Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 49 DAGBÓK ●Rótgróin bókabúð í miðbænum. Góður rekstur. ●Skipasmíðastöð (flotkvíar) í Svíþjóð. Ársvelta 900 mkr. Ágætur hagnaður. ●Þekkt sérverslun með byggingavörur. Ársvelta 180 mkr. ●Verslanir í Kringlunni og í Smáralind. ●Rótgróið veitingahús í Hafnarfirði. Mjög góður rekstur. ●Ferðaskrifstofa með sérhæfðan rekstur. ●Fyrirtæki sem framleiðir m.a. minjagripi. ●Stórt iðnfyrirtæki. Ársvelta 450 mkr. ●Fiskvinnsla í eigin húsnæði á Eyrarbakka. ●Þekkt fataverslun við Laugaveg. Ársvelta 30 mkr. ●Rótgróin heildverslun með sérhæfðar tæknivörur. Ársvelta 60 mkr. ●Þekkt vöruhús með innflutning og smásölu á heimilis- og gjafavöru. ●Stór heildverslun með hjólbarða. Vel tækjum búin. ●Heildverslun með þekktan fatnað. ●Rótgróin sérverslun með mikla vaxtamöguleika. Ársvelta 37 mkr. ●Þekkt lítil bílaleiga. ●Heildverslun með búnað og vélar til notkunar í iðnaði. Ársvelta 130 mkr. ●Þekkt sérverslun-heildverslun með fallegar vörur fyrir heimili og fyrirtæki. Ársvelta 50 mkr. ●Heildverslun með tæknivörur. Ársvelta 80 mkr. ●Dalakjör. Verslun, veitingasala og bensínstöð í Búðardal. Góður rekstur. Ársvelta 170 mkr. ●Heildverslun-sérverslun með rafmagnsvörur. Ársvelta 200 mkr. ●Lítil heildverslun með tæki fyrir byggingaiðnaðinn. Heppilegt fyrir trésmið sem vill breyta til. ●Þekkt veitingahús í eigin húsnæði. Velta 10-12 mkr. á mánuði. ●Gott fyrirtæki í kynningar- og markaðsþjónustu. Hentar vel til sameiningar. ●Rótgróið þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 250 mkr. ●Sérvöruverslun með 220 mkr. ársveltu. EBIDTA 25 mkr. ●Þekkt verslun með föndurvörur. Ársvelta 60 mkr. ●Vörubílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin húsnæði á góðum stað. ●Stór trésmiðja með þekktar vörur. ●Heildverslun með þekktan fatnað. ●Þekkt þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði. ●Rótgróið lítið iðnfyrirtæki í sérhæfðri framleiðslu. ●Bakarí í góðu hverfi. ●Þekkt vefnaðarvöruverslun. Ársvelta 60 mkr. Góð framlegð. Tilvalið fyrir „saumakonur“ með góðar hugmyndir. ●Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu. Rekstrarhagnaður 11 mkr. á ári. Ólafur Már Björnsson augnlæknir mun hefja störf við Augnlæknastöðina Sjónlag þann 22. júlí 2005. Ólafur Már hefur sérhæft sig í sjónhimnusjúkdómum en mun einnig sinna sjónlagsaðgerðum með laser (aðgerðum til að lagfæra nærsýni, fjarsýni eða sjónskekkju) og almennri augnlæknamóttöku. Tekið er við tímapöntunum alla virka daga frá kl. 8.30 - 16.30 í síma 577 1001. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 90 ÁRA afmæli. Á morgun, 20.júní, er níræð frú Elín Bjarna- dóttir, Réttarholtsvegi 35. Í dag, 19. júní, tekur hún á móti ættingjum og vinum í félagsmiðstöðinni Árskógum 4 milli kl. 15–18. 75 ÁRA afmæli. Í dag, 19. júní, er75 ára Hermann Sigurðsson, Faxabraut 1, Keflavík. Hann dvelur á afmælisdaginn á Spáni ásamt eig- inkonu sinni Guðrúnu Emilsdóttur. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Slæm þjónusta ÉG fór ásamt tveimur vinkonum mínum á Ruby Tuesday í Skipholti um níuleytið á sunnudagskvöldið 12. júní sl. Ætluðum bara að fá okkur eitt- hvað létt svo ég pantaði mér súpu. Stúlkan tjáði mér að búið væri að ganga frá salatbarnum og súpunni en hún gæti samt komið með súpu handa mér svo að ég þáði það. Þegar hún kemur svo með súpuna segir hún „láttu mig bara vita ef hún er ekki nógu heit, þá skelli ég henni bara aftur í örbylgjuofninn“. Við vin- konurnar litum á hvor aðra, höfðum bara aldrei heyrt svona sagt á veit- ingastað. Jæja, súpan fór uppí munn og ofan í maga eins og áætlað var (fannst hún reyndar ekki alveg uppá sitt besta miðað við rjómalagaða brokkolísúpu) og síðan héldum við heim á leið. Fljótlega eftir að ég kom heim tóku við þvílíkir magaverkir og þess- ari nótt eyddi ég að mestu á klósett- inu og því var lítið sofið. Ég ákvað því að hafa samband við yfirmann veitingastaðarins. Ég vil taka það fram að ég hef sjálf unnið við margs- konar afgreiðslustörf og veit það að betra er að kunna kurteisi þegar kúnnar eru annars vegar. Í þessu samtali mætti mér mesta ókurteisi sem ég hef nokkurn tímann upplifað, hans orð voru „það var