Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 36
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÍMYNDAÐU ÞÉR HVERNIG LÍFIÐ VÆRI EF ÞÚ HEFÐIR VÆNGI ÖMURLEGT! ÉG ÞYRFTI AÐ SOFA Á MAGANUM ÉG FÓR LÍKA Á SKÍÐI UM HELGINA OG DATT ÚR STÓLALYFTUNNI GETUR ÞÚ SAGT EITT- HVAÐ TIL AÐ HUGHREYSTA MIG EFTIR ÞESSI ÁFÖLL? GLEÐILEGT NÝTT ÁR!TÝNDIRÐU UPPÁHALDS BOLTANUM ÞÍNUM! VEISTU HVAÐ MÉR FINNST BEST VIÐ SUMARDAGA... JAFNVEL EF SÚ ATHÖFN ER AÐGERÐARLEYSI SÉRSTAKLEGA TIL AÐGERÐAR- LEYSIS ... ÞEIR ERU SVO GÓÐIR TIL ATHAFNA! EN FYRR MÁ NÚ VERA!ÉG ER HLYNNTUR ÞVÍ AÐ FAGNA VALENTÍNUSARDEGI... VERTU RÓLEGUR ALVEG RÓLEGUR ÆI, LÁTUM ÞAÐ BARA VAÐA EF VIÐ FENGJUM OKKUR ANNAN KÖTT ÞÁ VÆRI ÞAÐ TVISVAR SINNUM MEIRI VINNA ÞAÐ GÆTI LÍKA VERIÐ MINNI VINNA. ÞEIR GÆTU SKEMMT HVORÖÐRUM HVAÐ MEÐ AÐ HÆTTA BARA AÐ VERA MEÐ KÖTT. VIÐ GETUM ÖRUGGLEGA FUNDIÐ GOTT HEIMILI HANDA HARRY HVAÐ SAGÐIRÐU PABBI! ÞÁ YRÐIR ÞÚ AÐ FINNA ÞÉR NÝTT HEIMILI ERTU ALVEG VISS UM AÐ TÖLVAN SÉ Í FANGELSINU? JÁ, ÞETTA ER EINHVER TÖLVUSNILLINGUR SEM SITUR INNI HVERNIG FINNUM VIÐ HANN ÞAÐ ER BARA EIN LEIÐ... KÓNGULÓARMAÐUR- INN VERÐUR AÐ FARA Á STAÐINN Dagbók Í dag er miðvikudagur 22. júní, 173. dagur ársins 2005 Víkverji var á far-aldsfæti um helgina og umferðin var sem fyrr gríð- arleg. Ljóst er að sam- göngukerfið í höf- uðborginni hvell- springur á álags- tímum. Þannig tók það hátt í klukkutíma fyrir Víkverja og hans fjölskyldu að koma sér út úr borginni síðdegis á fimmtudag, daginn fyrir þjóðhátíðina. Röðin eftir Vestur- landsveginum, sem náði frá Ártúnshöfða upp í Mosfellsbæ, minnti óþyrmilega á þjóðhátíðarhöldin árið 1994. Þegar út á hringveginn er komið tekur svo sem ekki betra við. Þá er eins og hefjist hinn íslenski form- úluakstur þar sem bensínfóturinn þyngist og ökumenn keppast við að vera á undan næsta bíl. Framúrakst- urinn er oft á tíðum glæpsamlegur þar sem brunað er fram úr heilu bílalestunum og ekkert spáð í hvort framundan sé blindhæð eða kröpp beygja. Víkverji er eflaust ekki einn um þá skoðun að umferðin á vegum úti sé ekkert annað en rússnesk rúll- etta. Öryggið er jafnvel orðið meira innan borgarmarka heldur en á þjóðveg- unum og er þá langt gengið. Sami hraðaksturinn var í gangi þegar Vík- verji sneri heim úr helgarfríinu suður yfir heiðar á sunnudag. Harmafregnir um banaslys helgarinnar virtust ekki hafa snert þá pilta sem brunuðu á ljósbláum BMW-bíl fram úr Víkverja og fleiri ökumönnum í Melasveitinni í Borg- arfirði. Bíllinn þaut fram úr lestinni og hugsaði Víkverji með sér að vonandi myndi löggan góma þennan ökufant. Þær vonir rættust undir sunnanverðu Akra- fjalli þegar lögreglan hafði stöðvað hraðferð piltanna. Ekki er vitað hver hraðinn var í radarnum, eða hvort ökumaðurinn hafi misst leyfið á staðnum, en hið ótrúlega gerðist eigi löngu síðar þegar sami BMW-bíll brunaði fram úr Víkverja og fleirum þegar ekið var inn í Mosfellsbæ. Þá var tekið fram úr við vegamótin til Þingvalla og greinilega lítið spáð í aðstæður. Svona ökumenn ber að taka hið snarasta úr umferð áður en þeir valda dauðaslysum. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is      Laugarvatn | Um 130 listamenn taka þátt í listahátíðinni Gullkistunni sem hófst á Laugarvatni 17. júní. Sýningar eru víða um bæinn, í gamla Héraðs- skólanum, í Menntaskólanum og Íþróttakennaraskólanum. Útiverk eru víða um bæinn og uppi í hlíðinni fyrir ofan hann. Um helgina verður ýmislegt í boði fyrir gesti hátíðarinnar. Þar má nefna málþing um Héraðsskólann sem alþjóðlega listamiðstöð, tónleika með hljóm- sveitinni Litla-Hraun! og staðarskoðun með Hreini Ragnarssyni kennara á Laugarvatni. Listahátíðinni lýkur sunnudaginn 3. júlí. Morgunblaðið/Einar Falur Listahátíð á Laugarvatni MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Jesús sagði við þá: „Ef þér væruð blindir, væruð þér án sakar. En nú seg- ist þér vera sjáandi, því varir sök yðar.“ (Jóh. 9, 41.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.