Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Salou Súpersól 1. júlí frá kr. 49.995 Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • sími 591 9000 Akureyri sími 461 1099 • www.terranova.is Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Salou skartar stórkostlegum ströndum, fjölbreyttri afþreyingu og litríku næturlífi. Terra Nova býður þér einstakt tækifæri á ótrúlegum kjörum. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna. Súpersól tilboð, 1. júlí í 12 daga. - SPENNANDI VALKOSTUR kr. 49.995 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn. Súpersól tilboð, 1. júlí í 12 daga. 12 dagar HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra flutti ræðu á hátíðardag- skrá þjóðhátíðar á Austurvelli í Reykjavík að morgni þjóðhátíðar- dagsins. Ávarpið fer hér á eftir. Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru blaðsins: „Góðir Íslendingar. Mennirnir eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Þeir vilja tala um mis- munandi hluti og leggja misjafna áherslu á hvað er aðalatriði og hvað aukaatriði. Sumir leggja meiri áherslu á það sem miður hefur farið, það sem ekki var gert, meðan aðrir vilja draga lærdóm af því sem vel gekk eða gert var. Séu þeir í fyrri hópnum; úrtölu- mennirnir, spurðir hvað hafi gerst merkilegast á Íslandi fyrir fimmtíu árum eru þeir vísir til að tala um rigningasumarið mikla. Og það er rétt að sumarið 1955 var mikið rign- ingasumar á suður- og vesturlandi. Raunar rigndi svo mikið að Fegr- unarfélag Hafnarfjarðar sem hafði árin á undan veitt verðlaun fyrir feg- ursta garðinn, ákvað að veita ekki verðlaun það ár vegna vætunnar. Séu aðilar úr síðari hópnum; þeir sem bjartsýnni eru, spurðir hvað merkilegast hafi gerst á Íslandi fyrir fimmtíu árum, eru þeir líklegir til að nefna að það ár fékk Halldór Lax- ness Nóbelsverðlaunin í bókmennt- un meðal annars fyrir „litríkan skáldskap sem endurnýjaði íslenska frásagnarlist.“ Þessi viðurkenning er án efa mesta viðurkenning sem Íslendingi hefur hlotnast og vakti ómælda athygli á Íslandi og bók- menntaarfinum sem er sterkasta stoðin í sjálfstæði landsins, stoltið og vonin gegnum aldir fátæktar og mótlætis. Hvor hópurinn er nú líklegri til að láta okkur líða betur, fyllast bjart- sýni og vilja sækja fram? Þeir sem sjá myrkrið í deginum, eða þeir sem sjá ljósið í myrkrinu? Hvorum hópn- um viljum við hafa félagsskap af? Ég held að við vitum öll svarið. Fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð Við lifum vitanlega ekki við full- komna þjóðfélagsskipan frekar en nokkur önnur þjóð. Viðfangsefnin eru mörg og sum hver knýjandi. Mikill gróði og umsvif hafa orðið til vegna breytinga í þjóðfélaginu, ekki síst á fjármálamarkaði. Þorri lands- manna hefur notið góðs af þeim breytingum, en ekki allir. Frelsinu fylgja ábyrgð og skyldur, og í litlu þjóðfélagi er sérstaklega mikilvægt að hinir stærri axli samfélagslega ábyrgð sína, svo hinir minni fái notið sín í ríkari mæli. Ríkisvaldið ber þar vitanlega mesta ábyrgð, en ekki alla. Fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð, sérstaklega gagnvart starfs- mönnum. Þeim ber að nýta hagnað til að byggja upp. Það er eðlilegt að þau taki þátt í mikilvægum málum á sviði menningar og velferðar. Þeim ber ekki síst að leggja fram fjármuni til að efla nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi. Þar geta þau lagt meira af mörkum, ekki síst stærstu fjár- málafyrirtæki landsins. Ríkisstjórn- in vill samstarf um það og skapa til þess nauðsynlegan farveg í formi öflugra sjóða sem við eigum ekki í dag. Það verður áfram viðfangsefni að skapa ný störf og hvetja til nýsköp- unar í atvinnulífi. Það verður áfram viðfangsefni að tryggja möguleika