Morgunblaðið - 22.06.2005, Side 28

Morgunblaðið - 22.06.2005, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UM langa hríð var ekki haldin Evrópukeppni einstaklinga í skák. Þetta stafaði sennilega af því að áð- ur fyrr var álfunni skipt í nokkur svæði og á hverju þeirra var haldin sérstök keppni. Þessi svæðamót voru hluti af heimsmeistarakeppn- inni þar eð efstu menn á þeim tryggðu sér rétt til að taka þátt í millisvæðamóti. Þeir sem urðu þar sigursælir fengu heimild að taka þátt í áskorendakeppninni en sigurvegari hennar öðlaðist rétt til að tefla við heimsmeistarann í skák. Útlit er fyrir að Evrópu- keppni einstaklinga í skák hafi leyst svæðamótin af hólmi en fyrir nokkrum árum var því skipulagi komið á fót að efstu menn í henni tryggðu sér rétt til að tefla á heims- meistaramóti FIDE. Mót þetta er haldið nú í ár í Varsjá í Póllandi og taka þar þátt þrír íslenskir skák- menn. Stórmeistarinn Hannes Hlíf- ar Stefánsson (2.567) lagði hinn 16 ára Pólverja Tomasz Warakomski (2.384) að velli í fyrstu umferð og Þjóðverjann Bente Bjoern (2.218) í annarri. Í þriðju umferð gerði hann jafntefli við hinn tvítuga rússneska stór- meistara Evgeny Alekseev (2.597). Taflmennska Hannesar hefur verið traust hingað til á árinu og mun mikið reyna á hana í umferðunum tíu sem eftir eru. Alþjóðlegi meist- arinn Bragi Þorfinnsson (2.442) gerði sér lítið fyrir í upphafsum- ferðinni og gerði jafntefli með svörtu við georgíska stórmeistar- ann Zviad Izoria (2.602) en sá vann afar öflugt mót sem lauk fyrir skömmu í Minneapolis í Bandaríkj- unum. Í þeirri næstu hafði Bragi yfirspilað stórmeistara frá Úkraínu að nafni Alexander Areshchenko (2.595) þegar 35 leikjum var lokið og eftirfarandi staða var á borðinu: Bragi-Areshchenko Hvítur getur valið úr vinnings- leiðum í stöðunni og valdi hann hinn rökrétta 36. Ha2 sem var svarað með 36. – Ha8. Sjálfsagt hefur Bragi verið í miklu tímahraki og í stað þess að leika t.d. 37. b5 lék hann 37. Hae2. Því var svarað með 37. – He8 og aftur lék Bragi 38. Ha2 sem var svarað með 38. – Ha8. Nú lék Bragi 39. Hae2?? og gat þá andstæðingurinn krafist jafnteflis þar sem eftir 39. – He8 hafði sama staðan komið upp þrisvar. Hinn heppni Úkraínumaður tefldi í næstu umferð gegn Stefáni Krist- jánssyni (2.461) og lagði hann að velli en Bragi tapaði fyrir gríska stórmeistaranum Dimitrios Mast- rovasilis (2.562). Stefán tapaði með svörtu í fyrstu umferð gegn stór- meistaranum Ernesto Inarkiev (2.612) og sigraði hinn 13 ára Svía, Alfred Krzymowski (2.034) í ann- arri umferð. Dagskrá mótsins er stíf en tefldar eru 13 skákir þar sem keppendur fá 90 mínútur til að leika fyrstu 40 leikina og svo 15 mínútur til að klára skákina. Þess- um tíma til viðbótar fá keppendur 30 sekúndur fyrir hvern leik sem leikið er. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á vefsíðunni www.skak.is Evrópumeistara- mót kvenna Lenka Ptácníková (2.277) hefur ekki náð sér fyllilega á strik á Evr- ópumeistaramóti kvenna sem fram fer þessa dagana í höfuðborg Mol- davíu, Chisinau. Í áttundu umferð laut hún í lægra haldi fyrir Zivile Sarakauskiene (2.177) frá Litháen og hefur 3 vinninga af 8 mögu- legum. Hún er í 130. sæti af 164 keppendum en rússneski kvenna- stórmeistarinn Elena Zaiatz (2.398) hefur tekið forystuna á mótinu með 6½ vinning. Sex keppendur eru með 6 vinninga og má búast við spennandi