Morgunblaðið - 27.05.2005, Page 24

Morgunblaðið - 27.05.2005, Page 24
Verið umhverfisvæn og finnið 3 svansmerki umhverfismerki Norð- urlanda sem leynast í Morgunblaðinu og á mbl.is dagana 23. maí-3. júní. Sendu okkur blaðsíðunúmerin úr Morgunblaðinu eða síðuheitið af mbl.is ásamt nafni og símanúmeri á netfangið broturdegi@ruv.is eða bara beint frá mbl.is. 1. __________________ 2. __________________ 3. __________________ Dregið verður úr innsendum lausnum daglega í þættinum Brot úr degi á Rás 2. Heppnir þátttakend- ur geta unnið USB minnislykil. Föstudaginn 3. júní verður dregið úr öllum innsend- um lausnum í beinni á Rás 2 um stórglæsilega og umhverfisvæna Fujitsu Siemens tölvu frá Tæknival. Umhverfisstofnun, Morgunblaðið og Rás 2 með um- hverfið á hreinu. Ólafsvík | Íbúar Ólafsvíkur hafa notið sólarinnar að undanförnu. Þessar hressu ungu stúlkur eru ekki nein undantekning frá því. Þær fóru í gönguferð um bæinn og nutu þess að vera til og hvíldu síðan lúin bein á steini við bryggjuna um leið og þær fylgd- ust með bátunum koma að landi. Morgunblaðið/Alfons Hvíla lúin bein við bryggjuna Veður Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Góður gestur | Akurnesingar fá góðan gest 4. júní næstkomandi en þá mun hin ástsæla Akraborg sigla frá Reykjavík og til baka í tilefni af Degi hafsins í Reykjavík og Sjávardeginum á Akranesi. Akraborgin – sem nú heitir Sæbjörg – mun sigla í höfn á slaginu kl. 12 og til baka kl. 13.30. Gestum hennar verður boðið að taka þátt í Sjávar- deginum á Safnasvæðinu með okkur bæjar- búum. Á vef Akraness eru bæjarbúar hvattir til að mæta niður á bryggju af þessu tilefni.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Fagna fjölgun | Félagsmálaráð fagnar fjölgun lögreglumanna á Akureyri og vænt- ir þess að það skili sér í enn öflugri lög- gæslustörfum í fíkniefnamálum á Akureyri og nágrenni. Félagsmálaráð leggur áherslu á að leitað verði allra leiða til að koma í veg fyrir sama ástand á tjaldsvæðum bæjarins í sumar og var tvö síðastliðin sumur og þá sérstaklega um verslunarmannahelgina.    Vilja flýta framkvæmdum| Sveitar- stjórn Hólmavíkurhrepps ákvað á fundi sín- um í vikunni að taka undir hugmyndir um flýtiframkvæmd vegna vegar um Arnkötlu- dal og Gautsdal. Til umfjöllunar var bréf frá Ísafjarðarbæ þar sem sú hugmynd var sett fram að sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum myndu sameinast um að vinna að fjármögnun framkvæmda svo þær gætu hafist fyrr en ella. Í vegaáætlun er fyrst gert ráð fyrir fjármagni í þennan veg 2008 og dugar fjárveiting þá tæpast til að hefja framkvæmdir. Hreppsnefnd Hólmavíkur- hrepps samþykkti á fundinum að óska eftir viðræðum á milli sveitarfélaganna sem fyrst, en auk Hólmavíkurhrepps hafa Ísa- fjarðarbær, Bolungarvík og Súðavíkur- hreppur sýnt áhuga á að leggja fjármagn í verkefnið. Frá þessu er sagt á vefnum strandir.is mun Icelandair og Hestaleigan í Lax- nesi halda keppnina að nýju og þá einnig á hinum Norðurlöndunum. Til gamans má geta að fyrirspurn um möguleika á að halda keppnina hefur einnig komið frá Kaliforníu í Banda- ríkjunum. NÚ nýlega var endurvakin hinvinsæla Þolreiðarkeppni Ís-lands á