Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
L
istahátíð 2005 er
lokið, utan aðal-
sýninga hennar
sem standa mun
lengur og ber þá
helst að nefna þrí-
skipt yfirlit á þró-
unarferli Dieters Roth, í Listasafni
Íslands, Listasafni Reykjavíkur,
Hafnarhúsi, og Gallerí 100º, sýn-
ingarsal Orkuveitu Reykjavíkur.
Mál að gera hér nokkra úttekt,
þótt einstakir liðir séu þess eðlis
að þeir hafi farið fyrir ofan garð og
neðan hjá skrifara, raunar fleiri
gildum myndlistarmönnum,
stefnumörkin þykja í þeim mæli
einsleit og sundurslitin. Yfirlitið á
lífsverki Dieter Roths þannig á
þrem stöðum og margt gamal-
kunnugt frá fyrri sýningum hér á
landi. Þar fyrir utan hefur lands-
mönnum verið haldið meira en vel
við efnið með reglubundnum sýn-
ingum safnanna á hérlendum spor-
göngumönnum hans.
Svo á að heita, að myndlist hafi
verið í brennidepli að þessu sinni,
listahátíðin frá fyrstu tíð aðallega
hverfst um tónlistina. Þó má með
þakklæti minnast ýmissa eftir-
minnilegra listsýninga frá útland-
inu er hingað rötuðu, en stundum
um að ræða sýnishorn eða hálfgert
uppsóp frá ferli viðkomandi, þótt
nóg væri uppistandið í kringum
þær. Mál einfaldlega að borin von
er að okkar fámenna þjóð geti
staðið undir því að fá til sín fágæta
dýrgripi og úrval lykilverka manna
eins og Picassos, Chagalls, Mat-
isses og annarra jöfra. Að maður
nefni hér ekki Rembrandt, Goya,
Cézanne og Gauguin. Vera um leið
í samkeppni við heimslistasöfnin
sem soga til sín allt að fjórar til
sex milljónir gesta árlega. Hins
vegar ekki útilokað að næla í
hliðargeira í list meistaranna, sem
voru sumir mjög fjölhæfir. Málm-
þrykksröðin Kenjarnar eftir Goya
á Listasafni Akureyrar frábært
dæmi. Íslendingar fengu og
nokkra nasasjón af heimslistinni
þegar farandsýning Litlu hallar-
innar í París náði hingað, Lista-
safn Íslands þó naumast í stakk
búið til að hýsa slíkar sýningar. Í
mörgum skilningi mætti nefna
„monthúsið“ við Tjörnina með öll-
um sínum takmörkunum, símaklef-
ann meðal þjóðlistasafna Evrópu.
Ástæða til að minna hér endur-
tekið á örfárra klukkustunda flug
til heimsborganna beggja vegna
Atlantsála, ennfremur að fjölþætt
lífsmögnin innan veggja listasafna
gerir öllum gott sem hafa móttöku-
tækið í lagi. Engar varúðarráðs-
stafanir eins og olíur þarf að bera
á lífsandann til varnar óæskilegum
geislum úr himinhvolfinu líkt og
efnislegu umbúðirnar á sólar-
ströndum.
Fyrir heppilegar aðstæðurer framkvæmdin í kring-um Dieter Roth ein affáum undantekningum frá
reglunni, margt af því markverð-
asta sem eftir listamannin liggur
þannig ratað hingað. Þó saknaði ég
ýmislegs frá sýningunni á MoMA,
Queens, einkum hinnar hrifmiklu
yfirsýnar á einum stað og frábæru
samfelldu uppsetningar.
Auðvitað mikill fengur af að fá
þessa framkvæmd hingað, en hefði
ekki endilega þurft að gerast í
kringum opinbera listahátíð og
allri þeirri samkeppni um athygli
sem óhjákvæmilega fylgir slíkum
gjörningi. Trúlega náð til mun
fleiri á öðrum tíma þá kastljósið
hefði óskipt beinst að listamann-
inum einum, samræðan um leið. Í
ljósi hins langa undirbúnings skil
ég alls ekki hví ekki var hugað að
ítarlegri sýningarskrá líkt og á
Schaulager, Basel, jafnframt
enskri útgáfu hennar í New York.
Hér höfðu menn milli handanna
einstakt tækifæri til frábærrar
kynningar á listamanninum, ein-
ungis þurfti að þýða lesmálið yfir á
íslenzku. Um óskiljanlega hand-
vömm að ræða sem rýrir slagkraft
framkvæmdarinnar, er sem heil-
ann vanti þótt mögulegt sé að
nálgast ensku útgáfuna. Þetta
skulda Íslendingar listamanninum
mun fremur en þá þrískiptu um-
gjörð sem honum er búin, sem
skilar minningunni einni en vekur
upp margar ósvaraðar spurningar.
