Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Það sem kannski einna helstvekur athygli varðandiréttarhöldin yfir poppgoð-inu Michael Jackson vest-ur í Kaliforníu, sem lauk með sýknu hans í vikunni, er hversu litla athygli þau vöktu þrátt fyrir allt, hversu lítið þau kveiktu í Bandaríkja- mönnum þar til hugsanlega á mánu- daginn síðasta, þegar kveðinn var upp dómur. Vissulega fylgdust bandarískir fjöl- miðlar, sem og urmull blaðamanna annars staðar að úr heiminum, vel með þróun mála, röktu helstu tíðindi úr vitnastúkunni og sögðu frá því dag hvern í hvernig klæðnaði Jackson var er hann mætti í réttarsalinn. En flest- ir virðast sammála um að réttarhöldin standi – þrátt fyrir allan hamagang- inn á mánudag – fráleitt undir því að vera nefnd í sömu andrá og ýmis um- töluðustu réttarhöld samtímans. Þau þykja til að mynda engan veg- inn hafa vakið jafn sterk viðbrögð í Bandaríkjunum og réttarhöldin yfir leikaranum og fótboltakappanum fyrrverandi O.J. Simpson fyrir rétt- um tíu árum. Þó verður varla um það deilt að Michael Jackson er margfalt frægari en Simpson, krýndi raunar sjálfan sig „konung poppsins“ á sínum tíma. Michael Jackson var að vísu ekki ásakaður um (tvöfalt) morð, líkt og O.J. Simpson, en kynferðisleg mis- notkun á ungum drengjum er alvar- legur glæpur og umfjöllun um slíka glæpi vekur yfirleitt sterkar tilfinn- ingar með fólki. Engar beinar sjónvarpsútsendingar Ein helsta skýring þess, að réttar- höldin yfir Jackson náðu ekki sömu hæðum, ef svo má að orði komast, og Simpson-réttarhöldin fyrir áratug síðan er sú að dómarinn sem valdist til að stýra þeim var aldrei líklegur til að leyfa þeim að þróast í þá veru. Dómarinn, Rodney Melville, einsetti sér einfaldlega frá fyrsta degi að koma í veg fyrir að réttarhöldin um- breyttust í fjölmiðlasirkus, þar sem öllu væri sjónvarpað og bandaríska þjóðin stæði á öndinni yfir síðustu vendingum í sápuóperunni á skján- um. Rætt er um að dómarinn í Simp- son-málinu, Lance Ito, hafi algerlega misst stjórnina í því máli og Melville mun hafa verið staðráðinn í að slíkt myndi ekki endurtaka sig í hans rétt- arsal. Verjendur Jacksons höfðu boðað að þeir myndu kalla fyrir ýmis vitni, sem vottað gætu að Michael Jackson væri drengur góður. Voru nöfn eins og Elisabeth Taylor, Diana Ross og Stevie Wonder nefnd í þessu tilliti. Og saksóknarar hugðust færa sönnur á að Michael Jackson væri sannkallað- ur öfuguggi er hellti unga drengi fulla, sýndi þeim klámblöð og misnot- aði þá síðan kynferðislega. En Melville tók ekki í mál að hleypa öllu þessu í beinar sjónvarpsútsend- ingar og hann kærði sig ekki um að stjörnur á borð við Taylor, Ross og Wonder kæmu fyrir réttinn ef þær hefðu ekkert fram að færa sem tengd- ist þessu tiltekna máli beint. Rétt er að rifja upp að það voru ein- mitt hinar beinu útsendingar úr rétt- arsalnum sem urðu til þess að Simp- son-málið varð jafn umtalað og raun bar vitni. Á hverjum degi gat fólk fylgst með steinrunnu andliti Simp- sons og eitt eftirminnilegasta atvik þeirra réttarhalda var síðan þegar Simpson klæddi sig í blóðugan hansk- ann, sem morðingi fyrrverandi eigin- konu hans og ástmanns hennar átti að hafa notað. Hanskinn passaði ekki, eins og frægt er orðið, og Simpson var