Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 53
MENNING
Á frábærum stað við Þingvallavatn eru til sölu tvö heilsárshús
ásamt rúmlega 8000 m2 (0,8 ha) eignarlóðum. Húsin eru í landi
Skálabrekku sem er einungis í 30 mínútna fjarlægð frá Reykjavík
(38 km. frá Höfðabakkabrú)
Húsin eru rúmir 140 m2 auk 25 m2 gestahúss, samtals um 170 m2.
Húsin verða afhent fullfrágengin að utan, klædd með báruáli og
harðvið eða náttúrusteini, allt að vali kaupanda.
Lóð er grófjöfnuð með lögnum að rafhituðum heitum potti og
bílastæði grófjafnað.
HEIMILI AÐ HEIMAN Glæsileg heilsárshús við Þingvallavatn
Hlíðasmári 17, Kópavogur
Sími: 550 3000, www.fmeignir.is
Nánari upplýsingar
í síma 550 3000
Herbergi
10,0 m2
Herbergi
13,7 m2
Andd.
6,5 m2
Andd.
5,1 m2
Pottur
Hol
8,2 m2
Baðh Föt
Þvottur
Búr
10,2 m2
Eldhús - borðstofa
33,8 m2
Eldhús
borðkr.
14,2 m2
Gestahús
Bað
8,1 m2
Bað
3,8 m2
Svefn
4,6 m2
Stofa
23,5 m2
Teikningin sýnir dæmi um fullbúið hús.
Skálabrekka
Harðviðarpallar eða verönd umhverfis húsið í samráði við kaupendur.
Gólfplata er steypt,tilbúin til hitalagna.
Húsin verða tilbúin til afhendingar í haust eða samkvæmt samkomulagi.
Sjá nánar á www.skalabrekka.is
BO BO
Austur
Norður
Suður
Vestur
Að vatni - móti suðri
SÉRHVER saga er margar sögur eða í það
minnsta mörg söguefni, margvísleg minn-
ingabrot. Allar sögur segja sinn sannleika
jafnvel þó að þær séu skáldsögur. Í bókinni
Stríðsmenn Salamis lætur höfundur bók-
arinnar og sögumaður, Javier Cercas eina
persónu sögunnar segja: ,,Skáldsögur eru
skrifaðar með því að tengja saman minn-
ingar.“ En ætli öll sagnfræði beri ekki líka
keim af þessari aðferð – að tengja saman
minningar. Sögumanni Stríðsmanna Salamis
er raunar meinilla við að kalla sögu sína
skáldsögu. Hann nefnir hana sannsögu af því
að hún byggist að einhverju leyti á raunveru-
legum persónum og atburðum. Flestir Ís-
lendingar láta sér slíka formúleringu í léttu
rúmi liggja enda aldir upp við fornan sagna-
brunn með yfirbragði slíkra sannsagna þó að
vitaskuld séu sögurnar sem upp úr þeim
brunni koma fyrst og fremst mótaðar með
því að tengja saman minningar.
Saga Cercas byggist á endurminningum úr
Spánarstríðinu. Einn helsti hugmyndafræð-
ingur falangista, rithöfundurinn Sánchez
Mazas, fellur í hendur lýðveldishersins og er
leiddur fyrir aftökusveit í lok Spánarstríðs-
ins. Fyrir einhverja hundaheppni kemst hann
undan til skógar lítt sár en eftirleitarmaður
lýðveldishersins kemur auga á hann. Í stað
þess að taka hann höndum eða vega hann
horfir hann aðeins á hann og hverfur á
braut. Falangistinn kemst í hóp liðhlaupa úr
lýðveldishernum og nær fyrir hjálp vinsam-
legs fólks að komast í hóp sinna fasísku vina
þar sem honum er fagnað sem þjóðhetju og
hann gerður að ráðherra.
Þessi frásögukjarni er uppistaða sögunnar.
