Morgunblaðið - 07.08.2005, Side 1

Morgunblaðið - 07.08.2005, Side 1
STOFNAÐ 1913 210. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Hef aldrei fullorðnast Alice Cooper, fjölskyldumaðurinn með fallöxina, er á leið til landsins | 20 Tímaritið og Atvinna í dag Tímaritið | Ég er eins og Henry Kissinger  Dansað á línunni  Takk fyrir góðar móttökur Atvinna | Mikilvægt að koma fæti inn  Minnkandi at- vinnuleysi milli ára  Jákvæðar fréttir frá Bandaríkjunum 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 SELJALANDSFOSS hefur löngum fangað at- hygli þeirra sem eiga leið austur um Mark- arfljótsaura en hann sést langt að frá þjóðveg- inum. Fossinn, sem er fremsti foss í Seljalandsá, er 62 metra hár en hægt er að ganga á bak við hann eða í kringum hann og virða hann fyrir sér frá öllum sjónarhornum. Þessum forvitnu ferðalöngum hefur eflaust þótt mikil upplifun að standa á bak við fossinn. Morgunblaðið/RAX „Fossbúinn kveður, kætir og gleður“ „ÉG sá þá bjarta eldsúlu rísa upp yfir Hiroshima og hún virtist stækka og stækka. Öðru hvoru sá ég eldtungur koma út úr súlunni; það var eins og að horfa á kvikmynd sýnda hægt. Eldsúlan var stundum með koparlit en einnig sló á hana bláum, grænum og purpurarauðum lit. Þetta var afar ógnvekjandi sýn en um leið einkennilega fögur.“ Þannig lýsir Yasuhiko Tak- eta, í viðtali við Tímarit Morg- unblaðsins, þeirri sýn sem við honum blasti þegar kjarn- orkusprengja sprakk yfir borginni Hiroshima í Japan fyrir réttum 60 árum. Taketa, sem var 12 ára, sat á brautarpalli í nokkurra kíló- metra fjarlægð og beið eftir lest. Tilviljun réð því að hann var ekki við vinnu í miðborg Hiroshima ásamt bekkjar- félögum sínum. Eldri systir Taketa lést af völdum bruna- sára þremur dögum eftir sprenginguna. Í Tímariti Morgunblaðsins er einnig fjallað um aðdrag- anda þess að kjarnorku- sprengju var í fyrsta skipti beitt í hernaði og afleiðingar sprengingarinnar sem lagði Hiroshima, 350 þúsund manna borg, í rúst. Talið er að 70 þús- und manns hafi látist sam- stundis og í árslok 1945 hafi tala látinna verið komin í 140 þúsund manns. Afleiðingar geislunar frá sprengingunni eru enn að koma fram og skil- greind fórnarlömb hennar eru um 250 þúsund. „Fólk var blóðugt, sumir voru með opin sár… Andlit þess voru bólgin, húðin rauð og sviðin og hékk í henglum á sumum… Fólkið leit út eins og afturgöngur,“ segir Ta- keta. Hann segir að í hálfa öld eftir að styrjöldinni lauk hafi hann borið haturshug til Bandaríkjamanna fyrir að hafa varpað sprengjunni á borgina. En fyrir tíu árum ein- setti hann sér að losna við hatrið og biturleikann. „Ég hugsaði með mér að það væri skylda þeirra sem komust lífs af að vinna að friði í heiminum. Annars gætu börn okkar og barnabörn ekki upplifað frið.“ Ógnvekjandi sýn en um leið einkennilega fögur Morgunblaðið/GSH Atómhvelfingin í Hiroshima. Varðveittar rústir byggingar sem eyðilagðist er kjarnorkusprengju var varpað á borgina. Eftir Guðmund Sv. Hermannsson gummi@mbl.is BERJASPRETTAN er óvenjulega snemma á ferðinni í ár líkt og í fyrra að sögn Sveins Rúnars Haukssonar, læknis og áhugamanns um berjatínslu. „Það er alveg óhætt að fara að tína krækiber, að minnsta kosti á Suður- og Vesturlandi, og það er alveg tíma- bært að fara að handtína bláber. Við erum í byrjun ágúst þannig að tímabil- ið gæti orðið aftur einn og hálfur mán- uður eins og í fyrra.