Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 57
Smáauglýsingar 569 1111 www.mbl.is/smaaugl
Dýrahald
Páfagaukur týndur. Hvítur páfa-
gaukur flaug út um glugga í Þver-
ási. Finnandi vinsamlega hringi
í síma 663 0544.
Garðar
Garðsláttur, trjáklippingar,
garðaúðun, beðahreinsun o.fl.
Hér færðu alla viðhaldsþjónustu
á einum stað fyrir garðinn.
Garðlist, sími 554 1989,
www.gardlist.is .
Gefins
Eldhúsinnrétting og tæki! Gegn-
heil, eldri askinnrétting, ca 4x4,
fulninga, ásamt eldavél með ofni
fæst gefins gegn því að verða
sótt. Uppl. í s. 695 8469/698 5688.
Ferðalög
Íbúð í Kaupmannahöfn til leigu
í miðbænum. 80 fm. Leigist viku
í senn á 3.000 d. kr. Upplýsingar
í síma 0045 33 25 7324, netfang:
hostogfnys@hotmail.com
Heilsa
HEILUN GEGNUM ORKUSVIÐ
MANNSINS
„Healing workshop - Introduct-
ory course to Psoas healing -
realising emotions“ Karina Beck-
er hefur lokið 6 ára námi í hinum
þekkta heilunarskóla Barböru
Brennan í USA. Karina heldur
námskeið helgina 28. og 29. maí
í Ljósheimum, Brautarholti 8, 2.
hæð. Uppl. og skráning í einka-
tíma 23.-27. maí, og á námskeið
í síma 552 6625.
13 kg farin með Shape-work.
Borðið og grennist. Nýtt nýtt -
Nouri Fusion fyrir húðina.
Edda, sími 861 7513 og 820 7547.
Heimilistæki
Nýlegt AEG keramik helluborð.
Nýlegt AEG 6000K helluborð til
sölu. Verð kr. 20.000. Upplýsingar
í síma 553 8648.
Eldhúsinnrétting úr massívu
ljósu efni gefins ef komið er og
hún tekin niður. Stór skenkur
úr sama efni fylgir.
Einnig lítill stakur sófi til sölu.
Uppl. í s. 552 5745 eða 699 8835.
Hljómtæki
iPod mini - 4GB silfur. iPod mini
- 4GB silfur til sölu með iTrip á
25.000 kr. Ekki ein rispa á honum,
búið að nota hann tvisvar. Hafið
samband í síma 863 5593.
Flottar græjur - Onkyo A801
magnari o.fl. Onkyo A801 ofur-
magnari á 15.000. Panasonic
Ra61-DVD hágæða dvd spilari á
8.000. 2 Mission viðarlitaðir há-
talarar á 8.000 parið. Sem nýtt.
S. 699 2011/Sigurður.
Húsgögn
Þessi skápur er nýr og ónotað-
ur, mjög fallegur. Til sölu vegna
flutnings. Kostaði kr. 287.000. Til-
boð óskast. Upplýsingar í símum
864 7670 og 553 4430.
Silver gross barnavagnar,
annar brúnn og drappaður, hinn
hvítur og blár, til sölu. Uppl. í
síma 553 4430 og 864 7670.
Há koja, RB rúm, sófaborð. Til
sölu há koja fyrir strák úr Ikea,
verð 20.000; sófaborð 2 stk., verð
5.000 hvort; RB rúm 160x200, verð
40.000. Uppl. í síma 868 5435.
Fallegt antiksófasett, sófi og 2
stólar, 3ja manna sófi og 2 stólar
til sölu. Áklæði er dökkgrænt
(mosagrænt) með flauelsáferð.
U.þ.b. 60 ára. Massíft og fallegt.
Verð 80. þús. S. 699 2011.
Húsnæði í boði
Spánn/Alicante/Torrevieja
Íbúðir til leigu á Playa Flamenca
svæðinu. Langtímaleiga ef ósk-
að er. Pantið tímanlega og fyrir
veturinn.
Uppl. veitir Sólrún, s. 898 1584/
482 1835, hofs@simnet.is
Húsnæði óskast
Íbúð óskast í Garðabæ Óska
eftir 3ja herbergja íbúð til leigu
í Garðabæ í a.m.k. eitt ár. Reglu-
semi, skilvísi og fyrirfram-
greiðsla.