En raunar má segja að hann sé bara upphaf
sögu því að líta má svo á að Stríðsmenn Sal-
amis séu þrenns konar saga. Cercas nálgast
söguefnið nefnilega dálítið í anda þess merka
höfundar Borges með því að skoða söguna
inni í sögunni. Sagan fjallar því öðrum þræð-
inum um uppgötvun sögunnar og hvernig
höfundurinn nálgast hana, grefur hana svo
að segja upp. Sagan sjálf er því ferli inn í
sannsögunni. Segja má því að sagan fjalli
ekki síst um hvernig sagan verður til, hvern-
ig skáldskapur og sannleikur vegast á í mót-
un hennar.
Í þriðja lagi kemst Cercas að þeirri niður-
stöðu að sagan sé í sjálfu sér ekkert merki-
leg nema fyrir augnatillit hins miskunnsama
lýðveldishermanns. Tilraunir hans til að gefa
Mazas svipmót söguhetju falla eins og spila-
borgir þegar hann rýnir í persónuleika
mannsins og eðli fasismans sem hann var að-
alhvatamaður að enda er hann breyskleikinn
uppmálaður.,,Hann var stjórnmálamaður sem
í hjarta sínu fyrirleit stjórnmál. Hann hélt á
lofti gömlum gildum – trúfestu og hugrekki –
en hegðun hans einkenndist af sviksemi og
heigulskap, og hann lagði manna mest af
mörkum til ruddalegrar misnotkunar þessara
hugtaka í mælskulist Falange Epañola, hann
hélt líka á lofti gömlum stofnunum, konungs-
veldinu, fjölskyldunni, kristinni trú, föður-
landinu – en hann hreyfði ekki litlafingur til
að koma konungi til valda á Spáni, afrækti
fjölskyldu sína, sem hann bjó iðulega ekki
hjá, og hefði glaður skipt allri sinni katólsku
trú fyrir eina kviðu úr Guðdómlega gleði-
leiknum; hvað föðurlandið varðar er ekki gott
að vita hvað það eiginlega er, nema réttlæt-
ing á yfirgangi eða leti.“ Þetta er maður sem
reyndi að skapa lifandi goðsögn úr reynslu
sinni í stríðinu, upphefja sig með gyllingu
ævintýraljóma en reyndist svo ístöðulaus og
lítilsigldur að fljótlega féll á gyllinguna.
Bókin er því ekki síst leit að söguhetju.
Þriðji og seinasti hluti sögunnar fjallar ein-
mitt um þá leit. Sá hluti þykir mér sýnu best
skrifaður og af meiri sannfæringu en hinir
fyrri. Þar hvetur sagan ekki bara til umhugs-
unar um eðli Spánarstríðsins eða stríða yfir-
leitt og ekki aðeins um eðli sannleika og
sagnagerðar heldur ekki síst um úr hvaða
efniviði hetjuskapur er gerður. Sagan er því
einnig leit að gildum í samtímanum. Hún er
líka tilraun til umfjöllunar og jafnvel upp-
gjörs við hinn sársaukafulla tíma Spánar-
stríðanna og fasismans, að létta ofurlítið því
fargi af spænskri þjóðarsál.
Þýðing Jóns Halls Stefánssonar er víðast á
nokkuð lipru máli og kjarnmiklu en hvort
það er stíl höfundarins eða þýðingu Jóns að
kenna finnst mér textinn einkennast sums
staðar um of af latneskri setningargerð með
löngum undirskipuðum málsgreinum sem
aldrei virðast ætla að enda. Hér birtist vita-
skuld vandi þýðanda sem yfirfærir róm-
anskan texta yfir á íslenkt mál í hnotskurn.
Kannski er krafan um hinn hnitmiðaða að-
alsetningastíl í íslenskum anda ekki sann-
gjörn þegar um slíka þýðingu er að ræða.
Það er við búið að ýmislegt glatist þá úr stíl
höfundar við þýðinguna.
Hvað sem þessum vangaveltum líður er
hér á ferðinni bitastæð og vel skrifuð bók
sem vekur ýmsar spurningar um stríð,
sagnagerð og hetjuskap og raunar margt
fleira.
Skáldsaga í leit að hetju
BÆKUR
Skáldsaga
Eftir Javier Cercas. Þýðandi Jón Hallur Stefánsson.
Bjartur 2005 - 195 bls.
