Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Aðalsteinn Grét-ar Guðmundsson fæddist í Otradal í V- Barðastrandarsýslu 14. júlí 1936. Hann lést á sjúkrahúsi Pat- reksfjarðar 1. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guð- mundur Guðmunds- son og Sigurósk Sigurðardóttir. Aðal- steinn ólst upp í Otra- dal hjá föður sínum og Henríettu Her- mannsdóttur ásamt systkinum sínum Hermanni, Eiríki, Þorbjörgu, Dav- íð, Kristjáni, Gunnari, Runólfi, Nínu, Sigurði og Unu Elíasdóttur (uppeldissystur). Einnig átti Aðal- steinn tvö systkini sammæðra, þau Fjólu Eleseusdóttur og Jón Kristján Ólafsson. Eiginkona Aðal- steins var Sigríður Sturludóttur, f. 17. okt. 1932, d. 21. des.1968. Börn Aðal- steins og Sigríðar eru: Ólöf Henríetta, f. 10. ágúst 1956, Sturla Janus, f. 31. janúar 1959, Ólafur Grétar, f. 26. maí 1960, Guðmundur, f. 12. júlí 1962, Sigur- ósk Rannveig, f. 12. febrúar 1964, og Sigríður Kr., f. 14. desember 1966. Útför Aðalsteins var gerð frá Flateyrarkirkju laugardaginn 7. maí. Vinur okkar, Aðalsteinn Grétar Guðmundsson, hefur leyst landfest- ar í síðasta sinn. Alli á Patró, eins og við kölluðum hann í minni fjölskyldu. Vafalaust var honum léttir að ljúka erfiðum og langvarandi veikindum. En skarðið í vinahópinn er stórt. Skarð sem enginn annar getur hlaupið í. Alli var svo sérstakur. Hann var fæddur í Arnarfirðinum fyrir tæpum sjötíu árum. Var það sem í þá daga var kallað lausaleiks- barn. Ólst upp hjá Guðmundi föður sínum, bónda og sjómanni, og konu hans Henríettu Hermannsdóttur, húsmóður og rithöfundi. Eldri systk- ini hans voru þá stálpuð eða uppkom- in og drengurinn varð brátt eftirlæt- ið á heimilinu. Þar sem ekki var nú beinlínis lognmolla eins og hægt er að ímynda sér, þar sem hópur uppi- vöðslusamra stráka óx úr grasi. Guð- mundur faðir þeirra var hrjúfur og snöggur upp á lagið, en kjarkmaður og dugnaðarþjarkur. Það eina sem að hans dómi var ófyrirgefanlegt var ef menn unnu ekki myrkranna á milli. Hjálpsemi hans var og alþekkt. Henríetta hélt utan um þessa óbil- gjörnu fjölskyldu, eldaði og skrúbb- aði, skrifaði tvær skáldsögur, ávítaði, huggaði og sætti og skyggndist inn í aðra heima. Hjá þessari kjarnakonu óx hinn ungi Aðalsteinn upp, skírður tískunöfnum þess tíma. Hann hafði ekkert samband við móður sína á æskuárunum, en að hann hefur samt talið sig henni vandabundinn, sést á því að seinna bar ein dóttir hans nafn hennar, Sigurósk Rannveig. Systir Alla segir að hann hafi verið glað- lyndur strákur, alltaf hlaupandi, hlæjandi og syngjandi. Enda kunni hann frá mörgu spaugilegu að segja frá bernskuárunum. Guðmundur faðir hans átti kindur, einnig eftir að fjölskyldan flutti á Bíldudal. Þegar Alli stálpaðist átti hann að vera smali. En hann var ekki fjárglöggur og til öryggis batt hann mislita band- spotta í hjörð sína, svo hún skyldi ekki týnast saman við fé nágrann- anna. Faðir hans hristi höfuðið; – Aldrei held ég að þú verið bóndi, Alli minn, sagði hann. Það urðu þó ekki áhrínsorð. En Alli varð snemma laginn sjó- maður og sjómennskan varð að mestu hans ævistarf. Ungur að árum trúlofaðist hann Sigríði frá Breiðadal, fallegri og skapmikilli stúlku sem vissi hvað hún vildi. Þau vöktu athygli þar sem þau komu. Hann hár og skarpleitur, með sitt kolsvarta hár og sterku útgeisl- un. Nú hefði lífið átt að brosa við þessum