Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
18. júní 1995: „Erfitt hefur
reynzt að kanna og meta svo
óyggjandi sé, hve stórum
hluta sjávaraflans er kastað
fyrir borð á fiskiskipum okk-
ar. Frásagnir sjómanna og
fréttaskýringar, sem birzt
hafa í Morgunblaðinu síðustu
daga, leiða á hinn bóginn lík-
ur að því, að um verulegt
magn sé að ræða, jafnvel
tugþúsundir tonna af bol-
fiski, einkum þorski. Skoð-
anakönnun meðal sjómanna
sem Kristinn Pétursson, fisk-
verkandi á Bakkafirði, lét
gera um áramótin 1989–1990,
gaf til kynna, að rúmlega
fimmtíu þúsund tonnum af
bolfiski hefði verið fleygt.
Á undanförnum vikum
hafa þrír blaðamenn Morg-
unblaðsins talað við sjómenn
víðs vegar um landið um
þetta vandamál. Viðtöl þessi
hafa verið birt hér í blaðinu
undir nafnleynd. Ástæðan er
sú, að sjómenn treysta sér
ekki til að tala um þessi mál
undir nafni, nema í und-
antekningartilvikum, af ótta
við að missa vinnu sína. Þetta
er óskemmtilegt til frásagnar
en engu að síður staðreynd.
Fyrir nokkrum árum gerði
Morgunblaðið tilraun til að fá
sjómenn til að tala um þenn-
an vanda undir nafnleynd en
þá voru þeir yfirleitt ófáan-
legir til þess. Nú hefur það
breytzt, sennilega vegna
þess, að sjómönnum ofbýður
það, sem gerist á hafi úti.
Samtölin við sjómennina
staðfesta frásagnir, sem
gengið hafa manna á meðal
um að fiski sé hent í stórum
stíl. Slæmt er ástandið á Ís-
landsmiðum en verra á fjar-
lægari miðum eins og t.d. í
Smugunni sl. sumar.“
. . . . . . . . . .
16. júní 1985: „Það er fyrst
og fremst þrennt, sem þjóð-
arvitund okkar sækir nær-
ingu til, landsins, tungunnar
og sögunnar.
Forsjónin hefur lagt okkur
þetta land upp í hendur,
gögn þess og gæði, í senn til
varðveizlu og framfærslu.
Við stöndum í óbættri skuld
við land okkar. Við verðum
að gera allt, sem í mannlegu
valdi stendur, til að hefta
uppblástur landsins, græða
upp sár þess, varðveita sér-
stæða náttúru og þær auð-
lindir margs konar, sem
byggð í landinu og lífskjör
fólks hvíla á.
Jafnframt þurfum við að
nýta gögn landsins og gæði
þann veg, að hér megi
tryggja til langrar framtíðar
velmegun þjóðar og efna-
hagslegt sjálfstæði. Við meg-
um ekki ganga of nærri þess-
um gæðum.“
. . . . . . . . . .
15. júní 1975: „Ríkisstjórnin
markaði þá stefnu um leið og
hún tók við völdum að við
ríkjandi aðstæður í efnahags-
málum bæri fyrst og fremst
að leggja áherzlu á að bæta
kjör láglaunafólks. Eftir þau
áföll, sem við höfum orðið
fyrir, varð kjararýrnun ekki
umflúin enda hefur þjóðin
búið við falska kaupgetu um
tíma. Geir Hallgrímsson for-
sætisráðherra lýsti yfir því á
fyrstu dögum ríkisstjórn-
arinnar, að þeir sem betur
væru staddir yrðu að taka á
sig auknar byrðar til þess að
unnt yrði að bæta hag lág-
launafólksins.
