Morgunblaðið - 27.05.2005, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gísli Torfasonfæddist 10. júlí
1954. Hann lést í
Keflavík í Reykja-
nesbæ laugardaginn
21. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Torfi Helgi
Gíslason, verkamað-
ur í Keflavík, f. 22.
mars 1920 í Kirkju-
bæ á Eyrarbakka, d.
15. mars 1992, og
kona hans, Anna
Bergþóra Magnús-
dóttir, húsmóðir í
Keflavík, f. 7. júní
1914 á Sæbóli í Aðalvík, d. 31.
janúar 2002. Föðurforeldrar
Gísla voru Gísli Davíðsson, verka-
maður á Eyrarbakka og í Kefla-
vík, f. 25. nóvember 1891, d. 23.
apríl 1937, og kona hans, Margrét
Torfadóttir, húsmóðir á Eyrar-
bakka og í Keflavík, f. 23. október
1895, d. 11. nóvember 1965. Móð-
urforeldrar hans voru Magnús
Dósóþeusson, sjó-
maður á Sæbóli í
Aðalvík, f. 20. ágúst
1879, d. 15. desem-
ber 1924, og kona
hans, Guðný Sveins-
dóttir, húsmóðir á
Sæbóli, síðar sauma-
kona á Ísafirði, f. 14.
júlí 1882, d. 25. jan-
úar 1981. Bróðir
Gísla er Magnús
Trausti Torfason,
tannlæknir í Reykja-
vík, f. 25. febrúar
1945.
Eftirlifandi kona
Gísla er Sumarrós Sigurðardótt-
ir, kennari í Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja, f. 22. febrúar 1953. Son-
ur þeirra er Torfi Sigurbjörn
Gíslason, f. 16. maí 1985, tilvon-
andi nýstúdent frá Verslunar-
skóla Íslands.
Útför Gísla verður gerð frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Deyr fé, deyja frændur;
deyr sjálfur hið sama.
En orðstír deyr aldrei
þeim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Vinur minn, Gísli Torfason, er all-
ur. Er mér barst þessi fregn síðast-
liðinn laugardag syrti að. Sólbjartur
dagurinn og gleðin umhverfis hvarf
mér og allt varð tómt. Ég gat ekki
trúað þessu, gat ekki áttað mig á
þessu. Samt vissi ég að þetta var
satt.
Kynni okkar Gísla hófust fyrir
hátt í 30 árum, líkast til haustið 1977.
Þá tók hann að sér að koma mér fá-
fróðum í skilning um hvernig ég
skyldi fara að varðandi útreikninga á
frammistöðu bridgespilara á móti.
Þetta fórst honum vel úr hendi og
var mér ljóst að þarna fór bráðefni-
legur og gáfaður ungur maður.
Fáum árum síðar urðum við Gísli
samstarfsmenn við Fjölbrautaskóla
Suðurnesja, þegar hann og Rósa
réðust þangað til kennslustarfa árið
1980. Gísli kenndi alla tíð stærð-
fræði, bæði í dagskóla og öldunga-
deild, og stundaði einnig námsráð-
gjöf við FS frá árinu 1992.
Mannkostir hans og eðlislæg skarp-
skyggni á unglinga og sálarlíf þeirra
ollu því að hann gat mörgum hjálpað
og er hann mjög minnisstæður nem-
endum sínum og öðrum skjólstæð-
ingum.
Samstarf okkar Gísla var mjög ná-
ið. Hann var áfangastjóri skólans
skólaárið 1989–1990 og tók ég við því
starfi af honum. Við unnum saman
sem stærðfræðikennarar og sem
töflugerðarmenn skólans, en stunda-
töflurnar voru okkar verk í hartnær
hálfan annan áratug. Við það verk
reyndi mjög á útsjónarsemi, þraut-
seigju og úthald og af öllu þessu átti
Gísli að því er virtist óþrjótandi sjóði.
Gísli var ákaflega sérstakur mað-
ur. Á sínum yngri árum var hann
þekktur knattspyrnumaður, var í
„gullaldarliði“ Keflavíkurliðsins og
átti sæti í unglingalandsliðinu. Um
hann hefur verið sagt, að „hann lék
knattspyrnu með höfðinu“. Hann var
geysimikill keppnismaður og kom
það vel í ljós, ekki bara í knattspyrn-
unni á meðan hann stundaði hana,
heldur einnig í bridge, skák, golfi og
laxveiði, en á öllu þessu hafði hann
mætur. Hann var dulur að eðlisfari
og var ekki öllum ljóst hvern mann
hann hafði að geyma, því að hvers-
dags var hann opinn og kátur og tal-
aði oft þannig að sumir töldu það
hálfkæring og grallaraskap. Það var
gríman hans og áttuðu sig líklega
ekki allir á því. Hann var sannur vin-
ur vina sinna og reyndist öllum vel
sem til hans leituðu með einhver
vandræði, stór eða smá.
