Morgunblaðið - 23.07.2005, Síða 7

Morgunblaðið - 23.07.2005, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 7 FRÉTTIR HÉR Á landi eru yfir 90 manns við vinnu í sumar á vegum Nordjobb, at- vinnumiðlunar ungs fólks á Norður- löndum. „Nordjobbararnir“ svoköll- uðu vinna aðallega við garðvinnu af einhverju tagi, ferðaþjónustu, á elli- heimilum eða á sveitabæjum víðs- vegar um landið. Unga fólkið vinnur í 2–4 mánuði á tímabilinu maí – sept- ember og fær laun samkvæmt samn- ingi og borga af þeim skatt sam- kvæmt íslenskum reglum. Í ár eru Svíar í yfirgnæfandi meirihluta, Finnarnir koma þar fast á eftir og þá Norðmenn og Danir. Í ár sóttu 150 íslensk ungmenni um Nordjobb og fengu 50 þeirra vinnu, langflest í Danmörku, eða á fjórða tug. Í sumar hefur Nordjobb, atvinnumiðlun ungs fólks á Norður- löndunum, útvegað 700 norrænum ungmennum vinnu. Starfrækt í 20. sinn Nordjobb er starfrækt í tuttug- asta sinn í ár og hafa yfir 15.000 ung- menni fengið vinnu í gegnum verk- efnið síðan það hóf starfsemi sína árið 1985. Í ár fjölgaði umsóknum um 12% frá árinu á undan en um- sóknir í ár eru yfir 8.000 á öllum Norðurlöndunum. Allir á aldrinum 18–28 ára geta sótt um Nordjobb og eru umsækj- endur með ólíkan feril, menntun og reynslu. Heimasíðu Nordjobb er að finna á slóðinni www.nordjobb.net og er þar að finna upplýsingar á öllum Norð- urlandatungumálunum. Yfir 90 í vinnu fyrir Nordjobb á Íslandi STEFNT er að því að þátttakendur í Íslandsbanka-Reykjavíkurmaraþoni þann 20. ágúst næstkomandi verði fleiri en 4.000 talsins, að sögn Hjör- dísar Guðmundsdóttur kynning- arstjóra. Í fyrra voru þátttakendur um 3.800 í öllum flokkum Reykjavík- urmaraþons, það er 3 km skemmti- skokki, 10 km hlaupi, 21 km hálf- maraþoni og 42 km maraþonhlaupi. Í fyrra var boðið upp á 7 km hlaup, sem ekki verður í boði í ár. Erlendir þátttakendur eru þegar farnir að skrá sig til Reykjavík- urmaraþonsins. Þeir eru venjulega fyrstir til að skrá þátttöku, en Ís- lendingar með seinni skipunum, að sögn Hjördísar. „Við reynum nú fyrst og fremst að ná til 10 km hlaupara og fá þá til þátttöku,“ sagði Hjördís. „Þeir sem ætla að hlaupa hálft eða heilt maraþon hafa flestir þegar ákveðið það, enda þurfa slík hlaup talsverðan undirbúning. Mað- ur ákveður ekki núna að hlaupa heilt maraþon 20. ágúst, nema maður sé í því betra formi.“ Hjördís sagði mikinn áhuga á hlaupum endurspeglast í hlaupahóp- um sem starfi um allt land. Þar sé fjöldi fólks sem eigi að geta hlaupið 10 km, með hæfilegum undirbúningi, og því standi vonir til að hægt verði að auka mjög þátttöku í þeim flokki Reykjavíkurmaraþonsins. Í vor var stofnaður sérstakur undirbúnings- hópur fyrir 10 km hlaupið. Fólki var og er boðið að taka þar þátt án end- urgjalds. Það nýtur leiðsagnar þjálf- ara, sem Íslandsbanki – styrktarað- ili Reykjavíkurmaraþons – kostar og félagsskapar annarra hlaupara. „Þar er ótrúleg vakning í gangi. Við erum með um 400 þátttakendur skráða í hópinn. Fólk úti á landi og erlendis getur einnig verið með og fengið sendar æfingaáætlanir,“ sagði Hjördís. Æfingarnar eru tvisv- ar í viku, á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 17.30, og hittist hópurinn við tjaldstæðin í Laugardal. Venju- lega mæta 100–150 manns í hvert skipti. Boðið er upp á hópa fyrir byrjendur og lengra komna. Hjördís sagði fjölda þátttak- enda hafa haldist nokkuð stöðugan, þrátt fyrir sum- arleyfi og sum- arannir. „Það langar marga að hlaupa og dreymir um að komast 10 km skammlaust. Það sést best á því hve margir hafa skráð sig í und- irbúningshópinn og ætla að mæta í Lækjargötu 20. ágúst.“ Auk allra þeirra sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu telur Hjör- dís að hátt í 100 íslenskir hlauparar hlaupi reglulega maraþonhlaup er- lendis, þótt þeir taki ekki þátt í hlaupinu í Reykjavík. Hjördís taldi að tímasetning Reykjavík- urmaraþonsins, undir lok sumars, réði nokkru um það. Sumarið væri dýrmætur tími hér á landi og margir vildu heldur verja vetrinum en sumrinu í undirbúning. „Við höfum mikinn áhuga á að fá þetta fólk til að hlaupa hér einnig,“ sagði Hjördís. Aðstandendur Reykjavík- urmaraþonsins óska eftir því að fólk hvetji keppendur til dáða. Í fyrra fóru margir út á götur, sumir með hljóðfæri og spiluðu og sungu fyrir hlauparana. Hjördís vildi nota tæki- færið til að hvetja þá, sem ekki sjá sér fært að hlaupa, til að vera við hlaupaleiðina í Reykjavíkurmara- þoni og hvetja hlauparana til dáða með spili og söng. Íslandsbanka-Reykjavíkurmaraþonið 20. ágúst næstkomandi Stefnt að yfir 4.000 manna þátttöku Hjördís Guðmundsdóttir TENGLAR ..................................................... www.marathon.is Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.