Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Séra Þórhallur Heimisson hefur und-anfarin tíu ár haldið hjónanámskeið ávegum Hafnarfjarðarkirkju og hafa þaueinnig verið haldin víða um land undir handleiðslu Þórhalls, sem og fyrir íslenska söfn- uðinn í Osló. Námskeið þessi hafa notið mikilla vinsælda og samtals hafa 6.500 manns sótt nám- skeiðin frá upphafi. Á hjónanámskeiðinu er talað um þær leiðir sem hægt er að fara til að sleppa út úr vítahring deilna og átaka í sambúð og hvernig styrkja má innviði fjölskyldunnar. Þó sumarið sé yndislegur tími þá hafa margir á tilfinningunni að mikið sé um skilnaði á vorin og sumrin. Þórhallur segist ekki vilja tengja eina árs- tíð frekar en aðra við skilnaði, en sagði að sín reynsla væri að haustin væru frekar sá tími sem fólk fer í sundur. „Margir gera því miður þau mis- tök að ætla sér að leysa vandamálin með því að fara saman í sumarfrí með börnin í þeirri von að þá verði allt gott. En þetta er í raun skyndilausn sem virkar ekki og oftar en ekki fer allt upp í loft um sumarið, einmitt vegna þess að ekki hefur ver- ið tekið á rótum vandans. Og fyrir vikið verða særindin og vonbrigðin svo mikil þegar hlutirnir ganga ekki upp og sumarfríið verður ekki eins frá- bært og vonir stóðu til og þá gefst fólk oft upp. Ég ráðlegg fólki eindregið að forðast allar skyndi- lausnir og taka frekar af alvöru á málunum og leita sér hjálpar ef brestir eru í hjónabandinu, áð- ur en sumarið gengur í garð, einmitt til að sum- arið og fríið verði sá yndislegi tími fyrir alla fjöl- skylduna sem það á að vera. Ég hef útskrifað mörg hjón fyrir sumarið og gef þeim þá ráð um hvernig gott er að fara inn í sumarið. Ég tek það fram að á svona námskeiði kem ég ekki eins og bjargvættur, heldur byggist þetta mikið á sjálfsábyrgð og heimavinnu fólksins og margir koma í viðtöl eftir að námskeiði lýkur. Hjónaband þarf að rækta á hverjum degi og þar hvílir ábyrgðin hjá báðum aðilum sambandsins.“ Hjónanámskeið Þórhalls eru vetrarnámskeið sem haldin eru frá byrjun september til loka maí. Á þessum tíu árum sem Þórhallur hefur haldið námskeiðin hefur safnast saman mikið efni sem hann ætlar að draga saman í bók sem hann vinnur að þessi misserin en hún byggist ekki síður á þeirri miklu reynslu sem skapast hefur með nám- skeiðahaldinu. Hjónabandið | Rækta skal sambandið á hverjum degi Sumarfríið getur tekið á  Séra Þórhallur Heim- isson er fæddur 30. júlí árið 1961. Hann er stúd- ent frá Mennta- skólanum á Laug- arvatni og guðfræðingur frá Há- skóla Íslands. Þórhallur er prestur við Hafn- arfjarðarkirkju, giftur og þriggja barna faðir. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 borguðu, 4 snauð, 7 deilu, 8 kunnátta, 9 tek, 11 askar, 13 hugboð, 14 fjalls- brúnin, 15 flasa í hári, 17 at- laga, 20 blóm, 22 lítilfjör- legur, 23 hefur í hyggju, 24 rétta við, 25 bind saman. Lóðrétt | 1 óþétt, 2 taka land, 3 sæla, 4 tölustafur, 5 söngvari, 6 gleðin, 10 klaufdýr, 12 skolla, 13 gyðja, 15 nær í, 16 for- smán, 18 daufinginn, 19 kyrtla, 20 elska, 21 naumt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 hnausþykk, 8 fótur, 9 aular, 10 agg, 11 særir, 13 arður, 15 holls, 18 harma, 21 ker, 22 fíkja, 23 eyðir, 24 hrollköld. Lóðrétt | 2 nýtur, 3 urrar, 4 þvaga, 5 kálið, 6 ofns, 7 frár, 12 ill, 14 róa, 15 hæfa, 16 lokar, 17 skafl, 18 hrekk, 19 riðil, 20 arra.