Morgunblaðið - 23.07.2005, Síða 19

Morgunblaðið - 23.07.2005, Síða 19
Belgískar vöf Nýlega bættist við enn einn ljúffengur réttur í kaffiteríu Perlunnar. Bragðið á gómsætum nýbökuðum belgískum vöff lum í kaffiteríunni á 4. hæð. Næg ókeypis bílastæði! BELGÍSKAR VÖFFLUR Veitingahúsið Perlan - S: 562 0200 - perlan@perlan.is - www.perlan.is Hr in gb ro t Flatey | Hann var íbygginn og kankvís hann Hilmar Þór Hönnuson þar sem hann sat við verslunarborðið sitt framan við hús ömmu og afa í Flatey á Breiðafirði um sl. helgi. Hilmar Þór raðar sínum söluvarningi smekklega á borðið þegar flóa- báturinn Baldur er að leggjast að bryggju svo að allt verði nú klárt þegar ferðamaðurinn gengur þar fram hjá. Til sölu hjá Hilmari er ýmislegt úr sjón- um og fjörunni. Margskonar skeljar, kuðungar, hrúð- urkarlar, litríkir fjörusteinar, hvalbein, selskinn og lunda- goggar sem útlendingarnir eru mjög spenntir fyrir. Kvaðst Hilmar vera búinn að selja fyrir tvo þúsundkalla en hann hefði ekki fengið nema nokkrar grá- sleppur (100 krónu peninga) ennþá. Fannst Hilmari grá- sleppupeningarnir auðheyrilega miklu merkilegri en bréfpening- arnir. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Útlendingar vilja lundagogga Sölumennska Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu VESTMANNAEYJAR EFTIR SIGURSVEIN ÞÓRÐARSON BLAÐAMANN Það er um fátt annað talað í Eyjum þessa dagana en komandi Þjóðhátíð. Und- irbúningur er í fullum gangi og gengur vel að vanda enda sömu menn ár eftir ár sem standa í þessu. Þannig er þetta komið í fast- ar skorður og klikkar ekki, nema veðrið setji strik í reikninginn. Miðað við langtímaspár nú þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af því.    Menn spá mikið í veðrið, hvernig það er, hvernig það hefur verið og hvernig það muni verða. Svoleiðis hefur það alltaf verið í Vest- mannaeyjum. Sumarið hefur verið gott í Eyjum en það var betra í fyrra, í minning- unni alla vega. Reyndar er alltaf gott veður í Eyjum og eins og einn góður maður sagði. Það er alltaf logn í Eyjum, það fer bara mis- munandi hratt yfir.    Verkefnið Pompei norðursins er líklega ein albesta hugmynd sem komið hefur upp í Eyjum á undanförnum árum til að reyna að lífga upp á ferðamannaiðnað bæjarins. Strax við fyrstu skóflustungu vakti verkefnið mikla athygli og hefur nú þegar dregið fjölda fólks til Eyja. Hluti af fyrsta húsinu er komið í ljós og bíður fólk spennt eftir framhaldinu.    En Þjóðhátíðin er það sem máli skiptir í Eyjum þessa dagana. Nú fara Eyjamenn að viðra hústjöldin, verið er að hlaða í brenn- una, skátar undirbúa flugeldasýninguna og gítarleikarar bæjarins pikka upp nýja Þjóðhátíðarlagið og rifja þau gömlu upp.    Þjóðhátíð og ferðamennska byggjast á góðum samgöngum sem hafa verið mál mál- anna í Eyjum undanfarin misseri. Þar hafa orðið framfarir með fleiri ferðum Herjólfs sem nú eru nú að minnsta kosti þrettán á viku. Þrátt fyrir það annar skipið ekki flutn- ingum þegar mest er og mun baráttan fyrir bættum samgöngum halda áfram.    