Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 27 og þáðu kaffi og kökur eins og hvern lysti, síðan fór hópurinn saman á veit- ingastað að borða. Þessar fyrstu vik- ur sem Hrafnkell var í Vín voru þau fimm, sem getið var, í sunnudags- heimsóknum hjá Hans og Ástu, eins og hún var jafnan kölluð, glatt var á hjalla og Kristján söng ævinlega nokkur lög. Var þetta Ástu ómetan- legt til að halda lifandi tengslum við land sitt og þjóð og manni hennar ljúft enda var hann sannkallaður Ís- landsvinur. Kristján og Hrafnkell urðu góðir félagar og sóttu tónleika og óperusýn- ingar saman og af nógu slíku var að taka í Vínarborg sem er óskaland þeirra sem unna tónlist. Sumarið 1926 var mjög heitt, fóru þeir úr bænum í sumarleyfinu og dvöldust um mánað- artíma í Spitz, litlum bæ við Dóná sunnar en Vín. Þar áttu þeir góða daga við sólböð og sundferðir í ánni og komu hressir á sál og líkama til baka. Hrafnkell veikist Fram undan var lokaáfangi hjá Hrafnkeli að diplomaprófi í hagfræði og lauk hann því í ársbyrjun 1927 eftir að hafa sótt námið af miklu kappi. Viku af október 1926 var haldið í Vín fjölmennt mót þýskra og austurrískra hagfræðiprófessora. Sóttu stúdentar málstofur og fyrirlestra hinna virtu lærdómsmanna og var það vissulega hvetjandi ungum mönnum á náms- braut. Hrafnkell hefur lagt niður fyrir sér tilgang námsins og skipulagt fram- vindu þess síðustu mánuðina. Hann er í kappi við tímann því stúdenta- styrksins nýtur hann ekki lengur en til hausts 1927. Hinn 16. desember 1926 segir hann í bréfi til móður sinn- ar: „Mig langar til þess að skrifa dokt- orsritgerðina mína um fiskveiðarnar íslensku, bæði vegna þess að þær eru þýðingarmesti atvinnuvegur okkar Íslendinga og í öðru lagi hefir ekki verið skrifað mikið í heild um slíkt.“ Hann hafði rætt þetta viðfangsefni við aðalprófessorinn og var hann því algerlega samþykkur. Hrafnkell ráð- gerir að fara heim til Íslands snemma vors 1927 og safna þar heimildum eft- ir því sem hann þyrfti, koma svo aftur til Vínar, ljúka ritgerðinni þar og þreyta doktorsvörnina vorið 1928. Hann hafði undirbúið heimferðina vandlega og aflað sérstaklega fjár til hennar. Leiðin mun liggja til Kiel þar sem hann kemst í hagskýrslur sem ekki er að hafa í sama mæli í Vín, síð- an til Kaupmannahafnar og með skipi þaðan til Íslands. Hann hlakkar til að koma heim eftir fjögurra ára fjarveru. „Skrifaðu mér fljótt, elsku systir mín,“ segir í bréfi til Ragnheiðar 16. nóv. 1926, „ég er farinn að hlakka til að sjá þig sem myndarlega stúlku.“ En þó kóngur vilji sigla hlýtur byr að ráða. Tveimur vikum fyrir brottför í mars 1926 veiktist Hrafnkell skyndi- lega með háan hita og var veikur upp frá því. Í fyrstu lá hann einn mánuð á sjúkrahúsi í Vínarborg en síðan var hann fluttur á heilsuhælið Alland skammt frá Baden. Þar lést Hrafnkell úr berklum 4. nóvember 1927. Hjónin Ásta og Hans von Jaden vitjuðu Hrafnkels í veikindum hans. Eftir andlát hans sáu þau um útför- ina, létu ganga frá legstaðnum í kirkjugarði í Alland og sendu heim ljósmynd af grafreitnum. Einnig gengu þau frá persónuleg- um munum Hrafnkels og sendu heim. Formleg skipti voru á öðru tilheyr- andi Hrafnkeli, bókum og búnaði í herbergi, var því komið í verð ytra og andvirðið sent föður hans. Gekk það í gegn 1929 og var samtals kr. 300,00. Minningarsjóðurinn stofnaður Foreldrar Hrafnkels stofnuðu sjóð með þeirri fjárhæð í minningu sonar síns. Skyldi sá sjóður vera, í fyllingu tímans, til styrktar ungum efnilegum námsmönnum við nám á erlendri grundu. Hrafnkelssjóður skyldi þá fyrst verða virkur þegar öld væri liðin frá fæðingu Hrafnkels Einarssonar