Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 47
VW árg. '95, ek. 130 þús. km.
Mjög vel með farið eintak, ný
tímareim og bremsur. Service
maí '05. Gsm 868 2691.
Volkswagen Passat 2.0 Com-
fortline Nýskr 01/01, ek. 80 þ. km,
blár, 17” álfelgur, krómlistapakki,
sjsk. Toppeintak. Verð 1.480.000.
8 bílasölur geta verið á nýja, gríð-
astóra bílasölusvæðinu við Klett-
háls,sem er hannað af E.S.
Teiknistofu… en sniðugt!
Til sölu Subaru Legacy 2.2 sed-
an, árgerð 1996 en nýskráður
1998, ekinn 203.000 km. Sjálfskipt-
ur, 140 hö, topplúga, cruise,
spoiler og kastarar. Skipt var um
tímareim í 203.000 km. Upplýsing-
ar í síma 868 8850.
Til sölu Isuzu Trooper árg. '91.
Ekinn 20 þ. km. Tilboð 190 þús.
staðgreitt. Uppl. í síma 895 7477.
Lexus LX 470 jeppi árg. 2000
Svartur, ek. 85 þús. km, upp-
hækkaður, 35", sóllúga, leðurá-
klæði, bensín. Jeppi í sérflokki.
Vel með farinn. Engin skipti.
Uppl. gefur Karl í síma 892 0160.
Nýr Toyota 4Runner 2005. V6,
4000cc, 245 hö, ssk., læst drif, Hill
assist control (HAC), Down hill
assist control (DAC), skriðvörn
(VSC), hraðastillir o.m.fl.
V. 3,9 m. Bein sala, s. 820 1050.
Ökukennsla
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla akstursmat.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat, '05
892 4449/557 2940.
Vagn Gunnarsson
Mersedes Benz,
894 5200/565 2877.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '02,
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza,
696 0042/566 6442.
Gylfi K. Sigurðsson
Suzuki Grand Vitara,
892 0002/568 9898.
Snorri Bjarnason
BMW 116i, nýr, bifhjólak.
892 1451/557 4975.
Vélhjól
Til sölu Honda VTX 1800 R, árg.
2002. Svart. Ekið 9700 mílur.
Mikið af aukahlutum. Glæsilegt
hjól. Til sýnis á bílasölunni Bílf-
ang, Malarhöfða 2. Uppl. í s. 892
8380 og 552 3555.
Húsbílar
Húsbíll Ford Ecoline 150, árg.
1990, ek. 134.500 km, 6 syl.,
sjálfsk., nýleg dekk og krómaðar
felgur. Fallegur og góður bíll.
Uppl. í síma 893 4590 / 554 2001.
Heilsárshús
Heilsárshús
Til sölu sérlega vandað og íburð-
armikið heilsárshús til flutnings,
steyptar undirstöður fylgja.
Uppl. í s. 895 0020.
Kerrur
Skoðaðu úrvalið hjá:
Bæjardekk Mosfellsbæ, 566 8188
Hyrnan Borgarnesi, 430 5565
Gúmmíbátaþjónustan Ísafirði,
470 0836
Bílaþjónustan Vogum, 424 6664
Brenderup 1150 S
Pallur: 144x90 cm. Stálskjólborð.
Burðargeta 400 kg. Verð aðeins
85.000 m. vsk. Mikið úrval af
aukahlutum.
Lyfta.is - s. 421 4037 -
lyfta@lyfta.is - www.lyfta.is.
Bílar aukahlutir
Speglar fyrir fellihýsi og
tjaldvagna. Verð kr. 1.750 kr.
GS varahlutir,
Bíldshöfða, sími 567 6744.
Bílar
VW Vento GL árg. '93
ek. 175 þús. km, 1800cc, sjálf-
skiptur, CD, skipt um tímareim
eftir 100 þús. km. Verð 150 þús.
Uppl. í síma 896 1945.
VW Bora High line árg. 2001.
Gullfallegur bíll, ekinn 67.000 km.
Gullsans, álfelgur, topplúga. Verð
kr. 1.180.000, áhvílandi 728.000.
Staðgreiðsla aðeins kr. 452.000.
