Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00,
laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Í dag kl 14,
Su 26/6 kl 14, Lau 9/7 kl 14,
Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14,
Lau 13/8 kl 14, Sun 14/8 kl 14
Stóra svið Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur
Í kvöld kl 20
Síðasta sýning
TAKK FYRIR
VETURINN!
Þriðjudagstónleikar
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
Laugarnestanga 70, 105 Rvík.
www.lso.is - lso@lso.is
21. júní kl. 20:30
Sesselja Kristjánsdóttir mezzosópran
og
Antonia Hevesi, píanó.
Vögguljóð, íslensk og erlend, meðal
annars eftir Britten, Copland, Eisler,
deFalla og Montsalvatge.
28. júní kl. 20:30
Helga Þórarinsdóttir, víólu
og
Kristinn H. Árnason, gítar.
Meðal annars spænsk
og íslensk tónlist.
NÚ stendur yfir sumarsýning
Hönnunarsafns Íslands á norskri
hönnun en sýningin er haldin í til-
efni af 100 ára sjálfstæðisafmæli
Norðmanna.
Jorunn Haakestad, forstöðukona
Listiðnaðarsafnsins í Bergen, var
viðstödd opnun sýningarinnar laug-
ardaginn 11. júní og gaf safninu tvo
stóla frá hönnunarfyrirtækinu Cirk-
us Design og tvo aðra eftir unga
hönnuði sem kalla sig Norway says.
„Íslenska hönnunarsafnið átti ein-
ungis einn norskan hlut á móti 75
frá Danmörku. Þess vegna var til-
valið að gefa þessu systursafni okk-
ar nokkra hluti af sýningunni,“ segir
Haakestad.
Stólahönnun vinsæl
Sýningin er haldin að frumkvæði
stjórnvalda í Noregi sem eru farin
að leggja meiri áherslu á hönnun.
Haakestad segir menningu og
ferðaþjónustu á góðri leið með að
verða stærri atvinnugreinar en til
dæmis sjávarútvegur og tími sé
kominn til að viðurkenna það.
„Hönnun er sterk atvinnugrein og
stjórnvöld hafa gert sér grein fyrir
því að við erum ekki einungis í sam-
keppni við aðrar atvinnugreinar
heldur líka aðrar þjóðir,“ segir
Haakestad.
Samkvæmt Haakestad eru stólar
ýmiss konar ákveðið hönnunartákn
á Norðurlöndum og til eru söfn sem
sýna aðeins hönnunarstóla. „Stóll er
eins og manneskja. Hann hefur fæt-
ur, arma, bak og botn. Það hefur því
ákveðna þýðingu að hanna stól og
hægt að persónugera þá. Ef litið er
til gamalla tíma, eins og víkinga-
tímabilsins, þá sátu háttsettir menn
í hásætum og þrælarnir á kollum,
stólar segja því mikið,“ segir hún.
Hönnun er vinsæl grein í Noregi,
líkt og hér á landi, og hefur áhugi
fólks vaxið mikið síðustu sjö til átta
ár. Haakestad segir ástæðuna eiga
meðal annars rætur að rekja til mik-
ils góðæris á Norðurlöndunum. Það
geri það að verkum að fólk hugsar
meira um fallega hluti fyrir heimilið.
Nútímahönnun er því í blóma og
ný kynslóð ungra og kraftmikilla
hönnuða hefur litið dagsins ljós og
skapað sér nafn bæði innanlands
sem og erlendis.
Þar má fyrst nefna Norway says-
hópinn sem hefur verið mjög áber-
andi undanfarin ár. Þeim var boðið
á Salone Satelite hönnunarsýn-
inguna í Mílanó árið 2000, en þá
hafði Norðmönnum ekki verið boðin
þátttaka þar í 30 ár. Hópurinn fékk
svo verðlaun Norska hönnunarráðs-
ins árið 2004 fyrir blaðagrindina
Papermaster.