Þessari stefnu hefur verið
fylgt eftir með ýmiss konar
ráðstöfunum af hálfu stjórn-
valda eins og launajöfn-
unarbótum og skattalækk-
unum. Þetta er í fyrsta
skipti, sem tekist hefur að
framkvæma þessa stefnu og
hefur ríkisstjórninni því orð-
ið meira ágengt í því efni en
launþegasamtökunum í
frjálsum samningum. Þróun
lægstu launaflokka í hlutfalli
við verðlagshækkanir ber
gleggst vitni um árangurinn
af þessari stefnu.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Þ
að umhverfi sem íslenskir
myndlistarmenn starfa í
hefur tekið miklum stakka-
skiptum undanfarin fimm
ár. Meiri kröfur eru gerðar
hvað starfsumhverfið varð-
ar og atvinnumennska á
borð við þá sem þróast hef-
ur í nágrannalöndunum er orðin ríkari þáttur
í hugmyndafræðilegri stefnumótun á sviði
myndlistarinnar, sem og umræðu um hana,
hvort heldur sem litið er til myndlistarmanna
sjálfra eða þeirra stofnana samfélagsins sem
vinna á þessu sviði. Þátttaka Íslendinga í Fen-
eyjatvíæringnum er svo sannarlega nærtækt
dæmi til marks um þessa þróun, en eins og
fram kom í fréttaflutningi Morgunblaðsins
þaðan, hefur aldrei fram að þessu verið staðið
jafnfagmannlega að verki við framkvæmdina
og nú. En eins og væntanlega er óþarfi að
taka fram er Feneyjatvíæringurinn mikilvæg-
asta stefnumót myndlistarmanna í heiminum –
eins konar Ólympíuleikar þjóðanna á þessu
sviði.
Hlutverk CIA
í íslenskri
myndlist
Stofnun CIA (Center
for Icelandic Arts/
Kynningarmiðstöðv-
ar íslenskrar mynd-
listar) markaði mik-
ilvæg þáttaskil í
þessari þróun. Með því að taka af skarið og
leggja saman krafta sína til að ýta slíkri stofn-
un úr vör viðurkenndu allir þeir aðilar sem að
samstarfinu standa (Samband íslenskra mynd-
listarmanna, Hafnarborg – menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar, Listasafn Akur-
eyrar, Listasafn ASÍ, Listasafn Íslands, Lista-
safn Kópavogs, Listasafn Reykjavíkur, Mynd-
stef, Nýlistasafnið og Útflutningsráð) loks
formlega nauðsyn þess að skapa myndlist-
arumhverfinu faglegan starfsgrundvöll og far-
veg til að koma upplýsingum og öðru efni
tengdu myndlist á framfæri, með áþekkum
hætti og tíðkast annarsstaðar. Ríkisvaldið –
sem fram að þessu hefur verið sá aðili sem
hefur haft mest mótandi áhrif á myndlist-
arumhverfið m.a. með safnrekstri, þátttöku í
Feneyjatvíæringnum og úthlutun listamanna-
launa – steig með stofnun CIA skref sem líta
má á sem fjárfestingu. Hún er mun líklegri til
að skila myndlistarlífinu og menningunni sem
heild markvissari árangri, heldur en það fyr-
irkomulag sem áður var við lýði á vegum
menntamálaráðuneytisins sjálfs við úthlutun á
fé til myndlistar. Þrátt fyrir smæð sína, ætti
CIA að hafa burði til að taka vel upplýstar
stefnumótandi ákvarðanir, sem eru í samræmi
við það andrúmsloft er ríkir í alþjóðlegu sam-
hengi og starfsumhverfi listamanna um þessar
mundir. Forstöðumaðurinn, dr. Christian
Schoen, er vel menntaður á sínu sviði og í
ágætum tengslum út fyrir landsteinana, auk
þess að búa yfir notadrjúgri starfsreynslu á
áþekku sviði frá heimalandi sínu. Samstarf
CIA við SÍM (Samband íslenskra myndlist-
armanna) tryggir jafnframt aðgang CIA að
nauðsynlegum upplýsingum um innlent um-
hverfi, einstaka listamenn og þau verkefni
sem efst eru á baugi hverju sinni – en sá þátt-
ur starfseminnar er í raun undirstaða þess að
CIA njóti trúnaðar þeirra myndlistarmanna
sem starfa hér og geti verið trúverðugur
fulltrúi þeirra út á við.