keppni á lokasprettin- um. Hægt er að fylgjast með gangi mála á vefsíðunni www.skak.is. Íslandsmót öldunga fer fram um næstu helgi Í húsnæði Skáksambands Ís- lands í Faxafeni 12 mun dagana 24. og 25. júní nk. fara fram Íslands- mót öldunga 2005. Þátttökurétt hafa skákmenn fæddir 1944 og fyrr en það eru sömu aldursmörk og eru við lýði í Norðurlandamóti öldunga en sigurvegari mótsins öðlast rétt til að taka þátt í því móti sem hefst í Finnlandi í lok ágúst næstkomandi. Á Íslandsmótinu verða tefldar 7 umferðir með 25 mínútna umhugs- unartíma og hefst keppnin föstu- daginn kemur kl. 19. Nánari upp- lýsingar veitir Bragi Kristjánsson í síma 862 4130 og á netfanginu bragi@ils.is Mjóddarmót Hellis fer fram 25. júní Í göngugötunni í Mjódd á laug- ardaginn kemur mun Mjóddarmót Taflfélagsins Hellis fara fram. Keppnin hefst kl. 14 og geta allir tekið þátt. Tefldar verða sjö um- ferðir þar sem umhugsunartíminn verður sjö mínútur. Þátttakan í þessu hraðskákmóti hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og fer skráning fram í netpósti hellir- @hellir.is og í síma 866 0116. Nán- ari upplýsingar um mótið er að finna á www.hellir.com. Hannes byrjar vel SKÁKVarsjá, PóllandEM einstaklinga 2005 17. júní–3. júlí 2005 Helgi Áss Grétarsson daggi@internet.is Hannes Hlífar Stefánsson AF ÞEIM fjölmörgu skýrslum og erindum sem berast hingað til okkar í Félagi eldri borgara í Reykjavík hefur ein greinargerð frá fé- lagsráðgjöfum á öldr- unarsviði Landspítala snortið mig og okkur öll meira en að ég hygg allt annað. Þessi greinargerð varðar fólk með heilabilun og margvíslegan vanda sem þar er við að glíma. Þetta er eitt okkar stærstu heil- brigðisvandamála og virkileg þörf á því að gefa því meiri gaum. Barátta FAAS, hins ágæta aðstandenda- félags, hefur vissulega góðum árangri skilað, enda af forystufólki á þeim bæ fast knúið á um úrbætur. En greinilega má betur ef duga skal og þar þarf samfélagið allt að koma til, opinberir aðilar þó allra helzt, því allar úrbætur kosta fjármuni. En að því ber þá einnig að gæta hversu alvarlegt það er, ef heilsu aðstand- andans er stór hætta búin vegna úrræðaleysis, því einnig það kostar fjárútlát fyrr en síðar, að ekki sé nú minnst á mannlega hamingju. Aðeins skal stiklað á örfáum at- riðum úr greinargerðinni: Það bráðvantar skammtímavistanir ut- an stofnana. Þörf er á fleiri dag- deildum og einnig sveigjanlegri dvalartíma. Engar sérhæfðar hjúkrunardeildir eru úti á landi. Það vantar öll sértæk úrræði á landsbyggðinni. Heimaþjónustan þarf að vera sveigjanlegri og geta sniðið sig meira að þörfum hvers og eins. Hlutfall sérhæfðra deilda á hjúkrunarheimilum þarf að vera miklu stærra. Á Reykjavíkursvæð- inu er hlutfallið 19%, en þyrfti að vera 50–60%. Bæta þarf verulega menntun starfsfólks í umönn- unarstörfum. Rekstrarfé til hjúkr- unarheimila þarf að auka. Sjúkra- þjálfurum og iðjuþjálfum hefur verið sagt upp í stórum stíl til að spara. Og í lokin er hnykkt á því hversu margir eru í annars vegar bið eftir hjúkrunar- rými nú í apríllok eða 319 og í bið eftir dvalarrými 143 eða samtals 462, ógnvæn- leg tala og mikil saga og oft hrein örvænting þar á bak við svo sann- arlega. Háar eru töl- urnar og ógnarstór sá vandi sem við er að glíma og hann slíkur að á þarf að taka ekki síðar en strax. Okkar ríka samfélagi er eng- an veginn stætt á öðru en taka hér myndar- lega til