Íslensk hönnun glaðleg
Aðrir eftirtektarverðir norskir
hönnuðir eru Cathrine Maske, sem
vinnur með gler, postulínsframleið-
andinn Figgo er notið hefur mikillar
velgengni um allan heim, Cirkus
Design húsgagnaarkitektar og
Scandinavian Surface sem fæst við
mynstur á alls konar yfirborð; efni,
veggfóður, borðplötur, tannbursta
og jafnvel flugvélar ef vill.
Húsgagnamarkaðurinn nýtur
hæfileika norskra hönnuða einna
best og má þar til dæmis nefna hinn
fræga Tripp Trapp barnastól og
Balans heilsustólinn.
Nú stendur yfir sýningin The
Coastland í Listiðnaðarsafninu í
Bergen en sú sýning er hluti af há-
tíðarhöldum sjálfstæðisafmælis
Noregs. Þar eru sýndir menningar-
legir, sögulegir og listarlegir þættir
sem mótað hafa landið síðustu 100
árin en einnig er lögð áhersla á
framtíðina.
Haakestad segist því miður ekki
hafa kynnst íslenskri hönnun nægi-
lega vel en skynjar mikla gleði og
óformlegheit í því sem hún hefur
séð. Tíðarandinn sé svipaður í ís-
lenskri hönnun, kvikmyndum og
tónlist og því hefur hún gaman af.
Sýning Hönnunarsafnsins í
Garðabæ, Sirkús – Ný hönnun frá
Bergen, verður opin til 4. september
og er aðgangur ókeypis.
Hönnun | Norsk hönnun á Íslandi
Stólar eru
eins og
manneskjur
Ljósmynd/Sóla
Aðstandendur sýningarinnar í Hönnunarsafni Íslands sitja á norskum stól-
um sem safninu voru gefnir.
Morgunblaðið/Þorkell
Jorunn Haakestad, forstöðukona Listiðnaðarsafnsins í Bergen, Noregi.
Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur
valaosk@mbl.is
SAMHLIÐA Listahátíðarsýningu
Thomasar Hirschhorn í Nýlistasafni
sem þegar hefur verið fjallað um, er
þar að finna samsýninguna Hreins-
unareld. Sýningarstjórar Hreins-
unarelds eru þrír, þau Huginn Þór
Arason, Bryndís Ragnarsdóttir og
Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar.
Hreinsunareldur kemur frá Berlín
og New York, upphaflega setti
þríeykið upp sýningu í Berlín. Upp úr
þeirri sýningu spruttu þrjár sýningar
í galleríi í Brooklyn og þeir sem sýna
í Nýlistasafninu nú voru allir með á
þeim sýningum. Viðfangsefnið,
Hreinsunareldur, er að sögn Hugins
Þórs kalda stríðið og hinn svart-hvíti
hugsunarháttur sem einkenndi tíma-
bilið. Í viðtali við Morgunblaðið sagði
hann: „Purgatory þýðir hreins-
unareldur og það er skilgreint sem
biðstöðin áður en þú ferð í himnaríki
eða helvíti. Purgatory er því líka bara
jarðlífið – það sem er núna. Við setj-
um því líka samasemmerki milli þess
óvissuástands, hvort þú ert að fara til
himnaríkis eða helvítis, og kalda
stríðsins, þegar fólk beið eftir því að
gott eða vont myndi vinna. Og það
sem vann, sem er kannski kapítal-
isminn, er hann eitthvað góður eða
vondur?“ Ennfremur segir Huginn
að markmiðið með sýningunni hafi
verið að draga fram þetta óvissu-
ástand og valið á mjög breiðum hópi
listamanna hafi miðast við það.
Það er spennandi að sjá sýningu
sem hefur svona ákveðin markmið og
leitast við að gera hugmyndir um
ákveðið ástand sýnilegt. Þegar síðan
til kastanna kemur er hugmynd
varpað út í óvissuna og tuttugu ólíkir
aðilar skapa listaverk sem á einhvern
hátt tengist – eða tengist ekki mark-
miðinu. Við skoðun sýningarinnar
hefði mér t.a.m. aldrei dottið í hug að
fara að hugsa um óvissuástand kalda
stríðsins.
