Morgunblaðið - 04.07.2005, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2005 23
UMRÆÐAN
ÞAÐ ERU slæmar fréttir sem
háskólarnir í landinu færa þessa
dagana. Einn þeirra er Kenn-
araháskóli Íslands. Fram hefur
komið að skólinn þarf eina ferðina
enn að neita fjölda hæfra umsækj-
enda um inngöngu vegna fjár-
skorts.
Aldrei fleiri umsækjendur
Fjöldi umsækjenda í kennaranám
er mikið ánægjuefni. Það ætti ekki
að koma á óvart, því að vinna með
börnum og unglingum í leik- og
grunnskólum er sérstaklega gef-
andi starf sem skilur mikið eftir.
Atvinnuöryggi kennara er mikið og
kjörin hafa batnað töluvert þó enn
þurfi að gera betur. Væntanlega
tekst að leiðrétta laun kennara enn
frekar í næstu samningum, en stutt
er í þá hjá kennurum í leikskólum
en samningar þeirra eru lausir
haustið 2006.
Óviðunandi ástand
Sú staðreynd að neita þurfi hæf-
um umsækjendum með stúdents-
próf, sem vilja hefja leikskólakenn-
aranám er vægast sagt grátleg,
sérstaklega í ljósi þeirrar stöðu sem
við blasir í leikskólum en þar vantar
fjöldann allan af leikskólakennurum
til starfa. Auk þess reynist að sögn
leikskólastjóra, víða óvenjuerfitt um
þessar mundir að ráða
leiðbeinendur í stað
leikskólakennara. Það
er með öllu óviðunandi
ástand að háskólar skuli
búa við svo þröngan
fjárhagsramma að fólk
sem vill mennta sig til
þessara starfa fái neit-
un, sem e.t.v. hefur það
í för með sér að það leit-
ar á önnur mið. Þetta
eru kaldar kveðjur til
þeirra sem vilja velja
sér leikskólakennslu
sem ævistarf og í raun einnig til
málaflokksins í heild.
Kallar á aðgerðir
Menntamálayfirvöld bera ábyrgð
á þessum málaflokki. Í lögum um
leikskóla segir að þeir sem sinna
uppeldi og menntun barna skuli
hafa leikskólakennaramenntun. Það
er á ábyrgð menntamálaráðuneyt-
isins að sjá til þess að lögum sé
framfylgt. Í þessu til-
felli er það augljóst
að ráðuneytið ætti að
stuðla að aðgerðum
sem gera kenn-
aramenntunarstofn-
unum kleift að inn-
rita alla þá sem
sækjast eftir því að
komast í leikskóla-
kennaranám og
standast inntökuskil-
yrði. Á meðan hróp-
lega vantar kennara í
leikskólana er ekki
nokkur leið að skilja svona stjórn-
sýslu. Hingað til hefur viðkvæðið
gjarnan verið að það vantaði um-
sækjendur með tilskilda undirbún-
ingsmenntun. Svo er ekki lengur
sem betur fer, en nú vantar pen-
inga. Ráðherra, þarf ekki að gera
eitthvað í þessu?
Grátleg staðreynd
Björg Bjarnadóttir fjallar
um leikskólakennara ’Ráðherra, þarf ekki aðgera eitthvað í þessu?‘
Björg Bjarnadóttir
Höfundur er formaður
Félags leikskólakennara.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
SUNNUDAGINN 19. júní birtist
ritdómur um skáldsöguna „Örfok“
eftir Eyvind P. Eiríksson. Þar sem
ég er hrifin af viðfangsefninu, sem
og af höfundinum, get ég á engan
hátt gert hlutlausa greiningu á
þessari sögu. Hins vegar finnst
mér ritdómurinn ekki lýsa bókinni
sem ég hef lesið, og langar þess
vegna til að benda á fáein atriði
sem mér persónulega finnst gera
„Örfok“ sérstaka, óþægilega og ný-
stárlega sögu.
Auðvitað segir höfundurinn ekk-
ert nýtt um ástina, enda efast ég
um að það sé hægt. Hins vegar
gefst alltaf möguleiki á að segja
eitthvað á nýjan hátt og vekja nýj-
ar hugsanir um þekkt fyrirbæri.
Uppbygging „Örfoks“ er langt frá
því að vera hefðbundin.
Hún gerist á mörgum sögusvið-
um og notar verkfæri frá flestum
bókmenntagreinum. Tímasviðið er
hálendisferð en um leið langt
hjónaband.