hendi og gjöra þessu fólki og aðstand- endum þess lífið svo léttbært sem verða má. Félag eldri borg- ara í Reykjavík og ná- grenni fékk þau sem hér þekkja gerzt til, Hönnu Láru Steinsson félagsráðgjafa og Jón Snædal öldrunarlækni, á fund til sín þar sem þau kynntu ekki aðeins vandann heldur einnig stórhuga hugmyndir um úrlausn – stórhuga en um leið bráðbrýnar og raunsæj- ar þegar til alls er litið. Við ætlum einnig að ræða við forystufólkið í FAAS svo unnt verði okkur að leggjast þarna á árar af öllu okkar afli, en minnug skulum við þess að þetta vandamál snertir okkur öll, svo víðfeðmt og alvarlegt sem það er. Við hljótum að skora á alla þá sem hafa hið opinbera forræði þessa máls að láta nú hendur standa fram úr ermum og leysa sem fyrst og bezt úr málum þessa hart leikna fólks. Á það er kallað og eftir því beðið af svo ótalmörg- um og hreinlega knýjandi sam- félagsleg nauðsyn að átak verði gjört. Átaks er þörf í málefnum fólks með heilabilun Helgi Seljan fjallar um heilbrigðismál Helgi Seljan ’… að láta núhendur standa fram úr ermum og leysa sem fyrst og bezt úr málum þessa hart leikna fólks. ‘ Höfundur er varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík. LOKSINS sér fyrir endann á þeim átökum sem einkennt hafa skipulagsmál okkar Seltirninga. Bæjaryfirvöld hafa lagt fram tvær tillögur (H og S) sem kosið verður um í bindandi kosningu 25. júní. Hér verður brot- ið blað í bæjarstjórn- armálum með beinni aðkomu íbúa að ákvörðun um mikil- vægan málaflokki og er það vel. Ég er í hópi þeirra sem hafa um árabil undrast þá lélegu að- stöðu sem knatt- spyrnudeild Gróttu hefur mátt búa við samanborið við að- stöðu ýmissa íþróttafélaga sem starfa í bæjarfélögum af svipaðri stærð víða á landinu. Þessu hef ég kynnst í keppnisferðum með syni mínum og eiginmanni, sem báðir hafa æft og leikið með öllum flokk- um knattspyrnudeildar Gróttu. Nú er liðið á annan áratug frá því að farið var að ræða framtíðar- staðsetningu knattspyrnuvallarins hér á Nesinu og fyrir nokkrum ár- um fékk nefnd sérfróðra manna það verkefni að velja honum stað. Í stuttu máli sagt var einróma nið- urstaða nefndarinnar sú að völl- urinn ætti best heima á núverandi malarvelli við Suðurströnd. Stað- arvalsnefndin lauk störfum árið 1994 og tók æskulýðs- og tóm- stundaráðs Seltjarnarnesbæjar, ásamt stjórn knattspyrnudeildar Gróttu, eindregið undir niðurstöðu nefndarinnar árið 2000. Á síðasta ári brá hins vegar svo, við að bæjar- stjórn samþykkti að nýta völlinn undir mikla blokkabyggð, en sú hugmynd gengur nú aftur í breyttri mynd í áðurnefndri tillögu H, sem brátt verður kosið um. Einn aðal- gallinn við þessa tillögu er enn sem fyrr sá, að flutningur knatt- spyrnuvallarins á Hrólfsskálamel stríðir algjörlega gegn vandaðri könnun sérfróðra manna á æskileg- ustu staðsetningu vallarins. Það kom mér því ekki á óvart, að í hópi ýmissa Seltirninga, sem hafa tekið höndum saman við að berjast fyrir því að völlurinn fái að vera í friði á besta stað (svo sem tillaga S gerir ráð fyrir), er Steinn Jónsson lækn- ir, sem var öflugur forystumaður knattspyrnudeildar Gróttu og tók á sínum tíma þátt í könnun á vallar- stæðum. Sem foreldri hér á Seltjarnarnesi geri ég mér fulla grein fyrir því, hve mikilvægu hlutverki íþrótta- félagið Grótta gegnir í æskulýðs- og uppeldis- starfi og hef stutt það heilshugar í gegnum árin. Reynslan