Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hrafnkelssjóður var stofn-aður árið 1930 í minn-ingu Hrafnkels Einars-sonar stud. polit. semlést síðla árs 1927 skömmu fyrir lokapróf í hagfræði frá háskólanum í Vínarborg, þá aðeins 22 ára gamall. Verða hér rakin í stórum dráttum æviatriði námsmannsins unga og tildrög að sjóðsstofnun. Hrafnkell fæddist í Reykjavík 13. ágúst 1905, þriðji í röð fjögurra barna hjónanna Ólafíu G. Jónsdóttur og Einars Þorkelssonar. Þegar Hrafn- kell var átta ára slitu foreldrar hans samvistum og fór hann um það leyti til dvalar að Álftanesi á Mýrum til frændfólks föður síns. Hjá hjónunum þar, þeim Mörtu Maríu Níelsdóttur og Haraldi Bjarnasyni, var Hrafnkell síðan næstu árin. Faðir hans kvæntist á ný í ágúst 1918 Ólafíu Guðmunds- dóttur og settu þau saman heimili með tveimur börnum Einars af fyrra hjónabandi, þeim Hrafnkeli og Ragn- heiði yngri systur hans. Einar var starfsmaður Alþingis og fjölskyldan bjó í þinghúsinu. Á Álftanesi naut Hrafnkell, ásamt öðrum börnum á heimilinu, kennslu Odds Jónssonar, sonar Mörtu af fyrra hjónabandi. Farskóli var á Borg og þar var Hrafnkell í þrjár vikur í apríl 1917 hjá Þorláki, syni séra Einars Friðgeirssonar á Borg, og tók fulln- aðarpróf þá um vorið. Hrafnkell var þingsveinn sumarið 1917, meðan Al- þingi starfaði frá júlíbyrjun til miðs september, en dvaldist ella óslitið á Álftanesi til vorsins 1918. Hann bast fjölskyldunni þar vináttuböndum og þangað fór Hrafnkell hverja lausa stund uns hann hélt utan til fram- haldsnáms sumarið 1923. Í námi hjá séra Ófeigi Mál skipuðust svo að haustið 1918 fór Hrafnkell að Fellsmúla á Landi í Rangárvallasýslu til séra Ófeigs Vig- fússonar er þar hélt skóla ásamt séra Ragnari syni sínum. Séra Ófeigur var rómaður kennari og skólinn eftirsótt- ur, dvaldist Hrafnkell tvo vetur í Fellsmúla og bjó sig undir inntöku- próf í fjórða bekk Menntaskólans í Reykjavík. Var það eini menntaskóli landsins og var sex vetra skóli. Fyrstu þrír veturnir voru gagnfræðadeild og lauk þriðja bekk með gagnfræðaprófi sem veitti rétt til náms í lærdómsdeild (fjórða til sjötta bekk) sem skiptist í mála- og stærðfræðideild. Ekki var óalgengt að unglingar utan af landi tækju gagnfræðapróf utanskóla en ástæða þess að Hrafnkell er í þeim hópi var að faðir hans þekkti séra Ófeig og kennsluhætti hans og vildi láta son sinn njóta þess. Um sumar- mál 1920 kom Hrafnkell til Reykja- víkur og tók þá aukatíma hjá kenn- urum við menntaskólann í nokkrum fögum, svo sem stærðfræði, eðlis- og efnafræði og náttúrufræði. Gagnfræðaprófið þreytti Hrafnkell í júnímánuði 1920 og lauk því með góðum vitnisburði. Sumarið sem í hönd fór lærði hann sund í laugunum í Reykjavík, heimsótti venslafólk sitt í Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi; búendur þar voru Árni Árnason, bróðir Ólafíu stjúpu Hrafnkels, og kona hans Elín Briem frá Hruna; heimsókn í Álftanes var einnig á dag- skrá. Næsta haust settist hann í fjórða bekk máladeildar, voru 16 nemendur saman í bekk og var Hrafnkell yngstur í sínum árgangi. Við fimmtabekkjarpróf vorið 1922 fékk hann í verðlaun fyrir ástundun og framfarir: The Poetical Works of Longfellow. Honum sóttist námið vel og við stúdentspróf vorið 1923 varð hann efstur próftaka með einkunnina 7,48 eftir Örstedskerfi sem þá var við- haft í skólanum og hæst gefið 8,00; þá einkunn fékk Hrafnkell í þýsku og frönsku á stúdentsprófinu en yfir 7,00 í öllum öðrum fögum. Haldið utan til náms Hrafnkell hafði í hyggju að