Gísli starfaði við kennslu í FS í ná-
kvæmlega tuttugu og fimm ár. Við
útskriftarathöfn skólans síðastliðinn
laugardag stóð til að heiðra hann fyr-
ir langt og farsælt starf í þágu skól-
ans. En örlögin höguðu því svo, að
fáeinum mínútum áður en hann átti
að fá afhent heiðursmerki skólans,
barst honum kallið, sem við öll fáum
fyrr eða síðar, og enginn kemst hjá
að hlýða.
Rósu, Torfa og öðrum aðstand-
endum votta ég mína dýpstu samúð.
Far vel vinur og samstarfsmaður. Þú
lifir áfram í minningunni.
Magnús Ó. Ingvarsson (Mói).
Í dag kveðjum við mág minn, Gísla
Torfason. Það er með miklum sökn-
uði og sorg í hjarta sem ég skrifa
þessi orð. Þessir síðustu dagar hafa
verið mjög erfiðir og ég trúi þessu
ekki alveg ennþá, þetta var svo
óvænt.
Ég kynntist Gísla fyrir 18 árum
þegar ég byrjaði að vera með Magn-
úsi eldri bróður hans, sá ég þá strax
hvað Gísli var vel gerður á allan hátt,
alltaf hress, dálítið stríðinn og hænd-
ust allir að honum, jafnt börn sem
gamalmenni. Hann var ljúfur og góð-
ur við alla. Aðdáunarvert var hvað
hann var natinn og hjálplegur við
foreldra sína. Mikið mæddi stundum
á honum þessi síðustu ár sem þau
voru á lífi. Vegna þess að við Magnús
búum í Reykjavík lenti það meira á
Gísla og Rósu að sinna þeim en aldr-
ei fann maður að hann teldi það eftir
sér. Mikið þakka ég honum fyrir
hvað hann var góður við stelpurnar
mínar. Alltaf að kenna þeim stærð-
fræði enda hafa þær misst mikið.
Hann var þeim mjög kær, þær hrein-
lega dýrkuðu hann. Þessi síðustu ár
höfum við tengst honum ennþá meir
því hann kom svo oft að kenna þeim
eða þær fóru til hans. Var þá alltaf
hellt uppá kaffi og spjallað. Eignuð-
ust þær þarna sannan vin. Hann var
frábær kennari og eins og þær segja,
hann gerði allt svo einfalt og út-
skýrði allt svo vel þannig að þær
skildu þetta strax.
Alltaf var gott að hitta Gísla og
þykir mér vænt um að hafa hitt hann
kvöldið áður en hann dó. Var hann
hress og kátur eins og vanalega.
Mikið stóð til. Torfi orðinn tvítugur,
búinn með stúdentsprófin og var bú-
inn að bjóða vinum sínum í partí.
Þegar við kvöddumst faðmaði hann
mig fast eins og vanalega og kyssti
bless.
Mikið hafa Rósa og Torfi misst,
þau voru svo náin og fallegra feðga-
samband veit ég ekki um. Mér finnst
ótrúlegt að lífið verði einhvern tím-
ann eðlilegt eftir svona áfall en mað-
ur verður að trúa að þetta hafi ein-
hvern tilgang þó maður sjái það ekki
núna. Mér finnst óréttlátt að þessi
góði maður sé tekinn svona snögg-
lega frá okkur. Ég þakka fyrir að
hafa þekkt mann eins og Gísla.
Elsku Rósa, Torfi og Birna, Guð
veri með ykkur.
Blessuð sé minning Gísla Torfa-
sonar.
Kristín Helgadóttir.
Ástkær föðurbróðir minn er lát-
inn. Gísli frændi varð bráðkvaddur
sl. laugardag. Horfinn frá okkur án
nokkurrar viðvörunar. Fyrstu við-
brögð mín voru yfirþyrmandi sjokk,
þetta gat ekki verið satt. Hann var
aðeins fimmtugur að aldri, heilsu-
hraustur, lífsglaður og fullur af orku.
Ég sit hér í djúpri sorg og minnist
elskulegs frænda míns sem mér
þótti einstaklega vænt um. Hjarta
mitt og hugur er allur hjá honum,
Rósu konu hans og Torfa syni þeirra
og ekki síður hjá pabba mínum, það
er sárt að missa litla bróður sinn.