Upplýsingar í síma 864 3222.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
SKÁKSAMBAND Íslands hefur
rekið tímaritið Skák í þó nokkur
ár en það tók við rekstrinum eftir
að hinn ötuli hugsjónamaður og
ritstjóri tímaritsins, Jóhann Þórir
Jónsson, veiktist alvarlega síðla
árs 1997. Rekstur tímaritsins hef-
ur gengið brösuglega og undanfar-
in ár hefur hann létt pyngju sam-
bandsins að meðaltali um hálfa
milljón á ári. Á síðustu aðalfundum
Skáksambands Íslands hafa
sprottið upp umræður um stöðu
tímaritsins en niðurstaðan hefur
alltaf verið sú að samskonar blað
kemur út á hverju ári. Alls koma
út átta tölublöð á ári og inniheldur
hvert blað fróðleik um ýmsa þætti
skákarinnar. Þó að fjallað sé um
mót sem hafa verið haldin innan-
lands og erlendis þá er megin-
áherslan lögð á að fjalla um skák-
söguna. Í hverju blaði er fjallað
um gamla íslenska meistara og
viðburði sem tengjast fortíðinni
með einum eða öðrum hætti. Rit-
stjórnarpistlar hvers blaðs bera
keim af sömu áherslum – af þeim
að dæma virðist sem allt hafi verið
miklu betra í gamla daga en í nú-
tímanum. Þessi fortíðarþrá virðist
einkenna marga aðila í íslenskum
skákheimi. Þegar öflug alþjóðleg
skákmót eru haldin og fremstu
meistarar heims mæta til leiks er
megináherslan lögð á að fá þá
meistara íslensku sem eru hættir
taflmennsku en ekki þá sem eru að
vaxa úr grasi og eru að tefla af
fullum krafti. Röksemdin fyrir
þessu er að sjálfsögðu sú að þeir
gömlu eru betri en þeir yngri.
Hugsanlega má það til sanns veg-
ar færa en um það getur oft verið
erfitt að fullyrða – þeir gömlu eru
jú hættir að tefla og tefla því
sjaldan við þá yngri. Fleiri atriði
mætti tína til sem bera vott um að
sumir innan skákhreyfingarinnar
eru fastir í hjólförum gamalla
tíma. Ekki er ástæða til að nefna
þau öll hér – aðalatriðið er að
hugsunarhátturinn getur hamlað
framförum og leitt af sér vantrú á
þeim sem erfa eiga skákmenn-
inguna. Það er óskynsamlegt að
festast í fortíðarhyggju rétt eins
og það er óheillavænlegt að hag-
nýta sér ekki þekkingu sem sagan
hefur að geyma. Mest er um vert
að tengja þess tvo þætti saman svo
að hægt sé að byggja upp öfluga
framtíð. Þessar vangaveltur má
heimfæra upp á skákstíl skák-
manna. Sumir skákmenn tileinka
sér ekki nýjungar en þekkja skák-
ir gömlu meistaranna vel á meðan
aðrir eru vel upplýstir um nýjustu
hugmyndirnar en þekkja ekki sí-
gildar skákir. Að sjálfsögðu skiptir
hvorttveggja máli en aldur skák-
mannsins ekki. Hugarfarið og
vinnubrögðin er það sem öllu máli
skiptir. Lifandi sönnun þessa er
hinn 74 ára Viktor Korsnoj (2.619)
sem tekur nú þátt í sex manna
skákmóti í Paks í Ungverjalandi.
Meðalstig keppenda er 2.616 stig
en meðalaldur annarra en Kors-
nojs er 25 ár. Þegar þessar línur
eru ritaðar hefur Viktor grimmi
unnið þrjár skákir og gert eitt
jafntefli. Hann leiðir mótið en ung-
verski stórmeistarinn Zoltan Al-
masi (2.628) kemur næstur með
þrjá vinninga. Í fjórðu umferð
mætti Viktor hinum sókndjarfa
ísraelska stórmeistara Emil Su-
tovsky (2.665).
Hvítt: Viktor Korsnoj (2.619)
Svart: Emil Sutovsky (2.665)
1. c4 Rf6 2. g3 c6 3. Rf3 d5 4.
b3 Bg4 5. Re5!? Bf5 6. Bg2 Rbd7
7. d4 e6 8. 0-0 Bd6 9. Bb2 Dc7 10.
Rd3 h5!?
Dæmigerður leikur fyrir Sut-
ovsky. Rólegri sálir hefðu kosið að
fara með h-peðið einn reit fram
eða hrókerað stutt.
11. c5! Be7 12. b4 h4 13. Rd2
Rg4?! 14. h3
Með næsta leik brennur svartur
allar brýr að baki sér. Að hörfa
með riddarann til baka hefði þýtt
að hvítur stæði aðeins betur að
vígi eftir 15. g4.
14. ... hxg3
Svartur fær mótspil eftir þessa
mannsfórn en það virðist ekki duga.
15. hxg4 gxf2+ 16. Hxf2 Dh2+
17. Kf1 Bxg4 18. Rf3 Bxf3 19.
Bxf3 Dh3+ 20. Bg2 Dg3 21. Hf3
Dh2 22. Rf2 Hh5
Hér virðist sem svartur hafi haft
eitthvað upp úr krafsinu eftir
mannsfórnina. Þannig virðist sem
hann geti undirbúið áætlun eins og
þá að storma með kóngsvængspeð
sín fram á völlinn. Næstu leikir
hvíts gera honum það erfitt um
vik.