Sögumaðurinn finnur sitt eigið
lík í miðju sögunnar og sest að hjá
því í lokin.
Ef bókin væri ástarsaga væri
hún afar misheppnuð. En „Örfok“
er ekki ástarsaga, heldur ástarjátn-
ing eða tjáning tilfinninga:
„Sumir dreifa tilfinningum sínum
með lófunum, sumir með augunum,
sumir senda þær í pósti, en sumir
eru með þær í járnslegnum kistum
og hjá sumum er búið að trampa
þær samantroðnar, þær komast
fyrir í eldspýtustokki, en stokk-
urinn er þungur sem gámur fullur
af blýi.“ (bls. 23)
„Örfok“ inniheldur efni úr slíkum
stokki, og það ætti ekki að koma á
óvart að sumum finnst sárt að fá
það á tærnar, því „Örfok“ er ást-
arjátning til ástarinnar og náttúr-
unnar, til þess erfiðasta og ljótasta
í þeim báðum.
Gegnum alla bókina streymir
nakin þrá eftir ómögulegri nánd en
á móti myndast skel til varnar
gegn nándinni, og kuldi og eyði-
mörk fylgja höfnun og útilokun.
Nálgun er nudd. Nudd myndar
nagsár og uppblástur.
Umferð okkar á hálendinu eyðir
gróðrinum og ást okkar á nálægð
fælir viðfangsefni ástarinnar frá. Í
ástarsambandi sögunnar eins og í
náttúrunni eyðist það, sem á að
gróa og vaxa, í uppblæstri, en til
staðar er einnig þessi seiga þrjóska
sem gefst ekki upp, þrjóska lífs og
ástar.
Bókmenntafræðilega er skáld-
sagan einnig ástarjátning til skáld-
skapar Svövu Jakobsdóttur en vís-
anir til texta hennar eru mjög
áberandi og sumstaðar bein und-
irstaða myndmáls sögumannsins.
Þetta líkamsfræðilega myndmál
er í „Örfoki“ nátengt náttúrunni og
varpar ljósi á tengsl manns og
lands og viðkvæmni beggja. Því
fylgir miskunnarlaus krafa um að
þiggja og elska hlutina eins og þeir
eru, hráa og ófegraða. „Örfok“ er
óþægileg bók af því að hún er
vægðarlaus.
Það er óþægilegt að náttúran
eyðir náttúrunni, að hreinlæti okk-
ar mengar, að ástarjátningar geta
eytt ástinni. Hún er óþægilega
áköf, óþægilega flókin og óþægi-
lega þungvæg.
Einnig er hún óþægileg í lestri
því það er ekki aðeins viðfangsefni
textans sem leysist upp, textinn er
sjálfur uppblástur – örfok.
Nánast hvar sem er í bókinni er
hægt að finna sjálfstæða smásögu,
ljóð, hugleiðingu eða yfirlýsingu.
En þessir kaflar byggja ekki upp
heilsteypta mynd.
Þvert á móti er eins og textinn
leysist upp og söguþræðirnir birt-
ist. Hver þráður hefur sitt einkenni
og sitt tungumál: fagurgrænir æv-
intýrakaflar sem lýsa ástinni með
myndmáli þjóðsagna og þjóðkvæða,
blóðrauðir ástarjátningarkaflar
með líkamlegu myndmáli, grjótgrá-
ar náttúrulýsingar með hörku nat-
úralismans, drullubrúnar hvers-
dagslýsingar í
eldhúsaraunsæissögustíl. Fornöfnin
ÉG og ÞÚ eru alltaf með stórum
stöfum og stingast nakin upp úr
textanum.
Það er aðeins nefnifallið, fall
frumlagsins, sem er merkt á þenn-
an hátt, sem gerir sambandið, sam-
skiptin og ofuráherslu sögumanns-
ins á sjálfum sér mjög bersýnileg í
textanum.
Ákefð ástarinnar birtist í orð-
ræðunni og gerir textann á köflum
áleitinn og kvabbandi, stundum
nánast geðveikan. Bókmennta-
greinarnar, tungumálið, hugsjón-
irnar, ástin og landið eru nudduð
og beruð niður að hörðu, köldu
ófrjóu grunnfjallinu.
Á því liggja leifar hins elskandi
manns, en í þeim getur nýtt líf gró-
ið.
GRO-TOVE SANDSMARK,
Norræna húsinu, 101 Reykjavík.
