Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 39 FRÉTTIR Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Reykjavíkurvegur - Hfj. Tvö vel staðsett skrifstofu- og þjónustubil miðsvæðis í Hafnarfirði. Bilin eru á efri hæð og hægt að fá þau keypt saman eða í sitt hvoru lagi. Hvort bil skiptist í m.a. fjórar skrifstofur. Annað bilið er 100,9 fm. og hitt bilið 120,9 fm. Nánari upplýsingar og teikningar á skrifstofu Eignamiðlunar. ASPARHVARF - SÉRH. - VATNSENDA Nýkomin glæsileg 134 fm neðri hæð í glæsilegu tvíbýli í bygg- ingu, tilbúin til afhendingar án gólfefna í sept. 2005. Sérstæði í góðum bílakjallara. Vandaðar innréttingar og tæki. Verð 31 millj. 109004 PERLUKÓR - KÓP. - EINBÝLI Nýkomið í einkasölu á þessum frábæra útsýnisstað glæsilegt einlyft einbýli með innbyggðum bílskúr, samtals 189 fm. Eignin er til afhendingar nú þegar á fokheldisstigi fullbúin að utan. Glæsileg hönnun og gott skipu- lag. Útsýni. Verð 32,8 millj. 110339 TRÖLLATEIGUR - MOSFELLSBÆ - RAÐHÚS Stórglæsileg raðhús í Mos- fellsbæ. Höfum fengið í einkasölu þetta glæsilega raðhús í byggingu við Tröllateig í Mosfellsbæ. Íbúðin er 188,1 fm auk bílskúrs sem er 31,4 fm, samtals 220 fm. Skipting eignar: 4 svefnher- bergi, fataherbergi, stofa, eld- hús, 2 baðherbergi, gestasalerni, hol, geymsla, svalir, sjónvarpsherbergi. Verið er að innrétta húsið og skilast það fullbúið með gólfefnum. Allar inn- réttingar og tæki verða frá Fit og flísar frá Flísabúðinni. Húsið verður til af- hendingar í júní/júlí 2005. Verð 39,9 millj. 102837 KRINGLAN - RAÐHÚS - REYKJAVÍK Hraunhamar kynnir: Sérlega glæsilegt endaraðhús á þessum vinsæla stað. Húsið er 290,2 fm alls, þar af er bílskúrinn 26,3 fm. Skipting eignarinnar: Húsið skiptist í 3 hæðir, mið- hæðin skiptist þannig: For- stofa, hol, stofa, borðstofa og eldhús. Efri hæðin skiptist í 2 svefnherbergi og 2 baðherbergi. Á jarðhæðinni er geymsla, þvottahús og gestasalerni auk þess innréttuð aukaíbúð með sérinngangi, og hún skiptist þannig: Hol, stofa, svefnherbergi og baðherbergi. Þetta er glæsileg eign sem vert er að skoða. Nánari uppl. veita sölumenn Hraunhamars. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í síma 588 4477 eða 822 8242 www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30 Eigum eftirfarandi til ráðstöfunar í þessu glæsilega húsi. ● 6. hæðin samtals 400 fm. Glæsilegar skrifstofur, mjög góð staðsetning. Gott lyftuhús, glæsilegt útsýni yfir höfuðborgina. Húsnæðið uppfyllir allar kröfur til nútíma skrifstofureksturs Glæsilegt útsýni. Eignin er í eigu Landsafls sem er öflugt sérhæft fasteignafélag. www.landsafl.is Höfðabakki - Til leigu Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í síma 588 4477 eða 822 8242 www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30 400 fm iðnaðarhúsnæði á Höfðanum, jarðhæð neðan við húsið. Að mestu eitt stórt rými, lofthæð er ca 3 m. Góðar innkeyrsludyr ásamt sérinngangi. Mjög góð aðkoma, ekið er frá götu inn á afgirt útisvæði sem er malbikað. Mögulegt er að skipta því upp í tvær einingar. Laust nú fljótlega. Til sölu við Smiðshöfða Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali Hafnarstræti 83 Akureyri S 461 2010 Skálateigur 5 Mjög glæsileg penthouse íbúð 132 fm. að auki heilsárs glerskáli, sér stór þakverönd með geymslu, stæði í bílakjallara. Frábært útsýni. Íbúð fyrir vandláta. Óskað er eftir tilboði í eigninna. EVRÓPSKA samstarfsnefndin um fjarskipti fundar á Hótel Nordica dagana 20.