Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGARHUGVEKJA Á Jónsmessu árið 2001kom íslenskt þjóð-kirkjufólk af öllu land-inu saman í Reykjavíkog fagnaði. Samveran fékk heitið Kirkjudagar og var fljótlega ákveðið að gera þetta að föstum atburði, þó ekki árlegum, heldur með fjögurra ára millibili. Sá tími er nú liðinn, og innan skamms koma hundruð ef ekki þúsundir einstaklinga af sama til- efni á ný á Skólavörðuholtið og þar um kring. Jónsmessa er kennd við Jóhann- es skírara, og á sem hátíð rætur æði langt aftur í aldir. Samkvæmt Nýja testamentinu átti Jóhannes að hafa fæðst um hálfu ári á undan frænda sínum, Jesú frá Nasaret. Rómarkirkjan ákvað að miða fæð- ingardaga þeirra við sólstöður, og 24. júní varð því burðardagur Jó- hannesar. Þrjár norrænar sögur hafa varðveist af Jóni baptista, eins og hann var gjarnan nefndur fyrrum, og var ein þeirra tekin saman af Grími Hólmsteinssyni presti í Kirkjubæ. Og hálfur þriðji tugur íslenskra kirkna var helg- aður skíraranum, einum eða með öðrum dýrlingum, auk þess sem myndir af honum eru í gömlum rit- um nefndar í um 20 kirkjum hér á landi. Af þessu má ljóst vera, að Jónsmessa var talin máttug á Ís- landi sem annars staðar í kaþ- ólskum sið, og raunar allt til 1770, en þá var hún numin úr tölu ís- lenskra helgidaga, ásamt með átta öðrum. En í almanakinu er hún enn og þótt ekki sé hún formlega tekin aftur við sínu gamla hlutverki, er hún það samt í og með, við tilkomu þessara nýju kristilegu gleðidaga. Og það er vel. En hvað er þar um að ræða ná- kvæmlega? Jú, svarið við því er að finna á kirkjan.is/kirkjudagar. Og þar segir orðrétt: Markmið Kirkjudaga  Á Kirkjudögum kemur fólk saman til að tilbiðja Guð og gleðjast í fjölbreytilegu og lif- andi samfélagi kirkjunnar. Dagskrá Kirkju- daganna miðar að því að höfða til allra ald- urshópa.  Á Kirkjudögum fer fram kynning á margþættu starfi innan kirkjunnar. Áhersla er lögð á nýjungar og á það sem vel hefur tekist.  Kirkjudagarnir eru tækifæri til að efla og hvetja fólk til þátttöku í starfi kirkjunnar.  Kirkjudagar eru vettvangur samtals um trú og líf meðal leikmanna og lærðra, kirkju- deilda og trúarbragða. Þeir skapa líka tæki- færi fyrir leikmenn og starfsfólk Þjóðkirkj- unnar til þess að tjá sig um málefni hennar og starf. Með Kirkjudögum 2005 vill Þjóðkirkjan  hvetja til umræðu í samfélaginu um kristna trú og starf kirkjunnar.  minna á að kirkjan er samfélag sem vekur og nærir kristna trúariðkun og andlegt líf.  kynna og hvetja til fjölbreytni í helgihaldi.  virkja fólk til frekara starfs í kirkjunni og efla það til þjónustu við Guð og náungann.  ítreka mikilvægi heimilisins sem vett- vangs trúaruppeldis. Dagskrá Kirkjudaga er marg- þætt og fjölbreytt, og áhersla er lögð á að allir finni eitthvað við sitt hæfi, eins og lesa mátti hér að framan. Þar verða t.d. málstofur, alls konar sýningar, kvöldvökur og útimessa, að fátt eitt sé nefnt. Og allt er ókeypis. Til að fá nánari upplýsingar er best að fara á téða vefslóð. Upplýsingamiðstöð er staðsett við norðurhlið Hallgrímskirkju og er hún opin á meðan undirbún- ingur Kirkjudaga stendur yfir og einnig á hátíðinni sjálfri. Táknmálstúlkun verður á opn- unarhátíðinni, kl. 20, föstudags- kvöldið 24. júní, og á nokkrum öðr- um viðburðum, og jafnvel enn fleiri verði þess óskað. Einnig er hreyfi- hömluðum og fötluðum boðið upp á heimakstur á föstudags og laug- ardagskvöldinu, en óskir þar að lútandi verða að berast á áð- urnefnda upplýsingamiðstöð. Sjálfur verð ég með ljós- myndasýningu í Iðnskólanum, laugardaginn 25. júní, frá 12–18, og