sýkn- aður. Í Jackson-réttarhöldunum var ekki um neinar beinar sjónvarpsútsend- ingar að ræða og viðleitni sjónvarps- stöðva vestanhafs til að blása lífi í málið með því að láta misgóða leikara fara með hlutverk helstu persóna og leikenda í „endurgerð“ á því sem fram hefði farið í réttarsalnum náði aldrei flugi. Með því að leyfa ekki sjónvarps- myndavélar í réttarsalnum stöðvaði Melville dómari semsé allt súrefnis- flæði til fjölmiðlafársins sem ella hefði orðið. Og hann gekk lengra, hann bannaði öllum er hlut áttu að máli að tjá sig opinberlega á meðan á réttarhöldun- um stóð. Átti þetta við um bæði verj- endur og saksóknara, að ekki sé talað um kviðdómarana sem sjálfsagt voru ekki öfundsverðir af einangrun sinni þessa rúmu fjóra mánuði sem réttar- höldin stóðu. Varð þessi úrskurður grínaranum Jay Leno raunar tilefni margra brandara í sjónvarpsþættinum The Tonight Show en Leno var meðal vitna í Jackson-málinu. Gerði Leno sér mat úr því að hann gæti ekki sjálf- ur sagt brandara um Jackson, þar sem dómari hefði skipað honum að tjá sig ekki um málið. Bauð Leno síðan öðrum grínurum út á svið til sín til að fara með brandarana sem hann ella hefði sagt sjálfur. Fjölmiðlar ósáttir Fjölmiðlar vestanhafs voru allt annað en ánægðir með áðurnefnda úrskurði Melvilles, töldu vegið að rétti sínum til að fjalla um opinber mál. Melville dómari rökstuddi mál sitt með þeim hætti að „afar erfitt“ væri fyrir mann sem væri jafn frægur og Michael Jackson að hljóta sann- gjörn réttarhöld, allir þekktu hann og allir hefðu á honum skoðun. Allt yrði því að gera til að draga úr hættunni á því að réttarhöldin breyttust í sirkus í auga fjölmiðlanna. Rodney Melville er 63 ára gamall, ólst upp í San Diego og fór þar í há- skóla, kláraði síðan gráðu í lögfræði frá UC Hastings-lagaskólanum í San Francisco. Melville þjónaði einnig um tíma í sjóhernum. Hann hefur verið dómari í Kaliforníuríki í sextán ár og hefur því marga fjöruna sopið. Mel- ville hafði áður unnið bæði sem sjálf- stæður lögmaður og sem aðstoðar- saksóknari og þekkir því báðar hliðar lögmennskunnar. Hann hefur orð á sér fyrir að vera strangur dómari en sanngjarn. Hann mun hafa átt í bar- áttu við Bakkus á sínum yngri árum en hætti að drekka 1978. Hann á tvær dætur með eiginkonu sinni, þau búa á litlum búgarði í Kaliforníu. Flestir lagaspekúlantar, sem rætt var við eftir úrskurðinn á mánudag, voru sammála um að Rodney Melville hefði reynst röggsamur dómari. Eng- inn gat velkst í vafa um það hver var við stjórnvölinn í réttarsalnum. Mel- ville hækkar að vísu sjaldan róminn, að sögn kunnugra, en sýndi litla þol- inmæði ef honum þótti lögmennirnir vera farnir að færa sig upp á skaftið. Og þó lá oft við að réttarhöldin leystust upp í farsa, eins og til dæmis þegar Jackson mætti allt of seint, illa fyrir kallaður og klæddur í náttfötin sín. Hann hafði greinilega ekkert ætl- að sér að mæta þann daginn, en neyddist þó til þess þegar Melville dómari gerði öllum ljóst að stjörnu- stælar yrðu ekki liðnir í réttarsalnum. Fyrir augum laganna eiga allir að vera jafnir og því kom dómarinn eins fram við Michael Jackson og allra aðra sakborninga. Það breytti þó ekki því, að sitt hvað skrýtið fór fram í réttarsalnum á með- an á