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Grasagarður Reykjavíkur | Páll Óskar & Monika munu halda hina árlegu Sólstöðu- tónleika í Café Flóru, grasagarðinum í Laug- ardal sunnudaginn 19. júní kl. 22.00. Forsala aðgöngumiða er í Café Flóru sími 866 3516 og við innganginn á tónleikadegi. Ekki er tekið við greiðslukortum. Hóladómkirkja | Tónleikar kl. 14. Bakland Óskars Guðjónssonar leikur létt alþýðulög. Aðgangur ókeypis. Norræna húsið | Camerarctica heldur upp á að 90 eru liðin frá því að konur fengu kosn- ingarétt og leikur tónlist eftir íslenskar kon- ur kl. 17. Tónskáldkonurnar eru: Anna S. Þor- valdsdóttir, Bára Grímsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Jórunn Viðar, Karólína Eiríksdóttir og Mist Þorkelsdóttir. Myndlist Árbæjarsafn | Þorvaldur Óttar Guð- laugsson sýnir íslensk fjöll úr postulíni í List- munahorninu. Café Karólína | Hugleikur Dagsson – „I see a dark sail“ til 24. júní. Energia | Sigurður Pétur Högnason. Feng Shui Húsið | Diddi Allah sýnir olíu- og akrýlverk. Opið kl. 10–18 virka daga, kl. 12–18 um helgar. Gallerí I8 | Lawrence Weiner til 6. júlí. Gerðuberg | Sýningin Stefnumót við safn- ara II er opin virka daga frá kl. 11–17. Lokað um helgar í sumar. Kaffikönnur, bangsar, gosdrykkjamiðar, dúkkulísur, munkar, lista- verk úr brotajárni og herðatrjám og margt fleira skrýtið og skemmtilegt! Sjá www.gerduberg.is. Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal til 1. ágúst. Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn Bene- diktsson Fiskisagan flýgur – ljósmyndasýn- ing til 31. ágúst. Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan Sarce- vic, Elke Krystufek, On Kawara til 21. ágúst. Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju. Guðbjörg Lind Jóns- dóttir sýnir myndverk í forkirkju og kór Hall- grímskirkju. Sýningin stendur til 14. ágúst. Hallgrímskirkja | Þórólfur Antonsson og Hrönn Vilhelmsdóttir sýna ljósmyndir í Hall- grímskirkjuturni. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi | Auður Vésteinsdóttir. Hrafnista Hafnarfirði | Rúna (Sigrún Guð- jónsdóttir) sýnir í Menningarsalnum á fyrstu hæð. Hönnunarsafn Íslands | Circus Design í Bergen. Til 4. sept. Kaffi Langbrók | Elín Egilsdóttir sýnir myndir unnar með olíu, vatnslitum og bleki. Sýningin verður opin alla helgina og eitt- hvað fram í næstu viku. Kaffi Sel | Ástin og lífið. Gréta Gísladóttir sýnir á Kaffi Seli við golfvöllinn á Flúðum. Sýningin stendur til 3. júlí. Kaupfélag listamanna | KFL – group er með hressandi myndlist í Gamla Kaupfélaginu í Hafnarfirði að Strandgötu 28, 2.hæð. Myndlist 27 listamanna leikur um alla hæð- ina, í herbergjum, í sal, á klósettum og dreg- ur sig einnig út úr húsinu. Sýningin stendur til 23.júní og er opið alla daga frá 14–18. Að- gangur er ókeypis. Kling og Bang gallerí | John Bock til 26. júní. Leonard | Mæja sýnir út júnímánuð. Sjá nán- ar á www.maeja.is. Listasafn ASÍ | Ólafur Árni Ólafsson, Libia Pérez de Siles de Castro til 3. júlí. Listasafn Einars Jónssonar | Opið er alla daga nema mánudaga frá kl. 14.00 – 17.00. Listasafnið á Akureyri | Matthew Barney, Gabríela Friðriksdóttir til 26. júní. Listasafn Íslands | Dieter Roth til 21. ágúst. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabríel Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calza- dilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir, John Latham, Kristján Guðmundsson til 21. ágúst. Listasafn Reykjanesbæjar | Á sumarsýn- ingu má nú sjá sænskt listgler. Um er að ræða rúmlega 60 verk eftir 50 helstu gler- listamenn Svía, úrval hins besta úr heimi nytjaglers og skúlptúrglers. Sýningin kemur frá Hönnunarsafni Íslands. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Dieter Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur Jónsson, Urs Fischert il 21. ágúst.. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sumarsýning Listasafns Íslands. