Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 23 Sendu mér SMS svo ég viti hvað býr að baki björtu útliti. Etir að hafa fylgst með SMS-send- ingum meðal fólks í kringum mig leyfi ég mér að setja fram þá kenningu að slíkar sendingar geti varpað nýju ljósi á persónuleika þeirra sem senda, sýnt á viðkomandi nýjar hliðar sem sá hinn sami veit varla sjálfur að séu til. Einu sinni voru sendibréf gjarnan sá öxull sem at- burðarás í skáld- sögum snerist um. Fólk skrifaði bréf sem ýmist voru misskilin, týndust eða voru hreinlega eyðilögð – og gekk bæði seint og illa að ráða bót á þeim skaða sem þetta olli söguhetjunum. Allar götur síðan hafa bréf komið við sögu og á síðari árum hafa einka- bréf og minnisblöð ítrekað valdið miklum usla í samfélaginu. Hið nýja form sendibréfa – SMS- skilaboð – eru líka áhrifamikið stjórn- tæki í mannlegum samskiptum. Mörg ástarævintýri hafa byrjað í formi sak- leysislegra SMS-sendinga og ekki færri ævintýri enda með drama- tískum yfirlýsingum í sama formi. Sumir geyma SMS-sendingar von úr viti, rétt eins og hver önnur sendi- bréf, en aðrir þurrka þau út með of- forsi. Á stundum er atgangurinn í SMS-sendingunum slíkur að manni finnst helst að taka ætti SMS-leyfið af viðkomandi. Ég hef bæði séð hjá öðrum og feng- ið sjálf SMS-boð sem mér finnast æði ólík hinum vanalega persónuleika þess sem sendir. Meinhægir menn senda ofstopafull skilaboð, drumbs- legir senda ástríðufull boð og þannig mætti telja. Þetta er að mínu mati umhugsunarvert, það er eins og fólk láti allt vaða þegar það getur ritað niður hugsanir sínar, einmitt þegar full þörf er á aðgætni, boð af þessu tagi má bæði geyma og sýna, það er því ekki ráðlegt að skrifa og senda slík boð í fljótræði. Dæmi eru til um að fólk sendi andstæðingum SMS- skilaboð með þær væntingar að fá svör sem hægt verði að nota sem gögn t.d. í málaferlum eða gegn við- komandi á annan hátt. Kunnugt er af fréttum að SMS-sendingar hafa verið þýðingarmikill þáttur í málarekstri m.a. þegar menn hafa verið sakaðir um að áreita smástelpur. Rétt er líka að hafa í huga að ekki er alltaf víst að sá sem símann á sé sjálfur að verki, aðrir geta auðveld- lega sent í hans nafni. Ég skil satt að segja ekki alveg all- ar þessar miklu skeytasendingar, í æði mörgum tilvikum væri bæði heppilegra og öruggara að taka upp símann til samræðna. Að öllu saman- lögðu ætti hver sá sem ritar SMS-boð að gera það með sama hugarfari og sendibréf eru rituð, með íhygli og þeirri vissu að skilaboðin geta orðið afdrifarík séu þau ekki skrifuð með réttu hugarfari. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Er sama hvað sent er? Sendu mér SMS… eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Bahia Blanca, verð frá 192.400 EUR. Villa, gerð 401. Verð 148.000 EUR. Villa, gerð 404. Verð 93.000 EUR. Villa, gerð 405-1. Verð 131.000 EUR. Eða láttu heimsfrægan arkitekt byggja fyrir þig draumahúsið! Flameco Villa, verð 226.300 EUR, 119,4 fm. Dæmi um hús í TyrklandiDæmi um hús á Spáni Með frábærum árangri í Danmörku, erum við stolt af því að kynna fyrir íslenskum kaupendum, okkar einstaka úrval húsa í Tyrklandi og á Spáni. Fasteignirnar í Tyrklandi hafa verið sérstaklega vinsælar í Danmörku og höfum við selt yfir 43 hús á einungis 3 mánuðum. Líttu á og þú munt sannfærast. Villur með sjávarútsýni yfir á Miðjarðarhafið Costa Blanca á Spáni og Alanya í Tyrklandi Það er orðið mjög vinsælt að kaupa fasteignir í Tyrklandi - og það eru margar ástæður fyrir því Yndislegt loftslag - Gestrisnir íbúar - Falleg náttúra með fjöllum og löngum sandströndum - Stórkostleg menning og saga - Land á mörkum Asíu að færast til Evrópu - Og að síðustu mjög hagstætt verð á fasteignum Heimsækið heimasíðuna okkar www.Atlantisinvest.com eða hafið samband við okkur Kaupmannahöfn, Dk: sími + 45 40 31 00 42 hco@atlantisinvest.com Bagsværd, DK: sími + 45 4449 4001 hco@atlantisinvest.com Alicante, Spáni: sími + 34 966 767 297 jv@atlantisinvest.com Ofangreind verð á Tyrknesku húsunum er bara verð fyrir húsið. Lóðarverð er 60 EUR pr. fm. Standard lóð er 700 fm, 42.000 EUR, auk sundlaugar (stærð 4x8m) 16.640 EUR. Tyrkland: Við sjáum um húsið meðan þú ert í burtu. Við sjáum um sundlaugina, þrif, garðinn, glugga og öryggið og fl, fyrir ein- ungis 900 EUR á ári, El Pinar, EUR 300.000, 118 fm. Skoðunarferð: Komið á tíma að ykkar vali til Alanya eða Alicante og skoðið húsin/íbúðirnar sem við bjóðum og kynnið ykkur möguleikana. Frá 675 EUR bjóðum við ykkur í sumarfrí (innifalið flug til og frá Reykjavík, keyrslu til og frá flugvellinum, hótel m. fullu fæði, við náum í ykkur á hótelið og förum með ykkur í fría skoðunarferð um húsin/íbúðirnar og nánasta umhverfi þeirra). Ef þú ákveður að kaupa hjá okkur, þá endurgreiðum við kostnaðinn fyrir 2 aðila. Við tölum ensku, þýsku, spænsku og dönsku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.