Morgunblaðið - 22.06.2005, Page 9

Morgunblaðið - 22.06.2005, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Hvítar buxur og bolir ÚTSALA - ÚTSALA Dæmi um verð: Áður Nú: 40—60% afsláttur Ótrúlega lágt verð Hettupeysa 6.500 3.900 Jakkapeysa 6.100 3.700 Peysusett 8.600 4.900 Peysa m/v-hálsmáli 6.900 3.900 Ermalaus toppur 3.800 2.300 Siffonbolur m/perlum 6.600 3.300 Blúndutoppur 2.600 1.600 Vafinn toppur 2.500 1.500 Röndóttur bolur 3.300 2.000 Stutterma skyrta 3.300 2.000 Síð skyrta 6.200 3.800 Teinóttur jakki 6.200 1.900 Kjóll m/blúndu 7.100 3.900 Pils 3.500 1.900 Dömubuxur 5.200 2.900 Gallabuxur 4.800 2.900 Kvartbuxur 5.700 2.900 Og margt, margt fleira á kr. 500 og 990 Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Opið 10:00 – 18:00 HEIÐARÁS 14 - ÁRBÆR OPIÐ HÚS Í DAG MILLI 1700 - 1800 REISULEGT OG MIKIÐ ENDURNÝJAÐ EINBÝLI Á TVEIMUR HÆÐUM MEÐ INNBYGGÐUM BÍL- SKÚR OG SÉRÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ. Nánari lýsing: Komið er inn í flísalagt anddyri með skápum og gestasnyrtingu. Opið rými sem notað er sem fjölskylduherbergi. Skrifstofa/herbergi. Hjónaherbergi með sér baðherbergi og utangengt á s-v svalir. opið eldhús með viðarinnréttingu. Stofa og borðstofa rúmgóð með góðri lofthæð, miklir gluggar, gott útsýni og utangengt á s-v svalir. Gólfefni parket og flísar. Bílskúr góður. Á neðri hæð: Þvottahús með innréttingu. Baðherbergi með sturtu. Þrjú rúmgóð svefnherbergi. Einnig er á jarðhæð snotur 2ja herb. íbúð með sér inngangi. Gólfefni eru flísar og parket á öllu nema epoxi á þvottahúsi. (möguleiki á annarri íbúð á jarðhæð.) Vel staðsett hús í góðu standi og garður í rækt, gott útsýni. Aðkoma hellulögð og upphituð með tveimur bílastæðum. Sölumenn Akkurat taka á móti áhugasömum milli kl: 1700 og 1800. Sími 594 5000 - Fax 594 5001 Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs, vill beint flug á ný milli Íslands og Kanada og nefnir sérstaklega Winnipeg í því sam- bandi. Steingrímur var ásamt eiginkonu sinni, Bergnýju Marvinsdóttur, í Manitoba í Kanada á dögunum. Þau fóru um Íslendingabyggðir í fylk- inu og heimsóttu kanadísk- íslenskar stofnanir. Þau voru gestir í hádegisverðarboði Lögbergs- Heimskringlu í tilefni upphafs söfn- unarátaks blaðsins og lagði Stein- grímur áherslu á mikilvægi blaðs- ins í erindi sínu. Í hátíðarræðu sinni í Winnipeg 17. júní kom Steingrímur víða við. Hann þakkaði móttökur og sagðist ætíð hafa verið hlýtt til Kanada. Margt gott hefði verið gert til að styrkja böndin og á sumum sviðum, eins og til dæmis í samgöngu- málum, mætti gera betur. Í því sam- bandi nefndi hann sérstaklega beint flug milli Íslands og Kanada. Það væri verðugt verkefni fyrir alla sem hlut ættu að máli, jafnt stjórnmálamenn sem viðskipta- menn, og beint flug milli Íslands og Winnipeg yrði honum sem fyrrver- andi samgönguráðherra mjög að skapi. Morgunblaðið/Steinþór Steingrímur J. Sigfússon flytur há- tíðarræðu sína í Winnipeg. Vill beint flug til Winnipeg FÉLAG háskólakennara og Félag prófessora í Háskóla Íslands harma óvönduð skrif í vefriti fjár- málaráðuneytisins 9. júní sl. um fjárveitingar til Háskóla Íslands, að því er segir í fréttatilkynningu frá félögunum. Í vefritinu segi meðal annars að ekki verði dregn- ar þær ályktanir af nýlegri stjórn- sýsluúttekt Ríkisendurskoðunar að Háskóli Íslands búi við fjársvelti og að fjárveitingar til hans séu langt undir því sem tíðkist meðal sambærilegra háskóla í nágranna- löndunum. „Í vefriti ráðuneytisins kemur fram að Háskóli Íslands hafi að jafnaði haldið sig innan fjárheim- ilda, dæminu er stillt þannig upp að það sýni að nægu fjármagni sé varið til starfsemi hans – þó vissu- lega sé það minna en sambærilegir háskólar fái í nágrannalöndunum,“ segir meðal annars í tilkynning- unni. Þar segir að ráðuneytið réttlæti lægri fjárveitingu til Háskóla Ís- lands en til sambærilegra háskóla meðal annars með því að skólinn þurfi ekki að greiða leigu fyrir það húsnæði sem hann nýti til kennslu og rannsókna. „Þess er látið ógetið að Háskóli Íslands notar hluta af rekstrar- fjármunum sínum til byggingar húsnæðis til kennslu og rann- sókna.