Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ H Á D E G I S B Í ÓBatman Begins kl. 5 - 7 - 9 og 11 b.i. 12 Inside Deep Throat kl. 9 og 11 Stranglega b.i. 16 ára A Lot Like Love kl. 5 og 7 Voksne Mennesker kl. 5.45 - 8 og 10.15 Crash kl. 5.45 - 8 og 10.15 b.i. 16 The Hitchhiker´s.. kl. 4,50 BATMAN EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR ! Stranglega bönnuð innan 16 ára. Heimildarmynd frá Óskarsverðlauna hafanum Brian Grazer Ó.H DV H.L MBL Ó.H.T RÁS 2 aston kutcher amanda peet RÓMANTÍK GETUR EYÐILAGT GÓÐA VINÁTTU   H.J. MBL  C 400 KR MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR KL.12 DAGANA 15 - 19 JÚNÍ SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI ROGER EBERT S.K. DV.  Capone XFM  Kvikmyndir.is Gleymið öllum hinum Batman myndunum. Þessi er málið Andri Capone / X-FM 91,9 “Einn af stærstu smellum ársins.”  B.B. Blaðið Loksins, Loksins  M.M.M / Xfm 91,9 Þórarinn Þ / FBL Gleymdu hinum. Þetta er alvöru Batman Ó.Ö.H / DV  D.Ö.J. / Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.is Gleymið öllum hinum Batman myndunum. Þessi er málið Andri Capone / X-FM 91,9 “Einn af stærstu smellum ársins.”  B.B. Blaðið Loksins, Loksins  M.M.M / Xfm 91,9 Þórarinn Þ / FBL Gleymdu hinum. Þetta er alvöru Batman Ó.Ö.H / DV  D.Ö.J. / Kvikmyndir.com Nú er nýafstaðin verðlaunahá-tíðin Gríman þar sem til-nefndir eru og verðlaunaðir þeir og þær sem þykja hafa skarað framúr í íslensku leikhúslífi á und- anförnu leikári. Verðlaunahátíðir af þessu tagi hafa færst í vöxt hér á landi á und- anförnum árum og nægir að nefna Grímuna, Eddu-verðlaunin, Íslensku tónlistarverðlaunin og hlust- endaverðalun útvarpsstöðvarinnar Fm 95,7 því til staðfestingar. Sú umræða sprettur gjarnan upp í kringum verðlaunahátíðir tengdum listgreinum um hvernig eigi að dæma um hæfileika fólks á listasvið- inu. Einnig sýnist sitt hverjum um hvort val dómnefndar hafi verið rétt hverju sinni, hvort viðkomandi leik- ari, hljómsveit eða búningahönn- uður hafi í raun verið bestur af þeim sem tilnefndir eru eða þá hvort rétt hafi verið tilnefnt í hverjum flokki. Stóra spurningin er; er hægt að keppa í listum?    Mörgum þykir það trúlega hæp-ið því það hlýtur að teljast huglægt mat hvers og eins hver er besta leikkonan eða hver samdi bestu kvikmyndatónlistina. Það er annað en til dæmis á íþróttamótum þar sem þeir bestu mætast til að skera úr um hver sé fremstur meðal jafningja. Þar segir nefnilega skeiðklukka eða marka- tala óyggjandi til um hver sigurveg- arinn er og flestir yfirleitt sammála um niðurstöðuna. Þetta er þó kannski ekki alveg sambærilegt þar sem allur ferill íþróttamannsins miðar að því að bæta árangur sinn til að geta skarað fram úr og verið bestur á mótum. Það er þó tæpast takmark margra leikstjóra eða söngvara með vinnu sinni að fá verðlaunagrip fyrir.    Ekki er markmið þessa pistils aðkasta rýrð á téðar verð- launahátíðir enda eru þær hið skemmtilegasta áhorf auk þess sem þær verðlauna fólk fyrir hæfileika sína, sem getur seint talist neikvætt. Það er þó kannski vert að setja spurningamerki við val á þeim bestu í svo huglægum efnum. Hvað þýðir það að platan Mugimama, Is This Monkeymusic? með Mugison hafi verið velin besta platan á íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu? Þýðir það að meirhluti landsmanna telji þetta bestu plötuna sem kom út árið 2004? Eða er það mat fámennr- ar dómnefndar að svo sé? Er þá hægt að fullyrða að platan umrædda sé besta platan sem kom út á Íslandi á síðast ári? Tæplega er hægt að fullyrða um slíka hluti enda er það smekksatriði hvers og eins. Það er þó engu logið um það að Mugimama, Is This Monkeymusic? er frábær plata og ein af þeim bestu sem komu út hér á landi á síðasta ári. En það er nú bara mín skoðun. Í kjölfarið er einnig er hægt að velta fyrir sér hvers vegna er ekki keppt í myndlist, fatahönnun eða annarri listsköpun?    Títtnefndar verðlaunahátíðir eruhaldnar að erlendri fyrirmynd. Milljónir manna fylgjast með ár hvert þegar Óskarsverðlaunin, Grammy-verðlaunin og MTV- verðlaunin eru afhent. Eftirvænt- ingin er nefnilega ekki síst að berja stjörnurnar augum, hver mætir með hverjum, hverju klæðast þau og svo að lokum, hver stendur uppi sem sigurvegari. Uppbygging og fram- vinda þessara hátíða er afar fyr- irsjáanleg, vinningshafarnir koma sjaldnast á óvart og þakkarræður einkennast gjarnan af vandræða- legum ástarjátningum og beiðni um frið á jörð. Hérlendis hafa þakk- arræður vinningshafa ekki enn náð bandarískum fyrirmyndum (Guði sé lof segja trúlega margir). Sjónvarps- efnið sjálft er þó sett upp á sama máta. Fylgst er með prúðbúnum gestum koma til hátíðanna, boðið upp á hressileg skemmtiatriði á milli verðlaunaafhendinga og þaulæfðir brandarar notaðir til að skemmta áhorfendum.    Margt leikhús- og kvikmynda-gerðarfólk hérlendis hefur lýst verðlaunahátíðunum meira sem uppskeruhátíð, einskonar árshátíð þar sem litið er yfir farinn veg og því fagnað sem vel hefur verið gert. Það er því kannski með því hugarfari sem maður á að horfa á verð- launahátíðirnar, uppskeruhátíð þar sem fólk fær verðlaun fyrir góð störf í þágu listarinnar án þess þó að taka því of alvarlega. Keppt í listum? ’Stóra spurningin er;er hægt að keppa í listum?‘ AF LISTUM Birta Björnsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Mugison átti að margra mati bestu plötu síðastliðins árs. birta@mbl.is Sean Penn hefur á ný brugðið sér í hlutverk frétta-manns og það ekki í kvikmynd heldur í raun og veru. Hann er nú staddur í Íran og sendir þaðan fréttir af forsetakosningunum sem fara fram um helgina. Það var bandaríska dagblaðið San Francisco Chronicle sem sendi Penn á staðinn en blaðið sendi Penn einnig til Íraks árið 2002 til að skrifa um að- draganda innrásar Bandaríkjamanna í landið. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.