Þó að CIA hafi ekki starfað lengi, hefur
ýmsu þegar verið komið í verk. Strax í byrjun
sumars, um það leyti er Listahátíð í Reykjavík
var að hefjast, var komin upp heimasíða fyrir
miðstöðina. Í kjölfarið fylgdi útgáfa frétta-
bréfs og jafnframt markviss upplýsingamiðlun
á Netinu sem og í húsnæði miðstöðvarinnar í
Hafnarstræti í Reykjavík. Á meðan á Listahá-
tíð stóð var CIA því miðstöð upplýsingamiðl-
unar fyrir hátíðina, en eins og gefur að skilja
er afar mikilvægt að slík miðlun eigi sér vísan
samastað, ekki einungis á meðan á hátíðinni
stendur heldur einnig í framhaldi af henni.
Með þeim hætti skapast samfella í upplýs-
ingastreyminu um myndlistarlífið hér – bæði
innanlands og utan.
CIA er enn að slíta barnsskónum og ótíma-
bært að leggja heildarmat á þá vinnu sem þar
fer fram. Það liggur þó fyrir að að kynning-
armiðstöðin sem slík getur eins og áður sagði
verið öflugt tæki til hugmyndafræðilegrar
stefnumótunar. Eins og áður hefur verið bent
á í ritstjórnarskrifum Morgunblaðsins – fyrst
í leiðara 4. október árið 2001 – með vísun í
viðtal við Ólaf Elíasson sem þá var að slá fyrst
í gegn á alþjóðavettvangi, þurfa „alþjóðlegir
sýningarstjórar, sem ferðast um heiminn til að
skoða list með það í huga að koma henni á
framfæri á alþjóðlegum vettvangi [...] að hafa
aðgang að öflugu kynningarkerfi í hverju
landi“. Í viðtalinu sem vísað var til sagði Ólaf-
ur að ef rétt væri að kynningarmálum staðið
væri „ekkert því til fyrirstöðu að þeir upp-
götvi íslenska list og komi henni inn í hið al-
þjóðlega listumhverfi.“ Þær aðstæður sem
Ólafur vísar þarna til og virtust svo fjarlægar
eru nú að hluta til orðnar að veruleika, og má
í því sambandi benda á starf Jessicu Morgan,
sýningarstjóra hjá Tate Modern, sem var sýn-
ingarstjóri yfir myndlistarþætti nýliðinnar
listahátíðar, nýleg skrif Hans Ulrich Obrist,
sýningarstjóra hjá Nútímalistasafninu í París
um Gabríelu Friðriksdóttur fulltrúa Íslands í
Feneyjum, í breska tímaritið i-D og ýmislegt
fleira. Áhugi þeirra sem starfa innan þeirra
stofnana sem hafa hvað mest völd í alþjóðlega
listheiminum er auðvitað ómetanlegur og get-
ur auðveldað íslenskum myndlistarmönnum
mjög að fá hljómgrunn fyrir verk sín utan
landsteinanna.
