosemite- þjóðgarðinum sem það dregur nafn sitt af. Eina leiðin til að vera alveg viss um að staðsetning gististaðarins sé í lagi er því líklega að draga fram kortið og skoða aðstæður vandlega og fullvissa sig um að staðsetning sé sú sem nafnið gefur til kynna. En slíkt má auðveldlega gera á flestum ferðaleitarvefjum sem gjarnan geyma kort þar sem skoða má ná- kvæma staðsetningu hótelsins. www.orbitz.com www.expedia.com www.travelocity.com Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Bílaleigubílar Sumarhús í DANMÖRKU www.fylkir.is sími 456-3745 Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgreiðslugjöld á flugvöllum.) Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna og rútur með/ án bílstjóra. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum, frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni eða fáið lista. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshverfi Danskfolkeferie orlofshverfi Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk gsm-símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.