þar mun hanga uppi eftirfarandi texti, sem ætti að útskýra hvað verður að sjá: Kirkja er ekkert venjulegt hús. Nei, þar er Guð að finna á sérstakan hátt. Á Íslandi eru rúmlega 300 slík híbýli almætt- isins, vígð og gefin því til búsetu, á meðal okkar, kristins lýðs. Þar snertir himinninn jörðina. Og þessi musteri fara hvergi. Þau eru til staðar árið um kring, ávallt til þjónustu reiðubúin. Alltaf vakandi, bíðandi með opinn faðminn. Stundum kallandi, en þó oftast í hljóðri bæn. Í sólskininu og blíðunni, logninu eða hægum andvaranum, en líka í slagviðrinu og kafaldsbylnum. Myrkrinu og fimbulkuldanum. Jafnvel í auðninni og tóminu. Í þeim er lífið að finna, birtuna, hlýjuna, kyrrðina, friðinn, máttinn, væntumþykjuna. Allt hið góða, sem verður ekki lýst með orðum. Bara upplifað, snert og fundið. Þessi ljósmyndasýning, með 33 fulltrúum íslenskra kirkna úti um hinar dreifðu byggðir, er ljóð mitt til þeirra. Virðingar- og þakkaróður. Hjartanlega velkomin(n) á Kirkjudaga 2005. Kirkjudagar sigurður.aegisson@kirkjan.is Dagana 24. og 25. júní næstkomandi verður iðandi mannlíf á og við Skólavörðuholtið í Reykjavík, þangað komið fólk á öllum aldri og sumt um langan veg. Sig- urður Ægisson gerir uppskeruhátíð ís- lensku Þjóðkirkj- unnar að umtalsefni í pistli dagsins. Ljósmynd/Sigurður Ægisson Um hugann flögra minningabrotin. Smá- stríðni, þeysingur á mótorhjólum, ýmsar hugmyndir framkvæmdar, sem jafnvel hefði átt að sleppa. Mest var þó skrafað og skeggrætt. Stundum fullmikið svo að ungir menn urðu að yfirgefa kennslu- stofuna í miðjum klíðum. Það var mikil skömm. Ég man í raun ekki vel eftir leikj- unum, heldur man ég fyrst og fremst eftir vangaveltum og spjalli. Þannig held ég það hafi verið alla tíð. Bestir tveir saman, varð aldrei sundurorða en þó ekki alltaf sammála. Það var í raun sama hvað manni lá á hjarta að aldrei var komið að tómum kofunum. Það var líka óhætt að segja frá leynd- armálum, því þagmælsku Þrastar var hægt að treysta fullkomlega. Unglingsárin komu nokkuð brött og var mikið um að vera hjá Þresti. Það var ekki alltaf dans á rósum, en hann kom heill og standandi niður og hugurinn á réttum stað. Það kom manni því nokkuð und- arlega fyrir sjónir þegar hann allt í einu, innan við tvítugt, taldi sig þurfa að hætta sprelli og kæruleysi og hefja sambúð með öllu sem tilheyrði. Kannski var það einungis fyrirboði þess sem koma skyldi. Tíminn var einfaldlega ekki svo mikill. Eftir þetta sneri Þröstur sér alfar- ið að því að hlúa að fjölskyldunni og byggja upp. Stóra gæfan í lífinu var Anna og saman drifu þau sig í að stofna heimili og fljótlega komu börn- in, Víðir og Halla og seinna Örvar. Þetta var á þeim árum sem bank- arnir voru ekki beint að skríða fyrir fólki. Til að fá lán til byggingar hús- næðis þurfti nánast að sanna að mað- ur væri svo ríkur að lánið væri næsta óþarft. Það lá því fyrir þessu unga fólki að vinna mikið til að þetta mætti takast. Og það tókst. Með einbeittum vilja var hlaðið í vörðuna, stein fyrir stein. Samheldni og samstaða þeirra hjóna hefur mér alltaf þótt aðdáun- arverð. Í veikindunum kom það líka í ljós að hann átti góða að. Það kom sér einnig vel að í forgjöf fékk Þröstur sterkan líkama og heil- brigða sál. Aldrei fann maður bilbug á honum, hann var sérstaklega raun- sær, en umfram allt maður mögu- leikanna, en ekki víls og svartsýni. Nú síðast, þegar ljóst var að heilsan var ekki sem skyldi, hafði hann ákveðið að venda um og hefja nám að hausti. En eins og sagt er: „Maðurinn áætlar, en Drottinn ræður.