hefur sýnt okkur að þegar aðbúnaður er góður, hefur allt starfið eflst. Gott dæmi um þetta er bygging íþróttahúss- ins. Síðan það var reist höfum við átt hand- knattleiksfólk í fremstu röð í flest- um flokkum og svo er einnig um fimleikadeildina. Ég hef sama metnað fyrir knattspyrnudeildina, en knattspyrnan var sú íþrótt sem Grótta var stofnuð um. Ég kýs því tillögu S, þar sem hún gerir ráð fyr- ir því að íþróttavöllurinn verði á svæði sem öll fagleg rök standa til að hann verði áfram á. Við Suður- strönd tengist völlurinn líka ágæt- lega við íþróttamiðstöð og skóla og myndar hluta af grænu útivistar- svæði samkvæmt aðalskipulagi bæjarins. Rúmt er um völlinn þar og miklir möguleikar að þróa hann áfram upp í fyrsta flokks keppnis- völl í C-flokki. Hægt er að leggja hlaupabraut umhverfis völlinn (upphitaða) fyrir alla bæjarbúa, skokkara jafnt sem göngufólk. Í þrengslum á miðbæjarsvæði á Hrólfsskálamel verður knatt- spyrnuvöllur ekki þróaður upp úr D-flokki og þar á hann ekki heima, síst af öllu við hús aldraðra. Ég veit af reynslu annarra félaga að öfl- ugur meistaraflokkur hvetur yngri flokka til dáða. Með því að kjósa til- lögu S, tryggjum við að sá kostur verði fyrir hendi að Seltirningar eignist loksins knattspyrnu- og frjálsíþróttavöll, sem geti veitt íþróttafólki okkar sómasamlega að- stöðu. Það er með ólíkindum, að sjá, hve léttvæg rök eru notuð til þess að reyna að réttlæta það að við skattborgarar á Seltjarnarnesi leggjum fram 80–120 milljónir króna í að gera gervigrasvöll á Hrólfsskálamel, þar sem öll starf- semin – og með því starfsemi Gróttu – mun líða fyrir skort á landrými og nálægð við íbúðarhús. Því er jafnvel haldið fram, að völlur á Melnum sé ákjósanlegur vegna þess að hann muni nýtast skóla- börnum í Mýrarhúsaskóla, en þá er þagað yfir því, að með flutningi vallarins frá Suðurströnd yrði hann tekinn burt frá unglingunum í Val- húsaskóla! Reyndar gerir tillaga S einmitt ráð fyrir því að leiksvæði barna við Mýrarhúsaskóla verði stækkað og því enn órökvísara en ella að ætla að réttlæta völl í þrengslum með því að vísa til hags- muna barna. Ég styð tillögu S ekki einungis vegna þess að hún tryggir bestu að- stöðu fyrir íþróttafólk. Þessi tillaga gerir líka ráð fyrir hóflegum fjölda nýbygginga með tengingu við Eið- istorg. Aðkoman og ásýnd bæjar- félagsins verður heilsteypt og glæsileg: fótboltavellir eiga ekki heima í miðbæjum, eins og Ormar Þór Guðmundsson arkitekt orðaði það, en hann vann við skipulagsmál á Seltjarnarnesi um áratugaskeið í tíð Sigurgeirs bæjarstjóra. Ömur- legt væri til að hugsa að sex 22 metra há ljósamöstur og veggur, allt að tæpir sex metrar að hæð, yrðu að eins konar kennileiti Sel- tjarnarness vegna flutnings íþróttavallarins á Hrólfsskálamel. Tillaga S er hófleg og líklegust til sátta í bæjarfélaginu vegna þess að hún undirstrikar þau lífsgæði sem við Seltirningar erum svo heppin að búa við og viljum umfram allt varð- veita. X-S fyrir Seltjarnarnes. Hugsum til framtíðar – S fyrir Seltjarnarnes Oddný Rósa Halldórsdóttir fjallar um skipulagsmál á Sel- tjarnarnesi ’Tillaga S er hófleg oglíklegust til sátta í bæjarfélaginu vegna þess að hún undir- strikar þau lífsgæði sem við Seltirningar erum svo heppin að búa við.‘ Oddný Rósa Halldórsdóttir Höfundur er skrifstofustjóri og Seltirningur í 30 ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.