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sum- arsýning – Aðföng, gjafir og lykilverk eftir Sigurjón Ólafsson. Safnið er opið milli klukk- an 14 og 17. Norska húsið í Stykkishólmi | Ástþór Jó- hannsson. Nýlistasafnið | Thomas Hirschhorn til 24. júlí. Ráðhús Reykjavíkur | Tjarnarsalur. Sýning Helgu Windle til 21. júní. Safn | Carsten Höller til 10. júlí. Saltfisksetur Íslands | Kristinn Benedikts- son ljósmyndari með ljósmyndasýningu. Skaftfell | Anna Líndal til 26. júní. Slunkaríki | Elín Hansdóttir, Hreinn Frið- finnsson til 26. júní. Suðsuðvestur | Sólveig Aðalsteinsdóttir sýnir þrettán ljósmyndir. Opið fimmtud. og föstud. frá 16–18 og um helgar frá 14–17. Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi Pétursson sjá nánar www.or.is. Við Fjöruborðið | Inga Hlöðvers. Þjóðminjasafn Íslands | Mynd á þili í Boga- sal. Sýningin er afrakstur rannsókna Þóru Kristjánsdóttur á listgripum Þjóðminja- safnsins en munirnir eru frá 16., 17. og 18. öld. Sýningin er liður í Listahátíð í Reykjavík 2005. Þjóðminjasafn Íslands | Skuggaföll. Port- rettmyndir Kristins Ingvarssonar. Margir þekkja stakar ljósmyndir Kristins en með því að safna úrvali af þeim saman birtist ný og óvænt mynd. Þjóðminjasafn Íslands | Story of your life – ljósmyndir Haraldar Jónssonar. Sýningin varpar ljósi á margbrotið eðli ljósmynd- arinnar, náin og um leið flókin tengsl hennar við einstaklinginn, raunveruleikann, um- hverfið, tímann, frásögnina og minnið. Leiklist Skemmtihúsið | Ferðir Guðríðar, leikrit í Skemmtihúsinu á Laufásveg 22, á hverju fimmtudagskvöldi kl. 20 og alla sunnudaga kl. 18 til enda ágúst. Leikkona Caroline Dal- ton. Leikstjóri og höfundur Brynja Benedik- dóttir. Tilvalið fyrir erlenda ferða- menn og þá sem skilja enska tungu. Hafnarfjarðarleikhúsið | Tveir leikþættir, Hreindýr og Ísbjörn óskast e. Sigurbjörgu Þrastardóttur kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Leikarar eru Erling Jóhannesson, Jón Páll Eyjólfsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir. Leik- stjóri: Hilmar Jónsson. Listasýning Árbæjarsafn | Samsýning á bútasaumi, Röndótt – Köflótt, í Kornhúsinu. Opið í sum- ar frá kl. 10–17. Söfn Bókasafn Kópavogs | Sýning á ljósmyndum úr fórum Kópavogsbúa af börnum í bænum í tilefni af 50 ára afmæli Kópavogsbæjar í samstarfi Bókasafns og Héraðsskjalasafns Kópavogs. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Hljóð- leiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning og skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu. Jagúarinn í hlaðinu. Opið alla daga í sumar frá kl. 9 – 17. Lindasafn | Lindasafn er opið í alla daga sumar. Mikið úrval af ferðahandbókum og garðyrkjubókum. Safnið er opið mánudaga frá kl. 11–19,. þriðjudaga til fimmtudaga frá kl. 13–19, föstudaga 13–17. Ráðhús Þorlákshafnar | Á sýningu í Ráð- húsi Ölfuss gefur að líta margar tegundir uppstoppaðra fiska, bæði vel þekktar teg- undir og furðufiska. Smámunasafnið í Sólgarði | Eyjafjarð- arsveit. Opið alla daga í sumar fram til 15. september frá kl. 13–18. Þjóðmenningarhúsið | Sýningar í Þjóð- menningarhúsinu eru opnar alla daga frá kl. 11 til 17. Helstu sýningar eru; Handritin, Fyr- irheitna landið og Þjóðminjasafnið – svona var það. Á veitingastofunni Matur og menn- ing er gott að slaka á og njóta veitinganna og útsýnisins yfir Arnarhólinn og höfnina. Þjóðmenningarhúsið | Norrænt bókband 2005. Á sýningunni er áttatíu og eitt verk eftir jafnmarga bókbindara frá Norðurlönd- unum. Sýningin fer um öll Norðurlöndin og verður í Þjóðmenningarhúsinu til 22. ágúst. Opið frá kl. 11–17. Kvikmyndir Kvikmyndasafn Íslands | Útlaginn frá 1981 eftir Ágúst Guðmundsson. Myndin er gerð eftir Gísla sögu Súrssonar og gerist snemma á 11. öld. Aðalleikarar eru Arnar Jónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. Sýnd kl. 16. Myndin er með enskum texta og miða- verð er kr. 500. Fréttir Aðalþjónustuskrifstofa Al–Anon | Skrif- stofan er opin: Mánudaga 10–13. þriðjudaga 13–16 og fimmtudaga frá 10–13. http:// www.al–anon.is. Fundir Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Nýliða- fundir