“ Þröstur hafði til að bera mikla al- menna skynsemi, fylgdist vel með og SIGURÐUR ÞRÖST- UR HJALTASON ✝ Sigurður Þröst-ur Hjaltason fæddist í Hólmahjá- leigu í Austur-Land- eyjum hinn 26. júlí 1960. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 13. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Þorláks- kirkju í Þorlákshöfn 18. júní. tók afstöðu til mála. Hann var einnig dæma- laust minnisgóður, þurfti yfirleitt að muna betur en ég flest ártöl og atburði. Það var einnig stutt í húmorinn og barnið var ekki held- ur langt undan og gat brugðið á leik, ef því var að skipta. Stutt er síðan hann manaði mig til að hlaupa á móti rúllustiga í Kringlunni – og við lét- um vaða. Þröstur var ná- kvæmnismaður og nokkuð kröfuharður á reglusemi í kringum sig. Ég fékk alltaf sam- viskubit yfir því að hafa ekki tekið niður jólaseríuna af húsinu, þegar von var á honum. Hann undi því reyndar frekar illa og reyndi að fá mig til að koma þessu í verk með vel völdum athugasemdum. Hann gerði líka miklar kröfur til sjálfs sín og sinna verka. Pípulagn- irnar hans bera þess ljósan vott, þrátt fyrir að hann væri að mestu sjálf- menntaður í þeirri grein. Ég var hálfpartinn farinn að hlakka til að verða gamall, heim- sækja Þröst og stunda óþolandi karlagrobb, jafnvel skensa hann svo- lítið og hressa upp á minningar um gamla tíð. Það bíður betri tíma. Mestur er missir fjölskyldunnar, skarð er höggvið sem ekki verður fyllt og votta ég þeim mína dýpstu samúð. Í gegnum tárin skín þó á minningu um góðan vin, ákaflega traustan og heilsteyptan mann, sem var algerlega laus við tilgerð og kom til dyranna eins og hann var klæddur. Mann sem ávann sér virðingu samfélagsins og traust samferðamanna. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Elvar Eyvindsson. Það er með miklum trega og mörg- um tárum sem ég kveð minn góða vin Sigurð Þröst, eða Þröst pípara eins og hann var ávallt kallaður. Leiðir okkar lágu saman fyrir réttum ára- tug er ég fékk þennan ljúfling til að vinna fyrir okkur hjónin. Þá strax náðum við mjög vel saman og einnig eiginkonur okkar. Hefur sá vinskap- ur verið okkur hjónum ómetanlegur því þær eru margar stundirnar sem þið Anna og stóri stubburinn ykkar hann Örvar hafið átt með okkur fjöl- skyldunni. Það er margs að minnast þegar hugsað er aftur í tímann. En, kæri vinur, þá er það sumarið og haustið 2000 sem við áttum saman út af fyrir okkur. Við komum okkur saman um að ég myndi vinna hjá þér þetta sum- ar og það veit guð að sá tími var mér mikils virði og ég öðlaðist mikla reynsla af að fá að vera með þér þann tíma. Við þeyttumst upp í Tungur til að leggja í sumarbústað og upp í Hlíðardal. En í eldhúsinu þar hafðir þú sérstaklega gaman af að fóðra mig og hlógum við mikið að því. En það skulum við hafa út af fyrir okkur, kæri vinur. Ég gæti haldið lengi áfram enn, en læt hér í þessum örfáu orðum staðar numið. En minningin um okkar ára- tug mun aldrei gleymast. Vinátta okkar og fjölskyldu þinnar mun von- andi haldast um ókomna tíð. Elsku Anna, Víðir, Halla, Örvar Snær, Örvar Már, Karen og aðrir að- standendur. Við, ég og fjölskylda mín, vottum ykkur dýpstu samúð okkar. Guð blessi ykkur. Þinn vinur Vignir. Lítil kveðja til góðs vinar. Látinn er góður vinur minn, Sigurður Þröst- ur Hjaltason, eða Þröstur pípari, eins og hann var oftast nefndur. Þröstur lést 13. júní sl. aðeins 44 ára gamall eftir erfið veikindi undanfarna mán- uði. Þröstur var einn af fyrstu mönn- um sem ég kynntist þegar ég og fjöl- skylda mín fluttum til Þorlákshafnar fyrir tæpum níu árum. Hann var greiðvikinn og góður fagmaður í iðn- grein sinni, sem