23. Bc1! Bg5
23. ...g5 hefði verið svarað með
24. Dd3.
24. Hh3! Hxh3 25. Rxh3 Bxc1
26. Dxc1 e5 27. Dg5!
Taflið er nú unnið á hvítt þar
sem honum hefur tekist að skipta
upp liði og koma í veg fyrir að
svartur fái nokkra sókn.
27. ...exd4 28. Dxg7 De5 29.
Dxe5+ Rxe5 30. Hd1 a5 31. b5
Rd7 32. Rf4 Rxc5 33. bxc6 bxc6
34. Hc1 Re6 35. Rxe6 fxe6 36.
Hxc6
Staðan er nú tæknilega unnin á
hvítt og innbyrti hann vinninginn
eftir 68 leiki. 36. ...Kd7 37. Hb6
Hc8 38. Bh3 Hc1+ 39. Kf2 Hc2 40.
Hxe6 Kc7 41. Bf5 Hxa2 42. Bd3
Ha1 43. Kf3 Hf1+ 44. Kg4 a4 45.
Ha6 a3 46. Hxa3 Kd6 47. Ha8 Ke6
48. Bf5+ Kd6 49. Ha6+ Ke7 50.
He6+ Kd7 51. Kg5 Hf2 52. Bg4
Hg2 53. He4+ Kd6 54. Hxd4 Ke5
55. Hd3 d4 56. Kh4 Hg1 57. Kh3
Ke4 58. Bf3+ Ke5 59. Kh2 Hg7
60. Bg2 Hg8 61. Kg1 Hf8 62. Bf3
Hf6 63. Kf2 Ha6 64. Hb3 Ha1 65.
Hb5+ Kf4 66. Hb8 Hd1 67. He8
Kg5 68. Be4 og svartur gafst upp.
Hægt er að fylgjast með gangi
mótsins á vefsíðunni http://ase.hu/
marxgy/online.htm en því lýkur 22.
júní næstkomandi.
Sævar varð efstur á
Skákþingi Hafnarfjarðar
Um síðustu helgi fór fram Skák-
þing Hafnarfjarðar í íþróttamið-
stöðinni á Ásvöllum. Alls tóku níu
skákmenn þátt í mótinu og voru
sjö umferðir tefldar. Sævar
Bjarnason (2.284), alþjóðlegur
meistari, varð hlutskarpastur á
mótinu með 6½ vinning af sjö
mögulegum. Lokastaða mótsins
varð annars þessi:
1. Sævar Bjarnason 6½ v.
2.–3. Þorvarður F. Ólafsson
(2.126) og Páll Sigurðsson (1.914)
4.–6. Svanberg Már Pálsson
(1.505), Sverrir Þorgeirsson
(1.946) og Ingi Tandri Traustason
(1.560) 4 v.
7. Sveinn Arnarsson (1610) 3 v.
8. Snorri Sigurður Karlsson
(1.450) 2½ v.
9. Kristján Ari Sigurðsson 1 v.
Þar sem Sævar býr ekki í
Hafnarfirði þurfa Þorvarður og
Páll að heyja einvígi um titilinn
Skákmeistari Hafnarfjarðar. Á
meðan á mótinu stóð hafði heima-
síða Hauka að geyma líflegar frá-
sagnir af mótinu og var það vel til
fundið.
Evrópukeppni einstaklinga
Þessa dagana situr Lenka
Ptácníkova að tafli í Moldavíu á
Evrópumeistaramóti kvenna. Að
fimm umferðum loknum hefur hún
tvo vinninga af fimm mögulegum.
Margar öflugar skákkonur taka
þátt í mótinu og er hin 16 ára
Kateryna Lahno (2.467) efst með
4½ vinning. Á þjóðhátíðardag Ís-
lendinga, 17. júní, hefst Evrópu-
keppni einstaklinga í Varsjá í Pól-
landi. Margir af öflugustu
skákmönnum heims taka þátt í
mótinu, m.a. Vassily Ivansjúk
(2.739). Nokkrir Íslendingar verða
á meðal keppenda, þ.e. stórmeist-
arinn Hannes Hlífar Stefánsson
(2.567) og alþjóðlegu meistararnir
Stefán Kristjánsson (2.461) og
Bragi Þorfinnsson (2.442). Hægt
er að fylgjast með báðum þessum
mótum á vefsíðunni www.skak.is.
Brýna gömlu brýnin best?
SKÁK
UM SKÁK OG FORTÍÐARÞRÁ
HELGI ÁSS GRÉTARSSON
daggi@internet.is
Frá setningu mótsins í Paks. Kortsnoj, fyrir miðju, hefur á mótinu bæði
unnið Sutovsky, t.h. og Acs, t.v.