Morgunblaðið - 22.06.2005, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 29
MINNINGAR
Látin er í Vest-
mannaeyjum frænka
mín Arndís Egilson,
Addý, eins og hún var
oftast kölluð. Hún hafði
átt við nokkurt heilsuleysi að stríða
undanfarin ár, en hafði náð sér nokk-
uð vel er hún veiktist skyndilega af
illvígum sjúkdómi nú í apríllok. Hann
dró hana til ótímabærs dauða á örfá-
um vikum. Sextíu og þrjú ár finnst
manni ekki hár aldur og er hún eig-
inmanni sínum Kjartani og stórri
fjölskyldu þeirra harmdauði. Börn
þeirra öll eru níu og sameiginlega
eru barnabörnin orðin 21.
Ég þekkti Addý best þegar við
vorum telpur en móðir hennar, Val-
borg, og faðir minn, Agnar, voru
systkini en þau eru bæði látin eins og
systkini þeirra öll. Addý bjó með fjöl-
skyldu sinni á Reynimel 47 og hjá
þeim bjó um tíma amma okkar Elín
Stephensen sem þá var orðin veik, og
annaðist Valborg móður sína þar til
hún fór á elliheimili og síðar á sjúkra-
hús. Í næsta húsi bjó Ragnar í Smára
ásamt fjölskyldu sinni og garðarnir
lágu saman en börn hans og Addý og
yngri bróðir hennar voru leikfélagar.
Man ég eftir að hafa fengið eitt sinn
að fljóta með í skemmtiferð í sumar-
hús Ragnars við Álftavatn.
Addý var strax sem barn og síðar
einnig sem ung stúlka og kona mjög
lagleg. Hún var glaðlynd og hafði
góða kímnigáfu og persónutöfra og
mikið og fjörugt ímyndunarafl. Þeg-
ar við vorum litlar telpur voru útlönd
fjarskalega langt í burtu og stafaði
frá þeim ævintýraljóma. Vöruúrval
var fábreytt hér á landi á sjötta ára-
tugnum og frá þremur frænkum sem
við áttum og bjuggu í Danmörku með
fjölskyldum sínum, móðursystrum
hennar og föðursystrum mínum, bár-
ust oft fallegar og framandlegar gjaf-
ir. Árið 1951 var von á Evu frænku
okkar í heimsókn til Íslands, í fyrsta
sinn í 35 ár eftir að hún fór til Dan-
merkur ung stúlka. Það stóð mikið til
í fjölskyldunni við að undirbúa mót-
töku hennar og hlógum við Addý síð-
ar að því hvað við vönduðum okkur
mikið við að sýna þessari góðu
frænku frá útlandinu að við værum
fyrirmyndarstúlkur. Mæður okkar
vissu ekki hvaðan á þær stóð veðrið.
Þessi heimsókn Evu varð þó ekki
skemmtiferð því miður þar sem móð-
ir hennar lést daginn áður en hún
kom. Nokkrum árum síðar kom Stef-
án sonur Evu og vann hér sem skóla-
strákur að sumarlagi og þá fórum við
frændsystkinin öll saman í skemmti-
leg ferðalög til að sýna honum fóstur-
landið. Við Addý sóttum jafnan af-
mælisboð hver hjá annarri og
hittumst í fjölskylduboðum og í
heimsóknum á heimili hver annarr-
ar.
Eftir að við stálpuðumst höfðum
við minna samband og bjuggum á
víxl erlendis um nokkurra ára skeið,
hún í Bandaríkjunum og ég síðar í
Englandi. Síðan bjó Addý í Vest-
mannaeyjum en ég í Reykjavík. Við
höfum þó alltaf haldið sambandi og
fylgst hvor með annarri.
Nú er Addý látin, langt um aldur
fram. Hún skilur eftir sig stóran hóp
barna og barnabarna og þeim og fjöl-
skyldum þeirra, Kjartani eiginmanni
hennar og bræðrum hennar votta ég
innilega samúð með kveðjum frá
okkur systkinunum úr Skólastræti
og fjölskyldum okkar.
Blessuð sé minning Arndísar Egil-
son.
Guðrún Agnarsdóttir.
Stundum verður vinskapur svo ná-
inn og kær að kostir og gallar skipta
ARNDÍS
EGILSON
✝ Arndís Egilsonfæddist í Reykja-
vík 3. apríl 1942. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Vestmanna-
eyja 14. júní síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Landakirkju í Vest-
mannaeyjum 21.
júní.
ekki máli. Vinskapur-
inn og væntumþykjan
verður skilyrðislaus.
Þannig var vinskapur
okkar Arndísar. Ég
kveð því með miklum
söknuði kæra vinkonu.
