Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Göngur yfir hálendi Ís-lands voru forfeðrumokkar brýn nauðsyn eneru nútímafólki íþróttog gleðigjafi. Reynslan sýnir að þeir sem taka að kanna há- lendið sækjast eftir gönguferðum um það þegar þeir eiga möguleika. Einn úr hópi göngugarpa Íslend- inga nú um stundir er Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna, sem nýlega hélt upp á fimmtíu ára af- mæli sitt. „Að kvöldi Jónsmessu í sumar lagði ég upp frá Reykjanestá og stefnan var tekin skáhallt norðaustur yfir landið og endapunktur var Langanes- fontur,“ segir Steingrímur, en hann er nú staddur á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, sem er hans fæðingarstað- ur og heimahöfn, eins og hann orðar það. – Er þetta gömul gönguleið? „Já og nei, þessi leið skásker flestar gömlu leiðirnar milli landshluta,“ svarar Steingrímur. – En útbjó hann þá sjálfur þessa leiðarlýsingu? „Já, ég gerði það, bæði las mér til og er nú sæmilega kunnugur löngum köflum á þessari leið. En þó voru svona eyður sem ég var að glíma við að fylla inn í, sérstaklega af því ég fór dálítið óhefðbundna leið og var að færa mig á milli hefðbundinna fornra leiða yfir hálendið, eins og Kjalvegar og Sprengisandsvegar. Leiðarlýsing göngu Steingríms – Hvernig er leiðarlýsingin? „Jú, það er í fyrsta lagi Reykjanes- skagi, þar gekk ég nesið sunnanvert, þ.e. fór um Grindavík og framhjá Ís- ólfsskála og tjaldaði í Ögmundar- hrauni. Í þetta fór Jónsmessunótt. Síðan lá leiðin um Vigdísarvelli og undir hlíðum að Kaldárseli og áfangi númer tvö endaði við Elliðavatn. Þar næst tók ég Mosfellsheiðina og leiðina um Þingvöll að Meyjarsæti á tveimur dögum. Þaðan lá leiðin meira austur á bóg- inn, sunnan Skjaldbreiðar að Hlöðu- felli og þar næst upp að Langjökli og ýmist var vaðið yfir eða gengið á jökli fyrir vötn úr vestari og eystri Haga- fellsjökli. Sú dagleið var nokkuð strembin og til muna erfiðari en fært var meðan brúin var til staðar á Farinu. Síðan komu þægilegir áfangar, frá skálanum við Hagavatn, um Bláfells- háls, á Kjalveg, þaðan í Kerlingarfjöll og til austurs í Setrið við suðausturj- aðar Hofsjökuls. Þá hófst glíman við Þjórsárverin og vötnin sem þaðan falla. Fyrst var vaðið yfir Blautukvísl- ar og vötn frá Nauthagajökli en síðan ýmist vaðið eða gengið fyrir vötn úr Múlajökli og Þjórsárjökli. Þar á milli liggur að sjálfsögðu ein mesta perla íslenska hálendisins – Arnarfell hið mikla með skrúðgarði sínum. Úr efsta hluta Þjórsárvera lá leiðin skáhallt til austnorðausturs, yfir Þjórsá og upp á Sprengisandsleið. Af henni var svo tekin Gæsavatnaleið, hin gamla – sú sem liggur um Dyngjuháls og Urð- arháls og yfir flæður eða aura Dyngjujökuls. Þessi áfangi er meðal annars sérstakur fyrir það að þar voru tvær dagleiðir án drykkjarvatns. (Reyndar má skjóta því að, að mun fleiri áfangar á leiðinni reyndust „þurrir“, þ.e. án þess að þar væri drykkjarvatn á yfirborði.) Eftir þetta lá leiðin frá Svartá, sunna Vaðöldu yfir Jökulsá á Fjöllum á brú við Upptyppinga, út Krepput- ungu, yfir brú á Kreppu og norður í Dyngju í Arnardal. Sennilega var þetta lengsta dagleiðin, nálægt 44 kílómetrum, við vorum 14 tíma að ganga þá dagleið, nánast stanslaus ganga. Þaðan af lá leiðin um kunnugar slóðir til Möðrudals, norður Haugs- öræfi niður í Þistilfjarðarheiðar og út á Langanes, sem ég gekk að sunn- anverðu, um Skálar og á Font. Þá varð ekki lengra komist þurrum fót- um þannig að ég lagðist á bjarg- brúnina og kyssti jörðina í þakkar- skyni.“ Erum aðeins gæslumenn landsins – Hvað varstu að þakka fyrir, göng- una eða að eiga þetta land? „Eigum við ekki að segja allt í senn Fyrir skömmu gekk Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, skáhallt norðaustur yfir Ísland, frá Reykja- nestá að Langanesfonti. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við hann um leiðarlýsinguna sem hann samdi sjálfur og 50 ára afmælisveislu hans á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Gangan mikla skáhallt yfir Ljósmynd/Helgi Kristinn Marvinsson Steingrímur á leiðinni milli Seturs og Nautöldu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.