leggja stund á hagfræði og fór hann utan sumarið 1923 með skipi til Kaup- mannahafnar og þaðan áfram til Kiel í Þýskalandi. Fyrstu vikurnar fóru í að skerpa á kunnáttu í þýsku og síðan hóf hann nám við háskólann í Kiel og nam þar hagfræði næstu tvö árin eða til hausts 1925. Háskólanámið var með allt öðrum formerkjum en hið skorðaða menntaskólanám sem Hrafnkell þekkti að heiman. Öll til- högun var frjáls og á valdi nemenda hvernig þeir höguðu námi. Fyrirlestr- ar prófessoranna voru þéttriðið net fimm daga vikunnar og stúdentarnir fengu ábendingar um úrvalsbækur í hverri grein sem heppilegt væri að lesa en að öðru leyti voru vinnubrögð- in þeim í sjálfsvald sett. Hrafnkell virðist, eftir bréfaskriftum heim að dæma, fljótlega hafa gert sér ljósa ábyrgð hins akademíska frelsis og skipulagt tíma sinn við námið. Annar Íslendingur var við nám í hagfræði í Kiel á þessum árum. Dr. Kristinn Guðmundsson (f. 1897), síðar kennari við Menntaskólann á Akur- eyri, utanríkisráðherra og um skeið sendiherra, reyndist Hrafnkeli hollur félagi. Þeir urðu miklir mátar, tóku þátt í stúdentalífinu, iðkuðu manntafl af kappi og lærðu nýjustu dansana sem þá voru að ryðja sér til rúms: fox- trot, five steps, tangó og svo auðvitað valsa. Þeir sóttu tónleika, leiksýning- ar og óperur, heyrðu meðal annars Pétur Jónsson syngja í Wagneróperu, og þá voru þeir vitaskuld í stæði á efstu svölum óperuhallarinnar – ann- að leyfði pyngjan ekki. Um veturnætur 1924 var Hrafnkell valinn formaður félags norrænna og þýskra stúdenta í Kiel til eins árs. Fylgdu því fundahöld, bjórkvöld og ýmislegt annað skemmtilegt og telur hann sig ekki komast hjá að fá sér smóking og láta gera „almennilegt“ nafnspjald handa sér vegna heimboða og veisluhalda er fylgdu vegsemdinni. Hann segir, í bréfi til móður sinnar, frá heimsókn 20 norskra stúdenta er komu siglandi og syngjandi í heim- sókn í maí 1925 og þriggja daga há- tíðahöldum af því tilefni. Enda þótt vetur færi ekki alveg hjá garði í Norður-Þýskalandi voru sum- arhitar miklir og þeir félagar, Hrafn- kell og Kristinn, fóru oft daglega á baðströnd á gufuskipi er sigldi eins og leið lá fyrir mynni Kielarskurðsins sem liggur þvert yfir Slésvík-Holt- setaland milli Eystrasalts og Norður- sjávar. Ströndin var þéttskipuð fólki sem naut sólar og sjávarbaða og þar dvöldust þeir iðulega daglangt. Hrafnkell var mikill bréfritari og iðinn við að skrifast á við Ragnheiði systur sína og segja henni af því um- hverfi sem hann hrærðist í og bera það saman við heimaslóðir þeirra. Honum finnast ungar stúlkur ytra ekki eins heimóttarlegar og margar kynsystur þeirra norður í heimi. En nú hafi sér borist sú gleðifregn, með félaga þeirra sem var á ferðinni heiman frá Fróni, að systir sín beri sig ágætlega og hafi góða „figúru“. Hrafnkell vonar að Ragnheiður haldi áfram á þeim vegi og jafnframt að hún sé búin að láta klippa á sig drengjakoll eins og tískan krefji. Haustið 1925 biður Hrafnkell systur sína að senda sér með næstu skipsferð íslenska málfræði eftir Halldór Briem því hann sé byrjaður að kenna þremur mönnum, sem allir hafa oft verið í heimsókn á Íslandi, íslensku. Þeir eru dr. Reinsch, Raphael Spann og Fritz Meyer. Prófessor Spann, faðir nefnds Raphaels, er aðalkennarinn í hagfræði við Kielarháskóla og Hrafnkell gerir ráð fyrir að vinna doktorsverkefni sitt, um fiskveiðar við Ísland, undir hans leiðsögn að líkum haustið 1927. Í Þýskalandi var á þessum tíma mik- il dýrtíð, verðlag óstöðugt og erfitt gat verið að láta