var pípulagnir. Það var gott að vera í návist Þrastar bæði í leik og starfi, engin vandamál og stutt í grínið. Þannig var að við flutt- um til Þorlákshafnar að hausti til og var farið að kólna mjög í veðri og fannst okkur húsnæðið sem okkur var útvegað ekki nægjanlega vel upp- hitað. Mér var ráðlagt að tala við Þröst pípara sem ég og gerði og kom hann og heimsótti okkur um hæl og yfirfór allt hitakerfið og kom málum í gott lag. Strax þá fann ég mikla hlýju koma frá þessum góða manni, bæði í gegnum hitaofnana í húsinu okkar og ekki síður frá hjarta hans og hans já- kvæðu viðhorfum. Þröstur var sér- lega bóngóður og úrræðagóður fag- maður, það fengum við og börnin okkar að reyna þegar þau voru að koma sér fyrir í eigin íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Þegar eitthvað var bilað eða þurfti að bæta var hringt til Þor- lákshafnar og falast eftir Þresti til viðgerða og ávallt var brugðist vel og snögglega við og málið afgreitt án vandræða. Þröstur var ekki bara góður fag- maður, hann var einnig mjög jákvæð- ur og vel hugsandi maður og var gaman að spjalla við hann um allt milli himins og jarðar. Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd Þorláks- hafnar og gladdist mjög yfir þeim góðu hlutum sem hér eru að gerast og hlakkaði til að taka þátt í þeirri uppbyggingu en því miður entist hon- um ekki líf og heilsa til þess. Það er erfitt að kveðja góðan mann í blóma lífsins en við fáum engin svör um ráðgátur lífsins. Kæri vinur, ég þakka þér góð kynni og velvilja í minn garð og fjöl- skyldu minnar, ég mun sakna þess að eiga ekki eftir að hitta þig bæði til að kvabba í þér og spjalla um lífið og til- veruna. Óskin mín til þín er að þér líði vel og þú fáir tilgang í nýjum heim- kynnum. Þröstur var ekki einn á ferð, hann kynntist ungur sinni elskulegu konu, henni Önnu, og var hún honum ávallt sterk stoð og stytta. Sérstaklega voru síðustu misserin fjölskyldunni erfið og reyndist Anna þá sem fyrr sterk og yfirveguð. Þau Þröstur og Anna eignuðust þrjú mannvænleg og glæsileg börn sem syrgja góðan föður og félaga. Kæra fjölskylda, orðin eru smá á slíkum stundum. Ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra og vona að þið öðlist styrk til að takast á við sorgina. Minning um góð- an dreng, eiginmann, föður og tengdaföður mun lifa og gefa ykkur minningar sem ekki verða frá ykkur teknar. Ægir E. Hafberg. Hann Sigurður Þröstur Hjaltason, Þröstur pípari, vinur og kunningi, er látinn. Það er sárt að missa vin og fé- laga á besta aldri. Þröst pípara þekktu Ölfusbúar vel. Þröstur starfaði við pípulagnir og þjónustaði okkur í Ölfusinu vel og samviskusamlega. Þröstur hafði mjög þægilegt viðmót sem gerði hann vinsælan að fá í vinnu. Hann var vandvirkur og útsjónarsamur og leysti verk sín vel. Líklega á hann flest minnismerkin á heimilum í Ölf- usinu, stór og smá, nýlagnir eða vegna viðhalds á þeim. Fagmennska hans var þannig að þeir sem höfðu notið hans verka kölluðu aftur og aft- ur í Þröst sem gott var að leita til og munu nú minnast hans í hvert skipti sem kalla þarf til pípulagningamann. Þröstur vann mikið fyrir Sveitarfé- lagið Ölfus og á þessu kjörtímabili sat hann einnig í skipulags-, byggingar- og umhverfisnefnd. Þar starfaði hann af sömu fagmennsku við afgreiðslu mála eins og hann var þekktur fyrir í öðrum verkum. Við sem störfuðum með honum þar eigum góðar minn- ingar um samstarfið og minnumst hans með söknuði. Fjölskyldu Þrastar vottum við samúð okkar. Megi guð styrkja ykk- ur og blessa. Sigurður Jónsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.