allra til menntunar. Það verður áfram viðfangsefni að byggja upp öflugra velferðarkerfi. Og það verð- ur áfram viðfangsefni að hlúa að æsku og ungdómi þessa lands og skila þjóðfélaginu í þeirra hendur í því ásigkomulagi sem við sjálf hefð- um óskað okkur. Allt þetta kallar á samvinnu og samstöðu. Þar má eng- inn skorast undan. Landamæri og hömlur eru óðum að hverfa En viðfangsefni nútímans þurfa ekki að vera vandamál. Svartsýni og úrtölur leiða okkur ekki langt á framfarabraut. „Hin rétta umbótaþrá, sem er óró- inn í sigurverki framfaraandans, er full af trausti, von og kærleika, flýr ekki, upprætir ekki, eyðileggur ekki,“ sagði Hannes Hafstein ráð- herra í ræðu fyrir 100 árum síðan. Viðfangsefni okkar tíma ber að nálg- ast af bjartsýni, hug og þrótti, líkt og forfeður okkar nálguðust viðfangs- efni fyrri tíma er þeir börðust fyrir sjálfstæði íslenskrar þjóðar, og við minnumst hér í dag, en ekki með neikvæðni og niðurrifi eins og oft er áberandi. Á hátíðarstundu er ástæða til að skyggnast upp úr amstri hversdags- ins og íhuga stöðu okkar í samfélagi þjóðanna. Við köllum hana gjarnan alþjóðavæðingu, umbyltinguna sem átt hefur sér stað í heiminum á síð- ustu tveimur áratugum á flestum sviðum samfélagsins. Þjóðir hafa brotist undan oki harðstjórnar og miðstýringar. Landamæri og höml- ur eru óðum að hverfa og allur heim- urinn er smám saman að verða að einu markaðssvæði. Opnari heims- viðskipti hafa leitt til víðtækra sam- skipta ólíkra þjóða og menningar- heima. Upplýsingar berast með hraða ljóssins heimshorna á milli og fjarlægðir skipta æ minna máli. Þessi alþjóðlega umbylting hefur látið fáar þjóðir ósnortnar. Íslensk þjóð hefur ekki farið varhluta af þessum breytingum og orðið fyrir miklum áhrifum. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan Íslendingar bjuggu við einhæfa atvinnuhætti, óðaverð- bólgu, og tiltölulega fáir höfðu tæki- færi til að ganga menntaveginn. Ég er ekki viss um að yngra fólki sé þetta ríkt í minni, og jafnvel þeim sem eldri eru hættir til að gleyma. En við höfum borið gæfu til að mæta þessum breyttu tímum af framsýni. Stóraukin framlög til menntunar hafa skilað okkur mennt- uðu og víðsýnu fólki sem vekur at- hygli fyrir hæfni og útsjónarsemi. Við höfum losað um viðskiptahindr- anir og gefið áræðnu fólki kost á að nýta viðskiptatækifæri sem skapast hafa í þessu ölduróti heimsumbylt- ingarinnar. Í engu eftirbátar íbúa stórþjóðanna Hvarvetna má sjá fólk sem sækir fram með frjórri hugsun, frjálst án utanaðkomandi hindrunar. Hvar- vetna má sjá fólk, sem eftir langa og stranga baráttu við náttúruöflin, er fljótt að tileinka sér nýjungar. Hvar- vetna má sjá fólk sem hefur náð að nýta sér náttúrugæðin og byggt upp hagsæld sem vart gerist betri ann- ars staðar. Hvarvetna má sjá víð- sýnt fólk sem af eðlislægri útþrá hef- ur aflað sér þekkingar úti í hinum stóra heimi, fært hana heim, hagnýtt hana og miðlað öðrum. Hvarvetna má sjá fólk sem er í engu eftirbátar íbúa stórþjóðanna. Aldrei hefur framboð á háskóla- námi verið meira og aldrei hafa há- skólanemendur verið fleiri. Okkur hefur tekist betur en flestum öðrum þjóðum að búa svo um hnútana að æsku landsins bjóðist áhugaverð störf við hæfi að loknu námi. Stjórnvöld hafa verið sér meðvit- uð um mikilvægi þess að örva ein- staklinga og fyrirtæki til nýsköpun- ar og hafa beitt sér fyrir marg- víslegum aðgerðum til að hvetja til fjárfestingar í nýsköpun og sprota- fyrirtækjum, en vilja gera enn betur á því sviði. 25 þúsund Íslendingar tóku þátt í frumkvöðlastarfi Mannauðurinn, auðlind morgun- dagsins, hefur verið að eflast stór- lega hjá okkar fámennu þjóð. Það er eftir því tekið að samkvæmt alþjóð- legum mælingum standa Íslending- ar framarlega á sviði vísinda og tækni. Íslendingar eru í 4.