hinn 13. ágúst 2005. Konungleg staðfesting á skipulags- skrá Hrafnkelssjóðs varð 5. febrúar 1930. Skipulagsskrá sjóðsins er birt í Stjórnartíðindum fyrir Ísland árið 1930, B-deild. Bergsveinn Ólafsson, formaður sjóðsins, stóð að birtingunni. Í samræmi við skipulagsskrá sjóðs- ins er fullskipuð stjórn hans frá vor- dögum 2005 þannig: Elías Jón Guð- jónsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, formaður, Yngvi Pétursson rektor Menntaskólans í Reykjavík, Steinunn Einarsdóttir menntaskólakennari, Friðrik Pálsson frá Stúdentafélagi Reykjavíkur, Stef- án Friðfinnsson frá Stúdentafélagi Reykjavíkur. Frá og með deginum í dag hefur auglýsingu verið komið á framfæri í fjölmiðlum um fyrstu út- hlutun úr Hrafnkelssjóði hinn 13. ágúst 2005. Höfundur er hálfsystir Hrafnkels Ein- arssonar. Morgunblaðið 17. desember 1927 Hrafnkell Einarsson Það eru átakanlega hörð örlög, er nú hafa í burtu svift hinum unga og bráðgáfaða stúdent Hrafnkeli Einarssyni, aðeins 22 ára gömlum og fjarri elskaðri ættjörðu sinni. Hrafnkell stundaði hagfræðinám í Kiel og því næst við Wienarháskóla af hinu mesta kappi. Ætlaði hann sér heim til Íslands í marsmánuði síðastliðnum til þess að viða að sér hagfræðilegum gögnum um fiskveiðar á Ís- landi og um vöruútflutning þaðan yfirleitt. Með haustinu 1927 hugsaði hann sér að halda áfram náminu í Wienarborg, en 14 dögum fyrir áformaða heim- för sína sýktist hann skyndilega með hitasótt í tesam- kvæmi hjá einum af háskólakennurunum í læknisfræði, og hafði hann jafnan hitaveiki upp frá því, að kalla mátti. Í aprílmánuði var honum komið af spítala í Wien á All- andheilsuhæli, er stendur á forkunnarfögrum stað í fjöll- unum skammt frá heilsubótarstöðvunum í Baden. Þar andaðist Hrafnkell úr berklaveiki þótt aðhlynning öll væri hin besta. Wienarborg. S Dr. Hans baron Jaden. Ath. blaðsins: Eftirmæli þessi eru rituð á þýsku af dr. von Jaden og er þetta þýðing. Ármúla 44, sími 553 2035. — Kynntu þér málið — Chesterfield sófasett með pokafjöðrum og „antik“ leðri Sófasett 3+1+1 kr. 387.620 Sófasett 3+2+1 kr. 422.170 3 sæta sófi kr. 176.980 2 sæta sófi kr. 139.870 Stóll kr. 105.320 - ud fo rd ri ng er o g næ rv æ r Ansøgningsfrist: Kvote 1: 1. juli *Ring på telefon +45 63 23 70 00 eller kig på www.skaarupsem.dk for at få mere at videSkårup Kirkebakke 4 · DK-5881 Skårup Tlf. +45 63 23 70 00 lærer Læs til i Danmark - vælg det stærkeste studiemiljø! Skógarhlí› 18 • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is E N N E M M / S IA / N M 16 86 6 Kanarí Frábært verð Frá 44.395 kr. M.v. hjón með tvö börn 2-11 ára á Aguacates, 18. nóv. eða 2. des. Allt að 17% ver ðlæ kku n frá því í fy rra Kanaríeyjar eru langvinsælasti áfangastaður Evrópubúa yfir vetrarmánuðina, enda er þar milt og gott veður með jöfnu hitastigi árið um kring. Á Gran Canaria er að jafnaði 20-25 stiga hiti á daginn. Vinsælustu staðirnir eru Enska ströndin og Maspalomas og þar eru Heimsferðir með sína gististaði. Þjónustan í öndvegi Okkar kappsmál er að veita sem besta þjónustu. Allir fararstjórar Heimsferða hafa áralanga reynslu og sérþekkingu á Kanaríeyjum. • Íslensk fararstjórn • Úrval kynnisferða • Viðtalstímar á gististöðum • Beint leiguflug án millilendingar • Upplýsingabók Heimsferða með hagnýtum upplýsingum • Skemmti- og íþróttadagskrá í sérvöldum ferðum • Símavakt allan sólarhringinn • Örugg læknaþjónusta Bókaðu strax og tryggðu þér bestu gististaðina og lægsta verðið. í haust 19. október – 30 nætur 18. nóvember – 14 nætur 2. desember – 15 nætur Bókunarmet til Kanarí fyrstu vikuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.