Morgunblaðið - 23.07.2005, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 23.07.2005, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ F ÁIR íslenskir tónlist- armenn hafa átt jafn- langan og farsælan feril og Pálmi Gunnarsson. Um helgina fagnar Pálmi 40 ára tónlistarafmæli sínu á Vopnafirði, í bænum þar sem hann er fæddur og uppalinn og fór fyrst að gutla á hljóðfæri. „Í raun má segja að ég sé byrjaður 13 eða 14 ára. Þá er ég kominn í bítlaband á síldarárunum á Vopna- firði. Það var allt iðandi í tónlist þar á þessum tíma,“ segir Pálmi, spurð- ur um fyrstu skrefin. „Ég var 14 ára, 1964, þegar ég eignaðist fyrsta al- vöru rafmagnshljóðfærið og var þá kominn á fullt í tónlistinni.“ Refirnir á Laugum Fyrsta alvöru hljómsveit Pálma var bandið Foxes sem til varð í Hér- aðsskólanum á Laugum. „Ferillinn spannst þannig að eftir Laugar kom stutt tímabil þar sem ég spilaði ekkert. Þá var ég að flækjast um allan heim, reyndar með vini mínum úr Foxes, en þegar ég kom til baka fór ég í hljómsveit austur á fjörðum og var að spila á síldarár- unum á Seyðisfirði og Hornafirði,“ heldur Pálmi áfram sögunni. Skólun Magnúsar Ingimarssonar Þegar Pálmi var 19 ára hreppti hann lausa stöðu í hljómsveit Magn- úsar Ingimarssonar, nokkuð sem Pálmi vill meina að hafi skipt sköp- um fyrir tónlistarferil hans: „Það losnaði staða bassaleikara og söngv- ara hjá Magnúsi heitnum, sem var á þeim tíma einn af okkar fremstu hljómsveitarstjórum. Ég sótti um bréflega og mér var vippað til Reykjavíkur í prufu og fékk síðan starfið. Ég komst inn fyrir náð og miskunn, því ég lét í það skína að ég væri góður bassaleikari en ég hafði ekki snert á því hljóðfæri neitt að ráði, nema bara rétt til að pikka upp nokkur lög. Magnús sá nú fljótt að ég hafði kannski ekki sagt honum alveg rétt og satt til, en hann áttaði sig líklega á því að það væri auðvelt að gera úr mér bassaleikara og að ég gæti hald- ið lagi. Hann réð mig því á þeim for- sendum að ég æfði mig eins og vit- firringur og stæðist kröfurnar sem hann, sem hljómsveitarstjóri, gerði til sinna manna. Magnús ól mig svolítið upp. Hann tuktaði mig til sem tónlistarmann og gerði kröfu um að ég nýtti þessa hæfileika sem ég hafði, og gerði það eins og maður. Hann kenndi mér án þess að ég tæki eftir því og var alltaf að troða í mig tónlist og þekkingu sem hefur nýst mér síðan.“ Pálmi þakkar Magnúsi árangur sinn í tón- list að miklu leyti: „Hæfileikarnir nýtast manni ekki nema maður fái einhverja svona þjálfun til viðbótar. Magnús var maður sem skrifaði út fyrir sitt fólk og setti menn í alveg ógurlega erfið verkefni. Það var æft á hverjum einasta degi.“ Jafnvígur á kontrabassa og rafbassa Pálmi lærði um skeið við Tónlist- arskóla Reykjavíkur hjá Einari B. Waage kontrabassaleikara. „Ég náði mér í nokkur stig þar, en mátti ekki mikið vera að því að sinna klass- íkinni,“ segir Pálmi. „Það voru aðrir hlutir að taka tímann frá manni, en ég hafði rosalega gott af náminu og fór á þessum tíma að spila djass á fullu með Guðmundi heitnum Ing- ólfssyni. Með því var ég að djöflast í poppinu og spilaði allskonar tónlist. Ég var t.d. að spila á kontrabassa í þjóðlagatónlist og starfaði mikið við upptökur á allskonar tónlist. Það var töluvert af bassaleikurum þá, en ekki endilega margir sem voru jafn- vígir á kontrabassa og rafbassa eins og ég.