-6. sæti þeirra þjóða sem sýna hraðastar breytingar á sviði rannsókna og ný- sköpunar. Á síðasta ári tóku um 25 þúsund Íslendingar þátt í frum- kvöðlastarfi á Íslandi sem er tvöfalt hærra hlutfall en meðaltal annarra hátekjulanda – og sambærilegt við það sem gerist í Bandaríkjunum og Kanada. Íslendingar eru komnir í 4. sæti yfir samkeppnishæfni þjóða og erum nú efst Evrópuþjóða. Þessar niðurstöður eru uppörv- andi fyrir okkur Íslendinga og eru vísbending um að við séum á réttri leið. Það er full ástæða til að bera höfuðið hátt án þess að ofmetnast. Sannarlega er bjart yfir Íslandi í dag. Í raun má segja að við búum við það þjóðfélag sem sjálfstæðishetjan Jón Sigurðsson og hans samferða- menn sáu aðeins í draumum sínum og hugsjónum – þjóðfélag þar sem frelsi ríkir til hugsunar, orða og at- hafna. Við getum verið stolt af ár- angri okkar, sem litið er til og tekið eftir víða um lönd. Ég er stoltur af íslenskri þjóð og þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna með öðrum að því að láta hugsjónir ræt- ast. Umbótaþrá forfeðranna hefur orðið að veruleika. Veruleika sem við verðum að varðveita, rækta, sýna ástúð og virðingu. Þannig höldum við best á frelsi og sjálfstæði Ís- lands. Bindur vonir við starf stjórnarskrárnefndar Okkur er mikilvægt að nota ávinn- ing gærdagsins sem hvatningu til enn frekari dáða. Einar Benedikts- son, skáld og athafnamaður, vissi þetta betur en margur og segir í ljóði sínu Aldamót: Það fagra sem var skal ei lastað og lýtt en lyft upp í framför, hafið og prýtt Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt Við skulum muna eftir fortíðinni en horfa sífellt fram á veg og huga að því hvernig við getum bætt okkur enn meira og stuðlað að enn betri lífskjörum í okkar landi. En lífskjör snúast ekki bara um efnahagsleg gildi heldur ekki síður um lýðræð- isleg réttindi. Það eru aðeins 90 ár síðan konur á Íslandi fengu kosn- ingarétt og kjörgengi til Alþingis og enn hefur fullt jafnrétti ekki náðst. Við samfögnum konum í þeirra bar- áttu. Ég bind miklar vonir við starf þeirrar nefndar sem ég skipaði í byrjun þessa árs til að endurskoða stjórnarskrána. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að fram fari ítarleg um- ræða um hvernig tryggja megi sem best þennan mikilvæga grundvöll okkar þjóðfélags. Endurskoða skipan ráðuneyta Það er einnig tímabært að huga að endurskoðun á skipulagi stjórnsýsl- unnar, gera hana markvissari og meira í takt við tímann. Síðasta stóra breytingin á skipan ráðuneyta var gerð á árinu 1969 og þótt það hafi verið gerðar nokkrar breytingar frá þeim tíma hefur skipulagið í grundvallaratriðum verið óbreytt. Ég tel mikilvægt að hefjast handa um slíka endurskoðun nú í haust og ljúka henni á tiltölulega stuttum tíma. Slík endurskoðun er ekki bara tímabær heldur einnig í eðlilegu samhengi við það starf sem hefur verið í gangi og snýr að því að ein- falda ríkisreksturinn og gera hann skilvirkari og markvissari. Góðir Íslendingar. Börnin okkar brosa framan í ís- lenska fánann í dag. Þennan fagra fána sem fagnar 90 ára afmæli nú á sunnudaginn. Þeirra hamingja er okkar hamingja. Þeirra bíður betri arfleifð en flestra annarra barna í heiminum. Bjartsýni, þrautseigja og gleði hafa skapað þá arfleifð. Hún má aldrei spillast af bölmóð og svartsýni. Gleðilega þjóðhátíð.“ Ræða Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra á Austurvelli á þjóðhátíðardegi Tímabært að endur- skoða skipulag stjórnsýslunnar Morgunblaðið/Þorkell Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra flytur ávarp sitt við hátíðardagskrá á Austurvelli 17. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.