Vægðarlaus ákefð
ástarinnar
Frá Gro-Tove Sandsmark, cand.
philol. í norrænum fræðum
og bókmenntafræði og starfar
í Háskóla Íslands:
Í FRÉTTUM að undanförnu
hefur komið fram að stjórnvöld
hafi í öllum aðalatriðum farið eftir
ráðgjöf fiskifræðinga við setningu
aflamarks næsta fiskveiðiár. Ljóst
er að fréttamenn hafa ekki lesið
vel nýútkomna skýrslu Hafrann-
sóknastofnunar sem þó var kynnt
þeim sérstaklega. Flestir fjöl-
miðlar birta fréttatilkynningar
stjórnvalda án frekari umfjöllunar.
Það er líklega til marks um það
hve umræðan um sjávarútvegsmál
er að verða lítilfjörleg.
Síðustu daga hafa nokkrir fiski-
fræðingar ítrekað að ráðgjöf Haf-
rannsóknastofnunar um þorskafla
næsta fiskveiðiárs er ekki í sam-
ræmi við gildandi aflareglu. Stofn-
unin telur að sókn í þorskinn þurfi
að minnka til muna og hún hvetur
einnig til sértækra ráðstafana til
verndunar stærsta fisksins sem
skuggalega lítið er eftir af miðað
við mikilvægi hans í nýliðun.
Grálúðan –
ofveiddur deilistofn
Ekki hefur farið neitt fyrir um-
ræðu um ráðgjöf og aflamark í
grálúðu og engin frávik nefnd.
Þannig háttar til að árum saman
hefur ráðgjöf Hafrannsóknastofn-
unar og ICES (Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins) verið miðuð við grá-
lúðustofninn í heild en öruggt er
talið að hann sé hinn sami við
Austur-Grænland og Ísland og
sennilega sá sami og við Fær-
eyjar. Þessar þrjár nágrannaþjóð-
ir hafa hins vegar ekki getað kom-
ið sér saman um skiptingu
grálúðukvóta og fyrir bragðið hafa
veiðar í mörg ár verið langt um-
fram tillögur sérfræðinga, eða að
meðaltali 60% umfram ráðgjöf
undanfarinn áratug. Og þá vaknar
spurningin: Um hvað er hægt að
semja í nýtingu deilistofna ef ekki
nokkur þúsund tonn milli þriggja
nágranna sem eiga annars góð
samskipti á flestum
sviðum?
Nú er svo komið að
aflabrögð í grálúðu-
veiðum íslenska flot-
ans hafa snarversnað
undanfarin ár og
stofnvísitala grálúðu
mælist hin lægsta í
áratug, eða frá upphafi
mælinga. Öll merki
eru um ofveiði stofns-
ins, en skýrust þó á
Íslandsmiðum þar sem
mestar rannsóknir
hafa farið fram. Engin
vitneskja er um þróun stofn-
stærðar en í ljósi þess að grálúða
er afar hægvaxta fiskur, en jafn-
framt verðmæt auðlind, er full
ástæða til að fara með mikilli gát.
Ráðgjöf, aflamark og afli
Á árinu 2005 lögðu Hafró og
ICES til að veiðar á grálúðu yrðu
ekki meiri en 15.000 tonn. Ísland
setti sér aflamarkið 15.000 tonn
fyrir núverandi fiskveiðiár og
Grænlendingar 14.000 tonn fyrir
2005. Ekki er líklegt að allur sá
afli náist en sérfræðingar gera ráð
fyrir 10.000 tonna afla umfram
ráðgjöfina.
Árið 2004 var lagt til að heildar-
afli grálúðu færi ekki yfir 20.000
tonn, en Íslendingar settu sér
aflamarkið 23.000 tonn fyrir fisk-
veiðiárið 2003/2004. Íslensk skip
veiddu hins vegar aðeins 15.500
tonn á þessu tímabili og má það
vera til marks um léleg aflabrögð,
þ.e. minnkandi afla á sóknarein-
ingu. Þetta sama ár veiddu Fær-
eyingar tæp 2.000 tonn er Græn-
landsmegin var aflinn rúmlega
10.000 tonn. Samtals var því grá-
lúðuaflinn ríflega 27.000 tonn eða
35% umfram ráðgjöf í fyrra.
