Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Portúgal 6. og
13. júlí. Njóttu lífsins á þessum vinsæla sumarleyfisstað. Þú bókar
sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
Portúgal
Júlítilboð
frá kr. 39.990
Síðustu sætin
Verð kr. 39.990
kr. 49.990 í 2 vikur
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn,
2-11 ára, í íbúð í 1 eða 2 vikur. Flug,
skattar, gisting og íslensk fararstjórn.
Stökktu tilboð 6. og 13. júlí.
Verð kr. 49.990
kr. 59.990 í 2 vikur
Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó/íbúð
í 1 eða 2 vikur. Flug, skattar, gisting
og íslensk fararstjórn.
Stökktu tilboð 6. og 13. júlí. .
Munið Mastercard
ferðaávísunina
JÓN Kristinsson, verkfræðingur
og fyrrverandi prófessor við
verkfræðiháskólann í Delft í Hol-
landi, hefur ásamt hollenskum
verkfræðingi þróað nýja tækni
sem sögð er muni gjörbeyta bæði
loftræstingu og upphitun í húsum.
Þeir hönnuðu nýja tegund af
varmaskipti, sem að sögn Jóns er
sá besti í heiminum, og er hann
notaður í nýjan loftræstibúnað.
Nýja tæknin kallast „andandi
gluggi“, en Jón, sem er búsettur í
Hollandi, er staddur hérlendis til
að kynna uppfinninguna fyrir fag-
mönnum.
Notaði verðlaunafé
til að þróa hugmyndina
Jón hafði lengi gengið með hug-
myndina í maganum en hlaut árið
1998 fyrstur manna hin Konung-
legu Shell-verðlaun í Hollandi, og
notaði hann verðlaunaféð til þró-
unar hugmyndarinnar. Nýja
varmaskiptatækið er hið eina í
heiminum sem ekki frýs og því er
hægt að nota kerfi Jóns jafnt í
köldu sem heitu loftslagi. Með
nýju lausninni er ekki þörf fyrir
neinar leiðslur og því sparast um
fimmtán prósent af hæð húsa og
byggingakostnaður lækkar að
minnsta kosti um tíu prósent.
Þetta er hreinlegra en kerfi sem
fyrir eru og hefur betri nýtni, auk
þess sem það sparar orku. Jón
segir að í vel einangruðum húsum
sparist um 35% af orku.
Nýtist hvar sem er
Lausn Jóns má nota hvar sem
er, enda er tækið mun minna en
fyrirrennararnir. Þannig getur
þetta t.d. nýst í sumarbústöðum,
bátum og jafnvel tjöldum. „Þetta
er algerlega ný lausn fyrir íbúðar-
húsnæði, jafnt sem skrifstofubygg-
ingar. Þá hentar þetta sérlega vel
á sjúkrahúsum þar sem engar
leiðslur þarf til. Þetta er lang-
heilsusamlegasta lausnin, því með
þessu hefur hvert herbergi sína
loftræstingu og koma má í veg fyr-
ir smithættu. Varmaskiptinn má
þvo í þvottavél eða uppþvottavél
og því má til dæmis skipta um
hann þegar skipt er um sjúklinga á
herbergjum sjúkrahúsa.“
Nýja tækinu er ýmist komið fyr-
ir í veggjum eða gluggastólpum og
yfirleitt er eitt í hverju herbergi.
Tækið mælir koltvísýring í lofti og
varar við þegar loftið er ekki gott.
Jón segir að tækið komi á markað
eftir rúmt ár. „Ég er búinn að lofa
fyrstu hundrað tækjunum í lok
ársins. Þetta verður komið á mark-
að hérna eftir tvö ár.“
Þróuð hefur verið ný tækni
í loftræstingu og upphitun húsa
„Andandi gluggi“
væntanlegur á
markað í lok árs
Morgunblaðið/ÞÖK
Jón Kristinsson við líkan af nýja
tækinu sem notað er til mælinga.
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
STEINUNN Valdís Óskarsdóttir
borgarstjóri útnefndi myndlistar-
konuna Rúrí og Pál Steingrímsson
kvikmyndagerðarmann borgar-
listamenn Reykjavíkur 2005 á
þjóðhátíðardaginn. Veitti hún hvor-
um listamanni um sig ágrafinn
stein, heiðursskjal og ávísun að
upphæð 500 þúsund krónur.