Stríðsmenn Salamis
Skafti Þ. Halldórsson
ÞÓTT Listahátíð í Reykjavík hafi
formlega lokið 5. júní, munu nær all-
ar myndlistarsýningarnar sem til-
heyrðu Tími rými tilveru halda
áfram fram eftir sumri. Dieter Roth
sýningin Lest í Listasafni Reykjavík-
ur, Listasafni Íslands og Gallerí 100°
stendur til 21. ágúst. Það sama gildir
um sýningar Haraldar Jónssonar,
Urs Fisher og tvíeykisins Peter
Fischli og David Weiss í Listasafni
Reykjavíkur. Þær standa til 21.
ágúst.
Sýningarnar á verkum Gabriel
Kuri, Jennifer Allora & Guillermo
Cazadilla, Brian Jungen, Heklu
Daggar Jónsdóttur, Kristjáns Guð-
mundssonar, John Latham og Jer-
emy Deller í Gerðarsafni í Kópavogi
og Wilhelm Sasnal, Bojan Sarcevic,
On Kawara og Elke Krystufek í
Hafnarborg Hafnarfirði verða einn-
ig til 21. ágúst.
Sýning Finnboga Péturssonar í
Vatnstönkunum við Háteigsveg
verður opin skv. samkomulagi í
sumar. Sjá nánari upplýsingar um
það á www.or.is.
Þá hefur það nú verið staðfest að
sýningin á verkum Thomas Hirsch-
horn í Nýlistasafninu hefur verið
framlengd um rúman mánuð og
mun hún því standa til 24. júlí nk.
Sýning Lawrence Weiner í Galleri
i8 stendur til 6. júlí, sýning John
Bock í Kling og Bang verður til 26.
júní, sýning Ólafs Elíassonar í 101
gallery er til 1. júlí, Carsten Höller
sýnir í Safni til 10 júlí og sýningu
Libiu Pérez de Siles de Castro og
Ólafs Árna Ólafssonar í Listasafni
ASÍ lýkur 3. júlí. Enn má heimsækja
dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund
og virða fyrir sér teketil og samóvar
Turnerverðlaunahafans Jeremy
Dellers og Allan Kane sem þeir fé-
lagar gáfu Grund. Sýningin stendur
öllum opin frá kl. 14 til 16 til 30. júní.
Götuverk Margrétar H. Blöndal
Margrét H. Blöndal sýnir verk sín
á götum Reykjavíkur, nánar tiltekið
á Bárugötunni og í nágrenni hennar.
Verk hennar er að finna á eftirfar-
andi stöðum: Mjóstræti 6, Garða-
stræti 11a og Garðastræti 11 (geng-
ið upp Fischersund, hornhús og
Hákot)Bárugata 5 og Bárugata 9,
svo er gengið yfir Ægisgötu þar sem
rétt glittir í mynd á Ægisgötu 6 (fyr-
ir ofan bláar bárur), Bárugötu 21 og
22 og auk þess er verk á húsi sem til-
heyrir Stýrimannastíg en snýr að
Bárugötunni, á milli 27 og 29. Þá eru
einnig verk á Bárugötu 29 og Báru-
götu 35, Bárugata (hornhús við
Bræðraborgarstíg 9) og Bárugata
34. Verk Margrétar verða uppi til
mánaðamóta júlí/ágúst.
Blind Pavilion Ólafs Elíassonar í
Viðey má virða fyrir sér til 21. ágúst
en reglulegar ferðir eru út í eynna
alla daga. Úti á landi. Sýning Jonat-
han Meese í Listasafni Árnesinga,
Hveragerði verður til 24. júlí.
Sýningar Elínar Hansdóttur í
Edinborgarhúsinu og Hreins Frið-
finnsonar í Slunkaríki á Ísafirði
standa til 26. júní. Sýningar Gabrí-
elu Friðriksdóttur og Matthew
Barney í Listasafninu á Akureyri og
Önnu Líndal í Skaftfelli á Seyðisfirði
lýkur einnig 26. júní. Skúrinn á Eið-
um með ljósmyndum Dieter Roth fer
svo hringinn í kringum landið í sum-
ar. Nánar verður tilkynnt um ferðir
hans síðar.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Thomas Hirschhorn sýnir í Nýlistasafninu til 24. júlí.
Myndlistarsýn-
ingar á Listahátíð
halda áfram