Lífið er óútreiknanlegt og getur ver-
ið hræðilega grimmt. Torfi einkason-
ur hans var stolt hans og yndi. Hann
er nýorðinn tvítugur að aldri og á að
útskrifast sem stúdent nk. laugar-
dag. Það mölbrýtur hjarta mitt að
Gísli skuli ekki lifa að sjá son sinn út-
skrifast og fylgja honum og Rósu
næstu árin. Hvað getur maður gert?
Víst ekkert nema halda áfram lífs-
göngunni og minnast alls þess góða
sem Gísli gaf okkur.
Gísli hafði mikla útgeislun og hafði
lag á að koma manni til að hlæja.
Hann var skemmtilega stríðinn og
bar glettnina með sér í augnaráðinu.
Hann var að sama skapi hlýr og hafði
stórt og fallegt bros. Hann heilsaði
og kvaddi alltaf vel og innilega.
Faðmlögin sem maður fékk frá hon-
um voru þau bestu sem hugsast get-
ur. Hann átti svo auðvelt með að tjá
væntumþykju sína gagnvart öðrum.
Mér leið alltaf vel eftir að hafa hitt
Gísla, uppáhalds frænda minn.
Minningarnar eru ótalmargar. Ár-
in á Hafnargötunni hjá ömmu og afa
þegar ég var barn. Árin sem Torfi
var lítill og ég var að passa hann. Ár-
in eftir að ég varð fullorðin og ég
kynntist Gísla á annan hátt, við sem
tvær fullorðnar manneskjur. En upp
úr stendur sú minning þegar ég
ásamt pabba og Gísla vöktum yfir
ömmu Beggu nóttina sem hún dó
fyrir þremur árum. Þá spjölluðum
við alla nóttina og rifjuðum upp bæði
sorglega og ánægjulega atburði frá
liðinni tíð. Ég hafði aldrei átt jafn
einlæga og dýrmæta stund með
Gísla eins og þá nótt. Ég þakka fyrir
það því tengslin á milli okkar voru
enn sterkari á eftir.
Megi elsku frændi minn og vinur
hvíla í friði.
Anna Lára.
Hinn 21. maí var ég send heim í
flýti. „Gísli er dáinn!“ Í fyrsta skipti
á ævinni var eins og ég væri slegin
harkalega í andlitið. Mér fannst mig
vera að dreyma því að þetta gat ekki
verið raunverulegt. Ég var orðlaus.
Dofin. Smám saman áttaði ég mig á
þessu og hágrét. Eftir að hafa há-
grátið lengi kom reiðin og spurning-
in: Af hverju? Mér leið hræðilega
illa.
Ég hitti Gísla á föstudagskvöldinu
í Keflavík og hann kom og kyssti
mig. Sama kvöld fór ég á Bogga-bar
og fékk mér að borða. Á leiðinni
heim var ég að hugsa hvað mér fynd-
ist allt við Keflavík æðislegt, besta
frændfólk mitt bjó þar og það
skemmtilegasta sem ég geri er að
fara á fótboltaleiki í Keflavík, ég er
svo stolt af pabba og Gísla fótbolta-
hetjum. Um fjögurleytið næsta dag
fékk ég þær fréttir að Gísli væri dá-
inn. Hver gat ímyndað sér það? Gísli
var svo einstakur. Það var enginn
eins og hann. Þetta er mikill missir.
Þessi dagur var martröð.
Alltaf þegar ég hugsa um Gísla
kemur ósjálfrátt bros á andlitið á
mér. „Gilli bró“ var hann oft kallaður
af pabba og pabbi sagði mér oft sög-
ur af því þegar hann og Gísli voru
yngri og pabbi var að passa hann. Þá
var Gísli alltaf að stússast eitthvað,
detta í sjóinn eða týnast sem dæmi.
Ég hló mig oft máttlausa af sögum af
Gísla á yngri árum.
Þegar ég var yngri og ég og Ása
systir fréttum að Gísli frændi væri
að koma fékk maður sting í magann
af spenningi. Dyrabjöllunni var
hringt og maður hljóp svolítið
smeykur en samt hlæjandi bak við
sófa og faldi sig. Því að þegar Gísli
kom var maður tekinn og svoleiðis
knúsaður og kysstur, hent upp í loft
og fleira. Mér fannst Gísli alltaf vera
með svolítið glott í augunum.
Hann var mjög stríðinn og maður
vissi aldrei hverju Gísli tæki upp á,
það gerði hann að rosalega spenn-
andi frænda. Nú á unglingsárunum
var Gísli eins og pabbi nr. 2. Enn þá
var maður mikið knúsaður og kysst-
ur og hann var alltaf til staðar fyrir
mig. Hann var ekki eins og einhver
miðaldra maður heldur eins og ung-
ur strákur sem var skemmtilegur og
stríðinn og sagði marga brandara.