í Reykjavík. Mánudagur: Kirkja óháða safn. Kl. 20. Þriðjud.: Karlafundur Seljavegi 2 kl. 18.30. Árbæjarkirkja kl. 20. Miðviku- dagur: Seljavegur 2 kl. 20. Tjarnargötu 20 kl. 20. Neskirkja kl. 20. Fimmtud.: Áskirkja kl. 20. (Mælt er með ca. 6 fundum í röð). Kynning Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Al-Anon er félagsskapur fólks sem hefur orðið fyrir áhrifum af drykkju ættingja eða vinar. Al- Anon hefur aðeins einn tilgang: Að hjálpa fjölskyldum og vinum alkóhólista. Nánar á: www.al-anon.is. Útivist Ferðafélagið Útivist | Jónsmessu- næturganga Útivistar 24.–26. júní: Stemmningsferð þar sem allir breytast í hetjur eftir krefjandi og skemmtilega ferð yfir Fimmvörðuháls á bjartasta tíma ársins. Þetta er vinsælasta helgarferð Útivistar og hjá mörgum hinn eini sanni sumarboði. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn fær mikið út úr samtölum við nána vini og maka í dag og á þar af leið- andi gott með að sýna rausnarskap. Hann hefur langtímamarkmið tengd heimili og fjölskyldu í huga. Naut (20. apríl - 20. maí)  Veltu því fyrir þér hvernig þú getur bætt skilyrði þín í vinnunni núna. Kannski er það hægt með því að skipta um viðhorf, eða kannski áttu að skipta alveg um starf. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ástarævintýri, rómantík, skapandi við- fangsefni og skemmtanabransinn eru svið lífsins sem færa tvíburanum heppni í ár. Hann fer svo sannarlega í frí. Góðar stundir. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn á að nota árið sem nú er að líða til þess að bæta stöðu sína á fast- eignasviðinu. Reyndar er allt sem teng- ist prívatlífi og fjölskyldu ánægjulegt og gefandi um þessar mundir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið á gott með að sýna öðrum hlýju og rausnarskap núna. Það er hamingju- samt. Auðvitað skiptast á skin og skúrir, þannig er það alltaf, en lífið er ljúft þessa dagana. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan hefur hærri tekjur þetta árið en eyðir að sama skapi meiru. Hún finnur reyndar til ríkidæmis, sem ekki tengist því beint. Mundu að sýna örlæti til að tryggja áframhaldandi velgengni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú mátt búast við jákvæðum breyt- ingum því Júpíter, pláneta heppninnar, er enn í þínu merki. Hann verður með þér fram í lok nóvember og var síðast í vogarmerkinu 1993. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn hefur verið í betra sam- bandi við sinn innri og andlegri mann upp á síðkastið. Hann áttar sig á því að besta leiðin til hamingju er með því að vera hjálpsamur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Njóttu þín í félagsskap og vinahópi þetta árið. Notaðu tímann til samstarfs við aðra og farðu jafnvel í ferðalag með ein- hverjum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin gæti orðið ýmissa hlunninda aðnjótandi því starfssvið hennar nýtur blessunar um þessar mundir. Orðspor hennar er gott og fólk hefur mikið álit á henni. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Gríptu tækifæri sem gefast til ferðalaga í ár. Allt sem tengist útgáfu, fjölmiðlum og æðri menntun virðist munu ganga vel. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gæfa annarra verður fisknum hugs- anlega til blessunar á yfirstandandi ári. Á því leikur enginn vafi. Maki þinn eða aðrir leggja þér lið og færa þér jafnvel gjafir. Stjörnuspá Frances Drake Tvíburar Afmælisbarn dagsins: Þú er klár og rannsakandi að eðlisfari. Þú hangir ekki á hliðarlínunni, heldur blandar þér í slaginn. Það er óhætt að segja að þú sért staðföst manneskja. Einnig ertu heillandi og sannfærandi og þér meðvitandi um hlutverk þitt í sam- félaginu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.