Morgunblaðið - 27.05.2005, Page 39

Morgunblaðið - 27.05.2005, Page 39
oft á dag. Alltaf svo þolinmóður við okkur. Ef það kom fyrir að þú skammaðir okkur, sem var nú ekki oft, þá vissum við að það var komið nóg. Og jólin. Þú varst svo mikið jólabarn. Sást alltaf um að skreyta allt hátt og lágt að innan sem utan og alltaf leyfðir þú okkur systr- unum að hjálpa til. Þú varst mikill fjölskyldumaður og lifðir fyrir okkur og ég tala nú ekki um barnabörnin þín þrjú, Guðrúnu Ágústu, Sveinborgu Ólaf- íu og Erik. Þau dýrkuðu þig og þú þurftir ekki að hafa mikið fyrir því að ná þeim til þín. Þau löðuðust að þér, og eins var með önnur börn. Þú bara hafðir þetta í þér, alltaf svo rólegur, þolinmóður og blíður. Alltaf var spurt um afa þegar kom- ið var í heimsókn til ykkar mömmu og alltaf varstu tilbúinn að vera með þau. Og svo auðvitað þú og vélar og tæki. Það var alveg ótrúlegt hvað þið áttuð vel saman. Það var alveg sama hvað bilaði, þú gast alltaf gert við það og hættir ekki fyrr en þér tókst það. Nú ef þér tókst það ekki þá var alveg ljóst að það var ekki hægt. Svo varstu nú mikill safnari sem gat stundum komið sér vel. Engu mátti henda, allt geymt úti í skúr, alltaf var hægt að finna pláss. Nú getum við líka leitað þangað til að rifja upp góðar minningar því þar er hellingur af dóti sem tengir okk- ur saman. Elsku pabbi minn. Þú varst frá- bær faðir og afi. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið en góðu minningarnar lifa og ég mun leita í þær til að hjálpa mér í gegnum söknuðinn og sorgina. Ég elska þig og mun ávallt gera. Þín dóttir Herborg. Það er mjög erfitt að setjast nið- ur og skrifa minningar um látinn bróður sinn sem við erum búin að dýrka og dá alla ævi. Hjálmar bróðir eða Hjalli eins og hann var jafnan kallaður lést mjög snöggt og óvænt á heimili sínu. Hann var reyndar búinn að vera mjög mikið veikur síðustu misseri og átti mjög erfitt. Samt kemur dauðinn alltaf jafn mikið á óvart, en það hlýtur að vera einhver tilgangur með þessu öllu saman. Margar minningar sækja á þeg- ar litið er til baka, og allar eru þær jafn góðar og notalegt að ylja sér við á erfiðum tímum. Við systkinin byrjuðum flest að vinna mjög ung í saltfiskinum hjá móðurafa okkar í Presthúsum, og Hjalli gerði það líka. Að vinna hjá afa var sá besti skóli sem við gátum verið í til þess að búa okkur undir lífið. Hjalli byrjaði til sjós með pabba okkar aðeins 14 ára gamall. Ekki var það síðri skóli að fá að vera með honum og læra undirstöðuat- riðin fyrir sjómennsku og meðferð véla sem Hjalli var ákveðinn í að leggja fyrir sig. Hjalli var mikill vélagrúskari og hafði strax mikinn áhuga á vélum, enda átti hann ekki langt að sækja það því að pabbi var vélstjóri og voru þeir mikið saman á uppvaxt- arárunum og reyndar miklu leng- ur. Það kom fljótt í ljós hvað vélar voru honum auðveldar í meðförum. Það stóð nefnilega aldrei neitt í vegi fyrir Hjalla að koma þeim í gang og halda þeim við. Það voru ekki bara vélar sem hann hafði áhuga á. Þegar hann var unglingur byrjaði hann að gera við útvörp fyrir fólk. Það var eins og með vélarnar, hann kom þeim líka í lag. Hann fór í Iðnskólann í Reykja- vík og byrjaði að læra útvarps- virkjun, en vélarnar höfðuðu greinilega meira til hans, því hann fór í Vélskóla Íslands og lauk þar 4. stigi sem gefur réttindi á allar vélar af hvaða stærð sem er. Eftir það var hann yfirvélstjóri á ýmsum bátum og skipum. Lengst var hann vélstjóri á bátum sem Ás- geir hf. gerði út, en það var í eigu föður hans, bróður og mágs. Síð- ustu árin var hann yfirvélstjóri og umsjónarmaður björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein. Samviskusemi, vandvirkni og ábyrgðartilfinning einkenndu öll hans verk. Umhyggja fyrir fjöl- skyldunni var hans hjartans mál og börn