Hinn þátturinn í samgöngum Vest- mannaeyja, flugið hefur líka verið upp á við undanfarið. Á þriðjudaginn fékk Flugfélag Vestmannaeyja nýja flugvél og Landsflug tók í notkun nýja og öflugri flugvél á leiðinni Reykjavík-Vestmannaeyjar. FV flýgur á Bakkaflugvöll í Landeyjum sem er fjórði fjölmennasti flugvöllur landsins með yfir 20.000 farþega á ári. Sendiherra Indlands,Mahesh Sachadeo,heimsótti Akureyri í vikunni. Hann skoðaði sig um í bænum ásamt Girish Hirlekar lækni og ræðismanni Indlands á Akureyri og í lok heim- sóknarinnar var boðið til móttöku í Galleríi félags Eyfirðinga. Með þeim á myndinni eru Anna Gunnarsdóttir ræð- ismannsfrú og Svein- björg Hallgrímsdóttir en þær stöllur reka galleríið saman og hafa nýlega flutt starfsemina um set, úr Listagilinu í Brekku- götuna. „Svartfugl og Hvítspóa“ í Brekkugötu. Þangað komu samlandar sendi- herrans og fleiri gestir og áttu saman góða stund. Hér taka sendi- herrann og ræðismað- urinn á móti Andra Teitssyni, fram- kvæmdastjóra Kaup- Morgunblaðið/Kristján Sendiherra í heimsókn Sigrún Haraldsdóttirtekur sér far meðvindinum og skoð- ar heiminn: Með vindinum ég vildi fá vítt um grund að líða. Beygja fífu, blása í strá, blístra nótu stríða. Bæra syfjuð blöð á grein, blárri klukku dilla. Fægja klappir, flengja stein, flík á snúru trylla. Rugla hári á hefðarmey húfu af kolli svifta. Bera af túni bóndans hey, bleiku tjaldi lyfta. Hendast frjáls um himininn heima skoða víða. Staldra ögn við stólinn þinn strjúka vangann fríða. Flýgur með vindinum pebl@mbl.is Kelduhverfi | Kelduneshreppur stendur fyrir tónleikum í Skúlagarði næstkomandi sunnudag klukkan 15 í minningu Árna Björnssonar, tónskálds frá Lóni, og systur hans, Bjargar, organista og kórstjóra. Tónleikarnir eru aldarminning Árna. Lúðrasveit Þingeyinga heldur tón- leikana og henni til liðsinnis verður lúðra- sveit frá Eistlandi, alls 55 hljóðfæraleik- arar. Þá koma fram Karlakórinn Hreimur og Kirkjukór Garðskirkju og hljóðfæra- leikararnir Andrew Cauthery, Halli Caut- hery, Gunnar Cauthery og Aldár Rácz. Fleira verður um að vera í Kelduhverfi um helgina, að því er fram kemur á heima- síðu hreppsins. Jökulsárhlaup verður hald- ið í annað sinn. Þátttaka er góð og koma hlauparar víða af að landinu. Minningar- tónleikar um Árna Björns- son Grundarfjörður | Golfklúbburinn Vestarr í Grundarfirði og KB banki hafa gert með sér þriggja ára samstarfssamning. KB banki mun greiða klúbbnum fasta árlega upphæð og að auki styðja sérstaklega eitt opið mót á ári. KB banki hefur gert sams konar sam- komulag við Golfklúbbinn Mostra Stykkis- hólmi og inniheldur þessi samningur ákvæði um stuðning við árlegt mót sem klúbbarnir standa sameiginlega að. Ásgeir Ragnarsson, formaður golf- klúbbsins Vestra, og Kjartan Pálsson, úti- bússtjóri KB banka, undirrituðu samning- inn. Ásgeir kveðst ákaflega ánægður með þennan stuðning KB banka við starfsemi klúbbsins sem stöðugt fari vaxandi. Á þessu ári verður Golfklúbburinn Vestarr 10 ára og eru félagar í honum orðnir rúmlega 100. Golfvöllur klúbbsins er á Bárarvelli, við austanverðan Grundarfjörð. Vestarr fær stuðning í þrjú ár ♦♦♦ Auðhumla flutt | Framkvæmdaráð hefur samþykkt tillögu um flutning á listaverkinu Auðhumlu frá lóð Norðurmjólkur í Kaup- vangsgil. Verkið er í eigu Norðurmjólkur og mun vera það áfram en stjórn Norðurmjólk- ur hefur samþykkt að verkið verði flutt í Kaupvangsgilið fyrir ofan Myndlistarskól- ann. Kostnaður við flutning og niðursetn- ingu verður greiddur af Akureyrarbæ en hann er áætlaður um 600 þúsund krónur. Staðsetning og fyrirkomulag hefur hlotið staðfestingu í skipulagi fyrir svæðið. ♦♦♦ mbl.is ókeypis smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.