“ Þá segir í tilkynningunni að greinilega komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar að á undan- förnum árum hafi Háskóli Íslands mætt knöppum fjárveitingum með stórauknu vinnuálagi á fastráðna starfsmenn. „Fjöldi fastra kennara hefur nánast haldist óbreyttur undanfarin ár þrátt fyrir gríðar- lega fjölgun nemenda. Í stað þess að fjölga föstum kennurum hefur verið brugðið á það ráð að fjölga illa launuðum stundakennurum og er nú svo komið að þeir sinna um 47% allrar kennslu við skólann.“ Segir að í skýrslu Ríkisendurskoð- unar sé alvarlega varað við þeim afleiðingum sem viðbrögð af þessu tagi hafi, sé þeim beitt til lengdar. Telja fjárveitingar til HÍ hafa minnkað „Fjármálaráðuneytið virðist túlka það svo að þar sem Háskóli Íslands hafi tekist að halda rekstri sínum innan fjárheimilda hafi hann úr nægu fjármagni að spila, þann- ig virðist ráðuneytið hvetja rík- isstofnanir til að sanna fjárþörf sína með því að fara fram úr fjár- veitingum – þó það geti tæplega verið ætlunin,“ segir einnig í til- kynningunni. Þar kemur ennfrem- ur fram að sé tillit tekið til fjölg- unar nemenda og launaþróunar á þessu sama tímabili hafa fjárveit- ingar til Háskóla Íslands minnkað verulega en ekki aukist um 65% eins og skilja megi af vefriti ráðu- neytisins. „Félag háskólakennara og Félag prófessora taka undir ábendingar Ríkisendurskoðunar og ítreka að nauðsynlegt er að gera Háskóla Íslands kleift að hverfa af þeirri braut sem farin hefur verið. Ef vísinda- og fræðastarf í landinu á ekki að bíða alvarlegan hnekki verður skólinn að fá auknar fjár- veitingar til að standa straum af starfsemi sinni og uppbyggingu.“ Segjast harma óvönduð skrif um fjárveitingar til HÍ Á framhaldsaðalfundi Meina- tæknafélags Íslands nýlega voru samþykktar lagabreyt- ingar þess efnis að nafni fé- lagsins skyldi breytt úr Meinatæknafélag Íslands – skammstafað MTÍ í Félag líf- eindafræinga – skammstafað FL. Í þessum lagabreytingum er einnig ákvæði þess efnis að: Félag lífeindafræðinga tekur yfir öll réttindi og skuldbindingar Meinatækna- félags Íslands og heldur sömu kennitölu. Ný lög um lífeindafræðinga voru samþykkt á Alþingi 26. apríl 2005. Á sama tíma er nám líf- eindafræðinga að færast frá Tækniháskólanum – nú Há- skólanum í Reykjavík – og yfir til Háskóla Íslands þann- ig að þeir sem héðan í frá hyggjast stunda nám í líf- eindafræði verða í Háskóla Íslands, en þeir sem þegar eru í námi ljúka því frá Há- skólanum í Reykjavík. Hugmyndina að nafninu líf- eindafræðingur átti Jónína Jóhannsdóttir lífeindafræð- ingur og var henni færður þakklætisvottur á aðalfund- inum. Hún sagði hugmyndina hafa komið upp í tengslum við stofnun á fyrirtækinu Líf- eind, segir í frétt frá félag- inu. Meinatækn- ar verða lífeinda- fræðingar AÐALFUNDUR Hjartaverndar sem haldinn var nýlega lýsir ein- dregnum stuðningi við tillögu sem fram kom á síðasta Alþingi flutt af Siv Friðleifsdóttur alþingismanni og fleirum um reykleysi á börum og veitingastöðum á Íslandi. „Hins vegar náði tillagan ekki að verða rædd á Alþingi og hvetur því aðalfundur Hjartaverndar til að þetta eða svipað frumvarp verði end- urflutt sem fyrst á næsta Alþingi. Reynsla annarra þjóða af slíkri sam- þykkt hefur verið farsæl og bendir til að slík ráðagerð minnki heildar- magn reykts tóbaks um allt að fimmtung. Búast má því við að það hafi verulega heilsubætandi áhrif bæði vegna minni beinna og óbeinna reykinga. Aðalfundur Hjartaverndar lýsir áhyggjum af því að Ísland sem hefur verið framarlega í baráttunni gegn reykingum sé að dragast verulega aftur úr ýmsum öðrum Evrópuþjóð- um í þessu sambandi. Nú þegar hafa Írar, Norðmenn og Svíar tekið slíkt upp og fleiri Evrópuþjóðir hafa sam- þykkt að það gangi í gildi á næst- unni,“ segir m.a. í ályktuninni. Styðja að veitinga- hús verði reyklaus RAUÐI kross Íslands og Sjóvá Al- mennar tryggingar hf. hafa skrifað undir samstarfssamning um vá- tryggingaviðskipti sem felur meðal annars í sér að Sjóvá tryggir sjúkrabíla Rauða krossins og sendi- fulltrúa við hjálparstörf erlendis á vegum félagsins. Jafnframt mun Sjóvá styrkja starfsemi Rauða krossins á næstu árum. Á myndinni má sjá er Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvár, og Sigrún Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri Rauða krossins, skrifuðu undir samkomulag þessa efnis. Ljósmynd/Þórir Guðmundsson Sjóvá tryggir og styður RKÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.