–24. júní. Fulltrúar 40 ríkja og hagsmuna- hópa sitja fundinn og hafa meira en 80 manns skráð þátttöku sína. Eitt meginverkefni fundarins er að samræma notkun tíðnisviða í Evr- ópu og setja reglur sem tryggja einn innri markað í Evrópu, bæði fyrir fjarskiptatæki og þjónustu. Meðal mála sem rædd verða eru samræmd- ar reglur um notkun GSM-síma um borð í flugvélum og skipum, notkun FM-útvarpstíðna fyrir ýmsan lág- aflsbúnað, háhraða þráðlaus að- gangskerfi (WiMAX) og notkun 5 GHz-tíðnisviðsins í Evrópu. Niðurstöður vinnuhópa á hinum ýmsu sviðum verða kynntar og ræddar og þess freistað að ná sem víðtækustu samkomulagi um niður- stöður. 46 ríki eiga aðild að samstarfsvett- vangi evrópskra stjórnvalda á sviði fjarskipta og einskorðast hann ekki við Evrópusambandsríki og þau ríki sem eiga aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Evrópufundur um fjarskipti LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að árekstri sem varð mið- vikudaginn 26. janúar sl. um kl. 13.55 á Egilsgötu í Reykjavík. Þar rákust á bifreið með einka- númerinu TRAVEL sem ekið var af bifreiðastæði við Domus Medica og bifreiðin IP-221 sem ekið var vestur Egilsgötu. Bifreiðin TRAVEL er dökk að lit af gerðinni BMW 535, á hliðum bifreiðarinnar er orðið TRAVEL ritað. Bifreiðin IP-221 er af Honda Civic gerð. Þeir sem urðu vitni að atvikinu eru beðnir að hafa samband við rann- sóknardeild lögreglunnar í Reykja- vík. Lýst eftir vitnum MARGT verður um að vera í Grasa- garðinum í dag en þar er nú í fimmta sinn boðið upp á skipulagða sumar- dagskrá. Haldið verður upp á dag hinna villtu blóma og í kvöld verða Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari og Monika Abendroth hörpuleikari með tónleika í garðskálanum. Dagur villtra blóma hefur lengi verið haldinn hátíðlegur á hinum Norðurlöndunum en markmiðið með honum er að vekja áhuga almenn- ings á plöntum og verndun þeirra, skv. upplýsingum forsvarsmanna Grasagarðsins. Svonefndir Flóruvinir eru hvata- menn að þessum viðburði hér á landi. Á höfuðborgarsvæðinu er boðið til plöntuskoðunar kl. 13 á Laugarási í Reykjavík (mæting við Áskirkju) og kl. 13 á Borgarholti í Kópavogi (mæting við Kópavogskirkju). Að lokinni plöntuskoðun kl. 15 verður leiðsögn um safndeildina Flóru Ís- lands í Grasagarðinum. Þar hafa merkispjöld plantnanna verið fjar- lægð og fær fólk þá tækifæri til að merkja þær tegundir sem skoðaðar voru fyrr um daginn. Að lokum verð- ur boðið upp á te af íslenskum jurt- um. Leiðsögumenn eru grasafræð- ingarnir Eva G. Þorvaldsdóttir, Guðmundur Guðjónsson og Krist- björn Egilsson. Dagurinn er skipu- lagður í samstarfi við Flóruvini, Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Sólstöðutónleikar verða svo haldnir í garðskála Grasagarðsins kl. 22 um kvöldið þar sem Páll Óskar og Monika munu fagna sumarsólstöð- um með söng og hörpuslætti. Miða- pantanir eru í síma 866 3516, en mið- ar eru einnig seldir í kaffihúsinu Café Flóra. Dagur villtra blóma og sól- stöðutónleikar AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.