Útnefning borgarlistamanns er
heiðursviðurkenning til handa
reykvískum listamanni sem með
listsköpun sinni hefur skarað fram
úr og markað sérstök spor í ís-
lensku listalífi. Útnefningin fór
fram í Höfða og gerði Stefán Jón
Hafstein formaður menningar- og
ferðamálaráðs grein fyrir vali ráðs-
ins á borgarlistamanni Reykjavíkur
2005.
Tekið var fram að þó Rúrí og Páll
beri nú bæði titilinn borgarlista-
maður Reykjavíkur séu þau sjálf-
stæðir listamenn sem standa einir
að hverju höfundarverki. Dæmi séu
þó um að þau aðstoði hvort annað
við útfærslu verkanna og segja
megi að virðing fyrir náttúrunni sé
sameiginleg áhersla í listsköpun
þeirra.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Rúrí og Páll Steingrímsson borgarlistamenn ásamt borgarstjóra og formanni menningar- og ferðamálaráðs.
Rúrí og Páll Steingrímsson
útnefnd borgarlistamenn
ÖKUMAÐUR kastaðist út úr bifreið
sinni þegar hún lenti utan vegar og
valt, á Borgarfjarðarbraut til móts
við Varmalæk í fyrrinótt. Maðurinn
var fluttur á Landspítala – háskóla-
sjúkrahús og er hann alvarlega slas-
aður en ekki í lífshættu.
Kastaðist
út úr bílnum
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi 12
Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við
athöfn á Bessastöðum á þjóðhátíðardaginn. Þeir eru:
1. Dr. Bjarni Guðmundsson, prófessor, Hvanneyri,
riddarakross fyrir landbúnaðarrannsóknir.
2. Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum, riddarakross fyr-
ir störf að velferðarmálum unglinga.
3. Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður, Bret-
landi, riddarakross fyrir íþróttaafrek.
4. Eyjólfur Sigurðsson, forseti Kiwanis International,
Bandaríkjunum, riddarakross fyrir störf í þágu fé-
lagsmála á alþjóðavettvangi.
5. Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðar-
safns, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í þágu lista
og menningar.
6. Dr. Haraldur Sigurðsson, jarðfræðingur, Bandaríkj-
unum, riddarakross fyrir vísindastörf.
7. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkur-
flugvelli, Garðabæ, riddarakross fyrir störf í þágu
löggæslu og fíkniefnavarna.
8. Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Austfars,
Seyðisfirði, riddarakross fyrir framlag til samgangna
og ferðamála.
9. Leifur Breiðfjörð, listamaður, Reykjavík, riddara-
kross fyrir framlag til glerlistar.
10. Páll Samúelsson, stjórnarformaður Toyota, Mosfells-
bæ, riddarakross fyrir framlag til viðskiptalífs og
menningar.
11. Páll Steingrímsson, kvikmyndagerðarmaður,
Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til heimilda-
myndagerðar.
12. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, Reykjavík, riddarakross fyrir
störf í þágu sveitastjórnarmála.
Ljósmynd/Sigurður Jökull
Forseti Íslands sæmdi tólf Íslendinga riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu við athöfn á Bessastöðum.
Tólf Íslendingar voru
sæmdir fálkaorðunni
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr-
skurðaði aðfararnótt föstudags er-
lent par sem grunað er um fjárdrátt
og skjalafals hér á landi í gæsluvarð-
hald fram á fimmtudag.
Fólkið var nýkomið með flugi frá
Kaupmannahöfn eftir að hafa verið
handtekið í Danmörku að beiðni
Lögreglunnar í Reykjavík.
Lögreglan fór fram á að fólkið yrði
úrskurðað í gæsluvarðhald vegna
rannsóknarhagsmuna, en fólkið er
grunað um að hafa svikið fé út úr
hérlendum bönkum.
Mun það hafa flutt tvo jeppa sem
það var með að leigu hjá íslenskum
bílaleigum með sér til Danmerkur
með ferjunni Norrænu.
Úrskurðuð í viku varðhald