átti hann sérstaklega gott með að umgangast. Það er með söknuði en mikilli virðingu sem við nú kveðjum ást- kæran bróður sem kallaður hefur verið til æðri og mikilvægari verk- efna handan móðunnar miklu. Það er vissulega sárt að sjá á bak góðum vini og samferðamanni sem að okkar mati var ekki tíma- bært að yfirgæfi þessa jarðvist. En vissan fyrir því að Hjalla líði nú betur í húsi Guðs léttir sorg okkar sem eftir sitjum. Þjáningar okkar eru léttvægar miðað við það sem hann mátti glíma við síðustu miss- erin. Við þökkum kærum bróður fyrir ógleymanlegar samverustundir. Loks er dagsins önn á enda, úti birtan dvín. Byrgðu fyrir blökkum skugga björtu augun þín. Ég skal þerra tár þíns trega, tendra falinn eld, svo við getum saman vinur syrgt og glaðst í kveld. Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn. Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn. Tárin falla heit í hljóði, heimur ei þau sér. Sofna, vinur, svefnljóð meðan syng ég yfir þér. Þreyttir hvílast, þögla nóttin þaggar dagsins kvein. Felur brátt í faðmi sínum fagureygðan svein. Eins og hljóður engill friðar yfir jörðu fer. Sof þú væran, vinur, ég skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk.) Elsku mamma, Guðrún, Helga, Herborg, Dóra Sigrún og börn, megi algóður guð vernda ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Systkinin. Elsku Hjalli frændi er látinn. Það var rosalegt áfall þegar við fengum þær fréttir að Hjalli, bróð- ir pabba, væri farinn frá okkur og eru síðustu dagar búnir að vera erfiðir, stórt skarð er komið í fjöl- skylduna og erfitt verður að fylla það skarð. En með styrk, trú og guðshjálp verður fjölskyldan enn sterkari. Elsku Hjalli, við vonum innilega að þér líði vel á þeim stað sem þú ert kominn á og fylgist með okkur. Á þessari stundu kom eitt lag upp í hugann, sem segir allt sem segja þarf. Ég sit hér einn og hugsa um allar stundirnar með þér og sárlega sakna, ég verð að kveðja og geyma minningar hjá mér þegar ég vakna. En ég veit, svefninn kemur seint til mín. Myrkrið eitt gefur ró og sefar mínar sorgir. Beint í hjartastað, berast minningar um þig, tvö tár um vanga mína renna, í hjartastað, þar ástin hitti mig. Þrjú orð, á vörum mínum brenna þú hittir mig beint í hjartastað Ég hélt ég hefði tíma til að tala um allt við þig nú tómið við tekur, ég gat ei vitað að þú verður ekki hér er vorið mig vekur. En ég veit, aldrei skal ég gleyma þér myrkrið eitt, gefur ró og sefar mínar sorgir. Beint í hjartastað, berast minningar um þig. tvö tár um vanga mína renna, í hjartastað, þar ást mín hitti þig, þrjú orð á vörum mínum brenna, þú hittir mig beint í hjartastað. (Ingibjörg Gunnarsdóttir.) Elsku Guðrún, Helga og fjöl- skylda, Hebba og fjölskylda, Dóra Sigrún og Sigrún amma, Guð veri með ykkur og styrki á sorgar- stundum. Kveðja, Guðni, Ágústa, Sólrún, Sigurgeir, Oddný og fjölskyldur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Mig langar til að minnast í fáum orðum mágs míns, Hjálmars R. Hjálmarssonar, sem til grafar er borinn í dag. Kynni okkar hófust fyrir tæpum 35 árum er hann kom inn í fjölskylduna sem unnusti syst- ur minnar, Lillu. Skemmst er frá því að segja að þar upphófst vin- átta ásamt fjölskylduböndum sem aldrei hefur borið skugga á. Það er sárt að kveðja slíkan öðlingsdreng sem fallinn er frá langt um aldur fram. Hjálmar var ekki maður margra orða en stutt var alltaf í glettnina hjá honum og hafði hann einstakan hæfileika til að laða að sér börn og var oft gaman að sjá hve þau drógust að honum. Í fjöl- skylduveislum þar sem ófúsir ung- lingar þurftu að mæta brást ekki að Hjálmar fann alltaf eitthvað til að spjalla um og láta þeim líða vel. Hjálmar var mikill fjölskyldumað- ur og alltaf sat fjölskyldan í fyr- irrúmi hjá honum. Hann hafði gaman