Upplýsingar í síma 866 7192.
Reyklaus og reglusöm fjölskylda
óskar eftir sólríkri 3ja herb. íbúð
með baðkari. Langtímaleiga.
Helst á svæði 105 eða 200. Ör-
uggar greiðslur.
Upplýsingar í síma 822 8385.
Sumarhús
Sumarhús — orlofshús.
Erum að framleiða stórglæsileg
og vönduð sumarhús í ýmsum
stærðum. Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbú-
in hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
ROTÞRÆR
Framleiðum rotþræ 2300 - 25000
lítra. Öll fráveiturör og tengistykki
í grunninn. Sérboruð siturrör,
tengistykki og fylgihlutir í situr-
lögnina.
Heildarlausn á hagstæðu verði.
BORGARPLAST
Seltjarnarnesi: S 561 2211
Borgarnesi: S 437 1370
www.borgarplast.is
Námskeið
Skemmtileg byrjendanámskeið
í tennis fyrir fullorðna í sumar.
Sumarskráning hafin.
Verð frá 7.900 kr.
Upplýsingar í síma 564 4030.
Sporthúsið og TFK.
Sjálfstyrking - reykstopp - frelsi
frá streitu og kvíða.
Notuð er m.a. EFT (Emotional
Freedom Techniques) og
dáleiðsla (Hypnotherapy).
Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslu-
fræðingur, sími 694 5494,
www.EFTiceland.com .
Geisladiskasaumur -
skartgripagerð
- perlusaumur - kortagerð o.fl.
Námskeið í allt sumar.
Skartgripagerð með Swarovski
kristöllum - japönskum og tékkn-
eskum perlum.
Síðumúli 15 - opið mán. 10-13,
mið. 16-17:30, föst. 10-13,
sími 690 6745.
Til sölu
Lerkigólfborð
Spónasalan ehf.,
Smiðjuvegi 40, gul gata,
sími 567 5550,
fax 567 5554.
sponn@islandia.is
Kristalssprey Ný sending af
kristalsspreyi til að hreinsa
kristalsljósakrónur.
Slóvak Kristall, Dalvegi 16b,
201 Kópavogi, s. 544 4331.
Kristalsljósakrónur.
Mikið úrval.
Slovak Kristall, Dalvegi 16b,
201 Kópavogi, s. 544 4331.
Smáauglýsingar
augl@mbl.is
Fréttir í
tölvupósti
Spilverkið ekki
Stuðmenn
Í LEIÐARA blaðsins á fimmtudag
var vísað til dægurlagatexta um
styttur bæjarins og hann eignaður
Stuðmönnum. Þetta var auðvitað
kórvilla; það var Spilverk þjóðanna
sem söng um styttur bæjarins á plöt-
unni Götuskór. Beðizt er velvirðing-
ar á mistökunum.
Verk Weiner
meira virði
ÓNÁKVÆMNI gætti í frétt af önd-
vegissúlum listamannsins Lawrence
Weiner á fimmtudag, en þar er sagt
að verk eftir listamanninn séu gjarn-
an seld á um 1,3 milljónir króna.
Réttara er að segja að smærri verk
eftir hann seljast venjulega á því
verði, en stærri verk kosta gjarnan
tugi milljóna króna, og er dýrasta
verkið eftir Weiner sem til sölu er í
Gallerý i8 í dag metið á tæplega 5
milljónir króna.
LEIÐRÉTT
FRÉTTIR
SAMFYLKINGIN hefur opnað vef-
dagbók vegna landsfundar flokks-
ins sem fram fer nú um helgina. Á
vefdagbókinni verða birtar fréttir
og tilkynningar af fundinum jafn-
óðum og þær gerast. Með tækni
þróaðri af Hex sameinar vefurinn
texta, hljóð og mynd. Tæknin verð-
ur nýtt til hins ýtrasta við að upp-
færa fréttir á sem skemmstum
tíma. Þeir sem vilja fá fréttirnar
beint til sín geta skráð sig í SMS-
þjónustu landsfundarins. Til að
skrá sig þarf að skrá númerið sitt á
vef landsfundarins, en þjónustan er
öllum opin þeim að kostnaðarlausu.
