Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 51 MENNING Sunnudagur 19. júní Kl: 16:00 Tónleikar með Heru Hjartardóttur í Hótel Eddu, ÍKÍ en hún er að leggja loka- hönd á nýja plötu með frum- sömdu efni og flytur það í bland við eldra efni. Aðgang- ur kr. 1.000. Kl: 18:00 Til minningar um fimleikahús. Dagskrá í fim- leikahúsinu við vatnið. Her- dís Jónsdóttir víóluleikari, Þóra Sigurðardóttir mynd- listarkona og Eyrún Inga- dóttir sagnfræðingur. Gullkistan OG SVO er það blessuð ástin. Hið eilífa yrkisefni. Ástin og dauðinn við hafið. Eða, einsog í skáldsögu Ey- vindar P. Eiríkssonar, Örfok, ástin í og á íslenskri náttúru. Rotnandi lík í auðninni sem að hálfu er runnið saman við náttúruna. Spennan við fyrstu kynni. Hinir óhjákvæmilegu árekstrar þegar kynnin verða nán- ari. Uppgjör og upplausn ástar og líkama. Sagan öll. Og hringrásin hefst að nýju. ÉG og ÞÚ. Aftur og aftur í gegnum aldirnar. Sömu von- ir, sama gleði, sömu mistök, sömu vonbrigði. Kynslóð fram af kynslóð í samspili við blinda náttúruna sem heldur sínu striki hvað sem nýjum uppgötvunum í sálarfræði og upp- lýsingamiðlun líður. Sagan enda- lausa. Eyvindur ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í vali á við- fangsefni. Gerir tilraun til að rýna í grundvallarþætti mannlegs eðlis um leið og hann endurspeglar þær áherslubreytingar sem orðið hafa í samskiptum kynjanna síðustu ára- tugi. Og kemst að niðurstöðu: Við erum öll villt í óbyggðum mannlífs- ins, leitandi hins helmingsins af okkur en hörfum undan í ofboði um leið og við finnum hann. Og ekkert framundan nema dauðinn. Ekki ný niðurstaða, svo sem. Ekki frekar en spurningin sem lagt er upp með. Og raunar afskaplega fátt nýstárlegt að finna í þessari skáldsögu. Árásir á gerviþarfir, femínisma, neysluþjóðfélagið, græðgina, sjálfselskuna og höfnun ástarinnar hafa verið leiðarstef skáldsagna margra höfunda langa lengi. Og Örfok bætir litlu við það sem aðrir hafa áður sagt. Sorglega litlu þar sem Eyvindur er snjall höf- undur, góður penni og hefur skoð- anir sem ættu að skipta máli. Og hefur ofurást á tungumálinu. En einsog oft vill verða með ástfangna menn þá ber ástin hann ofurliði. Merkingin kafnar í orðunum fögru og eftir stendur síða eftir síðu af flottum setningum sem hafa stærra yfirborð en innihald. Persónurnar ÞÚ og ÉG, einu persónur sögunnar, týnast í orðaflaumn- um.Tilfinningar, vangaveltur, sárs- auki og áður nefnd- ar árásir á óvini lífs- ins fletjast út undir þunga orðanna og glata slagkraft- inum. Lesningin verður langdregin og aftur og aftur týnir lesandinn þræðinum í hafi af orðum: Og ÞÚ sendir geislana inn, langa og heitglóandi, kaldskínandi ísneista sem nálgast eins og gneist- andi smásverð sem skjóta brenn- andi leisioddum í veruna rauðu sem skelfur og þenst og dregst og vill vera lifandi en er ekki ætlað að deyja, ÉG get ekki dáið, ÉG þenst, ÉG verð að lifa og ÉG lifi, og ÉG dregst, en sár berast á mig og ÉG verð að lifa. (bls. 54) Og svona er haldið áfram. 176 síður af svo góðu eru nóg til að æra óstöðugan lesanda. Hér hefði góður yfirlesari gert kraftaverk. Það er Akkillesarhæll margra höfunda að hrífast svo af eigin texta að þeir mega ekki sjá af nokkru orði og það virðist hafa hent Ey- vind P. Eiríksson við skrif þessarar sögu. Því miður. Náttúra mannsins BÆKUR Skáldsaga Eyvindur P. Eiríksson, Lafleur 2005, 176 bls. Örfok Friðrika Benónýs Eyvindur P. Eiríksson 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 0-0 6. Be2 e5 7. 0-0 Ra6 8. Be3 Rg4 9. Bg5 De8 10. h3 Rf6 11. dxe5 dxe5 12. Be3 b6 13. Dc2 Rb4 14. Db1 c5 15. Rd5 Rbxd5 16. cxd5 Rh5 17. a4 Bd7 18. Dc2 f5 19. Hfe1 Rf6 20. exf5 gxf5 21. Bc4 Kh8 22. Rg5 Hg8 23. f4 e4 24. d6 h6 25. Rf7+ Kh7 26. Re5 Be6 27. a5 Rd5 28. axb6 Bxe5 29. fxe5 axb6 30. Hxa8 Dxa8 31. Db3 f4 32. Bf2 e3 33. Dc2+ Kh8 34. Bh4 f3 Staðan kom upp á búlgarska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu. Vladimir Petkov (2.463) hafði hvítt gegn aðstoðarmanni Veselins Topa- lovs, Ivan Cheparinov (2.621). 35. Bxd5! Hér þurfti hvítur að sjá fyrir að hótunin Bh4-f6+ væri sterkari en ógnvekjandi frípeð svarts. 35. ...f2+ 36. Kh2! Í þessu felst snilldin þar eð 36. ...fxe1=D væri nú svarað með 37. Bf6+ Hg7 38. Dg6! og svartur getur ekki varist máti þó að hann hafi tvær drottningar á borðinu. 36. ...Df8 37. Bxe6 Df4+ 38. Kh1 fxe1=D+ 39. Bxe1 Hf8 39. ...Df1+ hefði verið svar- að með 40. Kh2 Dxe1 41. Bxg8 og hvítur vinnur. 40. Bc4 b5 41. Bxb5 og svartur gafst upp. Þetta var eina tapskák hins 18 ára Cheparinovs á mótinu en hann varð hlutskarpastur á því. Þessi mótasigur hans er ekki sá fyrsti á árinu og er því útlit fyrir að Búlgarar eignist einn ofurstórmeist- arann til viðbótar. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.