af að veiða og ófáar voru veiðiferðirnar sem hann fór með systkinum sínum og þeirra fjöl- skyldum og síðar með tengdason- um sínum. Mér er ávallt minnisstæð ferð sem við hjónin fórum með honum og systur minni til Parísar. Rædd- um við oft um að endurtaka þá ferð en það verður víst ekki af því héð- an af. Maður heldur alltaf að tím- inn sé nægur en svo er nú ekki. Nú er komið að kveðjustund. Ég vil þakka Hjálmari samfylgdina og tryggð hans við mig og mína. Ég og fjölskylda mín vottum öllum að- standendum dýpstu samúð og von- um að góður Guð styrki systur mína og fjölskylduna á þessum erf- iðu tímum. Tryggvi Eyvindsson. Hvílík harmafregn hjartastrengur hvín. Dynur dauðafregn, daprast augu mín. Lokast birtubrá, og brosin hlý og skær. Er vinur fellur frá, færist myrkur nær. Mér datt í hug þessar ljóðlínur úr minningarljóði eftir vin minn Pál Janus Þórðarson þegar mér barst fréttin um að fallinn væri frá góður drengur, vinur minn og hug- sjónamaður Hjálmar Rúnar Hjálm- arsson, vélstjóri á björgunarskip- inu Hannesi Þ. Hafstein í Sandgerði. Kynni okkar Hjálmars og vinátta hófst fyrir alvöru um haustið 1997 þegar ég nefndi við hann að hann tæki að sér vélstjórn á björgunar- skipi okkar Sandgerðinga, Hannesi Þ. Hafstein sem hann og gerði og starfaði hann við það af heilindum og samviskusemi til dauðadags. Hjálmar lét sér ekki nægja að starfa sem vélstjóri heldur tók hann einnig að sér að sjá um rekst- ur og viðhald skipsins, auk þess að vera í forsvari vegna útkalla og hjálparbeiðna. Þá tók eiginkona hans Guðrún Eyvindsdóttir að sér að sjá um allt reikningshald fyrir skipið. Hjálmar var einstaklega vel gerður maður, hann var góður fag- maður, samviskusamur og trúr sinni hugsjón. Honum þótti vænt um björgunarskipið og lagði sig all- an fram um að hafa það ávallt til taks og tilbúið til aðstoðar þegar á þurfti að halda. Honum leið vel í þessu starfi, þar sem tækifæri bauðst til að vinna að öryggi sjófarenda, hjálpa og að- stoða. Á svona stundu er svo margs að minnast, ég minnist stundanna sem við áttum um borð, sem voru ekki fáar, bæði við vinnu og spjall, við ræddum yfir kaffibolla það sem gera þurfti, um lífið og tilveruna og okkur sjálfa, ég held að við höfum stundum byggt hvor annan upp. Ég minnist þess þegar þú bjarg- aðir skipinu frá algeru tjóni, það var í útkalli, það kviknaði í vél- arrúminu og varð strax mikill eld- ur, áhöfnin var að yfirgefa skipið þegar þér tókst með síðasta slökkvitækinu sem til náðist að slökkva eldinn. Þetta var afrek sem seint gleymist áhöfninni. Síðustu árin gekk Hjálmar ekki heill til skógar. Það var eins og hver meinsemdin ræki aðra, þegar bati náðist þá tók annað við. Þetta voru erfiðir tímar og oft sársauka- fullir. Ég veit að erfiðast þótti hon- um að geta ekki alltaf stundað starf sitt eins og hann sjálfur hafði kosið, hann bar ekki tilfinningar sínar á torg en ég vissi að honum leið ekki alltaf vel. Það var fyrir rúmri viku, ég var á leið utan, ég tók upp símann og sá að nafnið þitt var á skjánum, síminn var læstur og það var ekki „missed call“. Mér þótti þetta merkilegt og hringdi í þig, þú varst á sjúkrahúsinu – við ræddum lengi saman, m.a. um veikindi þín og fleira. Þú kvaddir mig á sérstakan hátt, þú sagðir „Guð geymi þig“, mig grunaði ekki þá að þetta væri okkar seinasta spjall. Hjálmar, þín er sárt saknað af félögunum og vinum sem störfuðu með þér á Hannesi Þ. Hafstein. Þú munt lifa áfram í minningu okkar og ég veit að við munum finna fyrir nærveru þinni um borð í Hannesi. Hjálmar minn góði vinur, nú kveð ég þig með sömu orðum sem þú kvaddir mig. Guð geymi þig og þakka þér fyrir allt. Ég votta eiginkonu og fjölskyld- unni allri innilegustu samúð, Sigurður H. Guðjónsson. Elsku hjartans vinur minn, ekki átti ég von á að kveðja þig