Menningin
er virkt afl
Starf kynningarmið-
stöðva á borð við
CIA þarf að vera
margþætt og í raun
töluvert umfangsmikið til þess að þjóna heild-
inni sem best. Innan íslensks listheims, rétt
eins og annars staðar, eru margvíslegar stefn-
ur í gangi sem allar eiga rétt á sér og þjóna
mikilvægu hlutverki í þeim skoðanaskiptum er
til samans mynda orðræðu myndlistarheims-
ins. Auk þess að vera brennipunktur fyrir
slíka hugmyndafræðilega þróun þarf CIA
einnig að hafa bolmagn til að taka þátt í öllum
helstu stærri viðburðum í hinum alþjóðlega
listheimi, en Feneyjatvíæringurinn er þar
auðvitað fremstur í flokki. Þar að auki eiga
hliðstæðar stofnanir í öðrum löndum, svo sem
British Council í Bretlandi, Iaspis í Svíþjóð og
FRAME í Finnlandi, iðulega að auki frum-
kvæði að skipulagningu viðburða af ýmsu tagi;
svo sem vinnuferðum listamanna, sýningum
eða listviðburðum, útgáfustarfsemi og sam-
starfi við gagnabanka og tengiliði ýmiss kon-
ar. Starfsemi þeirra hefur fyrir löngu sannað
gildi sitt fyrir myndlistar- og menningarlíf
þessara landa, enda er þeim nú trúað fyrir
umtalsverðum fjármunum til að sinna hlut-
verki sínu. Í Danmörku var danska samtíma-
listastofnunin DCA þó lögð niður fyrir nokkru
og í hennar stað stofnað einskonar listráð, en
sú ráðstöfun hefur ekki reynst farsæl sem lýs-
ir sér m.a. í því hversu mikilli gagnrýni nýja
listráðið hefur þurft að sæta.
Ef CIA stendur sig í framtíðinni með þeim
hætti sem vonir standa til, eru mun meiri lík-
ur á því að myndlistarmenn beri það úr býtum
sem þeir verðskulda. Þegar hæfileikaríkur
listamaður fær góðan bakhjarl opnast margir
möguleikar sem ekki hafa verið til staðar fram
að þessu í íslenskum myndlistarheimi. Það er
því vonandi að menntamálaráðuneytið og þeir
sem að kynningarmiðstöðinni standa sjái til
þess að stofnunin geti eflst og fái þær fjárveit-
ingar sem hún þarf til að reka starfsemi sína
af myndarskap. Íslenskir myndlistarmenn eru
færir og geta auðveldlega orðið málsmetandi
þátttakendur á sviði alþjóðlegra samtímalista.
Ávinningurinn af slíkri þróun getur orðið
ómetanleg vítamínsprauta fyrir íslenskt
menningarlíf. Það er löngu kominn tími til
þess að þjóðin endurmeti hlutverk menningar-
innar í samfélaginu sem heild og átti sig á
hlutverki hennar sem virks afls. Menningin á
sér ekki einungis stað í fortíð eða liðinni sögu
þjóðarinnar – en þannig er iðulega vísað til
hennar á hátíðlegum stundum. Hún er virkust
á líðandi stundu og sem slík iðulega drif-
kraftur margvíslegra annarra þátta er lúta að
samfélagsþróun framtíðarinnar.
Myndlistar-
þáttur
Listahátíðar
í Reykjavík
Listahátíð í Reykja-
vík sem lauk fyrir
skömmu, var í meg-
inatriðum helguð
myndlist að þessu
sinni. Er það í fyrsta
sinn sem sú tilhögun
er valin en sú ákvörðun helst í hendur við það
að Listahátíð verður haldin á hverju ári héðan
í frá. Þótt enn hafi ekki verið upplýst um það
hvort myndlist verður aftur ráðandi þáttur að
tveimur árum liðnum, er vonandi að svo verði.
