Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
TVEIR piltar, 15 og 18 ára, lét-
ust í umferðarslysi í Öxnadal að-
faranótt laugardags. Vegfarandi
tilkynnti Lögreglunni á Akureyri
um að bifreið hafi lent utanvegar
kl. 2:21 um nóttina. Fjórir voru í
bílnum, og voru piltarnir tveir úr-
skurðaðir látnir á vettvangi.
Hinir látnu hétu Sigurður
Ragnar Arnbjörnsson og Þórar-
inn Samúel Guðmundsson. Sig-
urður Ragnar var 18 ára, til
heimilis að Kirkjuvegi 18 í
Reykjanesbæ. Þórarinn Samúel
var 15 ára og til heimilis að Lind-
artúni 23 í Garði.
Tveir aðrir voru í bílnum, 16 og
17 ára piltar. Þeir voru fluttir á
Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri, og annar þeirra áfram með
sjúkraflugi á Landspítala – há-
skólasjúkrahús í Reykjavík. Að
sögn vakthafandi læknis á gjör-
gæslu er líðan hans stöðug, en
honum er haldið sofandi í önd-
unarvél. Hinn hlaut beinbrot og
mar en er ekki alvarlega slas-
aður.
Engin vitni voru að slysinu, en
lögregla vinnur að rannsókn á til-
drögum þess. Niðurstöður rann-
sóknarinnar liggja ekki fyrir.
Tveir piltar létust í
umferðarslysi í Öxnadal
Sigurður Ragnar
Arnbjörnsson
Þórarinn Samúel
Guðmundsson
HLJÓMSVEITIN Sigur Rós mun gefa út
fjórðu breiðskífu sína nú í haust. Arnar
Eggert Thoroddsen fór og heimsótti með-
limi í hljóðver þeirra, Sundlaugina, en um
er að ræða fyrsta viðtalið sem sveitin gef-
ur vegna þessa. Fram kemur m.a. að
væntanleg plata brýtur nokkuð í bága við
síðustu plötu, ( ), sem út kom 2002. Með-
limir ræða þá um veruleika þann sem þeir
búa við í dag, um væntanlegt tónleika-
ferðalag og dálætið sem rokkarinn
Tommy Lee hefur á þeim. | 18
Sigur Rós
ræðir málin
Í ÁTTUNDA sæti 49. riðils fjórðu seríu
dönsku deildarkeppninnar er Sparkfje-
lagið Hekla. Allir leikmenn þess eru ís-
lenskir og það er hörð barátta um hvert
sæti í liðinu því félagið, sem er með aðset-
ur sitt í Árósum í Danmörku, telur um 30
manns. „Við erum með nóg af varamönn-
um,“ segir fyrirliðinn Sigurður „smiður“
Davíðsson sem verið hefur í liðinu frá
árinu 1996.
„Kaupmannahöfn er líka með íslenskt
lið í deildarkeppninni en fyrir utan okkur
hér í Árósum hafa Íslendingar í öðrum
bæjarfélögum ekki gert það sama þó þeir
haldi úti liði. Við ákváðum að vera í þessu
á fullu og þess vegna fórum við út í að
spila í deildinni. Mig minnir að það séu 22
leikir á tímabilinu auk æfingaleikja þann-
ig að þetta er hellingur af leikjum.“
Þannig fer drjúgur tími um helgar í
keppni en þar fyrir utan eru tvær æfingar
í viku. Rætt er við Sigurð um gæfu og
gengi Sparkfjelagsins Heklu í Tímariti
Morgunblaðsins í dag.
Barist um
hvert sæti
LÁGVÆRT fuglatíst hefur síð-
ustu tvær vikur heyrst daglangt í
sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi.
Stafar það frá hópi sex gæsaunga
sem tekið hafa sér bólstað við
sumarbúðirnar starfsfólki sem og
drengjum búðanna til mikillar
ánægju. Að sögn Guðmundar
Karls Brynjarssonar, starfandi
forstöðumanns, var það fyrir
tveimur vikum að starfsmenn
fóru í bátsferð út á Eyrarvatn og
rákust þar á gæsaungahópinn, en
mamman var þar hvergi sjáanleg.
Þegar bátnum var siglt aftur í
land elti gæsahópurinn bátinn.
„Og hér hafa þeir verið síðan,“
segir Guðmundur og bendir á að
ungarnir hafi ekki einungis elt
bátinn í land heldur elti þeir
strákana hvert sem þeir fari, jafn-
vel um mörg hundruð metra leið.
Að sögn Guðmundar eru strák-
arnir duglegir að tína í ungana
uppáhaldsgrösin þeirra auk þess
sem þeir gauki stundum að ung-
unum brauði, sem fellur í góðan
jarðveg. Hafa ungarnir því bragg-
ast afar vel og stækkað hratt.
Morgunblaðið/Þorkell
Snorri Þór Sigurðsson, Anton Elí Eggertsson og Daníel Hjálmar Eiríksson fylgjast með gæsaungunum.