Vefur Landsfundar Samfylking-
arinnar http://landsfund-
ur2005.hexia.net
Fréttir af lands-
fundi Samfylk-
ingarinnar frítt
í símann
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd
frá Félagi háskólakennara og Fé-
lagi prófessora í Háskóla Íslands
vegna athugasemda Guðfinnu S.
Bjarnadóttur rektors Háskólans í
Reykjavík við ályktun félaganna um
fjárhagsvanda Háskóla Íslands í
Morgunblaðsinu 12. maí sl.
„Rektor HR segir að þau orð í
ályktun félaganna „að Háskóli Ís-
lands beri óumdeilanlega höfuð og
herðar yfir aðra háskóla í landinu á
sviði framhaldsnáms og rannsókna“
taki ekki tillit til öflugar uppbygging-
ar í öðrum háskólum á landinu um
þessar mundir.
Vegna þessara ummæla vilja félög-
in í fyrsta lagi benda á að væntingar
skólastjórnenda um það sem verða
kann í framtíðinni segja oft lítið um
núverandi stöðu mála. Öflugur rann-
sóknaháskóli verður ekki byggður á
væntingunum einum. Í öðru lagi næg-
ir að benda á skýrslu þeirra Ingu
Dóru Sigfúsdóttur (deildarforseta
kennslufræði- og lýðheilsudeildar
HR), Bryndísar Bjarkar Ásgeirsdótt-
ur, Allyson Macdonald og Irwin Fell-
er: „An Evaluation of Scholarly Work
at the University of Iceland“, en þar
kemur greinilega fram yfirburða-
staða Háskóla Íslands í framhalds-
námi og rannsóknum hér á landi. Að-
eins einn háskóli á Íslandi kemst
nálægt því að uppfylla skilyrði alhliða
rannsóknarháskóla sé litið til alþjóð-
legra viðmiða um slíkar stofnanir.
Öflugur rannsóknaháskóli saman-
stendur af rannsóknarmenningu,
framúrskarandi vísindamönnum,
góðri rannsóknaraðstöðu og vita-
skuld fjármagni sem gerir honum
kleift að standa undir starfseminni.
Mergurinn málsins er einfaldlega sá
að það fjársvelti sem Háskóli Íslands
hefur búið við af hendi stjórnvalda
undanfarin ár er alvarleg ógnun við
framtíð rannsóknanáms og rann-
sóknastarfs á Íslandi. Við þeirri stað-
reynd verða stjórnvöld að bregðast
hið fyrsta.“
Kennarar við HÍ svara rektor HA
ÁRLEG móttaka Fulbright-stofnunarinnar var
nýlega haldin á heimili sendiherra Bandaríkj-
anna á Íslandi, James I. Gadsden, til heiðurs
þeim íslensku styrkþegum er hlutu styrk frá
Fulbright-stofnuninni í ár til framhaldsnáms í
Bandaríkjunum í haust. Þetta árið voru veitt-
ir alls níu styrkir. Á myndinni eru styrkþeg-
arnir ásamt James I. Gadsden, sendiherra
Bandaríkjanna, stjórn Fulbright-stofnunar-
innar og Láru Jónsdóttur framkvæmdastjóra.
Þeir sem hlutu styrk í ár eru: Ásdís Helga-
dóttir, Ellen Dröfn Gunnarsdóttir, Hildur Ein-
arsdóttir, Kolbeinn Tumi Daðason, Úlfar
Freyr Stefánsson, Ýmir Vigfússon og dr.
Gunnar Guðmundsson sem hlaut styrk til
rannsókna. Einnig sér stjórn Fulbright-
stofnunarinnar um tvo aðra styrki. Annars
vegar er það Cobb Family Fellowship-
styrkurinn sem veittur er til framhaldsnáms
við Miami University í Flórída og fjármagn-
aður af fyrrverandi sendiherra Bandaríkj-
anna á Íslandi, Charles E. Cobb jr. Erna
Hjaltested lögfræðingur hlaut styrkinn að
þessu sinni. Einnig sér stofnunin um hinn svo-
kallaða Frank Boas-styrk sem veittur er til
framhaldsnáms í lögfræði við Harvard Law
School og hlaut hann Eiríkur Jónsson lög-
fræðingur. Þess má geta að sjö þjóðir keppa
árlega um hinn virta Frank Boas-styrk og
einn styrkþegi hlýtur.
Hlutu styrk frá Fulbright-stofnuninni