“ Hann segir að um miðjan júlí hafi t.d. verið hægt að tína upp æt kræki- ber á Snæfellsnesi. „Þetta er alveg einsdæmi finnst mér, en þetta hefur verið í kringum 17. júlí,“ segir Sveinn og bætir við að allt stefni í að annað ár- ið í röð verði meiriháttar berjasumar. Hann segir berjatínslutímabilið alla jafna vera í seinni hluta ágústmánaðar og fram í september. Nú sé hinsvegar annað uppi á teningnum. Hann segir hlýrra veðurfar skýra breytingarnar varðandi berjatínsluna. Varðandi staði þar sem sprettan er góð segir Sveinn að fólk þekki berja- löndin hvert á sínum stað. Hann bend- ir á að það séu t.d. mikil berjalönd í Eldhrauninu við Kirkjubæjarklaustur, í Skaftafelli, við botn Hvalfjarðar og undir Snæfellsjökli. „Það er alveg óhætt að fara að tína til ílát í það minnsta og fara ekki út úr bænum án þess að hafa eitthvert ílát með sér og helst lítinn poka í vasanum til þess að grípa til ef í nauðir rekur. Það er gaman að koma heim með ber og setja út í skyrið,“ segir Sveinn. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Berjasprett- an óvenju- snemma í ár Allt stefnir í meiri- háttar berjasumar Vladivostock. AFP. AP. | Bandarísk- ar og breskar herflugvélar komu rússneska sjóhernum til aðstoðar í gær úti fyrir ströndum Kamts- jatka á Kyrrahafsströnd Rúss- lands, þar sem rússneskur kafbát- ur sökk til botns á fimmtudag með sjö menn innanborðs. Flugvélarn- ar fluttu með sér fjarstýrð neð- ansjávarfarartæki til að senda nið- ur til að kanna aðstæður og reyna að losa kafbátinn þar sem hann liggur fastur á 190 metra dýpi. Í fyrstu var talið að kafbáturinn hefði fest í fiskinetum og sokkið, en nú hefur komið fram að hann festist í köplum neðansjávareftir- litskerfis hersins sem er haldið föstu með 60 tonna akkeri. Á föstudag tókst rússnesku björgun- arskipi að koma taug í kafbátinn en ekki tókst að losa bátinn né draga hann þangað sem dýpi er minna. Ekki vitað hve lengi súrefnið dugar mönnunum sjö Talsmönnum rússneska hersins ber ekki saman um hversu lengi súrefnisbirgðir mannanna sjö eru taldar duga þeim. Vladimir Pele- lyaev varaflotaforingi sagði á ótil- greindum tíma í gær að súrefnið ætti að duga í sólarhring til við- bótar og kannski í annan eftir það. Aðrir foringjar innan hersins hafa sagt að súrefnið gæti klárast fyrr, og enn aðrir að það ætti að endast fram á mánudag. Í öllu falli er ljóst að björgunaraðgerðirnar eru kapphlaup við tímann þar sem mennirnir sjö bíða við erfiðar að- stæður og gera allt sem þeir geta til að spara súrefnið sem þeir hafa, meðal annars reyna þeir að hreyfa sig sem minnst. Að auki eru ljós slökkt til að spara rafmagn og hitastigi haldið í um fimm gráðum. Með því að kalla strax eftir að- stoð erlendra sérfræðinga og her- afla hafa Rússar þótt sýna allt önnur viðbrögð en þegar kafbát- urinn Kúrsk sökk til botns í Bar- entshafi fyrir fimm árum með þeim afleiðingum að 118 menn innanborðs létust. Í tilfelli Kúrsk hikuðu rússnesk stjórnvöld við að leita eftir og þiggja aðstoð ann- arra landa og hlutu harða gagn- rýni fyrir vikið. Kapphlaup við tímann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.