Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 11
athyglisvert á dögunum hvernig Björgólfur [Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans] tjáði sig um Valgerði Sverrisdóttur [við- skiptaráðherra]. Ég hef ekki heyrt slíka athugasemd um karlmann.“ Dagný segist vera að vísa til þess þegar Björgólfur andmælti ummæl- um Valgerðar í fjölmiðlum með þeim orðum að „hún hefði farið öfugum megin fram úr“ og að hann ætlaði ekki að svara „frú Valgerði“. Dagný segist ekki hafa heyrt nokkurn mann ávarpa t.d. Halldór Ásgrímsson sem „herra Halldór“ í slíkum tilsvörum. Hún segist dagsdaglega ekki velta sér upp úr því hvaða ímyndir kynin hafa „en þegar manni er bent á svona hluti tekur maður eftir þeim“. Sólveig Pétursdóttir telur einnig að konur hafi öðruvísi ímynd en karl- ar. „Maður verður var við það að þær séu stundum frekar metnar eftir út- liti og klæðaburði fremur en mál- efnum. Konur fá líka stundum þann stimpil að þykja frekjudósir, þegar körlum er frekar lýst sem ákveðnum og metnaðarfullum. Ég held þó að þetta sé allt að breytast með aukinni þátttöku kvenna í stjórnmálum.“ Þegar Einar Karl Haraldsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, er spurður hvort hann telji að konur hafi öðruvísi ímynd en karlar í stjórn- málum segir hann: „Konur sem eru komnar með reynslu í pólitík eru í sjálfu sér eins og hverjir aðrir stjórn- málamenn. Ef það er einhver eðlis- lægur munur á körlum og konum þá er hann svo lítill að það skiptir ekki höfuðmáli.“ Hann segir að konur séu sjálfsagt mótaðar af ákveðinni ímynd, eins og t.d. minnihlutaímyndinni; þ.e. að þær séu í minnihluta og að þær þurfi að sækja fram, standa saman og svo framvegis. „Auðvitað eru konur eitthvað mótaðar af þeirri ímynd, en þegar konur hafa öðlast reynslu og orðið t.d. ráðherrar, flokksformenn, borgarstjórar eða eitthvað annað er ímyndin einstaklingsbundin.“ Ekki bara konur Því er stundum haldið fram – og um leið gagnrýnt – í umræðunni um jafnrétti kynjanna að konur séu tekn- ar fram yfir karla einungis vegna þess að þær eru konur. En er það svo? Siv Friðleifsdóttir er ein þeirra sem segir það af og frá. Hún bendir á tölur máli sínu til stuðnings. „Ef sú væri raunin þá væru konur meira en helmingur sveitarstjórnarmanna, meira en helmingur alþingismanna og meira en helmingur ríkisstjórn- arinnar. Þetta stenst því ekki.“ Flokkssystir Sivjar, Dagný Jóns- dóttir, tekur í sama streng. Hún segir jafnframt umræðu af þessu tagi nið- urlægjandi fyrir konur. „Einu sinni, fyrir löngu, var mér boðið að setjast í nefnd, því það þurfti að uppfylla kynjakvóta. Ég afþakkaði boðið því mér finnst fátt meira niðurlægjandi en að fara í eitthvert starf á for- sendum kyns en ekki hver maður er.“ Sólveig Pétursdóttir segist eiginlega ekki skilja þessa umræðu, þ.e. að kon- ur séu teknar fram yfir karla. „Ekki er talað svona um karla í stjórn- málum,“ segir hún. Þuríður Backman segir hins vegar að í undantekningartilfellum séu kon- ur teknar fram yfir karla, á grund- velli kynferðis. „Í undantekningar- tilfellum er það svo og verður þar til hlutfall kynja verður jafnt á pólitísk- um vettvangi. Þessar konur standa fyrir sínu þó karlar telji fram hjá sér gengið. Ef breyta á kynjahlutfalli stjórnmálanna verða konur að vera jafn gildar á framboðslistum og koma fram í fjölmiðlum jafnt og karlar.“ Ingibjörg Sólrún segir, um þetta, að kynferðið geti við ákveðnar að- stæður unnið með konum. „Þegar flokkarnir telja nauðsynlegt að fríska upp á sig og vera kjósendavænni get- ur það hjálpað konum.“ Aðspurð ját- ar hún því að sú nálgun geti verið nei- kvæð fyrir konur, en það sé vegna þess að oft sé talað um konur eins og þær séu „bara konur“ en ekki allt hitt, sem þær eru líka, eins og t.d. höf- uðborgarbúar, landsbyggðarfólk, þátttakendur í atvinnulífinu og ann- að. Hún segir að sjálfsmynd okkar sé sett saman úr svo mörgu; enginn sé bara karl eða bara kona. Þegar kvenviðmælendur blaðsins eru spurðir hvort þeir telji að erfiðara sé fyrir konur að koma sér á framfæri í fjölmiðlum en karla nefna þeir marg- ir spjallþættina sérstaklega í svörum sínum. Ingibjörg Sólrún segir t.d. að erfiðara sé fyrir konur að komast að í slíka þætti. „Þar fer oft heilmikil ímyndarsköpun fram og þar er oft ver- ið að búa til pólitíkusa. Ungar konur eiga erfiðara með að komast þar inn.