þessum merkilegu réttarhöldum stóð. Voru vitnin gjörn á að haga sér skringilega, kviðdómarar hafa jafnvel lýst því yfir að þeim hafi þótt flest vitn- anna ótrúverðug. Alls komu um 140 vitni fyrir réttinn, sum þeirra heims- fræg eins og t.d. barnastjarnan fyrr- verandi Macaulay Culkin, og þátta- stjórnandinn Jay Leno. Enginn þótti þó haga sér furðulegar en móðir pilts- ins sem sakað hafði Jackson um kyn- ferðislega misnotkun, hún þótti skaða mjög málstað saksóknaranna. Þetta staðfestu einstakir kviðdómarar raun- ar á mánudag. Hér virtist vera komin kona sem einfaldlega stundaði það að féfletta frægt fólk. Mætti í náttfötunum Melville hafði gert lýðum ljóst strax í upphafi að hann hygðist halda uppi aga í réttarsalnum. Jackson mætti of seint í dómshúsið er ákæru- atriðin voru lesin upp í janúar og þá setti Melville ofan í við hann. „Herra Jackson, þú ferð illa af stað hvað mig varðar,“ sagði hann. „Ég vil segja þér að ég mun ekki umbera svona lagað.“ Og þegar Jackson mætti of seint til réttarhaldanna í mars – í náttfötunum sínum, eins og áður var nefnt – var það eftir að Melville hótaði því að láta handtaka sakborninginn og færa hann í fangelsi. En þegar Rodney Melville var bú- inn að heyra kviðdóm í málinu yfir Michael Jackson lýsa yfir þeim úr- skurði sínum, að söngvarinn væri sýkn saka, var kominn tími til að binda endahnútinn á þessi umtöluðu réttarhöld. „Herra Jackson, trygging þín er úr gildi fallin og þú ert frjáls ferða þinna,“ sagði Rodney Melville við frægasta sakborninginn sem inn í réttarsal hans hefur komið. Vildi tryggja sanngjörn réttarhöld Reuters Rodney Melville dómari stýrði réttar- höldunum yfir poppgoðinu Michael Jackson. Hann hefur orð á sér fyrir að vera strangur dómari en sann- gjarn. Hann mun hafa átt í baráttu við Bakkus á sínum yngri árum en hætti að drekka 1978. Hann á tvær dætur með eiginkonu sinni, þau búa á litlum búgarði í Kaliforníu. Reuters Fjölmiðlar bíða fyrir utan Neverland, búgarð Michaels Jacksons, í vikunni í þeirri von að stjarnan láti sjá sig eftir að hann var sýknaður á mánudag. Ein helsta skýring þess, að réttarhöldin yfir Jackson náðu ekki sömu hæðum, ef svo má að orði komast, og Simpson- réttarhöldin fyrir áratug er sú að dómarinn sem valdist til að stýra þeim var aldrei líklegur til að leyfa þeim að þróast í þá veru. Dómarinn Rodney Melville vildi ekki að réttar- höldin yfir Michael Jackson breyttust í fjölmiðlasirkus david@mbl.is ’Það breytti þó ekki því, að sitt hvaðskringilegt fór fram í réttarsalnum á meðan á þessum merkilegu réttarhöldum stóð. Voru vitnin gjörn á að haga sér skringilega, kviðdómarar hafa jafnvel lýst því yfir að þeim hafi þótt flest vitnanna ótrúverðug.‘                             !" #$                  %"  #!    " #  $  %&  '' &''!" (#$ (          # '%        # (                %  # )$ )   %     *+ ($              * +  &*   ,($ -''#        %            &''%" )$ . %             )  / &''-" (#$ (0   #1   &   2   %    #       %      #   $ )  %  *1 %      3 & &  4      &             5#     66     &    &    %. )$ )   #*        78    0 &-. )$ 9#      8:  8  & 1  2  ;     ;.     !. # )$ <   & # #     !. # )$ <     2    %  /      ) )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.