“ Júdas súperstjarna Pálma skaut fyrst upp á stjörnu- himininn snemma á 8. áratugnum: „Ég tók þátt í uppsetningu á Jesus Christ Superstar hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og lék þar eitt af aðal- hlutverkunum: Júdas. Bæði fékk stykkið gríðarlega góða dóma á þessum tíma og ég þótti standa mig vel. Þetta var ægilega skemmtilegur kapítuli. Söngleikurinn varð ræki- legur smellur og ég varð í raun þekktur á einni nóttu.“ Mannakorn slá í gegn Baldur Már Arngrímsson lék með Pálma í söngleiknum en það var gegnum vinskap þeirra að ferill Pálma með Mannakornum hófst. Fyrstu upptökurnar með þeirri hljómsveit komu Pálma á framfæri sem tónlistarmanni: „Fyrsta platan, Mannakorn, varð gríðarlega vinsæl. Svo komu þær hver á fætur annarri Tónlist | Ferill Pálma Gunnarssonar í brennidepli á Vopnafirði um helgina Tíminn flýgur hratt Morgunblaðið/Kristján Pálmi Gunnarsson með fyrsta bassann sinn, Höfner bítlabassa. Bassinn var týndur í fjölda ára en fannst uppi á háalofti í húsi á Hornafirði upp úr 1990 og þá var hálsinn brotinn. Maður sem fann bassann komst að því að Pálmi hefði átt þennan dýrgrip og færði honum bassann að nýju. Pálmi sagði það hafa verið ánægjulegt að fá hljóðfærið aftur í hendur. Hann lét gera við bassann og geymir hann uppi á vegg í stofunni heima. Liðin eru fjörutíu ár frá því Pálmi Gunnarsson steig fyrstu skrefin á farsælum tónlistarferli. Ásgeir Ingvarsson ræddi við hann af því tilefni. Sýnd kl. 8 B.i 16 ára kl. 10.40 Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40 B.i 16 ÁRA H.L. MBL -H.L. MBL- . .      Ekki missa af einni skemmtilegustu mynd sumarsins.  Sýnd kl 6, 8 og 10 B.i 16 ÁRA Sýnd kl. 8 B.i 14 ÁRA Sýnd kl. 2 og 4 BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT! K&F XFM H.L. - MBL. Frá framleiðanda Texas Chainsaw Massacre Kemur magnaðasta hrollvekja ársins! Fór beint á toppinn í USA Byggt á sannri sögu I N N R Á S I N E R H A F I N ! T O M C R U I S E MYND EFTIR Steven spielberg  Sýnd kl. 5.45 -Blaðið-S.V, MBL  -KVIKMYNDIR.IS  -Ó.Ö.H, DV  -Ó.H.T, RÁS 2    -Þ.Þ. FBL  -Blaðið T.V. kvikmyndir.is  BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT!   Sýnd kl. 5.45 B.i 14 ára Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.20 Þorir þú í bíó? Frá framleiðanda Texas Chainsaw Massacre Kemur magnaðasta hrollvekja ársins! Fór beint á toppinn í USA Sýnd kl. 4 og 10.20 B.i 16 ára Byggt á sannri sögu EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 13.30 Sími 564 0000 i l l. . kl. 3, 5.30 og 8 Sýnd kl. 3, 5.30, 8, 10.30 SKEMMTILEGASTA STÓRMYND SUMARSINS. FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Nú eru það fangarnir gegn vörðunum! SKEMMTILEGASTA STÓRMYND SUMARSINS. FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Nú eru það fangarnir gegn vörðunum! . . Þorir þú í bíó? TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU Sýnd kl. 2 og 4 SÍÐUS TU SÝ NING AR Sýnd kl. 2 og 10.20 B.i 10 ÁRA TILBOÐ400 KR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.