“ Ingibjörg segir ennfremur að mun fleiri karlmenn en konur vinni á fjöl- miðlunum, bæði sem fréttamenn og þáttastjórnendur. „Því virkar tengsl- anetið betur fyrir karla heldur en kon- ur í fjölmiðlunum og það tengslanet skiptir verulega miklu máli.“ Margrét Sverrisdóttir segir að svo virðist sem konur séu stundum tekn- ar inn í umræðuþætti til uppfyllingar eða „vegna þess að það þurfi eina konu í settið“, segir hún. „Hana- slagsstíllinn“ sem sé ríkjandi í þátt- unum verði síðan til þess að konan sitji svolítið einangruð eða utanvelta. „Ég er sannfærð um að málin yrðu rædd á dálítið öðrum nótum ef fleiri en ein kona yrði höfð í þáttunum,“ segir Margrét. Hún telur sömuleiðis að margar konur veigri sér við því að taka þátt í „hanaslagsumræðunum“. Siv Friðleifsdóttir segir, þegar hún er spurð út í þetta, að rannsóknir hafi sýnt að hlutur kvenna í fjölmiðlaum- fjöllun sé minni en karla. Hún tekur jafnframt fram að konur í stjórn- málum séu síður en svo að „afþakka viðtöl í stríðum straumum“. Konur hafi þó tilhneigingu til þess að vera varkárari en karlar í ummælum sín- um og því sækist fjölmiðlamenn frek- ar eftir því að tala við karlana. Þeir séu m.ö.o. yfirlýsingaglaðari. Umgjörðin karllæg? Viðmælendur blaðsins eru almennt á því að konur hafi ekki minni áhuga á stjórnmálum en karlar. Ýmislegt í umhverfi stjórnmálanna geti þó latt konur til þátttöku. „Ég verð ekki vör við annað en að þær hafi ákveðnar skoðanir og að þær séu ábyrgar gagnvart samfélaginu,“ segir Dagný Jónsdóttir. „Áhugann vantar ekki. En þær hafa kannski ekki eins frjáls- an tíma og karlar. Þær bera meiri ábyrgð inni á heimilinu. Að sumu leyti forgangsraða þær kannski líka öðruvísi. Mér finnst þetta þó samt að- eins vera að breytast; karlarnir eru að koma meira inn á heimilin.“ Guðrún Inga Ingólfsdóttir, vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins, seg- ir eins og Dagný að konur hafi mikinn áhuga á stjórnmálum. Umgjörð stjórnmálanna sé á hinn bóginn svo- lítið karllæg. Ein birtingarmynd þess séu umræðurnar. Þar sé málefnum stundum stillt upp eins og í skot- grafahernaði. Umræðurnar gangi síðan út á að „jarða andstæðinginn“. Guðrún Inga segir að konur vilji nálgast málin á annan hátt. „Þær geta staðið á sínu og gefið ekkert eft- ir. Þær geta skilið sjónarmið and- stæðingsins en þurfa þó ekki að vera sammála honum. Ég held að þetta eigi almennt við um konur, hvort sem er í atvinnulífinu eða í pólitík; þær vilja gera vel, en þær eru ekki til- búnar til þess að taka þátt í þessum vinnubrögðum. En auðvitað taka margar konur þátt í stjórnmálum og sumar hverjar á þessum forsendum. Aðrar eru hins vegar að reyna að breyta þeim.“ Guðrún Inga telur reyndar að að- ferðafræði stjórnmálanna muni breytast eftir því sem fleiri konur taka þátt í stjórnmálum. „Það er ekki hægt að bíða endalaust eftir því á hliðarlínunni að ástandið breytist heldur verður maður að taka þátt og hafa áhrif.“ Hún segir að síðustu að konum séu allir vegir færir. „En stundum þarf að stíga fram og taka áhættu.“ Auður Styrkársdóttir „Ég held að kjósendur hafi alla tíð verið tilbúnir að kjósa konur.“ Birgir Ármannsson „Bæði karlar og konur eiga rétt á því að vera vegin og metin á grundvelli eigin verðleika.“ Dagný Jónsdóttir „Mér finnst fátt meira niðurlægjandi en að fara í eitthvert starf á for- sendum kyns …“ Þuríður Backman „Hjá konum er barátta til pólitískra áhrifa oft nefnd frekja en keppnis- skap hjá körlum.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Þegar flokkarnir telja nauðsynlegt að fríska upp á sig og vera kjósenda- vænni getur það hjálpað konum.“ Jakob Frímann Magnússon „Það liggur að líkindum í sjálfu kveneðlinu að kjósa fremur að vernda hreiðrið og hlúa að ungunum …“ arna@mbl.is Sólveig Pétursdóttir „Ég held að þetta sé allt að breytast með aukinni þátt- töku kvenna í stjórn- málum.