naumt skorinn stúdenta- styrk hrökkva fyrir nauðþurftum, bókakaup voru óhjákvæmilega all- nokkur og peningasendingar að heim- an til viðbótar knappar. Eftir tveggja ára nám í Kiel brá Hrafnkell á það ráð að leita fyrir sér um annan stað þar sem hentugra væri að búa og jafnframt kennsla viðurkennd að gæðum. Fyrir valinu varð Vínarborg og háskólinn þar. Lífið í Vínarborg Í ágústlok 1925 fór Hrafnkell frá Kiel með viðdvöl í Leipzig þar sem stór kaupstefna var opnuð og hafði stjórn stefnunnar boðið 400 háskólastúdent- um til viðburðarins. Var þeim veittur góður beini í mat og drykk og haldnir fyrirlestrar um viðskiptaleg og hag- fræðileg viðfangsefni. Hrafnkell kunni þegar í stað vel við sig í Vínarborg. Þegar hann hafði fund- ið sér húsnæði og komið sér á framfæri við háskólann tók hann að svipast um eftir löndum sínum. Þar voru þá stödd hjónin Guðrún Tuliníus og Kristján Arinbjarnarson læknir, Baldvin Páls- son (Dungal) og Kristján Kristjánsson söngvari og í för með þeim heimsótti Hrafnkell barónshjón von Jaden. Reykjavíkurstúlkan Ástríður Péturs- dóttir, systir vísindamannsins Helga Pjeturs, hafði árið 1899 gifst austur- rískum aðalsmanni, dr. Hans von Ja- den, og flust með honum það ár til Vín- arborgar og búið þar síðan. Þau voru barnlaus en opnuðu heimili sitt fyrir Íslendingum sem komu til borgarinnar og eru margir til frásagnar um það at- læti sem landar nutu þar. Hrafnkell var þar engin undantekning, tókst vin- átta með honum og von Jaden-hjón- unum og reyndust þau honum afburða- vel. Sú venja hafði skapast að Íslending- ar í Vínarborg söfnuðust saman heima hjá von Jaden síðdegis á sunnudögum Í minningu sonar Hrafnkell Einarsson hag- fræðinemi lést ungur að ár- um og var skömmu síðar sérstakur sjóður stofnaður í minningu hans. Björg Einarsdóttir rekur hér ævi Hrafnkels, en úthlutað verð- ur úr sjóðnum í fyrsta skipti nú í haust er öld verður lið- in frá fæðingu Hrafnkels. Hrafnkell Einarsson (1905-1927) stúdent 30. júní 1923. Stúdentar útskrifaðir úr Menntaskólanum í Reykjavík í júní 1923. Fremsta röð f.v. Jón Jónsson, Bragi Ólafsson, Jörgen Christensen, Ásbjörn Stefánsson og Jón Karlsson. Næstfremsta röð f.v. Árni Björnsson, Árni Daní- elsson, Sigurður Sigurðsson, Árni Friðriksson, Ólafur Þorgrímsson, Friðjón Kristjónsson og Eiríkur Brynjólfsson. Næstaftasta röð f.v. Gestur Pálsson, Ólafur Einarsson, Óskar Elentínusson, Jóhann Gunnar Ólafsson, Gizur Berg- steinsson, Steinþór Sigurðsson, Magnús Magnússon og Helgi Sigurðsson. Aftasta röð f.v. Einar Baldvin Guðmundsson, Ísleifur Árnason, Karl Jónasson, Sigurkarl Stefánsson, Ólafur Magnússon, Hrafnkell Einarsson, Þorlákur Helga- son og Þórður Þórðarson. Á myndina vantar Sigurð Z. Gíslason. Mynd teiknuð af Hrafnkeli 1926. Aftan áhefur hann skrifað: Þetta átti að vera karikatur en varð eðlileg mynd. Ef pabba finnst teikningin góð þá er hún til hans. (Jeg sé raunar enga líkingu.) Í Vínarskógi 1925, f.v. Hrafnkell, Guð- rún Tuliníus, Baldvin Pálsson (Dung- al) og Kristján Arinbjarnarson. Á veitingahúsi í Kiel. Kristinn Guðmundsson, lengst til hægri, og Hrafnkell Ein- arsson sitja að tafli; flækingshvutti skrýddur derhúfu situr milli þeirra og hr. Fuglsang kunningi fylgist með en götuljósmyndari átti leið hjá og festi á filmu. Við legstað Hrafnkels í kirkjugarði í Alland. Krossinn er gjöf frá Ástu von Jaden. Við gröfina stendur hjúkr- unarkonan Betti Schubert sem ann- aðist Hrafnkel í veikindum hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.