Sá fjöldi fjölmiðlafólks og annarra fagaðila á
sviði myndlistar er sótti viðburðinn, er til
marks um það að nú er lag fyrir íslenskt
myndlistarlíf til þess að treysta sambandið við
hinn alþjóðlega myndlistarheim. Enginn vafi
19. JÚNÍ
Níutíu ár eru í dag liðin frá þvíað konur fengu kosningarétt áÍslandi. Þann dag samþykkti
Kristján X konungur stjórnarskrána,
sem hafði verið samþykkt á Alþingi
tveimur árum áður. Síðan þá hefur
hlutur kvenna í stjórnmálum aukist
smátt og smátt, þótt vissulega hafi allt
of hægt gengið. Sjö ár liðu þar til
fyrsta konan, Ingibjörg H. Bjarnason,
skólastjóri Kvennaskólans í Reykja-
vík, var kjörin á þing. Fyrsti kven-
ráðherrann, Auðun Auðuns, tók ekki
sæti fyrr en 1970. Lengi vel sátu í
mesta lagi þrjár konur á þingi og fór
þeim ekki að fjölga að ráði fyrr en eft-
ir kosningarnar 1983 þegar Samtök
um Kvennalista buðu í fyrsta sinn
fram til Alþingis. Eins og fram kemur
í fréttaskýringu eftir Örnu Schram í
Morgunblaðinu í dag sitja nú 20 konur
og 43 karlar á Alþingi. Nú eru þrjár
konur og níu karlar ráðherrar. Þetta
misræmi er tímaskekkja og verður
ekki réttlætt með neinum skynsam-
legum rökum. Mun fleiri konur standa
framarlega í stjórnmálum, en í at-
vinnulífinu eins og oft hefur verið bent
á. Hins vegar er ljóst að ákveðnar að-
stæður og viðhorf í þjóðfélaginu vinna
gegn því að konur gefi sig að stjórn-
málum og er nauðsynlegt að taka á
því. Það gerist við það að fleiri konur
hasla sér völl í stjórnmálum, en nauð-
synlegt er að leita leiða til að hraða
þeirri þróun. Stundum er talað um að
nú sé svo komið í jafnréttisumræðunni
að karlar standi nú höllum fæti vegna
þess að konur séu teknar fram yfir þá,
en tölfræðin á öllum sviðum þjóðlífs-
ins sýnir svo ekki verður um villst að
slíkt tal á ekki við nokkur rök að
styðjast. Í raun má benda á hið gagn-
stæða – að konur þurfi meiri menntun
og veglegri afrekaskrá til að eiga
sömu möguleika og karlar í að ná
frama og árangri.
Ragnhildur Helgadóttir var fyrst
kvenna kjörin forseti þingdeildar og
önnur kvenna skipuð ráðherra. Þegar
hún bauð sig fram til þings 26 ára
gömul árið 1956 sat engin kona á
þingi. „Mér fannst fráleitt – og það
sama átti við um margar aðrar konur
– að engin kona skyldi vera á þingi,“
segir hún í viðtali í Morgunblaðinu í
dag. „Þegar ég svo stóð frammi fyrir
þessari ákvörðun, varð mér ljóst að ef
ég samþykkti þetta ekki, yrði trúlega
engin kona á þingi. Þess vegna ákvað
ég að gera uppstokkun á lífi mínu svo
þetta yrði hægt.“ Hún bætir við að
þetta sé eitt af því sem konur geti
gert til að bæta kvenréttindi, það er
tekið sjálfar af skarið.
Undir þetta tekur Guðrún Inga Ing-
ólfsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðis-
flokksins: „Það er ekki hægt að bíða
endalaust eftir því á hliðarlínunni að
ástandið breytist heldur verður maður
að taka þátt og hafa áhrif.“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-
maður Samfylkingarinnar, bendir á að
það geti verið neikvætt fyrir konur
þegar flokkarnir telji „nauðsynlegt að
fríska upp á sig og vera kjósenda-
vænni“ með því að fjölga konum á list-
um að ávallt sé talað um konur eins og
þæar séu „bara konur“, en ekki allt
hitt, sem þær séu líka, til dæmis höf-
uðborgarbúar, landsbyggðarfólk, þátt-
takendur í atvinnulífinu og annað.
Enginn sé bara karl eða kona.
Þessi hugsun er vitaskuld lykillinn
að jafnrétti. Að einu gildi um kyn og
einstaklingurinn fái að njóta sín vegna
verðleika sinna og kosta. Fyrir 90 ár-
um var hægt að stíga það grundvall-
arskref að konur fengju kosningarétt
og kjörgengi til Alþingis. Með því að
halda upp á 19. júní er minnt á það að
ekkert stendur í stað, en um leið að
árangur í baráttunni fyrir jafnrétti
kynjanna næst ekki af sjálfu sér.