Verk Unnar Arnar Jónassonar
Auðarsonar mætir áhorfendum þar
sem blóðugum höndum Thomasar
Hirschhorn sleppir, einfalt saman-
brotið plakat, Exodus, Exotica. Ljós-
mynd sýnir dreng standa við plöntu,
hún virðist frá upphafi aldarinnar
síðustu, eða e.t.v. fyrr, þegar fram-
andi plöntur voru exótískar og sigl-
ingar til fjarlægra staða og ferðalög
voru að aukast. Fallegt samspil
myndar og orða. Í litla herberginu
inn af mætast byssur og blóm, höfuð-
leður og hugsanir sem spila ágætlega
saman. Ljósmyndir Johanna Damke
af plöntu koma þar skemmtilega á
óvart. Síðan mætast mörg verk í
innri salnum. Fiskalampi, fiskur og
fluga Ragnars Jónassonar með því
dularfulla heiti Fatli eru sjónrænt
grípandi og laða áhorfandann að sér,
skreytigildið nær ekki að bera verkið
ofurliði, það býr yfir einhverjum
leyndardómi. Einföld innsetning
Darra Lorenzen, Uppi, virkar vel í
þessu samhengi þó að hugmyndin sé
e.t.v. ekki ýkja frumleg. Myndbands-
skúlptúr Deville Joel Cohen er hrár
og agressífur, ef til vill kristallast
hugmyndir sýningarstjóra um
óvissuástand einna best í honum.
Í myndbandsherbergi má sjá
myndbandsverk eftir fjóra lista-
menn, fyrir þá sem víla ekki fyrir sér
fjörutíu mínútna myndbandssýningu.
Einna athyglisverðast fannst mér
myndband Arnar Helgasonar sem
sýndi flugelda springa hratt og hægt,
heillandi sjónarspil og án efa má
vinna meira með það. Viðtal sem virt-
ist vera við sænska karlhóru var
óspennandi, hvort sem það var svið-
sett eða ekki. Synestesía, skynjun
orða eða stafa í lit o.s.frv., er áhuga-
vert fyrirbæri en skrásetningarmáti
myndbands Ditte Lyngkjær Ped-
ersen náði ekki að fanga mig þrátt
fyrir góða hugmynd að baki. Ekki
veit ég hversu margir sýningargestir
setjast niður í fjörutíu mínútur og
horfa á myndbönd en þeir sem sýna
verk sín á þennan hátt verða að gera
ráð fyrir því að þau fari framhjá
þorra gesta. Enn og aftur kemur
spurningin um myndlist/myndband
upp og hvert myndbandalistin stefni.
Raunveruleikasjónvarp, heimild-
armyndir og tónlistarmyndbönd
reynast sjaldan áhugavert form.
Hugmynd sýningarstjóra er ef til
vill nokkuð flókin og listamennirnir
heldur margir til þess að hægt sé að
tala um nokkra raunhæfa niðurstöðu,
markmiðið lítur betur út á papp-
írnum en í raun. Það er til marks um
sjálfstæði – eða áhugaleysi? – lista-
mannanna á hugmyndinni að verks-
ummerki hennar er tæpast að finna á
sýningunni. En þó að sýningin sem
heild skilji ekki mikið eftir sig, til
þess eru verkin of mörg og ólík, svíf-
ur þar frjór andi yfir vötnum.
Allir litir regnbogans
Ragna Sigurðardóttir
MYNDLIST
Nýlistasafnið
Samsýning 20 myndlistarmanna
Til 19. júní. Nýlistasafnið er opið mið-
vikudaga til sunnudaga frá kl. 13–17.
Hreinsunareldur
Morgunblaðið/Eyþór
Verk á Hreinsunareldi í Nýlistasafninu.