Ungarnir
elta drengina
á röndum
TALDAR eru góðar líkur á því að hægt sé að
nýta loftþrýsting til að knýja borgarbíla framtíð-
arinnar. Ásgeir Leifsson hagverkfræðingur,
Valdimar K. Jónsson prófessor og Gestur Ólafs-
son, arkitekt og skipulagsfræðingur, hafa að und-
anförnu fylgst með þróun og framleiðslu á þess-
ari nýjung í bílaiðnaðinum og í þeim tilgangi farið
til Frakklands og kynnt sér frumgerð bílsins. Á
þriðjudaginn ætla þeir að kynna bílinn og mögu-
leika hans m.a. fyrir orkufyrirtækjum hér á landi
og borgaryfirvöldum.
Þá stendur til að stofnað verði félag, Íslenska
loftþrýstifélagið, sem mun leita leiða til að nýta
þessa tækni hér á landi.
Að sögn Ásgeirs er sérstök ástæða fyrir Ís-
lendinga að kynna sér þessa nýjung vel. Á Íslandi
er engum koltvísýringi brennt við framleiðslu á
rafmagni sem þýðir að hér á landi væri rekstur
slíkra bíla mjög umhverfisvænn.
Frumgerð bílanna lofar mjög góðu og er stefnt
að því að verksmiðjuframleiðsla hefjist á næstu
mánuðum. Nú þegar liggja fyrir pantanir um all-
an heim.
Að sögn Ásgeirs er loftþrýstivélin sem knýr
hinn nýja bíl ekki ný tækni heldur gömul. „Í upp-
hafi síðustu aldar voru til námulestir sem gengu
fyrir svipaðri vél og flest þekkjum við loftbora
sem í grunninn er sama tækni. Enginn hefur þó
nýtt þessar vélar í bíla áður,“ segir Ásgeir.
Það er franskur verkfræðingur, Guy Négere,
sem hefur á undanförnum15 árum unnið að gerð
bílsins. Bíllinn er búinn loftþjöppu og þremur
loftþrýstikútum sem taka 90 l af lofti með allt að
300 bara þrýstingi. Loftþjappan gengur fyrir raf-
magni og hægt er að hlaða loftgeymana á loft-
þrýstistöðvum eða með venjulegu húsrafmagni
og þá tekur hleðsla 3–4 tíma. Allt er gert til að
hafa bílinn sem léttastan, húsið er úr trefjaplasti
og grindin úr áli. Loftþrýstingsvélar eru ólíkar
hefðbundnum sprengivélum að því leyti að út-
blásturinn, sem er hreint loft, er kaldur eða undir
frostmarki. Í núverandi mynd kemst bíllinn í
bæjarumferð 120–150 km og benda útreikningar
til að orkukostnaður verði í kringum 1. kr/km.
Telja álitlega möguleika á
notkun loftknúinna bíla hér
Valdimar K. Jónsson prófessor við tilraunabíl
sem knúinn er loftþrýstingi.
Kristján Torfi Einarsson
kte@mbl.is
TALIÐ er að skilyrði sem samkeppn-
isráð setur um samruna FL Group,
Bláfugls og Flugflutninga dugi til að
viðhalda samkeppni á fragtflugi til og
frá landinu, þrátt fyrir að sameinað
félag verði með 80–85% markaðshlut-
deild á þessum markaði, segir Guð-
mundur Sigurðsson, forstöðumaður
samkeppnissviðs hjá Samkeppnis-
stofnun.
Eins og Morgunblaðið greindi frá á
föstudag setur samkeppnisráð ítarleg
skilyrði fyrir samruna félaganna, svo
sem rekstrarlegan og stjórnunarleg-
an aðskilnað, að sömu stjórnarmenn
séu ekki í félögunum og ekki sé höfð
samvinna um markaðs- eða viðskipta-
leg málefni milli fyrirtækjanna.
Guðmundur segir að tvennt hafi
komið til greina þegar komist var að
þeirri niðurstöðu að íhlutunar væri
þörf, annars vegar að ógilda samrun-
ann, og hins vegar að setja skilyrði
fyrir samrunanum sem tryggi sam-
keppni á markaðnum þrátt fyrir sam-
runann.
Hugmyndir að skilyrðum
„Það er reynt að fara mildari leið-
ina ef hún er talin duga, og í þessu til-
viki þótti vera komið í veg fyrir þann
vanda sem þessi sameining myndi
sýnilega valda með þessum skilyrð-
um,“ segir Guðmundur. „Ef við kom-
umst að þeirri niðurstöðu að samruni
leiði til samkeppnislegrar röskunar er
málsaðilum bent á það, og þeim gef-
inn kostur á að koma með hugmyndir
að skilyrðum sem hægt sé að setja.“
Eðlilegt að sett séu
ströng skilyrði
Ómar Benediktsson, framkvæmda-
stjóri Atlanta, segir eðlilegt að sett
séu ströng skilyrði fyrir sameining-
unni, en var ekki búinn að kynna sér
úrskurð samkeppnisráðs þegar haft
var samband við hann. „Maður hefði
haldið að ef þetta er ekki bannað þá
eigi í það minnsta að setja ströng skil-
yrði fyrir fyrirtæki sem fyrir er með
yfir 50% markaðshlutdeild og fer með
kaupum á fyrirtæki í yfir 80%,“ segir
Ómar.
Samruni FL Group, Bláfugls og Flugflutninga
Samkeppnisráð telur
mildari leiðina duga