Íslenzka skráin hvorki fugl né fisk-
ur við hliðina á hinum. Jafnframt
hefði útgáfan markað tímamót um
kynningu á myndlistarmanni hér á
landi, því engin fordæmi veit ég
um íslenzka sýningarskrá/katalógu
ívið líka upplýsandi, hlutlægum
gagnsæjum og skilvirkum búningi.
Dieter Roth var vissulega mjög
virkur í núlistum um sína daga,
gat enda nær ótruflaður einbeitt
sér að sköpunarferlinu meginhluta
starfsævinnar. Var þó ráðinn
gestaprófessor í Bandaríkjunum í
eitt ár en mun lítið hafa sinnt nem-
endum og ekki endurráðinn.
Kannski ekki kært sig um það,
einnig kenndi hann eina eða tvær
annir við MHÍ, en sú kennsla fór
aðallega fram utan veggja skólans,
þ.e. á öldurhúsum borgarinnar.
Átti ekki við eðli hans að kenna á
hefðbundinn hátt, en viðkynningin
við persónuna mun nemendum
hans hafa þótt mikilsháttar lífs-
reynsla og ber alls ekki að van-
meta. Hann var barns síns tíma,
þá myndlistarmenn voru að rífa
niður eldri gildi sem aldrei fyrr,
ögra viðteknum skilningi á eðli
sjónlista og notuðu til þess fjöl-
þætt meðöl, einnig gróf og óvönd-
uð. Sígildar aðferðir í listgrafík
fótum troðnar og ódýrum for-
gengilegum efnum lyft á stall,
einna greinilegast hjá listhópnum
Fluxus. Þetta varð að hópefli í
mörgum löndum en í upphafi Dada
1916, og seinna hjástefnunnar,
stóðu einungis örfáir frumkvöðlar
að baki hvarfanna. Var svo allar
götur fram yfir seinni heimsstyrj-
öldina og til sjöunda áratugsins er
68 kynslóðin umbylti heila mennta-
kerfinu. Og alveg fram að ný-dada
voru þetta hliðargeirar í myndlist-
inni sem fáir aðhylltust, en þróað-
ist svo frá því að vera hugsjón og
ástríða einstaklinga og fámennra
dreifðra listhópa í námsfag og sér-
deildir í myndlistarskólum, loks
fjöldahreyfingu og stífa markaðs-
væðingu, sem menn urðu sosum
meira en varir við í upphafi lista-
hátíðar.
Fyrrum var hið skapandifrumkvæði í höndumlistamannanna sjálfra enfræðingarnir komu í hum-
átt á eftir þeim og gáfu athöfnum
þeirra nafn, sögulegt og hug-
myndafræðilegt inntak. Til að
mynda var arkitektinn, málarinn
og rithöfundurinn Giorgio Vasari
(1511–74), einn um að rýna í og
skilgreina myndlistarmenn endur-
reisnartímabilsins, listin þróaðist
svo yfir í manerisma, barokk, ró-
kókó, nýklassík, impressjónisma,
táknsæi og loks módernisma. Mód-
ernisminn svo lungann af öldinni
ráðandi stílbrigði með alla sína
mörgu hliðargeira, við tók síðmód-
ernisminn (póstmódernisminn)
sem er svífandi hugtak með
nokkru afturhvarfi til fyrri stíl-
bragða. Guillaume Apollinaire
(1880–1918) og fleiri skáld voru ið-
in við að gefa nýstílum nöfn á
fyrstu tugum síðustu aldar, og
saga listarinnar samkvæmt grein-
ingu Denisar Diderot (1713–84),
boðbera upplýsingastefnunnar og
frumkvöðuls seinni tíma listrýni,
varð er fram liðu stundir almennt
háskólafag.
Halda má fram að fjölgun list-
sögufræðinga hafi í og með haldist
í hendur við útbreiðslu listhúsa
ásamt uppbyggingu listsafna sem
þjónuðu mjúkum þörfum í kald-
hömruðum heimi iðnaðarþjóðfélag-
anna. Listhúsin voru tiltölulega
nýtt fyrirbæri í upphafi síðustu
aldar, en hafa heldur betur undið
upp á sig, munu til að mynda vel á
sjötta hundrað í New York 1988!