Taflan sem fylgir þessari grein
sýnir þennan mun á ráðgjöf
Hafró/ICES annars vegar og grá-
lúðuaflanum hins vegar síðasta
áratug. Línuritið sýnir svo hvernig
afli á Íslandsmiðum og heildarafli
grálúðu hefur verið að þróast síð-
an 1990. Glögglega má sjá að hlut-
deild Íslendinga fer minnkandi í
veiðunum og að náðst hefur að
byggja upp aflareynslu hjá öðrum.
Hið sérkennilega við þetta er að
það eru ekki Grænlendingar sjálf-
ir sem sækja mest á grálúðumiðin
við Austur-Grænland heldur fyrst
og fremst Þjóðverjar sem árið
2004 veiddu þar um 7.000 tonn og
greiddu Grænlend-
ingum fyrir veiðirétt-
inn. Forsaga þessa
máls mun vera sú að
áður fyrr flokkuðust
þessar aflaheimildir
undir pappírsfisk,
þ.e. Evrópusam-
bandið greiddi fyrir
veiðirétt í græn-
lenskri lögsögu en
nýtti sér ekki nema
að litlu leyti. Fyrir
nokkrum árum færð-
ist aukin veiðigeta
hins vegar á þýsku
skipin og pappírsfiskurinn breytt-
ist í raunverulegan afla.
Verðmætur stofn –
samninga þörf
Útflutningsverðmæti grálúðu
hefur verið um 4 milljarðar króna
á ári nokkur undanfarin ár og hún
er einkum mikilvæg fyrir frysti-
skipin sem vinna hana fyrir
markaði í Taívan og Japan. Á
þessum mörkuðum er hún meðal
verðmætustu afurða okkar í við-
skiptum.
Hvað Íslendinga varðar í nýt-
ingu grálúðustofnsins er ljóst að
tíminn vinnur á móti okkur í
tvennum skilningi; annars vegar
virðist vera gengið mjög á stofn-
inn og hins vegar fer aflahlutdeild
okkar þverrandi, sem rýrir vænt-
anlega samningsstöðu okkar, eink-
um gagnvart Grænlandi.
Mér er ljóst að erfitt hefur
reynst að fá frændþjóðir okkar að
samningaborðinu um þetta mál en
það má ekki heita fullreynt ef við
viljum teljast fyrirmynd annarra í
fiskveiðistjórnun. Við verðum
jafnvel að hugsa ráð sem við höf-
um til þvingunar ef ekki dugar
annað.
Það er umhugsunarefni að nú á
tímum mikillar umræðu um
ábyrga fiskveiðistjórn skuli Evr-
ópusambandið enn styrkja Græn-
lendinga með því að leigja veiði-
heimildir sem greinilega eru að
verða þáttur í ofveiði mikilvægrar
auðlindar. Stærstur er þó þáttur
okkar sjálfra. Við veiðum mest en
stundum jafnframt mestar rann-
sóknir á grálúðustofninum. Okkar
er að bregðast við, ef stjórnvöld
og hagsmunaaðilar á annað borð
vilja taka mið af niðurstöðum vís-
indamanna.
Hvers á grálúðan að gjalda?
Alda Möller fjallar
um sjávarútvegsmál,
einkum grálúðu
’Síðustu daga hafanokkrir fiskifræðingar
ítrekað að ráðgjöf Haf-
rannsóknastofnunar um
þorskafla næsta fisk-
veiðiárs er ekki í sam-
ræmi við gildandi afla-
reglu. ‘
Alda Möller
Höfundur starfar sjálfstætt við
verkefnastjórnun í fiskimálum.
Grálúða: Afli Íslendinga og annarra þjóða,
1990-2004
0
5,000
10,000
15,000
20,000
25,000
30,000
35,000
40,000
45,000
90 92 94 96 98 '00 '02 '04
ár
to
nn Aðrar þjóðir
Ísland
Tillögur um aflamark
og afli grálúðu frá 1995
Ár Tillaga ICES/Hafró
Þús. tonn
Afli ársins
Þús. tonn
1995 30 36
1996 20 36
1997 15 30
1998 10 20
1999 10 20
2000 10 27
2001 20 27
2002 20 29
2003 23 31
2004 20 27
Heimildir: Hafrannsóknastofnunin Fjölrit nr. 121, Ástand nytjastofna á Íslandsmiðum 2004/
2005, aflahorfur fiskveiðiárið 2005/2006 eða www.hafro.is/Astand/2005/graluda-05.pdf
www.ices.dk/committe/acfm/comwork/report/2005/may/ghl-grn.pdf.