ungu manneskjum. En þannig átti það ekki að verða. Alli minntist þess á efri árum að ein- hvern tíma, þegar hann ungur mað- ur kom til Reykjavíkur, hafði hann, meira í gamni en alvöru, farið til spá- konu. Eftir nokkra umhugsun leit konan á hann og sagði: – Ég held að ég sé ekkert að rekja þitt lífshlaup, vinur minn. Þetta er svo óskaplegt sem á fyrir þér að liggja að það er best fyrir þig að vera ekkert að grufla út í það. Með það heilræði lagði ungi maðurinn út í lífið. Alli og Sigga bjuggu á Flateyri. Á fáum árum eignuðust þau stóran barnahóp. Þrjá drengi, þá Sturlu, Ólaf og Guðmund og þrjár stúlkur, Ólöfu, Sigurósk Rannveigu og Sig- ríði. Eina stúlku misstu þau ný- fædda. Lífsbaráttan var því ekki auðveld ungu hjónunum, vildi til Alli var aflakló. Einhvern tíma sagði hann okkur frá fyrsta bátnum sem hann keypti. Ekki hefði sá farkostur fengið skoð- un núna. Eina öryggistækið um borð var áttavitinn og hann var ekki fast- ur, eins og áttavitar eiga að vera, heldur var hafður á ýmsum stöðum, enda flaug hann fyrir borð í einhverj- um veltingnum. Roskinn maður, sem einkum var þekktur fyrir hversu sér- lundaður hann var, réðst háseti. Kímnigáfa Alla bjargaði þeirri sam- vinnu og svo fór að gamla manninum þótti vænt um hann og vildi gera honum allt til þægðar. Á þessum bát mokfiskuðu þeir félagar um sumarið, svo að Alli kvaðst ekki hafa aflað bet- ur í annan tíma. Seinna eignaðist hann betri og traustari báta. Ólafur mágur hans var stundum með hon- um á sjó og þeir voru miklir mátar. Ólafur dó ungur og var sárt saknað. En það var þó bara byrjunin. Þegar elsta barn þeirra hjóna var tólf ára, lentu þau í bílslysi í hálku á Breiða- dalsheiði. Þau voru að koma frá Ísa- firði. Þar lést Sigríður frá sínum stóra barnahóp. Þetta var í vikunni fyrir jólin. Og þetta átti að verða góð ferð, sagði Alli löngu seinna. – Það hafði verið dálítið erfitt þennan vetur og ég ætlaði að koma henni á óvart og gefa henni kápu í jólagjöf ... Þá kápu þurfti Sigríður aldrei að nota. Alli átti að liggja á sjúkrahúsi, því hann var töluvert slasaður. En einn daginn strauk hann þaðan, sem frægt varð, þegar hann heyrði ávæn- ing af því að læknar teldu þurfa að taka af honum annan fótinn. Og hann varð lánsamur í óláni, fóturinn greri furðu vel, þó aldrei yrði hann jafn- góður. Yngsta telpan var skírð við kistu móður sinnar, Sigríður – Sigga litla var hún ávallt kölluð. Hafi nokkurt barn líkst föður sínum þá var það Sigga litla, enda elti hún hann eins og skugginn hans, svo framarlega sem hann var í landi. Alli sagði mér einu sinni að honum hefði boðist gott fósturheimili fyrir þessa yngstu dóttur sína. En hann afþakkaði. Hann gat ekki hugsað sér að láta neitt barnanna frá sér. Næstu ár varð það hans stóra takmark að koma þeim til manns. Þar sem hann var sjómaður varð hann að hafa ráðskonur og gekk á ýmsu um þeirra samlyndi. Stundum frétti maður að nú væri Alli á föstu eða að nú væri Alli áreiðanlega trúlofaður. En aldr- ei varð það til frambúðar. Hann mun hafa syrgt Sigríði konu sína meira en hann jafnvel gerði sér ljóst sjálfur. Og í hans fjölskyldu var ekki siður að flíka tilfinningum. „Vanlíðan“ var sterkasta orðið sem ég heyrði hann nota um tilfinningakreppu. Ráðskonutímabilið leið hjá, börnin stækkuðu og urðu vel gefin og rösk. Systurnar tóku snemma við heimilis- haldinu, fyrst