Morgunblaðið - 23.07.2005, Page 52

Morgunblaðið - 23.07.2005, Page 52
52 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Létt og skemmtileg rómantísk gamanmynd með Óskarsverðlaunaleikkonunni, Kim Basinger og hinum kynþokkafulla John Corbett úr “Sex and the City þáttunum.” tt til r tí r r l l i i, i i r i f ll r tt r t it tt . Nýjasti teiknimyndasmellurinn frá höfundum og framleiðendum „Shrek“ og „Sharktale“ Ekki missa af einni skemmtilegustu mynd sumarsins.Sýnd með ensku tali. THE PERFECT MAN kl. 12 - 2.30 - 4.30 - 6.30 - 8.30 - 10.30 MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 12 - 2.30 - 4.30 - 6.30 ELVIS HAS LEFT THE BUILDING kl. 4.30 - 8.30 - 10.30 WHO´S YOUR DADDY kl. 6.30 - 8.30 - 10.30 B.i. 14 ára. SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 2.30 með ensku tali B.i. 16 ára. B.i. 16 ára. B.i.14 B.i. 12 B.i. 12 -KVIKMYNDIR.IS  -KVIKMYNDIR.IS  KRINGLAN DARK WATER kl. 5.50 - 8 og 10.15 b.i. 12 Madagascar enskt tal kl. 6 - 8 og 10 Elvis has left the building kl. 8 og 10 Batman Begins kl. 6 og 8.30 b.i. 12 Voksne Mennesker kl. 5.45 -S.V. Mbl.  -Steinunn/ Blaðið  Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. Nýjasti teiknimyndasmellurinn frá höfundum og framleiðendum „Shrek“ og „Sharktale“ Ekki missa af einni skemmtilegustu mynd sumarsins.Sýnd bæði með íslensku og ensku tali.  -S.V. Mbl.  -Steinunn/ Blaðið  MEÐ ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANUM JENNIFER CONNELLY MAGNAÐUR OG SÁLFRÆÐILEGUR DRAUGATRYLLIR FRÁ MEISTARALEIKSTJÓRANUM WALTER SALLES (MOTORCYCLE DIARIES) MAGNAÐUR OG SÁLFRÆÐILEGUR DRAUGATRYLLIR FRÁ MEISTARALEIKSTJÓRANUM WALTER SALLES (MOTORCYCLE DIARIES) SUMAR RÁÐGÁTUR BORGAR SIG EKKI AÐ UPPLÝSA SUMA RÁÐGÁTUR BORGAR SIG EKKI AÐ UPPLÝSA HÁDEGISBÍÓ 400 KR. MIÐAVERÐ Á A     -KVIKMYNDIR.IS  „MÉR FINNST svo skemmtilegt þegar nafnið kemur í útvarpinu. Það er eins og þulurinn sé að fara að flytja lagið sjálfur,“ svarar Ró- bert Örn Hjálmtýsson þegar blaða- maður spyr hann hvers vegna í ósköpunum bandið hans heitir Ég, og bætir við: „Þetta er ekki tungu- brjótur heldur heilabrjótur.“ Ég er hljómsveit fimm manna: þeirra Arnars Inga Hreiðarssonar (Bassaaddi), Baldurs Sívertsen Bjarnasonar (Gíbaldur), Arnar Eld- járn (Gítörn), Andra Geirs Árnason- ar (Trommandri) og loks Róberts Arnar (Söngbert). Í desember 2002 gaf bandið út diskinn Skemmtileg lög og er nýja platan, Plata ársins, því önnur plata þeirra félaga. Inntur eftir innblástri og efn- istökum disksins hafði Róbert þetta að segja: „Diskurinn er að mestu um frekju bankanna. Þetta eru frekustu fyrirtæki og algjörlega úr takti við raunveruleikann. Svo er fjallað um stjórnmál á fótbolta- máli.“ Stjórnmál á fótboltamáli? – Hváir blaðamaður: „Já, t.d. er lag þarna sem heitir Evrópukeppnin, sem lýs- ir fótboltaleik en um leið þjóðum Evrópu. Til að mynda er dæmisaga, þegar Bandaríkjamenn ætluðu í stríð í Írak. Þá sögðu þeir: „Þið megið ákveða hvort við förum í Írak“. Svo vildi Evrópa ekki stríð, en samt létu Bandaríkin vaða. Bandaríkin eru nefnilega alltaf dómarinn, ekki aðeins í Evr- ópukeppninni heldur líka í Heims- bikarkeppninni.“ „Já, þetta er djúpt,“ segir blaða- maður. „Nei, þetta er ekki djúpt. Þetta er grunnt, því það skilja þetta allir. Stjórnmál eru líka vörn, sókn og miðja. Og núna er Evrópa komin inn í stríð – af hverju?“ En þó háspekileg merking liggi að baki viðfangsefni laganna er þó yfirbragðið ekki þungt: „Þetta er partíplata,“ segir Róbert. „Hún er hönnuð þannig og hefði í raun átt að heita Partíplata ársins.“ Viðtökurnar við plötunni segir Róbert hafa verið frábærar og mikil stemmning fyrir útgáfunni. Þannig hafi fyrirframpantanir farið fram úr björtustu vonum, en inntur eftir því hverjar björtustu vonir hafi verið vill Róbert fátt segja. Ég-liðsmenn eiga góðan bakhjarl en útgefandi Plötu ársins er hið nýja útgáfufyrirtæki Samskeytin- inn Records, og er þetta fyrsta út- gáfan sem þaðan kemur. Í stjórn fyrirtækisins situr fótboltahetjan Eiður Smári Guðjohnsen en á þess- ari stundu er óvíst um frekari út- gáfur. Ég mun fagna útgáfu disksins á Gauki á Stöng í kvöld og verður að- gangseyrir 500 kr., en veitingar verða á boðstólum. Einnig verða fé- lagarnir á hátíðinni Ein með öllu á Akureyri um verslunarmannahelg- ina. Platan er loks komin verslanir og kostar 2.000 krónur. Róbert bætir að lokum við að hann vilji gjarnan að ÍTR hafi við hann samband, enda er tónlistin á plötunni hönnuð fyrir alla. Pólitík á fótboltamáli – og partý! Morgunblaðið/Þorkell Ég: Örn Eldjárn, Andri Geir Árnason, Arnar Ingi Hreiðarsson og Róbert Örn Hjálmtýsson. Á myndina vantar Baldur Sívertsen Bjarnason, en hann var staddur á Kópaskeri. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Tónlist | Hljómsveitin Ég sendir frá sér Plötu ársins LEIKARINN James Doohan, sem lék vélstjórann Scotty í Star Trek- kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, er látinn, 85 ára að aldri. Dán- armeinið var lungnabólga og Alz- heimersjúkdómurinn. Ösku leikarans verður skotið út í geim. Lík leikarans verður brennt og mun henni síðan verða komið fyr- ir í eldflauginni Falcon 1, sem skotið verður á loft frá herstöð flughersins í Vandenberg í Kaliforníuríki. Aska Johns Meredyths Lucas, eins hand- ritshöfunda Star Trek-þáttanna, sem lést árið 2002 verður einnig um borð. Það er fyrirtækið Space Service Inc. sem sér um útförina en að sögn umboðsmanns Doohans hafði hann rætt við eiginkonu sína um að hann vildi láta skjóta ösku sinni út í geim. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.