Nú hefur þetta snúist við og
menn komnir að þeim mörkum í
nafni félagshyggju og hópefli að
listsögufræðingar og listheimspek-
ingar ráða ferðinni og boða enda-
lok einstaklingshyggjunnar. Áhrif
þeirra hafa aldrei verið meiri en
síðustu áratugi, né völd sýning-
arstjóra með þennan mennt-
unargrunn, jafnframt hefur mið-
stýrður rétttrúnaður í listum
þrengt sér fram. Seinni tíma gagn-
rýnendur eru stundum nefndir
bókhaldarar listarinnar og margir
hverjir meint handbendi sýningar-
stjóra og sú spurning stöðugt
áleitnari allra síðustu ár hvort list-
rýni hafi ekki lifað sig, sé með öllu
óþörf. Með tillærðri orðgnótt sem
einungis innvígðir botna í hafa
gerendur miðlað visku sinni til al-
mennings, eru um leið eins konar
þjónustufulltrúar einslitar mark-
aðsvæðingar listhúsa og núlista-
safna. Leiðir hugann að því sem
stundum er sagt um fyrirlesara að
þeir hafi alla spekina í raddbönd-
unum, en án innra samhengis.
Undarlegt að hinir sömu segist
vera að höfða til almennings, hins
breiða fjölda sem einmitt hefur
snúið við þeim baki, aðsókn að ein-
strengningslegum núlistasöfnum
þar sem viðkomandi eru í forsvari
stórminnkað, standa nær tóm dags
daglega og eiga í miklum rekstrar-
vanda. Nýjar fréttir herma að
Rooseum í Malmö standi jafnvel
fyrir lokun. Hinir hörðustu hafa
ekki gefist upp og mætt þessu með
því að gera hinar stóru alþjóðlegu
framkvæmdir að eins konar
Disney-löndum listarinnar, samlík-
ingin ekki komin frá skrifara held-
ur heimsþekktum listrýnum og
raunar 15–20 ára gömul, ef ekki
eldri. Sýningarstjórarnir hafa inn-
leitt það sem þeir nefna samruna
listgreinanna og snúið hinum fornu
sannindum við; „þar sem orðinu
sleppir hefst myndlistin“. Svo
langt hafa menn fjarlægst orð-
spekina, að svo komið er það mál-
æðið, hugmyndafræðin, leikrænir
tilburðir, afbrigðilegir gjörningar
sóttir til fjölleikahúsa, hávaði
sprell og afbrigðilegt klám sem
helst er inni í myndinni og á að
laða „nýja“ tegund sýningargesta
að, hinni fyrri hrygglengju safn-
anna um leið gefið langt nef. Öllu
heilbrigðari er ásóknin í hávís-
indaleg fyrirbæri í náttúrunni, og
hinn breiði fjöldi þar með á nót-
unum, en nokkur spurn hvort skil-
greina megi þau sem list, gerend-
urnir sjálfir ekki vissir, jafnframt
því að fyrirbærin má yfirleitt finna
í náttúrusögu- og vísindasöfnum.
Eitt og annað í þessariframvindu á sér stað ánúverandi listahátíð semhefur myndlistina að
nafninu til á oddinum, þó í raun
einungis einn geira hennar, fjöl-
tækni, sem áróðursmeistararnir
telja hinn eina rétta í heiminum nú
um stundir, þeir sem standa utan
hans um leið óhreinir. Geirinn hef-
ur mikið til lagt undir sig öll hér-
lend söfn, sem standa nær tóm
dags daglega og bólar ekki á hinni
„nýju“ tegund sýningargesta,
nema ef átt er við smölun, skóla-
börn, öryrkja og eldri borgara. Um
leið er hlutlægni og yfirsýn að
mestu út úr myndinni, einnig að al-
menningur fái á breiðum grunni
tækifæri til að fylgjast með vinnu-
ferli allra núlifandi kynslóða milli
ára, – nefnist vel að merkja
gagnsæi. Einn safnstjórinn gekk
svo langt að segja hróðugur í sjón-
varpsviðtali, að þessi miðstýring
og rétttrúnaðarstefna hefði sigrað,
Hvernig má annað vera spurði
einn myndlistarmaðurinn mig,
þegar aðrar stefnur eru útilokaðar,
brugðið fæti fyrir listamenn, önnur
viðhorf fótum troðin?
– Hér er engan veginn verið að
deila á nýmiðla heldur mjög óheil-
brigða þróun hér á útskerinu sem í
þessari einangruðu mynd á sér
naumast fordæmi utan landstein-
anna. Í öllu falli ekki hvar víðsýni
ríkir og síst þar sem myndlist í
orðsins eiginlegri merkingu er
skipað til öndvegis. Klassísku miðl-
arnir sjaldan virkari en nú um
stundir, metaðsókn á mynd-
listarsýningar beggja vegna Atl-
antsála, myndverk eldri sem yngri
listamanna ósjaldan slegin á marg-
földu matsverði á uppboðum og
mun færri verk dregin til baka en
áður.
(Framhald)
„Myndlist“ á Listahátíð 2005
SJÓNSPEGILL
Bragi Ásgeirsson
Kápa upplýsandi sýningarskrár er tekur fyrir æviverk Dieters Roths. Enska útgáfan, MoMA, New York 2004.
bragi@internet.is