vegum Icelandair og Hestaleigunnar í Laxnesi. Riðið var frá Reiðhöllinni í Víðidal að Laxnesi, 18,6 km leið. Þátttaka var góð og besti árangur var 58 mín. Á næsta ári Þolreiðakeppni Íslands – Laxnes Þolreiðarkeppni Íslands Um daginn birtisthér í vísnahorn-inu vísa Andrésar Eyjólfssonar í Síðumúla í Borgarfirði um áfengis- lausar veislur Vilhjálms Hjálmarssonar mennta- málaráðherra, en send- ingin kom frá rússneska sendiherranum og lenti á „skökkum stað“. Ef vesælar sýnast þér veisl- urnar vertu þá ekkert að flækjast þar en þessar flöskur þiggðu snar og þurrar vættu kverkarnar. Þetta er komið austan að – óvart lentu á röngum stað, en einmitt þer fyrir utan hrað, óhætt mun að senda það. Heill þér Andrés elskan mín allri firrtur sorg og pín lifðu heill uns dagur dvín og Drottinn kemur að vitja þín. Haraldur Zóphoníasson fann „yndi“ í lífinu: Lífið verður unun ein, ofið geislabaugum, þegar ástin, himinhrein, hlær í tryggum augum. Flöskur í pósti pebl@mbl.is Húsavík| Á fundi bæjarstjórnar Húsa- víkurbæjar í vikunni lögðu oddvitar H- og Þ-lista fram eftirfarandi bókun: „Bæjar- stjórn Húsavíkurbæjar tekur heils hugar undir sjónarmið og ábendingar til ríkis- valdsins um mikilvægi þess að flytja ríkisstofnanir til Akureyrar. Eðlilegt hlýt- ur að teljast að þær stofnanir ríkisins sem aðallega fást við mál sem snúa að landsbyggðinni, s.s. sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og náttúrufars- og skipu- lagsmál, séu staðsettar utan Reykjavíkur. Má í þessu samhengi benda á stofnanir eins og Skipulagsstofnun, Náttúrufræði- stofnun Íslands og Veiðimálastofnun. Slíkur flutningur ríkisstofnana styrkir stöðu Akureyrar sem öflugs stjórnsýslu- og þjónustukjarna fyrir Norður- og Austurland. Uppbygging landshlutans alls þarf þannig að taka mið af styrk- leikum hvers svæðis fyrir sig. Ljóst er að forsendur Akureyrar til að taka við stjórnsýslu- og þjónustustofnunum eru til muna sterkari en annarra svæða í lands- hlutanum og því eðlilegt að nýta þann styrkleika. Með sama hætti er það skoð- un bæjarstjórnar Húsavíkurbæjar að ein- boðið sé að nýta styrkleika Húsavíkur og Þingeyjarsýslu þegar kemur að staðsetn- ingu orkufreks iðnaðar og uppbyggingu ferðaþjónustu. Með öflugri samstöðu um uppbyggingu landshlutans, þar sem styrkleikar einstakra héraða fá notið sín, verður hægt að skapa forsendur fyrir öfl- ugum vexti og bættum búsetuskilyrðum á svæðinu öllu þannig að yfirlýst markmið byggðastefnu stjórnvalda náist.“ Þessi ályktun var samþykkt samhljóða. Styðja flutning ríkisstofnana Vopnafjörður | Fjórir umsækjendur eru í kjöri við almenna prestskosningu sem fram fer í Hofsprestakalli í Vopnafirði á morgun, laugardag. Kosið verður í safn- aðarheimili Vopnafjarðarkirkju á milli kl. 10 og 16. Fimm umsækjendur voru um embættið. Einn þeirra, Stefán Karlsson guðfræðing- ur, hefur dregið umsókn sína til baka. Eftirtalin eru því í kjöri: Séra Brynhildur Óladóttir, Klara Hilmarsdóttir guðfræð- ingur, Stefán Már Gunnlaugsson guðfræð- ingur og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir guðfræðingur. Fjórir í kjöri til Hofs- prestakalls ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.