Ég leit mjög upp til hans, frábæra
kennarans, fótboltahetjunnar og
þessa æðislega frænda.
Gísli hjálpaði mér oft í stærðfræð-
inni og ég held að ég þurfi ekki að
tala um hvað hann var rosalega góð-
ur kennari. Hann gerði allt svo auð-
velt og ef maður stóð sig vel kom
þessi frasi: „Ýkta gellan!!“ og svo
krosslögðum við litlu fingurna okkar
saman. Hann á svo sannarlega skilið
að eiga heiðurinn af voreinkunninni
minni sem ég fékk í stærðfræði, eftir
að hann hafði hjálpað mér mikið,
sem var 9,5.
Lagið „Upphaf og endir“ minnir
mig alltaf á Gísla af því að þegar ég
fór í fyrsta skipti í stærðfræði til
hans í Keflavík, hlustaði ég á þetta
lag alla leiðina í rútunni til Keflavík-
ur.
Ef það er einhver maður sem á
eftir að fara á góðan stað eftir þetta
líf, þá er það Gísli.
Lífið er algjörlega óútreiknanlegt.
Maður fattar ekki hvað maður á fyrr
en maður hefur misst það. Héðan í
frá ætla ég að njóta hvers andartaks
sem ég á með þeim sem mér þykir
vænt um og ég bið ykkur um að gera
það líka.
Torfi og Rósa, mér finnst þetta
hræðilegt og ef það er eitthvað sem
ég get hjálpað ykkur með eða gert
fyrir ykkur er það sjálfsagt. Ég vona
bara að eftir þetta getum við öll orðið
nánari.
Ég veit að amma, afi og Gísli
skemmta sér konunglega saman
þegar þau fylgjast með okkur og
rifja upp gamla tíma.
Takk fyrir allt, elsku besti Gísli.
Hvíl í friði.
Margrét.
Þegar ég kvaddi Gísla frænda að
morgni laugardagsins hefði ég aldrei
trúað að tæpum fimm tímum seinna
mundi ég fá hringingu um að hann
væri dáinn. Þetta kom eins og þruma
úr heiðskíru lofti. Af öllum mönnum
var það Gísli sem var tekinn frá okk-
ur. Ótrúlegt hvað lífið getur verið
ósanngjarnt.
Gísli var einstakur. Hann var
rosalega góður og hlýr maður og frá-
bær kennari. Það varð allt svo auð-
velt þegar hann útskýrði.
Ég minnist allra stundanna okkar
saman yfir stærðfræði með þakklæti
og gleði í huga. Það var frábært að fá
að eyða þessum stundum með Gísla
frænda mínum og vini. Hann hefur
hjálpað mér mjög mikið, ekki bara í
náminu heldur líka í lífinu sjálfu. Ég
mun sakna hans mjög mikið.
Hvíl í friði, elsku Gísli frændi.
Þín frænka
Ása.
Hann Gísli Torfa, er hann Gísli
Torfa föðurbróðir þinn? hváði ég
undrandi stuttu eftir að blómarós-
inni frænku hans hafði skolað á mína
strönd og hún tjáði mér hverjir yrðu
á Hafnargötunni í Keflavík. Nú var
enn meiri tilhlökkun að mæta í fjöl-
skylduboðið og hitta þennan vörpu-
lega mann, sem ég síðast hafði séð á
Laugardalsvellinum fyrir 20 árum
með afrókrullurnar taka hvern sókn-
armanninn á fætur öðrum og pakka
þeim saman eins og það er kallað. Ís-
land–Austur-Þýskaland 2:1. Þar
hittu Þjóðverjarnir fyrir annan Berl-
ínarmúr sem var íslenska vörnin
með Gísla Torfa, Martein, Jón Pét-
ursson og Jóhannes Eðvaldsson í
broddi fylkingar. Ógleymanleg
kvöldstund í Laugardalnum.
Krullurnar voru foknar en varn-
armaðurinn sterki var ljúfari í við-
kynningu en viðskipti hans í vörninni
sögðu til um. Þar fann maður óvenju-
lega hlýtt þel og ræktarsemi. Hóg-
vær en hafði sterka návist. Eins og
segull á börnin manns. Það var alltaf
tilhlökkun að fara til Gísla og Rósu
því þar var gaman að koma og smá-
fólkið lék við hvurn sinn fingur enda
Gísli stöðugt að kitla það og kjassa.