Jafnvel þótt ég hafi
þekkt Arndísi betur en
flesta aðra þá átta ég
mig á því nú að henni er
ekki auðvelt að lýsa í
fáum orðum. Arndís
var flókinn persónu-
leiki. Ég var 15 ára þeg-
ar leiðir okkar lágu
fyrst saman en hún orð-
in 26 ára, átti þá þegar orðið fjögur
börn og búin að reyna sitthvað í líf-
inu. Þá strax, við fyrstu kynni, áttaði
ég mig á því að þarna fór áhugaverð
manneskja. Hvernig hún talaði til
mín, sýndi mér skilning og hjálpaði
mér á allan hátt, varð til þess að ég
fékk mikið dálæti á þessari fallegu
konu, sem þá þegar hafði reynt svo
margt og gat miðlað mörgu. Þetta
var spennandi kona sem hafði búið í
útlöndum og kynnti mig fyrir ýmsum
framandi hlutum. Þegar okkar kynni
hófust hafði hún reynt meira en
margur gerir á heilli ævi. Mér fannst
spennandi hvernig hún talaði um-
búðalaust við okkur unglingana og
vann strax trúnað okkar. Þetta var
einmitt eitt af höfuðeinkennum
hennar, að eiga auðvelt með að
stofna til samskipta við unglinga og
sér yngra fólk. Hún bókstaflega lað-
aði að sér unglinga og umsvifalaust
voru þeir orðnir nánir trúnaðarvinir
hennar. Mín börn urðu síðan, eins og
ég, góðir vinir hennar og dætur mín-
ar sérstakir trúnaðarvinir.
Mikið gat Arndís verið orðheppin
og fyndin. Gefandi og fádæma
skemmtileg, þegar sá gállinn var á
henni. Engin sagði frá á skemmti-
legri hátt, og sögurnar kryddaðar
enskuslettum og óborganlegum
húmor. Hún var botnlaus þekkingar-
brunnur þegar kom að kvikmyndum
og kvikmyndaleikurum. Oft hringdi
ég í hana þegar ég sat fyrir framan
sjónvarpið og þurfti að fá upplýsing-
ar um hver hefði leikið á móti þessum
í þessari eða hinni bíómyndinni eða
með hverjum þessi eða hin leikkonan
hafi átt fyrsta barnið. Þessu svaraði
hún hikstalaust á stundinni. Oft sát-
um við, hún í Vestmannaeyjum og ég
í Reykjavík, í símanum talandi við
hvor aðra yfir heilli bíómynd og hún
miðlaði mér margs konar fróðleik um
leikarana í leiðinni, bæði um fyrri af-
rek þeirra og ekki síður um einka-
hagi. Hvað hún gat verið orðheppin
og skemmtileg. Greiðvikni hennar og
hjálpsemi, gagnvart þeim sem ná-
lægt henni stóðu, voru engin tak-
mörk sett. Alltaf svo skemmtilegt að
leita til hennar því það fylgdi því allt-
af einhhver óútskýranleg og gefandi
hlýja, einhver löngun til að gefa og
hjálpa. Á mörgum sviðum hafði hún
skarpa sýn á hluti og var fljót að
skilja kjarnann frá hisminu. Hún var
ekkert að skafa utan af hlutunum ef
svo bar undir, en alltaf fann maður að
á bak við voru miklar og djúpar til-
finningar. Rík samúð með þeim sem
minna máttu sín var alltaf til staðar.
Það var kannski sterkasta persónu-
einkenni hennar hversu mikil tilfinn-
ingamanneskja hún var og oft vék
skynsemin fyrir tilfinningum. Það
varð síðan til þess að ekki fetaði mín
kæra vinkona alltaf hinn mjóa veg og
ekki var alltaf farið auðveldustu leið-
ina. Það má kannski segja að hún
hafi í mörgu verið sjálfri sér verst.
Framan af ævi lifði hún stormasömu
lífi og sást ekki alltaf fyrir þegar fjöl-
mörg tækifæri buðust glæsilegri og
skemmtilegri ungri stúlku.
Um 1970 kynntist Arndís Kjartani
Bergsteinssyni, eftirlifandi eigin-
manni sínum. Það er til marks um
persónutöfra Arndísar að á þriðja
degi frá því að þau Kjartan sáust
fyrst biður hann um hönd hennar og
á tólfta degi ganga þau í hjónaband.
Þrátt fyrir mikinn flýti reyndist sá
ráðahagur vel. Kjartan reyndist
Arndísi framúrskarandi vel og var
klettur í veikindum hennar seinni ár-
in. Nú þegar ég kveð kæra vinkonu,
þá votta ég Kjartani og börnum,
mína dýpstu samúð.
Ásta Fanney Reynisdóttir.
Elsku besta Addý. Í minningunni
verðurðu alltaf langskemmtilegasta
fullorðna manneskjan. Alltaf með
svo skemmtilega brandara, sögur,
spurningar og svör. Eina manneskj-
an sem nennti að tala við okkur syst-
urnar um hunda. Miðlaðir okkur
þeirri reynslu sem þú hafðir af
hundahaldi og hún var mikil. Ég man
svo vel eftir því þegar þú varst hjá
okkur á Rauðalæk með Kassí. Þú
gafst henni „harfí“, eins og þú kall-
aðir harðfisk, í verðlaun fyrir hlýðni
og sagðir okkur að harðfiskur væri
eitt af því besta sem hundar fengju.