Lóa (Ólöf) og svo Sigga Ranna (Sigurósk Rannveig). Hún var ótrúlegur unglingur. Fyrir utan grunnskólanám, sem hún auð- vitað varð að stunda eins og önnur börn, prjónaði hún lopapeysur á fjöl- skylduna, ræstaði, eldaði og bakaði. Ef maður gerði henni einhvern smá- greiða var hún vís til að færa manni stærðar köku með kremi og öllu saman. Allt lék í höndunum á Siggu Rönnu. Því miður tók líf þessarar in- dælu stúlku neikvæða stefnu og feðginin fjarlægðust hvort annað, báðum til óhamingju. Alli var geðríkur maður og stórlát- ur. Það kallaði yfir hann ýmsa erf- iðleika sem e.t.v. hefði mátt sleppa við. En hann var líka vinur vina sinna, hjálpsamur og greiðvikinn. Ekki þýddi neinum að halla á minni máttar ef Alli var nálægt. Hann var að eðlisfari glaðlyndur, sóttist eftir glaum og gleði. Svo sem vænta mátti vildi það stundum fara „yfir strikið“. En jafnvel þótt menn lifi hátt, finnst almannarómnum þeir aldrei lifa nógu hátt. Hann bætti við, skreytti gjarnan og skáldaði. Enda varð Alla einhvern tíma að orði: – Ég er svo sem ekkert að afsaka mig, en ég veit ekki á hverju fólk heldur að við höf- um lifað öll þessi ár. Hefði ég drukk- ið stanslaust hefði aldrei verið til peningur, enda hefði ég ekki haft tíma til að vinna fyrir honum. Eina sögu frá þessum árum langar mig til að láta fljóta hér með og vona ég að það fyrirgefist: Það var ball á Flateyri og Alli gekk út í samkomu- AÐALSTEINN GRÉT- AR GUÐMUNDSSON Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, UNNUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Dunhaga 17, lést mánudaginn 30. maí síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Neskirkju þriðju- daginn 21. júní kl. 13.00. Jón Örvar Skagfjörð, Guðfinna Alda Skagfjörð, Björgvin Gylfi Snorrason, Gísli Skagfjörð, Karen Lilja Björgvinsdóttir, Eva Björk Björgvinsdóttir. Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JENSÍNU SVEINSDÓTTUR frá Gillastöðum í Reykhólasveit. Sérstakar þakkir til starfsfólks á H-2, Hrafnistu í Reykjavík fyrir frábæra umönnun. Hjörtur Hjartarson, Unnur Axelsdóttir, Hermann Hjartarson, Edda Halldórsdóttir, Kolbrún Hjartardóttir, Helga Guðmundsdóttir, Matthías Hjartarson, Elísabet G. Hjartardóttir Rune, Allan Rune, Sveingerður S. Hjartardóttir, Guðmundur Einarsson, ömmubörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHILDUR ÞORGEIRSDÓTTIR Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Álfaskeiði 49, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Garðakirkju mánuda- ginn 20. júní kl. 13. Þorgeir Sæmundsson, Margrét Guðmundsdóttir, Helgi Sæmundsson, Guðbjörg Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU ÁSDÍSAR JÓNASDÓTTUR, Mánatúni 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa hjúkrunarþjón- ustunni Karitas og Sigurði Björnssyni yfirlækni á lyflækningasviði II, Landspítala háskólasjúkrahúsi. Guð blessi ykkur öll. Birgir J. Jóhannsson, Guðrún Birgisdóttir, Chuck Mack, Jónas B. Birgisson, Stella Guðmundsdóttir, Inga Jóhanna Birgisdóttir, Halldór Úlfarsson, Sigrún Birgisdóttir, Óskar Baldursson, Haukur Birgisson, Áslaug María Magnúsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Fjarðarás 25, 110 Reykjavík • utfarir@utfarir.is Sími 567 9110 • 893 8638 • Fax 567 2754 • www.utfarir.is Útfararþjónustan Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.