Gísli var alltaf svo kátur og hress,
sagði Magnús Friðrik, fimm ára,
dapur í bragði þegar ljóst var að
Gísli frændi hans hefði skilið við. Og
þetta kemur allt heim og saman við
orðstír Gísla sem kennara og sálu-
félaga nemenda sinna margra. Góð-
vild hans og hjálpsemi var umtöluð.
Hafi blessuð hamingjan eitthvað
með orðstír manna og gjörðir að
gera, þá er allt eins víst að Gísli
Torfason hafi verið hamingjusamur
maður.
Ég átti alltaf eftir að taka knatt-
spyrnuleik við þá bræður og ímynda
mér að vera kominn á Laugardals-
völlinn í veikri von um að sóla Gísla
Torfa á kantinum eftir hárfína send-
ingu frá Magga Torfa. Sá leikur
verður að bíða. Björt minningin um
góðan dreng teygir sig inn í
nóttleysumánuðinn.
Segið mér ei: hann dó
því enn hann lifir;
fórnarbálsstallinn má höggva
ei funandi logann;
rósina ungu má slíta
af rót – en hún angar;
hörpuna ljúfu má brjóta
ei hljóminn sem tregar.
(Þýð. Geir Kristj.)
Halldór Friðrik Þorsteinsson.
Sigurður Nordal sagði:
„Sá sem vildi losna við alla sorg og
söknuð, yrði að kaupa það því dýra
verði að elska ekkert í heiminum.“
Mér kom þessi setning í hug, þeg-
ar ég las viðtal við nemanda í Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja, vegna svip-
legs andláts frænda míns, Gísla
Torfasonar, kennara og mannvinar.
„Hann var einn af þeim kennurum
sem allir elskuðu,“ sagði þessi nem-
andi, „það er mikil sorg í bænum
enda var hann einn af okkar vinsæl-
ustu og bestu kennurum.“
Augu mín fylltust af tárum og ég
áttaði mig á því að það eru margfalt
fleiri en við, frændfólkið, sem sakna
hans sárlega. Nemendur hans og
Rósu, eiginkonu hans, í aldarfjórð-
ung, samstarfsfólk, vinir og kunn-
ingjar, það er skarð fyrir skildi í
Reykjanesbæ og söknuður ykkar er
sár.
Það voru vissulega margir sem
elskuðu þennan einstaka og mikil-
hæfa öðlingsmann.
Hafnargata 74 í Keflavík var
merkilegur staður. Þar bjuggu for-
eldrar Gísla, Bergþóra Magnúsdótt-
ir og Torfi Gíslason, ásamt sonum
sínum. Þangað voru ættingjar þeirra
hjóna ávallt velkomnir og vinir og
kunningjar. Hafnargatan var stór
umferðarmiðstöð þar sem oftast
ríkti glaðværð og gleði. Kynslóðabil
var ekkert á þessu kærleiksheimili. Í
þessu umhverfi mótaðist Gísli Torfa-
son. Hann lærði af móður sinni og
föður að hlusta á fólk og taka tillit til
skoðana þess, lærði að sýna eldra
fólki virðingu og nærgætni og lærði
að börn eru líka fólk. Hann varð
fljótlega snillingur í mannlegum
samskiptum. Og hann uppgötvaði
líka að glensi og gamni er gott að
blanda saman við alvöru lífsins.
Hann var háttvís húmoristi.
Gísli var traustur maður. Honum
þótti vænt um vini sína og frændfólk
og því þótti gott að vera í návist
hans. Handtak hans var þétt og
faðmlag hans fullt af hlýju og kær-
leika. Hann var góður maður.
Í hinni miklu sorg eiginkonu og
sonar, bróður, mágkonu og tengda-
móður og annarra þeirra er stóðu
Gísla Torfasyni næst í þessu jarðlífi,
væri gott að geta orðið að einhverju
liði. En orð frænda úr fjarlægð
megna lítils á þessari stundu.
Vitur maður sagði: „Þegar dyrnar
til himins opnast í hálfa gátt við það
að einhver ástvinur vor gengur þar
inn, þá berst um leið til vor eitthvað
þaðan af hinum himneska andvara.“
Megi hinn himneski andvari sefa
sorg ykkar, kæru vinir.
Magnús Reynir Guðmundsson.
,,Þessu verður ekkert eytt.“ Þessi
orð hafði Gísli um það, þegar við vor-
um staddir í veiðihúsi ásamt góðum
félögum um daginn, er hann sýndi
mér sms-skilaboð sem ég sendi hon-
um þegar hann varð fimmtugur á
síðasta ári. Hann hafði ekki eytt
þessum árnaðaróskum mínum úr
GÍSLI
TORFASON