ekkert að súpunni, þá væru fleiri búnir að hafa samband“. Með öðrum orðum var ég að búa þetta til í hans huga. Ég spurði hann hvort sama súpan væri í pottinum allan daginn og hann jánk- aði því. Ég efa það ekki að sennilega hefur súpan verið í góðu lagi fyrr um daginn, en upphituð eftir að hafa staðið allan daginn, það efast ég um að sé mönnum bjóðandi. Ég tjáði honum það að mér fynd- ist hann ókurteis í alla staði og mér fyndist sjálfsagt að láta fólk vita af þessu, þannig að fólk hugsaði sig kannski um áður en það fer á Ruby Tuesday til að fá sér súpu eða annað. Ég hringdi síðan aftur í þennan yfirmann til að láta hann vita af því að ég hefði látið af því verða að hafa samband við fjölmiðla. Og það var í lagi hans vegna, hann sagðist hafa farið sjálfur að smakka súpuna og ekkert óeðlilegt bragð af henni. Kannski bjóða þeir uppá sömu súpuna dag eftir dag þangað til henni er lokið, hvað vitum við um það? Kristín Halldórsdóttir. Skrítinn húmor í auglýsingu NÝLEGA komu fram í sjónvarpi nýjar auglýsingar þar sem verið er að auglýsa sælgætið „Staur“ sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Finnst mér þessar auglýsingar virka mjög neikvætt á mig þar sem þær fjalla um fólk sem lendir í slysum, t.d. ung stúlka gengur á staur, ung stúlka keyrir á staur. Tel ég ekki rétt að nota óhöpp fólks í auglýsingaskyni, mér finnst þetta skrítinn húmor. Ein húmorslaus. Svíning er neyðarúrræði. Norður ♠4 ♥ÁD962 ♦DG954 ♣Á10 Suður ♠ÁDG10985 ♥84 ♦Á ♣G75 Suður spilar fjóra spaða og fær út smátt lauf. Hvernig myndi lesandinn spila? Hér eru svíningar í boði, bæði í trompi og hjarta, en eins og góður maður sagði eitt sinn, þá eru svín- ingar neyðarúrræði. Og það er langur vegur frá því að sagnhafi sé í mikilli neyð. Hann getur haldið vörninni í skefjum með því að gefa fyrsta laufs- laginn. Austur drepur á kóng eða drottn- ingu og verður eða skipta yfir í tromp, svo sagnhafi nái ekki að stinga lauf í borði. Til að viðhalda frum- kvæðinu hafnar sagnhafi svíningunni. Hann drepur með spaðaás, tekur tíg- ulás, spilar blindum inn í borð á hjartaás (og sleppir þar með annarri svíningu) til að spila tíguldrottningu og henda hjarta heima (ef austur fylgir smátt). Vestur má fá slaginn á tígulkóng, því síðar verður laufi kast- að í tígulgosa. Norður ♠4 ♥ÁD962 ♦DG954 ♣Á10 Vestur Austur ♠K73 ♠62 ♥G75 ♥K103 ♦K62 ♦10873 ♣D632 ♣K984 Suður ♠ÁDG10985 ♥84 ♦Á ♣G75 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Ferðalag fimmtu- daginn 23. júní kl. 9. Þingvellir – Kaldidalur – Húsafell. Kvöldverður í Hreðavatnsskála. Skráning og greiðsla eigi síðar en mánudaginn 20. júní. Upplýsingar í síma 535 2760. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er opið frá kl. 9–16.30, m.a. vinnustofur og spilasalur frá hádegi. Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Bergi. ITC-samtökin á Íslandi | Fé- lagsstarfið er opið öllum aldurs- hópum. Gönguferðir frá Hæðargarði alla þriðjudaga, fimmtudaga og laug- ardaga kl. 10 árdegis. Sumarferðir 22. júní, 7. júlí og 18. ágúst. Allir vel- komnir á öllum aldri! Upplýsingar í síma 568 3132. Vesturgata 7 | Spilað verður bingó miðvikudaginn 22. júní kl. 13, góðir vinningar. Heitar vöfflur m/rjóma í kaffitímanum. Allir velkomnir. Kirkjustarf Hjálpræðisherinn á Akureyri | Sum- ardagskrá: Samkoma sunnudaga kl. 20. Allir velkomnir. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 NÚ stendur yfir á Borgarskjalasafni Reykjavíkur sýning á efni sem teng- ist ferðamönnum í Reykjavík, svo sem póstkortum, útgefnu efni og skjölum sem varpa ljósi á sýn ferða- manna á Reykjavík og það hvernig Reykjavík hefur kynnt sig fyrir ferðamönnum frá 18. öld til dagsins í dag. Fáir ferðamenn áttu leið um Ís- land langt framan af og skipti lega landsins þar mestu máli. Á sýning- unni má lesa lýsingar úr ferðabók- um gestanna, hvað þeim þótti um bæinn og íbúana en einnig hvað þeim þótti merkilegt að skoða. Sýn- ing Borgarskjalasafns Reykjavíkur er á 1. hæð Grófarhúss, Tryggva- götu 15 og er opin mán. – fim. kl. 10- 19, fös. kl. 11-19 og um helgar kl. 13- 17. Aðgangur er ókeypis. Sýning á efni tengdu ferðamönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.