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 11 Þ að á við um þessi réttindi eins og svo mörg önnur réttindi manna í þjóðfélag- inu, að ekkert er sjálfgefið. Því þarf að vera vakandi fyrir því að það slakni ekki á þessum streng, sem þó hefur náðst að gera svo sterkan,“ segir Ragnhildur Helgadóttir, fyrrver- andi þingmaður og ráðherra, þegar hún er beðin að minnast þess að níu- tíu ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Hún segir að gríðarlegar framfarir hafi orðið síðan þá. Nú þyki sjálfsagt að konur og karlar skipi framboðslist- ana og sitji á þingi – helst sem næst jöfnum hlutföllum, þótt það náist ekki alltaf. Hún ítrekar hins vegar að þegar framfarir hafi náðst á einhverju sviði megi ekki slaka á klónni, svo árang- urinn glutrist ekki niður á nýjan leik. Ragnhildur segir að konur verði líka að muna, þegar þær halda upp á 19. júní, að kosningarétturinn er ekki bara konum að þakka. Karlarnir hafi jú sam- þykkt breytingarnar á þingi. „Þær náðu karlmönnunum á sitt band,“ seg- ir hún og leggur áherslu á að jafnrétt- isvinnan megi ekki bara fara fram í hópi kvenna. „Konur hafa oft á tíðum alltof mikið verið að tala hver við aðra og sannfæra hver aðra í stað þess að beina röksemdum sínum að karlmönn- unum. Það voru þeir sem réðu öllu til lands og sjávar. Menn láta ekki stjórn- artaumana af hendi nema þeir séu sannfærðir um að það sé skynsamlegt. Þess vegna þarf að fá þjóðfélagið allt, bæði karlmenn og konur, til þess að standa saman í því að varðveita það jafnrétti sem fengist hefur og koma því áþar sem það er ekki í nægilega góðu horfi. Þetta er sá partur af aðferða- fræðinni sem mér finnst skipta mjög miklu máli, en hefur kannski ekki alltaf verið nægilega nýttur.“ Ragnhildur segir að lýðræðisleg stofnun þurfi að sjálfsögðu að vera, í sem allra ríkasta mæli, spegilmynd af þjóðfélaginu sjálfu. „En konur þurfa ekki sí og æ að vera að leggja áherslu á sérstöðu sína; að við séum eitthvað betri, samviskusamari eða skynsam- ari en karlmenn. Það er auðvitað ekki svo. Það er upp og ofan meðal kvenna eins og meðal karla. Það má hins vegar vel vera að áherslur okkar geti verið mismunandi á mismunandi þætti.“ Konur taki af skarið Ragnhildur var kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1956 þá 26 ára, tveggja barna móðir og laganemi við Háskóla Íslands. Hún var eina kon- an sem náði kjöri í kosningunum. Á kjörtímabilinu á undan hafði engin kona átt fast sæti á þingi. Ragnhildur hafði verið virk í stúd- entapólitíkinni og í Sjálfstæðis- flokknum þegar hún var beðin um að taka fimmta sætið á lista flokksins í Reykjavík. „Ég held að uppstill- inganefnd Sjálfstæðisflokksins hafi gert sér ljóst að framboðslistinn yrði sterkari ef á honum yrði einstaklingur sem sameinaði báða þessa kosti að vera ungur sjálfstæðismaður og kona.“ Innt eftir því hvers vegna hún hafi ákveðið að gefa kost á sér segir hún að kvenréttindasjónarmið hafi ráðið för. „Mér fannst fráleitt – og það sama átti við um margar aðrar konur – að engin kona skyldi vera á þingi. Þegar ég svo stóð frammi fyrir þessari ákvörðun, varð mér ljóst að ef ég samþykkti þetta ekki, yrði trúlega engin kona á þingi. Þess vegna ákvað ég að gera uppstokkun á lífi mínu svo þetta yrði hægt.“ Hún segir að þetta sé eitt af því sem konur geti gert til að bæta kvenréttindi, þ.e. taka sjálfar af skarið ef þær geta mögulega kom- ið því við. Ragnhildur sat á þingi, með hléum, allt fram til ársins 1991. Hún var fyrst kvenna kjörin forseti þingdeildar og önnur kvenna skipuð ráðherra; fyrst menntamálaráðherra og síðan heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra. Aðspurð segir hún, að það segi sig sjálft, að staða kvenna í stjórnmálum hafi verið mjög slök, þegar hún tók fyrst sæti á Alþingi. Ástæðurnar hafi verið margslungnar og þjóðfélags- legar. Staðan nú sé hins vegar gjör- breytt. „Gjörbreyting hefur orðið á viðhorfum í þjóðfélaginu og þá um leið á viðhorfum kvenna sjálfra.“ Auk- in menntun kvenna skipti þar miklu máli. „Konum finnst það ekki lengur vera skylda sín að tala hljóðlega inni á sínum einkavettvangi. Þeirra sjón- armið og þeirra ásýnd kemur nú víða fram í þjóðfélaginu.“ Hún segir að þegar litið sé yfir þann glæsilega hóp kvenna sem nú taki þátt í stjórn- málum þurfi enginn að hafa áhyggjur af framtíðinni. Morgunblaðið/Jim Smart Ragnhildur Helgadóttir Ekki má slaka á klónni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.