Morgunblaðið - 22.06.2005, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar 569 1100
Störf hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar
Umhverfissvið Reykjavíkurborgar er eitt af sjö fagsviðum borgarinnar. Helstu verkefni Umhverfissviðs eru eftirfarandi: heilbrigðis- og
mengunarvarnaeftirlit, náttúruvernd og garðyrkja, sorphirða frá heimilum, dýraeftirlit, Vinnuskóli Reykjavíkur, Staðardagskrá 21 og
stefnumótunar- og þróunarverkefni á sviði umhverfis- og samgöngumála. Um 170 starfsmenn starfa hjá Umhverfissviði árið um
kring að fjölbreyttum verkefnum á sviði umhverfismála. Á sumrin margfaldast sú tala þegar ungir Reykvíkingar njóta sumarsins við
að snyrta og fegra borgina. Vegna breytinga eru nú auglýst til umsóknar þrjú laus störf hjá Umhverfissviði. Tvö af þessum störfum
eru ný störf.
Sérfræðingur í umhverf-
is- og samgöngumálum
Umhverfissvið Reykjavíkurborgar
óskar eftir að ráða sérfræðing í um-
hverfis- og samgöngumálum. Starfs-
maðurinn mun starfa í stoðdeild um
Staðardagskrá 21, stefnumótun og
þróun en næsti yfirmaður verður fram-
kvæmdastjóri Staðardagskrár 21 fyrir
Reykjavíkurborg . Starfið felst í umsjón
með verkefnum á sviði umhverfis- og
samgöngumála.
Starfs- og ábyrgðarsvið
Starfa með stýrihópi um mótun um-
hverfis - og samgöngustefnu fyrir
Reykjavíkurborg.
Umsjón með öðrum þróunarverk-
efnum á sviði umhverfis- og sam-
göngumála.
Umsjón verkefna á sviði umferðar-
fræðslu.
Umsjón með verkefnum vegna ár-
legrar samgönguviku.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi,
svo sem landfræði, umhverfisverk-
fræði eða sambærilegt.
Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagn-
ing í starfi.
Samstarfshæfni; vera lipur í mann-
legum samskiptum og eiga auðvelt
með að tjá sig í töluðu og rituðu
máli.
Hæfileiki til að vinna að fjölbreytt-
um verkefnum í krefjandi starfsum-
hverfi.
Þekking og reynsla á sviði sam-
göngumála æskileg
Nánari upplýsingar veita Hjalti J. Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri Staðar-
dagskrár 21, og Örn Sigurðsson, skrif-
stofustjóri, hjá Umhverfissviði Reykja-
víkurborgar frá kl. 9-16 í síma
563 2700.
Starfsmaður Náttúru-
skóla Reykjavíkur
Umhverfissvið Reykjavíkurborgar
óskar eftir að ráða starfsmann til
þriggja ára fyrir Náttúruskóla Reykja-
víkur. Náttúruskóli Reykjavíkur er
þróunarverkefni og er markmið skól-
ans að efla umhverfis- og náttúru-
fræðimennt í leik- og grunnskólum
Reykjavíkur. Starfsmaðurinn mun
starfa í stoðdeild um Staðardagskrá 21
við stefnumótun og þróun, næsti yfir-
maður verður framkvæmdastjóri Stað-
ardagskrár 21 fyrir Reykjavíkurborg.
Helstu samstarfsaðilar um Náttúru-
skóla Reykjavíkur eru Menntasvið og
Umhverfissvið Reykjavíkurborgar,
Landvernd og Skógræktarfélag Reykja-
víkur.
Starfs- og ábyrgðarsvið
Umsjón með verkefnum Náttúruskól-
ans m.a. að:
Koma á samstarfi þeirra aðila sem
hafa sérþekkingu á umhverfismál-
um og eru með tilboð um umhverf-
ismenntun nemenda.
Byggja upp netverk þessara aðila í
þeim tilgangi að þróa og styrkja
framlag þeirra til umhverfismennt-
unar í grunnskólum Reykjavíkur.
Setja upp tilboð um fræðslu sem er
aðgengileg fyrir ólíka aldurshópa í
grunnskólum, tilboð sem stuðla að
útikennslu og auðvelda kennurum
að uppfylla þær kröfur sem gerðar
eru í námskrá.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi,
svo sem á sviði náttúru- eða um-
hverfisfræða
Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagn-
ing í starfi.
Samstarfshæfni; vera lipur í mann-
legum samskiptum og eiga auðvelt
með að tjá sig í töluðu og rituðu
máli.
Hæfileiki til að vinna að fjölbreytt-
um verkefnum í krefjandi starfsum-
hverfi.
Reynsla á sviði kennslu og umhverf-
ismála æskileg.
Nánari upplýsingar veita Hjalti J. Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri Staðar-
dagskrár 21, og Ellý Katrín Guð-
mundsdóttir, sviðsstjóri Umhverfis-
sviðs Reykjavíkurborgar, frá kl. 9-16 í
síma 563 2700.
Heilbrigðisfulltrúi
Umhverfissvið Reykjavíkurborgar
óskar eftir að ráða heilbrigðisfulltrúa til
starfa hjá Heilbrigðiseftirliti og vöktun.
Starfsemi Heilbrigðiseftirlits og vökt-
unar skiptist niður í þrjár deildir; Holl-
ustuhætti, Matvælaeftirlit og Mengun-
arvarnir auk þess sem hundaeftirlit
fellur þar undir. Auglýst er eftir starfs-
manni er myndi hefja störf á Hollustu-
háttadeild en næsti yfirmaður verður
deildarstjóri þeirrar deildar.
Starfs- og ábyrgðarsvið
Reglubundið heilbrigðiseftirlit með
fyrirtækjum sem eru undir eftirliti
Hollustuháttadeildar.
Skráning og skýrslugerð.
Sinna kvörtunum og annast
fræðslu.
Sinna öðrum verkefnum samkvæmt
gildandi starfslýsingu fyrir heil-
brigðisfulltrúa.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun á sviði heilbrigðis-
vísinda, raunvísinda, verkfræði eða
öðru sambærilegu.
Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagn-
ing í starfi.
Samstarfshæfni; vera lipur í mann-
legum samskiptum og eiga auðvelt
með að tjá sig í töluðu og rituðu
máli.
Hæfileiki til að vinna að fjölbreytt-
um verkefnum í krefjandi starfsum-
hverfi.
Réttindi til að mega starfa sem heil-
brigðisfulltrúi æskileg.
Nánari upplýsingar veita Örn Sigurðs-
son, skrifstofustjóri, og Rósa Magnús-
dóttir, deildarstjóri Hollustuhátta, hjá
Umhverfissviði Reykjavíkurborgar, frá
kl. 9-16 í síma 563 2700.
Um allar þessar þrjár stöður fara laun-
akjör að kjarasamningum viðkomandi
stéttarfélaga og Reykjavíkurborgar.
Við ráðningar í störf vilja borgaryfir-
völd stuðla að því að þau flokkist ekki í
sérstök kvenna- eða karlastörf og
hvetja því það kynið sem er í minni-
hluta í viðkomandi starfsgrein að
sækja um. Konur og karlar eru því
hvött til þess að sækja um störfin.
Umsóknir skulu berast til Umhverfis-
sviðs Reykjavíkurborgar, Skúlagötu 19,
101 Reykjavík, eigi síðar en 1. júlí 2005
merktar: „samgöngumál“, „náttúru-
skóli“ eða „heilbrigðisfulltrúi“.
Reykjavík 16. júní 2005.
Umhverfissvið Reykjavíkurborgar