Seinna þegar við svo eignuðumst
okkar hund þá gáfum við honum
reglulega „harfí“.
Þegar þú varst fyrir austan hjá
okkur þá varstu í mjög góðu formi og
leist mjög vel út, en það gerðirðu að
vísu oftast því þér var mjög umhugað
um útlitið og spurðir okkur reglulega
hvernig okkur fyndist hárgreiðslan,
fötin og svo framvegis. Þannig vil ég
muna eftir þér, því að ég trúi því að
það hafi verið hin raunverulega
Addý, útitekin í gönguskóm með
hundana þína, ekki veik og máttvana
eins og undir lokin. Ég er alveg viss
um það að ég mun aldrei á lífsleiðinni
kynnast neinni eins og þér, þú varst
algjörlega „one of a kind“.
Nú erum við systurnar búnar að fá
okkur sinn hvolpinn hvor og erum
strax byrjaðar að lauma að þeim
smábitum af „harfí“, en þó að
mamma okkar sem var besta vin-
kona þín deili ekki með okkur hunda-
áhuganum þá vitum við að þú gerðir
það og það nægir okkur.
Ég mun sakna þín mikið og er inni-
lega þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast þér.
Þín vinkona,
Birta.
Elsku Addý. Mikið á ég eftir að
sakna þess að fá ekki að heyra í þér
eða hitta þig. Mikið á ég eftir að
sakna þess að geta ekki komið til þín
í heimsókn og talað við þig um allt
það skemmtilega sem þú hafðir að
segja. Ég á eftir að sakna þess að
geta ekki hringt og leitað ráðlegg-
inga þegar eitthvað bjátaði á. Nú get
ég ekki lengur hringt í þig og fengið
leiðbeiningar í sambandi við hunda,
en á því sviði varstu einstök. En
minningarnar um þig eru yndislegar
og þú munt alltaf eiga stað í mínu
hjarta.
Elsku besta vinkona, þín er sárt
saknað.
Hlín Júlíusdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn,
SIGURÐUR SIGURÐSSON
kaupmaður,
versluninni Hamborg,
lést á sjúkrahúsi í Rimini, Ítalíu, mánudaginn
13. júní síðastliðinn.
Útförin verður auglýst síðar.
Jóna Kjartansdóttir,
Sigríður Sigurðardóttir, Kjartan Guðjónsson,
Hrafnhildur Einarsdóttir, Björn Jónsson,
Kjartan Bergsson, Lene Fejrö,
Bergur H. Bergsson, Anna Maria Gregersen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HANNA R. HERSVEINSDÓTTIR,
Blásölum 24,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar-
daginn 18. júní.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtu-
daginn 23. júní kl. 13.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Þóra Guðmundsdóttir, Ævar Ragnar Kvaran,
Árný Þorsteinsdóttir, Sigurður Sigurðsson,
Margrét Þorsteinsdóttir, Jón Sigurgrímsson
og dætrasynir.
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og
amma,
MARGRÉT ÞÓRDÍS EGILSDÓTTIR
glerlistakona,
Kambaseli 21,
Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 19. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Óskar Smári Haraldsson,
Haraldur Helgi Óskarsson, Anna Fanney Gunnarsdóttir,
Brynjar Þór Óskarsson, Magdalena Hilmisdóttir,
Oddur Jarl Haraldsson.
Hjartkær eiginmaður minn, fósturfaðir, faðir,
bróðir og afi,
ANTON ÓFEIGUR ANTONSSON,
útskurðarmeistari,
(Tony trélist)
Munkaþverárstræti 11,
Akureyri,
lést 18. júní á lyflækningadeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri.
Jarðsungið verður mánudaginn 27. júní kl. 13.30 frá Hvítasunnukirkjunni
á Akureyri.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hanna Rúna Jóhannsdóttir.
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi,
HALLDÓR H. ÞORVARÐARSON,
Flúðabakka 4,
Blönduósi,
andaðist á sjúkrahúsi Blönduóss miðviku-
daginn 1. júlí sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 2 á
Sjúkrahúsinu á Blönduósi fyrir frábæra umönnun.
Ívar Snorri Halldórsson, Jóhanna K. Atladóttir,
Vilhjálmur H. Þorvarðarson,
Dagbjört Henný Ívarsdóttir,
Rakel Ýr Ívarsdóttir,
Gyða Dögg Jónsdóttir,
Ingibjörg Aldís Jónsdóttir.
Móðir okkar,
AÐALBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR
(Lalla),
Hlíðarhúsum 3,
Reykjavík,
er látin.
Jarðarförin verður frá Fossvogskirkju mánuda-
ginn 27. júní kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hennar, er bent á Blindrafélagið.
Fyrir hönd aðstandenda,
Birgir Thor Helgason,
Ásgeir Bolli Kristinsson,
Sybil Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.