svona snemma. Hér sit ég og hugsa um þann góða tíma sem við áttum sam- an. Kynni okkar hófust árið 1986 þegar þú réðir þig sem yfirvél- stjóra á Freyjuna. Reyndar voru samskipti okkar frekar lítil fyrstu tvo mánuðina því þú varst öllum stundum niðri í vélarrúmi að dytta að og laga. Loks þegar tími gafst fyrir samræður þá byggðist fljót- lega upp mikil vinátta milli okkar beggja. Ég lærði margt og mikið af því að fylgjast með þér vinna og tel ég þig eiga stóran þátt í að skapa þá kunnáttu sem ég hef gagnvart atvinnu okkar. Þolinmæði þín var óþrjótandi við að svara hinum ýmsu spurningum sem ég lét dynja á þér meðan á námi mínu stóð. Síð- ar þegar ég þurfti sjálfur að taka ábyrgð á stóru vélarrúmi þá voru símtölin ófá okkar á milli. Þú varst mér sannarlega mikill lærifaðir og gafst mér góð ráð þegar á þurfti að halda. Sjaldan skiptir þú skapi. Þú varst ávallt sanngjarn og velvilj- aður gagnvart öðru fólki. Samt sem áður varstu svolítill prakkari, ég minnist þess þegar við vorum á lúðu og þú sýndir mikinn áhuga á að kanna hvað lúður legðu sér til munns. Því krufðir þú einn maga en ákvaðst að bæta einhverju skrýtnu drasli við innhaldið áður en þú sýndir okkur það. Þér var mikið skemmt þegar sumir misstu hökuna niður á bringu af undrun yfir þessum skrýtnu matarvenjum lúðunnar. Svo þegar við fórum í siglingu til Þýskalands og þið hjón- in komu á hótelið eftir að hafa snætt hina frægu „gúllassúpu“ á veitingastað. Þá sagðist þú vera að drepast í maganum eftir súpuna og þér var vorkennt, sértaklega þegar það fór að baula í bumbunni á þér, aftur og aftur þangað til það rann upp fyrir okkur að þú varst með dollu innan á þér sem baulið kom úr. Þá var mikið hlegið. Hjalli minn ég þakka þér ein- læga vináttu og hefði viljað eiga fleiri samverustundir með þér síð- ustu árin. Guðrúnu þinni ástkæru eiginkonu, dætrum ykkar og öðrum ástvinum sendi ég og fjölskyldan mín okkar dýpstu samúðarkveðju. Þinn vinur Jón Anton Holm. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 39 MINNINGAR ✝ Ottó Níelssonfæddist á Fá- skrúðsfirði 10. októ- ber 1922. Foreldrar hans voru Níels Lúðvíksson frá Fá- skrúðsfirði og Björg Bergsdóttir frá Hafnarnesi. Uppeld- isforeldrar Ottós voru Bjarni Jónsson og Kristjana Hall- dóra Magnúsdóttir frá Skorrastað Norðfirði. Ottó átti stóran systkinahóp. Ottó kvæntist Sig- rúnu Ingibjörgu Sveinsdóttur, f. 10.7. 1920, d. 16.8. 1976. Börn þeirra eru fjögur, þau eru: Þor- geir Már, f. 4.9. 1955, d. 19.5. 1971, Þröstur Kristbjörn, f. 29.10. 1956, Hall- dóra Guðbjörg, f. 20.4. 1958, Sveinn Mikael, f. 27.3. 1960. Fyrir átti Ottó börnin Konráð Alexander, f. 25.7. 1948, og Kristínu, f. 12.7. 1952. Seinni árin var Ottó í sam- búð með Ingibjörgu Jóhannsdóttur, f. 11.4. 1913, d. 13.10. 2000. Útför Ottós fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Elsku afi, nú þegar þú ert farinn þá hugsum við til baka og minnumst þín með bros á vör. Þú varst alltaf hress og kátur og ávalt stutt í húmorinn. Þó svo að þessi síðustu ár þín hafir þú kannski ekki alveg verið við fulla heilsu þá varst þú alltaf jafnblíður og góður. Við munum alltaf minnast þín þannig og það munu börnin okkar líka gera. Við erum mjög þakklátar fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Frelsarinn góði, ljós mitt og líf, lífsins í stormum vertu mér hlíf, láttu þitt auglit lýsa yfir mig, láttu mig aldrei skiljast við þig. Gjörðu mig fúsan, frelsari minn, fúsari að ganga krossferil þinn, fúsari að vinna verk fyrir þig. Vinurinn eini, bænheyrðu mig. (Bjarni Jónsson.) Guð geymi þig elsku afi. Kolbrún og Brynhildur. Elsku langafi. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Guð geymi þig. Orri Steinn, Emil Skorri og Embla Rún. OTTÓ NÍELSSON LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.